Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1979 12 milljarða halli á þorskveiðiflotanum Hallarekstur þrátt fyrir 20% fiskverðshækkun HALLI á þorskveiðiflotanum, bátum og togurum er áaetiaður 12,1 milljarður króna á ársgrundvelli eftir nýlega gasolíuhækkun. Ef fiskverð hækkar um 20% verður eftir sem áður halli á þorskveiðiflotanum, sem nemur 4,4 milljörðum á ári. Ráðherranefnd fal- ið að starfa áfram ENGIN niðurstaða varð á ríkis- stjórnarfundi í KærmurKun í máirfnum vinnumarkaðarins. Ráðhcrranefndin. scm skýrt var frá að skipuð hcfði vcrið í Mbl. í ga‘r. kom saman til fundar sncmma í KærmorKun ok klukk- an 10.30 hófst síðan ríkisstjórn- arfundur. sem stóð fram yfir hádcKÍ. Svavar Gestsson við- skiptaráðherra sajjði í samtali við Morjjunblaðið í gær að enjíin Líklegt að fiskverð gildi frá 15. maí sl. VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvejísins hclt fund um nýtt fiskvcrð á sunnudaKÍnn. l>ar var ákveðið að vísa verðákvörðuninni til yfir- nefndar Verðlajfsráðs. en þar er fulltrúi ríkisstjórnarinnar Jón Sijjurðsson forstjóri Ujóðhans- stofnunar. scm oddamaður. Yfirnefndin hélt stuttan fund á mánudají ojí (?erðist þar fátt markvert, samkvæmt þeim upplýs- infíum, sem Mbl. aflaði sér. Annar fundur verður í dag. Ríkisstjórnin mun enn ekki hafa tekið um það ákvörðun með hvaða hætti sá vandi verður leystur, sem gasolíu- hækkunin mun valda fiskiskipa- flotanum. Talið er líklegast, að nýtt fiskverð verði ákveðið með iögum og það látið gilda frá 15. maí í stað 1. júní. niðurstaða hefði fengizt önnur en sú. að ráðherranefndinni hefði verið falið að starfa áfram. Sagði Svavar að hún myndi funda áfram. Eins og fram kemur í frétt af tilmælum ríkisstjórnarinnar til yfirmanna á farskipum hér í blaðinu, skýrði Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra farmönnum frá því að í gærmorgun hafi öll ríkisstjórnin orðið sammála um að fara þess á leit við þá að þeir frestuðu verkfalli gegn 3% grunn- kaupshækkun út þetta ár. Á ríkisstjórnarfundinum í gær lögðu alþýðuflokksráðherrarnir ekkert til málanna í umboði þing- flokksins. Alþýðuflokksmenn segj- ast nú aðeins skoða tillögur sam- starfsflokkanna og brjóta þær til mergjar. Virðist svo sem menn bíði nú eftir að Alþýðuflokkurinn spili einhverju út. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá Ágústi Einarssyni hag- fræðingi LIÚ. Ágúst upplýsti að reiknað hefði verið út að hallinn á þorskveiðiflotanum, bátum og tog- urum af stærri og minni gerð væri 7,6 milljarðar króna fyrir olíu- hækkun. Útgjaldaaukning fyrir þennan flota vegna olíuhækkunar- innar væru 4,5 milljarðar króna og heildartapið því 12,1 milljarðar króna. Ágúst nefndi sem dæmi að ef fiskverð yrði hækkað um 12% til hlutaskipta þyrfti 8% viðbótar- olíugjald úr 2,5% í 10,5%, til þess að brúa bilið, sem olíuhækkunin olli. Þar með væri fiskverðshækk- unin 20% en hallarekstur þorsk- veiðiflotans eftir sem áður 4,4 milljarðar og væri hallinn mestur á bátaflotanum. Hins vegar kæmi olíuhækkunin verr niður á togur- um og bátum, sem stunda togveið- ar. Ágúst sagði að 20% fiskverðs- hækkun kostaði fiskvinnsluna milli 12 og 13 milljarða króna á ársgrundvelli. Komið hefur fram að nýleg hækkun á Bandaríkja- markaði færir fiskvinnslunni 4 milljarða á ári. Það er því mikið bil sem þarf að brúa og það verður væntanlega gert með gengislækk- un, samkvæmt því sem Mbl. var tjáð í gær. Mjólkur- skortur í nokkra daga kem- ur ekki að sök — segir Gunnar Biering bamalæknir MJÓLKURSKORTUR ætti ekki að koma að sök fyrir ungbörn. því að flest eru þau á brjósti fyrstu mánuðina, en þau börn, sem af einhverjum ástæðum eru ekki á brjósti, geta þá notast við þurrmjólk og er börnum upp að nærri eins árs aldri gefin þurrmjólk ef þannig stcndur á að mjólk þrjóti, sagði Gunnar Biering barnalæknir cr Mbl. innti hann eftir hvort mjólkurskortur myndi hafa áhrif á ungbörn. Gunnar sagði að í flestum tilfellum myndi mjólkurskortur í nokkra daga ekki koma að sök, hann væri að vísu til óþæginda, en ungbörnum væri þá gefin þurrmjólk, sem fyrr segir og ársgömlum börnum og eldri mætti t.d. gefa ávaxtasafa. Ætti það ekki að koma að sök hvað næringargildi snerti í nokkra daga, en ef hins vegar verkfallið drægist á langinn þyrfti e.t.v. að gera ráðstafanir. Þá kvaðst Gunnar gera ráð fyrir að sjúkra- hús fengju undanþágu og að mjólkurskortur ætti ekki að koma niður á þeim. Umbrotin í rénun Landsig hélt áfram á Kröflu- svæðinu síðdegis í gær en nokkuð hafði þá dregið úr hraða sigsins. Landið hafði sigið um 47 senti- metra eða helming þess sem það hafði risið áður en þessi hrina hófst. Jarðskjálftar voru tíðir en smáir og fundust ekki í byggð. Að sögn Eysteins Tryggvasonar má ætla að 30 milljónir rúm- metra kviku hafi hlaupið norður f Gjástykki í þessari hrinu. Umbrotin hafa hagað sér tals- vert öðru vísi í þessari hrinu en oftast áður, t.d. er hraði sigsins aðeins um þriðjungur þess sem áður gerðist. Ástæða þess hversu hægt kvikuhlaupið er kann að vera sú að kvikan eigi nú orðið erfiðara með að brjóta sér leið neðanjarðar. Að sögn Eysteins kemur það reyndar nokkuð á óvart að þetta kvikumagn skuli þó kom- ast fyrir neðan jarðar, en ekki leita upp á yfirborðið. Þröng á þingi í mjólkur- búðum Sáttafundur var í deilu mjólkurfræðinga við vinnuveitendur á mánu- dagskvöld, en ekkert mið- aði í samkomulagsátt og nýr fundur hefur ekki ver- ið boðaður. Þrátt fyrir verkfallið starfa flestir mjólkufræðingar eins og áður, en undanþága var veitt til að vinna mjólk í mjólkurbúum svo bændur þyrftu ekki að hella mjólk- inni niður, en hins vegar fæst ekki leyfi til að dreifa henni. Aðeins Mjólkur- samsalan í Reykjavík not- ar sér ekki þessa undanþáguheimild. Mikil ös var í þeim verzlunum í gær, sem selja mjólk, og barist um síðustu mjókurdropana. 35—40 þúsund lítrum mjólkur var í gær ekið í verzlanir, en í dag verður mjólk aðeins dreift til barna- heimila, sjúkrahúsa og elliheim- ila, um 5000 lítrum. Dýrt rafmagn í Siglufirði SÍKlufirdi. 15. maí. ENGINN rafmagnsframleiðsla er nú í Skciðsfossvirkjun og fáum við Sigifirðingar því rafmagn írá díselstöðvum þessa dagana, en hjá SR er einnig keyrð túrbínustöð og kostar rckstur þessara stöðva mikið fé. Skeiðsfossvirkjun fram- leiðir einnig rafmagn fyrir ólafs- fjörð og Fljót, þannig að sama ástand er þar. Snjó hefur verið mokað af götum hér í dag og einnig af íþróttavellin- um að undanförnu, en þangað var snjónum ekið í mesta fannferginu í vetur. Knattspyrnumenn okkar verða sennilega að bíða fram í júlí eftir að fá völl sinn í gagnið, en skíðamennirnir þurfa ekki að hafa áhyggjur af snjóleysi um hvíta- sunnuna þegar Skarðsmótið fer fram. Ekki sér í dökkan díl í fjöllum og í görðum í miðbænum mátti mæla tveggja metra djúpan snjó 1 dag. Allir bílar eru að sjálfsögðu enn með vetrarbúnaði enda veitir ekki af hvað sem reglugerðir að sunnan annars kunna að segja. - mj. Ferðakostnað- ur ekki laun ÞINGMENN hafa fundið að því við Morgunblaðið, að í frétt þess um þaklyftingu á ráð- herra- og þingmannalaunum hafi ferðakostnaður verið reiknaður inn f launadæmi. Á mánuði hafa þingmenn 41.667 krónur f ferðakostnað innan kjiirdæmis síns og fyrir dvalar- kostnað í Reykjavík fá þeir 120 þúsund krónur á mánuði búi þeir í kjördæmum utan Reykja- víkur og nágrennis. Það skal tekið fram, að um er að ræða greiðslur fyrir kostnað og féllst Morgunblaðið á að hér sé ekki um launagreiðslur að ræða. Þetta breytir þó engu um þær tölur, sem tilgreindar voru í sambandi við þaklyftingu, og þær hækkanir, sem þingmenn og ráðherrar fengu vegna hennar, þar sem þaklyftingin miðaðist einungis við þingfararkaupið og ráðherralaunin. „Hefst nú sagan þar sem frá var horfid” Hæstiréttur hratt lögbanni á „Þjóf í Para- dís”, sem sett var fyrir fjórum árum HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm bæjarþings Reykjavíkur frá í marz 1977 um niðurfell- ingu lögbanns á upplestur bókarinnar „Þjófur í Paradís“ í útvarp. en höfundur bókarinn- ar er Indriði G. Þorsteinsson. Málavextir eru þeir að í apríl 1975 hóf höfundurinn Indriði G. Þorsteinsson upplestur á sögu sinni í útvarpið. Þegar hann hafði lesið einn lestur af 11 kröfðust ættingjar Tómasar heitins Jónssonar í Elivogum í Seyluhreppi þess að lögbann yrði sett á lesturinn og var það gert í fógetarétti Reykjavíkur 17. apríl 1975. Lögðu ættingjarnir, sam- býliskona Tómasar og börn hans fram tryggingu og höfðuðu síðan staðfestingarmál fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur. Kröfur sínar rökstuddu ættingjarnir með því að Tómas Jónsson sé fyrirmynd aðalper- sónunnar í sögunni og hafi þeim því verið rétt að fá lögbann við upplestri sögunnar í útvarp til að vernda hagsmuni, sem eru tengdir við persónu og minningu þessa vandamanns síns, sem nú er látinn. I dómi Hæstaréttar segir m.a. að sýnt sé að í skáldsögunni hafi höfundur að ýmsu leyti stuðst við vissa atburði úr ævi Tómasar Jónssonar, einkum þá sem frá er greint í refsimáli, sem dæmt var í Hæstarétti í desember 1939. Beri skáldsögunni svo mjög saman við atvikalýsingu í refsi- dómnum, einnig í smáatriðum, að ekki geti verið um tilviljun að ræða. A hitt beri að líta að Tómas hafi andast 1954. Bókin hafi komið út hjá forlagi bóka- félags árið 1967. Hún sé því í margra höndum og almennt kunn, en lögbannskrafan varði lestur bókarinnar eins og hún liggi fyrir prentuð. Ennfremur að lýsing á aðalpersónunni í bókinni sé að ýmsu leyti til þess fallin að vekja samúð. Þegar þetta sé virt, verði ekki talið að upplestur bókarinnar í útvarp brjóti í bága við meginreglur laga um persónuvernd. Mál þetta dæmdu Hæstarétt- ardómararnir Ármann Snævarr, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfa- son og Gaukur Jörundsson prófessor. Óhæfa að hægt sé að setja lögbann á skáldverk „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að lestur sögunnar hefjist fljót- lega í útvarpinu og líklega byrja ég með þessum orðum „hefst nú sagan þar sem frá var horfið", þótt fyrsti kaflinn hafi verið lesinn fyrir fjórum árum,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Ipdriði var búinn að lesa bókina alla upp á bönd áður en lögbannið var sett. „Ég taldi nú víst allan tímann að svona myndi fara,“ sagði Indriði G. Þorsteinsson. Indriði. „Hitt er svo annað mál að mér finnst það óhæfa að hægt sé að setja lögbann á skáldverk með því einu að setja smáupp- hæð sem tryggingu og að mál sem þetta skuli taka heil fjögur ár að fara í gegnum dómskerfið. Á þennan hátt er mögulegt að setja bann á hugverk í fjögur ár af fólki, sem ég tel að komi þessi skáldsaga ekki meira við en öðrum landsmönnum.“ Indriði gat þess að lokum að bókin „Þjófur í Paradís" kæmi innan skamms út hjá Almenna bókafélaginu í 2. útgáfu. Bókin var fyrst gefin út árið 1967, en hefur verið ófáanleg í nokkur ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.