Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 32
Síminn á afgreióslunni er
83033
JH*r0unt»I«bib
Iírri0iltittí*feíjii5ji
Síminn á afgreiðslunm er
83033
JH«r0iinbInÍ>it>
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1979
Benzín heldur áfram að hækka i Rotterdam:
Hækkun verðbótavisitölunnar um 12,5% 1. júní:
Kostar þjóðarbúið
35 milljarða króna
SAMKVÆMT árciðanlexum
heimildum. sem Mortrunblaðið
hefur aflað sér, mun verðbóta-
vísitala hækka um það bil um
12'/2% um næstu mánaðamót.
Vet?na ákvæða í lögum um stjórn
efnahagsmála, sem samþykkt voru
fyrir rúmum mánuði, dragast um
það bil 2% frá þessari hækkun
vetjna rýrnunar viðskiptakjara
þjóðarbúsins. EinnÍK er heimilt að
draga frá samkvæmt löKunum
hluta hækkunarinnar, sem verja á
til þess að draxa úr áhrifum
olíuverðhækkunar á kyndikostnað
heimiianna. Getur skerðinKÍn þar
numið 0,t til 0,5% ok frádráttur
veKna búvörufrádráttar Kæti
numið 0,5%. Því er líkleKt að um
3% draKÍst frá vísitöluhækkuninni
ok launahækkunin verði þvf á
bilinu 9,5 til 10%.
Þessu til viðbótar eru stjórnar-
flokkarnir að ráða með sér, hvort
3% launahækkun eÍKÍ að koma yfir
alla línuna. AlþýðubandalaKÍð ok
Framsóknarflokkur hafa rætt um
að setja þar þak við 230 þúsund
króna mánaðarlaun, þannÍK að 3%
komi aðeins á laun undir því þaki.
Hins ve^ar er rætt um vísitöluþak,
sem AlþýðubandalaKÍð hefur viljað
hafa á bilinu 360 til 380 þúsund
krónur. Framsóknarflokkurinn
hefur rætt um 400 þúsund krónur.
Þessi þök þýða það að verðbótavísi-
talan komi að fullu upp að þessum
þökum, en föst krónutala á laun
umfram þau. Á þessari stundu er
því ekki unnt að seRja nákvæmleRa
til um, hver launahækkunin verður
um næstu mánaðamót. Allt veltur
þar á því, að stjórnarflokkarnir
komi sér saman um þau áKreininKS-
efni, sem nú eru uppi meðal þeirra.
Þá fékk MorKunblaðið þær
upplýsinKar í gær að þessi hækkun
kostaði þjóðarbúið á ári um 35
milljarða króna. Er þá miðað við
10% hækkun kaupgjalds. Verði
hins vegar 13% hækkun kaupgjalds
mun það kosta þjóðarbúið um 42
milljarða króna. ’'
Unglingar úr Víghólaskóla í Kópavogi brugðu sér bæjarleið í gær og um leið og
þau kvöddu skóla sinn hresstu þau upp á lífið í snjómuggunni í miðborg
Reykjavíkur. (LiÍKm_ ól K Uag)
Mikill
lundadauði
á Skjálf-
anda í vor
SÍÐUSTU daga hefur
mikið fundizt af dauðum
lunda á fjörum á Skjálf-
anda og þá einkum í
grennd við Lundey og
Mánáreyjar. Siguróli
Jakohsson sjómaður á
Húsavík sagði í samtali
við Mbl. í gærkvöldi að
hann hefði ekki áður séð
svo mikið af dauðum
fugii og sagðist helzt
halda að fæðuskortur
hefði orðið lundanum að
aldurtila.
Að sögn Siguróla kom lundinn
á venjulegum tíma, upp úr 20.
apríl, og í venjulegu vori væri
lundinn farinn að verpa, en
varpstöðvar hans eru m.a. í
Lundey og Mánáreyjum. Nú væri
lundinn hins vegar ekki einu
sinni setztur upp. Isinn var
farinn af þessum slóðum er
lundinn kom, en sjór hins vegar
óvenju kaldur.
— Við höfum séð mikið af
lunda á fjörum og skiptir hann
örugglega hundruðum ef ekki
þúsundum, sagði Siguróli. —
Einnig hefur mikið verið af
veikum fugli um allan sjó. Síli
þau sem fuglinn lifir einkum á
sjást lítið í fiski og við höldum
að fæðuskorturinn hafi grandað
fuglinum. Skúmurinn gerir sér
síðan mat úr þessu og rífur í sig
hræin sagði Siguróli Jakobsson
að lokum.
Ævar Petersen fuglafræðing-
ur sagði í gærkvöldi, að hann
hefði ekki heyrt um þennan
lundadauða. Hins vegar væri
ekki ólíklegt að lágur sjávarhiti
hefði haft áhrif á lífið í sjónum í
vor og það síðan aftur á lundann
og minnkað möguleika hans til
fæðuöflunar.
Benzínið í 300
krónur í sumar
BENSÍNVERÐ heldur áfram að hækka á markaðnum í Rotterdam í
Hollandi og eru fyrirsjáanlegar enn frekari bensínhækkanir hér
innanlands í júní eða júlí. Skráð bensínverð í Rotterdam hefur
hækkað um 15% frá því verði sem lagt var til grundvallar við
ákvörðun bensínverðs hér á landi fyrir skömmu og mun það leiða til
hækkunar hér innanlands. Sömuleiðis má teija víst að vegagjald af
bensíni verði hækkað í sumar og ef að likum lætur mun bensínlitrinn
fara í eða yfir 300 krónur í sumar.
Örn Guðmundsson skrif-
stofustjóri Olíuverzlunar
íslands veitti Mbl. þær
upplýsingar í gær að skráð
verð á bensíni á markaðnum í
Rotterdam hefði verið 337,50
dollarar tonnið (fob-verð)
hinn 11. maí s.l. og hafði þá
farið hækkandi um nokkurn
tíma. Til samanburðar má
geta þess að það verð, sem lagt
var til grundvallar þegar
bensínlítrinn var hækkaður í
256 krónur nýlega var 293,44
dollarar og er hækkunin 15%.
Mun minni hækkun hefur
orðið á gasolíu. Skráð verð á
henni var 274,50 dollarar hinn
11. maí s.l. en var 266,55
krónur þegar nýleg gasolíu-
hækkun var reiknuð út.
Hækkunin er 3%. Svartolían
hefur hækkað úr 114 í 121
dollar tonnið eða um rúm 6%.
Næsti farmur af bensíni
verður lestaður í Sovétríkjun-
um í lok þessa mánaðar, 11
þúsund tonn.
Að sögn Arnar Guðmunds-
sonar eru ástæður hækkunar-
innar í Rotterdam mikil eftir-
spurn eftir bensíni. Sagði Örn
að notkun bensíns hefði farið
vaxandi á þessu ári miðað við
sömu mánuði í fyrra og mun-
aði mest um Bandaríkin, þar
sem bensínnotkunin fyrstu
mánuði þessa árs væri 6—7%
meiri en sömu mánuði í fyrra.
Gengissig 4,71%
frá áramótum
GENGISSIG frá áramótum miðað
við bandarikjadollar er 4,71%,
þ.e.a.s. dollarinn er 4.71% dýrari
en hann var samkvæmt gengis-
skráningu 1. til 3. janúar. Hinn 3.
janúar kostaði dollarinn 318,50
krónur, en í gær var verð hans
333,50 krónur.
Einróma tilmæli ríkisstjórnarinnar til farmanna:
Aflýsið verkföllum gegn
3% gruimkaupshækkun
Ólíklegt að fallist verði á tilmælin, segir
Ingólfur Ingólfsson, forseti FFSÍ
ÓLAFUR
Jóhannesson
kvaddi í gær farmenn á
sinn fund til þess að ræða
kjaramál þeirra og verk-
fall. Á fundinn með ráð-
herra fór 6 manna sendi-
nefnd farmanna undir for-
sæti Ingólfs Ingólfssonar,
forseta Farmanna og fiski-
mannasamhands Island.
Ingólfur kvað forsætisráð-
herra hafa tekið það fram
í tvígang á fundinum, að
öll ríkisstjórnin hafi ein-
róma samþykkt þá mála-
leitan, sem hann bar far-
mönnum. Tilmælin voru: í
fyrsta lagi skipun sátta-
nefndar, í öðru lagi, að
bjóða til samkomulags 3%
og engar frekari grunn-
kaupshækkanir á þessu
ári og í þriðja lagi, að
fresta eða aflýsa verkfalli.
Ingólfur Ingólfsson kvað far-
menn, þ.e.a.s. yfirmenn á farskip-
um, verða með sameiginlegan
fund í dag klukkan 14 og myndi
þar verða tekin afstaða til tilmæla
ríkisstjórnarinnar. Hann kvað
farmenn hafa tekið vel í skipun
sáttanefndar, enda hafði það
atriði áður verið rætt í þeirra hóp.
Um tvö síðari tilmælin kvað
Ingólfur mjög ólíklegt að fundur-
inn svaraði þeim með jákvæðum
hætti.
Ingólfur Ingólfsson kvað fund-
inn í dag jafnframt myndu fjalla
um frekari viðbrögð farmanna í
kjaradeilunni. Hann kvað far-
menn sennilega hafa gengið út á
yztu mörk í undanþágum í góðri
trú og von um að þeir fengju að
leysa málið sjálfir.
Sjá frétt á bls. 15: „21 farskip
hefur stöðvazt“.