Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1979 Friðrik Sophusson: Samkeppnisaðstaða iðnaðarins verði bætt FRIÐRIK Sophusson (S) mælti fyrir skömmu fyrir frumvarpi er hann flytur ásamt þingmönnunum Árna Gunnarssyni (A), Ingvari Gíslasyni (F) og Kjartani ólafssyni (Abl) um niðurfellingu aðflutn- ingsgjalda af aðföngum þeirra iðnfyrirtækja er stunda framleiðsu til útflutnings eða eiga í beinni samkeppni við vörur sem fluttar eru til landsins. I ræðu sinni fjallaði Friðrik Sophusson um það, að vegna inngöngunnar í EFTA hefðu á aðlögunartímanum smám saman verið felld niður að mestu aðflutn- ingsgjöld af aðföngum sam- keppnisiðnaðar. Enn séu þó mörg dæmi þess að fyrirtækjum í út- flutnings- og samkeppnisiðnaði sé gert að greiða aðflutningsgjöld af aðföngum sínum, og valdi þar eftirfarandi mestu: 1. Aðföngin falla í svokölluð blönduð tollskrárnúmer, það er að segja, aðföng iðnaðar falla í tollskrárnúmer sem að veru- legu leyti innifela vörur til annarra notenda en iðnfyrir- tækja. Hefur því ekki verið talið fært að fella niður toll í viðkomandi tollskrárnúmerum vegna tekjusjónarmiða ríkis- sjóðs. 2. Túlkun á 12. tölulið 3. greinar tollskrárlaga, bæði hvað snertir gildissvið aðfanga og skilgrein- ingu samkeppnisiðnaðar er of þröng til að töluliðurinn nái að heimila niðurfellingu allra aðflutningsgjalda til sam- keppnisiðnaðar. 3. Fjármálaráðuneytið hefur nýverið farið að túlka heimildarákvæðin þannig, að einungis sé heimilt að fella niður eða endurgreiða aðflutn- ingsgjöld af aðföngum, sem beri jafnhá eða hærri gjöld en samkeppnisvaran. Þingmaðurinn sagði, að bráða nauðsyn bæri til að hér yrði á breyting, og því legðu flutnings- menn á það mikla áherslu að málið fengi afgreiðslu á þessu þingi, enda væri það þáttur í tæknivæðingu iðnaðarins sem óhjákvæmilega hlyti að leiða til lægra vöruverðs og þar með betri lífskjara í landinu. Meðal þess, sem Friðrik sagði að stæði í vegi fyrir aukinni fram- leiðni hér á landi, væri að allt of háir tollar eru af tækjum til flutninga innan verksmiðjanna. Afleiðing þessa sé sú, að vörur séu fluttar til með handafli eða á annan frumstæðan hátt, sem krefst verulegrar áreynslu af hálfu starfsmannanna. Með breyt- ingu á þessu, með notkun færi- banda, lyftara og hlaupakatta, mætti auðvelda þessa flutninga til muna. Þannig mætti í senn bæta vinnuaðstöðuna og auka fram- leiðnina. Sagði flutningsmaður, að lagt væri til að ákvæði um innflutning tækja af þessu tagi flyttust úr undanþáguheimildum tollskrár- laganna yfir í kaflan um frjálsan innflutning. Þá kvað hann þess að geta, að frá því í haust hefði starfað nefnd um iðnþróun, sem vera ætti iðnaðarráðherra til ráðuneytis um mótun heildar- stefnu í iðnaðarmálum. Hefðu flutningsmenn haft samstarf við nefndina og væri orðalag tillögu þeirra að hluta komið frá henni. Þess væri þó einnig að geta, að vinna flutningsmanna að þessu frumvarpi hefði hafist talsvert áður en það kom til umræðu í umræddri samstarfsnefnd. Að lókum sagði Friðrik Sophus- son, að samtök iðnaðarins hefðu lýst stuðningi við þetta frumvarp, og lýst áhuga á að það fengist samþykkt á þessu þingi. Hjörleifur Guttormsson (Abl) iðnaðarráðherra tók næstur til máls. Sagðist hann vilja þakka framsögumanni það að hann hefði getið þess að frumvarpið væri að stofni og meginhluta frá sam- starfsnefndinni um iðnþróun. Það væri gott að Friðrik hefði getið þess, en ekki yrði þó hjá því komist að vekja á því frekari athygli, hve það væri óvenjulegt að fá inn í þingið texta sem væri enn á mótunarstigi hjá stjórn- skipaðri nefnd. Ráðherra sagðist vera þeirrar skoðunar að frumvarpið væri í meginatriðum góðra gjalda vert, Friðrik Sophusson enda væri megintilgangur frum- varpsins að ráða bót á hvimleiðu vandamáli fyrir þá, sem fyrir iðnrekstri standa. Fátt væri nú brýnna á atvinnulífi landsmanna en efling iðnaðar og bætt sam- keppnisaðstaða hans, og því fagn- aði hann sem iðnaðarráðherra framkomnu frumvarpi og jákvæðum stuðningi við málstað- inn sem fram kemur frá flutnings- mönnum. Flutningsmaður, Friðrik Sophusson, tók aftur til máls. Sagðist hann vilja þakka ráðherranum fyrir efnislegan stuðning við málið. Friðrik sagði að það hefði komið sér á óvart, að svo virtist sem aðalástæða þess að ráðherrann tók til máls, hefði verið sú, að um væri að ræða mál er unnið hefði verið af aðila er hann skipaði. Þar væri hins vegar um misskilning að ræða. Málið væri það að það hefði verið þó nokkru fyrir þann tíma er áhugi sinn hefði vaknað á málinu, og einnig hefði það verið til umræðu meðal þeirra er starfa að íslenskum iðnaði um margra ára skeið. Þá hefði hann einnig verið búinn að biðja um upplýsingar um málið frá Félagi ísl. iðnrekenda þegar í nóvember. En þessi atriði sagði Friðrik að lokum þó ekki vera aðalatriði málsins, miklu meira máli skipti stuðningur iðnaðarráðherra við málið, og hann áttu þingmenn væntanlega eftir að sjá í verki næstu daga og vikur. Fleiri tóku ekki til máls, og var atkvæðagreiðslu um málið frestað. Páll Pétursson Eyjólfur Konráð Jónsson Málþóf stjórnarþingmanna: Símaskrá borin í ræðustól þingmanns Tillaga Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar (S) o.fl. þingmanna um beinar greiðslur til bænda kom til framhaldsumræðu í samein- uðu þingi í gær. Fyrir lá nefndar- álit meirihluta allsherjarnefndar s.þ., sem mælir með samþykkt tillögunnar (Vilmundur Gylfason A, Ellert B. Schram S, Gunnlaug- ur Stefánsson A. Jónas Árnason Ahi.. Lárus Jónsson S og Ólafur Ragnar Grímsson Abl.) og álit minnihluta, sem leggur til veru- legar breytingar á orðalagi til- lögunnar (Páll Pétursson F). Mál höfðu gengið greitt fram á þingfundinum unz kom að þessari tillögu. Páll Pétursson (F) flutti langt mál, sem hann lauk ekki, en fundi var frestað kl. 15.30 vegna þingflokksfunda. Las hann m.a. fylgiskjöl með málinu, sem verið höfðu í höndum þingmanna vikum saman, svo greinilegt var, að um málþóf var að ræða. — Auk þessa röðuðu 5 framsóknarþingmenn sér á mælendaskrá. I lestri Páls Pét- urssonar á fylgigögnum var hon- um færð hin nýja símaskrá í ræðustól (Eyjólfur K. Jónsson), ef lesefni skorti — en einnig sem nokkurs konar andmæli við mál- þófi á síðustu starfsdögum þings- ins. Þingmenn stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokks, hafa reynt að greiða fyrir framgangi mála, þing- mála stjórnarliðs sem annarra, en mörg mál eru síðbúin og undir hælinn lagt, hvort tími vinnst til afgreiðslu þeirra. I lofti lá að málþóf af þessu tagi myndi kalla á svipuð viðbrögð í öðrum málum, sem ríkisstjórnin leggur áherzlu á að fram nái að ganga fyrir þing- lausnir, sem ráðgerðar eru mið- vikudaginn 23. þ.m. Þinjífrcttir í stuttu máli — Þingfréttir í stuttu máli — Þingfréttir í stuttu máli — Fió,„ þingsályktanir: EndUTSkoðUIl fram- kvæmdaáætlunar í orkumálum 1979 Þingmál gengu greitt fram í Sameinuðu þingi í gær. unz kom að tillögu til þingsályktun- ar um beinar greiðslur til ba-nda (sjá rammaírétt á þing- síðu í dag). Fjórar tillögur voru afgreiddar sem þingsályktanir og þrjár til nefndar. Iðngarðar Samþykkt var þingsályktun (flm. Eggert Haukdal S og Guð- mundur Karlsson S) þess efnis, að ríkisstjórnin láti undirbúa löggjöf um byggingu iðnaðar- húsnæðis með samstarfi ein- staklinga, félagasamtaka og sveitarstjórna og með stuðningi ríkisins. Hafa skal samráð við Samb. ísl. sveitarfélaga, Iðn- lánasjóð, Iðnþróunarsjóð, Byggðasjóð, Fél. ísl. iðnrekenda og Landssamband iðnaðar- manna. Könnun og undirbúningi skal hraðað. Tillagan var sam- þykkt með 39 samhljóða atkvæð- Suðurnesja- áætlun Þá var samþykkt þingsályktun um Suðurnesjaáætlun (flm. Gils Guðmundsson Abl. og Geir Gunnarsson Abl.). í ályktuninni felur Alþingi Framkvæmda- stofnun að undirbúa og vinna framkvæmda- og fjármögnunar- áætlun um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Áætlanagerð verði flýtt eftir föngum og áfangaskýrslur gefnar út eftir því sem verkið vinnst. I tillög- unni er nánar kveðið á um, hvern veg staðið skuii að áætl- anagerðinni, sem er alhliða, en fjallar ekki sízt um útveg og fiskiðnað. Meðferð íslenzkrar ullar Þá var samþykkt þingsályktun um meðferð íslenzkrar ullar (flm. Vilhjálmur Hjálmarsson F o.fl.). Ályktunin felur ríkisstjórn að láta kanna eiginleika ís- lenzkrar ullar og kanna hversu bæta megi ræktun hennar og meðferð með fjölbreyttari fram- leiðslu og aukin vörugæði að markmiði. Könnun á þætti landbúnaðar- framleiðslu Þá var samþykkt þingsályktun um könnun á þætti landbúnað- arframleiðslu í atvinnulífi þjóð- arinnar (flm. Jón Helgason F og Vilhjálmur Hjálmarsson F). Al- þingi felur ríkisstjórn að láta kanna hvað stór hluti þjóðarinn- ar hefur atvinnu og framfæri af framleiðslu og vinnslu landbún- aðarafurða, sem og þjónustu hvers konar við landbúnað og búandfólk. Rannsóknin skal og ná til áhrifa hugsanlegs sam- dráttar búvöruframleiðslu á at- vinnulíf þjóðarinnar, í einstök- um landshlutum og í heild, s.s. á vaxandi ullar- og skinnaiðnað, sem eru vaxandi þættir í gjald- eyrisöflun okkar. Starfsreglur og einkaleyfi Pósts og síma Albert Guðmundsson (S) mælti f.vrir tveimur tillögum til þingsályktunar: 1) að mennta- málaráðherra láti endurskoða gildandi reglugerð (nr. 143/1967) um iðnfræðslu, m.a. með það í huga, að símvirkjun verði talin til iðngreina og að si'mvirkjun verði tekin upp sem námsefni í iðnskúlum, 2) að sett verði með reglugerð nánari fyrirmæli um starfssvið Landssíma íslands með það að markmiði að sam- ræma starfsemi og verksvið símans þeim reglum er gilda um starfsemi annarra hlið- sta‘ðra þjónustustofnana. svo sem rafveitna, hitavcitna og vatnsveitna. AG sagði m.a. að ekki væru bornar brigður á nauðsyn þess að Póstur og sími ræki símstöðvar og annaðist lagnir símalína milli staða. Hins vegar ætti einkaleyfi simans að vera lokið þegar að þvílkæmi sem framkvæma þyrfti eftir að símalögn væri komin í tengil innan húsveggjar notenda. Eftir að gengið er frá inntaki eigi notendum að vera í sjálfsvald sett hvernig lögnum innanhúss er hagað og hvaða tæki og efni eru notuð, svo framarlega sem öryggis- og gæðakröfum, sem kunna að verða settar, sé full- nægt. Framkvæmdir í orkumálum 1979 Þá var vísað til nefndar tillögu frá Þorv. Garðari Kristj- ánssyni (S) o.fl. þingmönnum Sjálfstæðisflokks um auknar framkvæmdir í orkumálum 1979. Tillagan er svohljóðandi: „Vegna gífurlegrar hækkunar olíuverðs, sem nú er skollin á, ályktar Alþingi að fela ríkis- stjórninni að endurskoða fyrir- ætlanir um framkvæmdir í orku- málum á árinu 1979 til þess að hraða megi sem mest, að • 1) innlendir orkugjafar komi i stað olíu, • 2) nýttur verði ódýrari inn- fluttur orkugjafi í stað dýrari, • 3) hagnýtt verði betur af- gangsorka. Endurskoðunin skal sérstak- lega ná til cftirfarandi verk- efna: • 1. Hraðað verði lagningu aðalháspennulína raf- magns til að draga úr vinnslu raforku með dísil- vélum og hagnýta megi meira en orðið er rafmagn til upphitunar húsa. • 2. Hraðað verði styrkingu rafdreifikerfis í sveitum, svo að það megi anna auk- inni rafhitun. • 3. Lokið verði sveitarafvæð- ingunni. • 1. Aukin verði jarðhitaleit og hagnýttir verði til fulls jarðborar rikisins í því skyni. • 5. Hraðað verði framkvæmd- um við hitaveitur og fjar- varmaveitur. Fjármagn það, sem þarf á árinu 1979 til aukinna fram- kvæmda í orkumálum, skal fá með lántökum og beinum fram- lögum úr ríkissjóði, enda verði beitt niðurskurði á öðrum út- gjöldum ríkissjóðs í því skyni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.