Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1979 23 Minning - Lára Jóns- dóttir hjúkrunarkona Fædd árið 1900. Dáin árið 1979. Ylir um álinn bátinn bar blikaði sól um fold «k mar (■K ýtti að hlein ok eyKÖi þar ástina ok lffið hvar sem var. Hún Lára Jónsdóttir hjúkrunar- kona er horfin okkur sjónum. Eftir henni, sem var okkur vinur og líknarsystir í margri raun, horfum við, ég og fjölskylda mín og hver veit hve margir, með söknuði og angurværð. Ætt hennar, uppruni og lífsfer- ill verður ekki rakinn hér, enda hefur það gjört frændkona hennar náin, frú Auður Sveinsdóttir, í ágætri minningargrein. Móðir mín og Lára voru alda- vinkonur frá því þær ungar að árum unnu saman í verslun Ingi- bjargar Johnsen. Einnig hjúkraði Lára móður minni síðar heilan vetur, þá deildarhjúkrunarkona á Landspítalanum. Er móður minni enn í minni kvöldið, er Lára tók þar á móti henni fársjúkri opnum örmum. Var þá sem þegar birti og batavonir glæddust. Sjálf sá ég Láru fyrst á skurðstofugangi, þá sextán ára unglingur þangað kom- in til smáaðgerðar sökum fingur- meins. Er mér enn í minni hversu þessi glæsilega kona með geislandi yfirbragð tók mér hlýlega og traustvekjandi. Hún var svo sann- arlega hjúkrunarkona af guðs náð og jafnframt ein af þessum sjálf- lýsandi manneskjum, sem einlægt eru eins og nýjar á hverri stundu hversu gömul sem kynnin verða — en þau urðu bæði löng og ógleym- anleg. Lára var manna sjálfstæðust og gjörhugulust í hverju máli. Minn- ist ég þess, að hún sagði okkur einu sinni frá því hversu hún á unglingsárum hugleiddi ferming- arheitið og hvað í því raunveru- lega fælist. Að lokinni yfirvegaðri íhugun kvaðst hún hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hún, þá svo ung og óreynd, treystist ekki til að gefa slíkt heit — og standa við það í einu og öllu. Skyldi annars nokkur hafa gert svo? Ræddi hún þennan vanda við sóknarprest sinn, er reyndist maður glöggur og víðsýnn og hvatti hana eindregið til að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli. Gerði hún svo og lét ekki ferma sig á hefðbundinn hátt. Þannig var hún alla tíð, heilsteypt og hreinlynd og fjarri allri sýndar- mennsku og rækti sitt hlutverk svo vel að af bar. Návist hennar ein saman, orð og handtök voru sannkölluð heilsulind. Djúp sam- kennd með öllu sem lifði og hrærðist svo og jafnréttishugsjón var henni í brjóst lagin. Fáum manneskjum hefi ég kynnst jafn lausum við dómgirni og hverskon- ar þröngsýni. Það var sem tindr- andi, ljósvökul augun sæju gegn- um holt og hæðir, menn og mál- efni þegar því var að skipta. — Æ, blessað barnið — var orðtak Láru um þá, sem heimurinn hallmælti eða lítils voru virtir sökum veik- leika og bresta, og einnig um þá, sem meira máttu sín og sómakær- ir kölluðust. Þessi þáttur í fari hennar minnti mig stundum á þá ógleymanlegu afbragðskonu, Akkúlínu Ivanovnu, ömmu Maxim Gorkís. Þessi fyrirmannlega öðl- ingskona, Lára, var ævinlega svo AUGLYSINGA- TEIKNISTOFA MYNDAMOTA Adiilstraíti 6 sími 25810 snarlifandi, gædd öldungis sér- stæðri kímnigáfu, sem ávallt var blandin góðvild og næmi. Einu sinni man ég, að unglingsstúlku bar að garði, þegar Lára var gestkomandi heima. Var stúlkan allrækilega „meikuð" í andliti, sem kallað er, jafnvel svo mjög að minnti á innbrotsþjóf ellegar hrollvekju. Lára gaumgæfði ungl- inginn hýrlegum alvörusvip, sagði síðan þegar sá var farinn og léku þá glampar í augum. — Það þyrfti að taka þau sum þessi blessuð börn, og sandskúra þau í framan, svo þau yrðu eins og manneskjur, agnirnar þær arna. Varð af þessu hjartanlegur hlátur eins og oftar, þegar Lára hitti beint í mark. Hana Láru sjálfa þurfti enginn að sandskúra með trúarjátning- um, ellegar. titlatogi, svo að hún yrði eins og manneskja, því að það var hún sannarlega í þess orðs bestu merkingu og áreiðanlega nær guði í alheimsgeimi og guði í sjálfri sér en margur sá, sem trú sinni flíkar eins og skartklæðum. Eitt sinn sagði Lára mér frá merkilegri reynslu, er hún varð fyrir. Þreytt og þjökuð lagðist hún fyrir um stund heima hjá sér. Skyndilega var sem hún losnaði úr iíkamanum og kæmist gegnum vegginn í veröld fegri en orð fá lýst. Dvaldi hún þar æðistund, hitti horfna ástvini og naut unaðar meiri en hana hafði áður órað fyrir að finnast mætti. En þar kom, að hún varð að hverfa til baka í sinn gamla líkama og til fyrri starfa. Fyrir nokkuð löngu var mér sögð sú saga um skáldkonuna Theódóru Thoroddsen og vinkonu hennar aldna, að þær hefðu svo ráð fyrir gjört, að sú þeirra, sem fyrr færi héðan af heimi skyldi gjöra hinni viðvart um tilvist sína og ástand með einhverjum hætti. Dó Theódóra ekki löngu síðar. Leið svo og beið og varð vinkonan eftirlifandi einskis vísari. En þar kom, að nótt eina dreymdi hana Theódóru bráðlif- andi og æskubjarta og kastaði hún fram þessari stöku. Yfir um álinn bátinn bar blikaAi aál um fold ok mar éx ýtti aA hlrin ok eyKÖI þar ástina ok IffiA hvar scm var. Mun þessi saga, að því er ég best veit, vel vottfest. Nú þegar hún Lára blessuð er horfin gegnum vegginn fyrir fullt og allt kemur mér þessi staka ósjálfrátt í hug. Mun ekki svo, að hún sem Barðstrendingur að uppruna, hafi nú ýtt að hlein og eygt þar hið sama og hið fyrra sinnið, er hún skaust gegnum vegginn. Hafi hún hugheilar þakkir mín- ar, móður minnar og föður, fyrr frábærlega hugljúf kynni og vin- artryggð gegnum árin. Ég hygg, að enn muni gott að eiga hana að, því enginn veit hverju jafn ljós- gjöfular sálir fá áorkað, þótt horfnar séu sjónum okkar, sem eftirlifendur köllumst. Blessuð veri henni framtíðin og blessuð sé minning hennar hér á jörðu. María Skagan. t t Þökkum innilega öllum sem hafa sýnt okkur samúö og vináttu viö Móöir okkar andlát og jaröarför KRISTÍN BJARNADÓTTIR, GUDMUNDAR KRISTINS GUÐJÓNSSONAR, Hrafnistu, Goöatúni 30, Garöabn. óöur Mjölnisholti 8, Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A5 og A7 Borgarspítalan- um. andaöist á Landakotsspitala 15. maí. Elísabet Sveinsdóttir, Hallgrímur Guömundsson Börnin. og fjölskylda. Höfum flutt varahlutaverslunina frá Vonarlandi v/Sogaveg í Varahlutahúsið Melavöllum v/Rauðgerði sími 8-45-11 Stórbætt þjónusta Öll önnur starf- semi svo sem heildverslun og bifreiöasala verður áfram að Vonarlandi v/Sogaveg Datsun — Subaru — Trabant — Wartburg umboöiö Heildverslun og bílasala Sími 3-35-60 INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.