Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ1979
VI H>
MOBöJM-k
KAfp/no 1
'fm>r
0 92__
GRANI GÖSLARI
G’í&ha'N
Þú hefðir aldrei átt að minnast á þessa flu/íu f súpunni.
Til vinstri snú.
-QrQr
Segja yður hvar herbergi R-77
er? — Kunnið þér að lesa úr
flóknum landakurtum?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Sagnir suðurs byjígðust á hug-
mynd hans um hve morKum slö/í-
um hann gæti náð f trompslagi í
spilinu hér að neðan. Or ágætri
lokasbKn var náð. scm virtist í
fyrstu standa eða falla eftir
skiptingu háspilanna á höndum
andstæðinuanna.
Suður gaf, norður og suður voru
á hættu.
Norður
S. 652
H. 653
T. Á1084
L. ÁD4
Vestur Austur
S. Á87 S. G1093
H. 82 H. K4
T. K962 T. G53
L. 10862 L. KG95
Suður
S. KD4
H. ÁDG1097
T. D7
L. 73
Suílur Norður
1 Iljarta i Grand
3 iljörtu ( Hjörtu
Útspil lauftvistur. SaKnhafi
reyndi drottninKuna er. austur
drap með kóng og skipti í spaða-
gosa, drottning og ás og vestur
spilaði aftur spaðanum, nía og
kóngur. Þar með höfðu tveir
möguleikar á hagsiæðri legu
brugðist og greinilega þurfti að
beita kunnáttu til að vinna spilið.
Sagnhafi spilaði laufi á ásinn,
svínaði trompinu og kóngurinn
kom í ásinn. Eftir það sá sagnhafi
fram á vinning væri staðsetning
tígulháspilanna hagstæð enda þá
hægt að láta andstæðing spila sér
í óhag.
Fjórir trompslagir voru nú
teknir og voru þá eftir þrjú spil á
hendi. Austur og vestur áttu sína
tvo tíglana hvor ásamt svörtu
spili. Austur fékk ellefta slaginn á
spaðatíu, spilaði tígurfimmi og
auðvitað lét sagnhafi lágt, kóngur
og ás og drottningin varð tíundi
slagurinn.
Sagnhafi reiknaði með, að vest-
ur ætti tígulkónginn því annars
hefði hann spilað tígli eftir spaða-
ásinn, svo að vörnin gæti tekið
slagi sína í réttri röð.
COSPER
Þú verður að viðurkenna að þetta er ekki hið sama!
Átthagaást og
Persilklukkan
í Reykjavík er það stundum
haft til marks um átthagaást að
kunna að meta klukku, sem frá
ómunatíð flestra borgarbúa hefur
trónað á miðju Lækjartorgi.
Klukkan var á sínum tíma gjöf frá
heildsölufyrirtæki í bænum, en sá
böggull fylgdi skammrifi, að fyrir
það að geta fylgzt með því hvað
tímanum liði, skyldu vegfarendur
meðtaka fagnaðarboðskapinn um
ágæti einnar þvottaefnistegundar
fram yfir allar aðrar. Kannski
hafa ráðamenn í Reykjavík á fyrri
helmingi þessarar aldar ekki séð
neitt óeðlilegt við slík makaskipti,
en ætli tímarnir hafi ekki breytzt?
Mikið fé og mikla fyrirhöfn er
búið að leggja í það að gera
Lækjartorg að „manneskjulegu
svæði“, sem út af fyrir sig er
þakkarvert. Hversu til hefur tek-
izt er auðvitað umdeilanlegt, en
mörgum þykir staðurinn berang-
urslegur og gróðurvana. Stein-
steypan er það sem yfirgnæfir, —
ekki einu sinni turninn með ferða-
bæklingaafgreiðslunni, sem stað-
arvalið gerði að viðundri, nær að
breyta þeirri staðreynd. Heldur
ekki pylsuvagninn, nýjasta torg-
skrautið, sem borgaryfirvöldum
hefur dottið í hug til að milda
kringumstæðurnar.
En látum vera turn, sem mátt-
arvöldin settu niður í handapati,
og pylsuvagn, sem af einhverri
óskýranlegri ástæðu hefur verið
valinn heiðurssess á þessum stað.
Vagninn er á hjólum og honum má
stjaka til hliðar, og einhvern tíma
kemur kannski til skjalanna
maður, sem sér að turninn færi
betur á sínum upphaflega stað, í
túnfæti Arnarhólsbóndans. Hvort
tveggja eru hlutir, sem deila má
um, en öðru máli hlýtur að ganga
um klukkuna.
Hverfi skelfingarinnar
44
Eftir Ellen og Bent Hendel
Jóhanna Kristjónsdóttir
snéri á íslenzku.
og meidduð yður á kinninni,
sagði jacobsen.
Stúlkan gekk hikandi nokkur
skref og nam svo staðar þar
sem mölin tók við.
— Það hlýtur að hafa verið
einhvers staðar hér, sagði hún
eymdarlega.
Lögreglumaöurinn lét vasa-
ljósið leika um mölina sem var
vot eftir skúrina nokkru áður.
— Um hvað duttuð þér?
spurði hann.
— Ég bara datt.
— Hvernig duttuð þér? Fram
yfir yður eða hvað?
— Já. Og bar annan hald-
legginn fyrir mig.
— Og höfuðið lenti á möl-
inni?
Hún kinkaði kolli.
Jacobsen lét ljósið leika um
jörðina nokkra stund enn. En
það var óþarfi. För eftir bfl-
dekk og spor eftir ýmsa sem
komið höfðu eftir að atburður-
inn gerðist höfðu máð allt sem
hefði gctað bent til óhapps
Caju.
— Ég hef á tilfinningunni,
sagði hann úrillur við Jörgen-
sen yfirlögregluþjón að fólk
gangi ofurhægt eftir götunum
hér í hverfinu.
— Það er lfka svo margt
fallegt að skoða, sagði Jörgen-
sen.
— Æ, þegiðu hvæsti hann
illskulega. Merete sem sat á
móti honum brosti vandræða-
lega.
— Og svo eru aftur á móti
þeir sem fara svo geyst að þeir
detta á hausinn og meiða sig
svo að úr blæöir, bætti Jacobsen
við þegar hann hafði slegið
öskuna af vindlinum sfnum.
Jörgensen góði, tæmdu þennan
öskubakka fyrir mig.
Y fir lögregluforinginn lunt-
aðist út úr stofunni með ösku-
bakkann og lögregluforinginn
beindi augnaráðinu að Merete.
— Jæja, fröken Kjær, þá
skulum við nú athuga hvað þér
getið sagt okkur. Hvað hafið
þér verið að gera í kvöld?
Og Merete gat engar áhrifa-
miklar lýsingar gefið, þvf að
þær vinkonurnar höfðu setið
við sjónvarpið, drukkið te og
gætt sér á köku og þegar ekkert
áhugavert var á skjánum var
gripið bók. Hún gat enga lýs-
ingu gefið nema viðkomandi
hafi verið með eitthvað á höfð-
inu.
— Þér eruð vissar um að
þetta hafi verið manneskja —
ekki bara séð bregða fyrir
fiækingsketti?
Merete kinkaði koili einbeitt
ásvip.
— Það var manneskja á ferð,
um það er engum blöðum að
fletta. Ég sá í augun.
— Hvernig voru þau Ht?
— Þá sá ég auðvitað ekki.
Það var dimmt úti og ég sá
augunum bregða fyrir eitt
andartak og svo hvarf veran.
— Hversu löngu síðar urðuð
þið varar við Bo Elmer á vegin-
um?
— Lfklega fimm eða tíu mín-
útum sfðar.
— Og hann stefndi í áttina
að Primulavegi?
- Já.
— Og þér eruð handvissar
um að það hafi verið Elmer?
— Ég er það.
— Hvað sagði Caja yður um
heimsóknina hjá frú Lange?
— Caja var í miklu uppnámi.
Hún talaði f sfbylju um að
einhver hefði verið að læðast í
kringum húsið og hann hefði
verið kominn inn í stofuna
þegar hún og frú Lange flúðu
fram f forstofuna.
— En hún sá ekki viðkom-
andi aðila.
— Nei, hún heyrði aðeins
fótatakið segir hún.
— Voruð það þér sem bjugg-
uð um sárið á kinninni.
— Nei, hún það gerði hún
sjálf. Við buðumst báðar til að
hjálpa henni, en hún sagði að ef
við létum hana bara fá plástur
gæti hún sjálf þvegið sárið og
sett plástur á.