Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1979 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1979 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfuiltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aöalstrœti 6, sími 22480. Áskritargjald 3000.00 kr. ó mónuói ínnanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Þaklyftíngin Umræður um efnahags- mál hafa einatt verið á lágu plani hér á landi. Sjald- an þó eins og núna, ef tekið er mið af yfirlýsingum ráð- herra í fjölmiðlum og á Alþingi. Þannig eru þeir að reyna að koma því inn hjá þjóðinni, að efnahagsöng- þveitið sé að kenna því, sem kallað hefur verið „þaklyft- ing“ og þeir segjast hvergi nærri hafa komið. Fyrir nokkrum vikum þóttust einhverjir vera búnir að finna lausnarorðið í bar- áttunni við verðbólguna, sem átti að vera fólgið í „launa- kjallara“, hvað svo sem það nú er. Þegar ríkisstjórnin var mynduð var hennar fyrsta verk að hrófla upp þessu margumtalaða „launaþaki". Þannig var þó frá smíðinni gengið, að það tók ekki til allra launþega jafnt. Þannig höfðu sumir þak á fleiri en ein laun, eins og t.a.m. ráðherrarnir. Þau eru annars vegar á þingfararkaupið en hins vegar á ráðherralaunin, af því að þau eru aðskilin. Þess vegna voru helmingi hærri laun undir þaki hjá þeim en hjá öðrum starfsmönnum ríkisins, sem taka laun í einu lagi. Áður hafði það gerzt, að borgarstjórn vinstri flokk- anna í Reykjavík hafði sam- þykkt að ekkert þak skyldi vera á launum borgarstarfs- manna frá áramótum og gerðu lögin ráð fyrir, að sú samþykkt skyldi standa. Þegar svo var komið, undu aðrir launþegar illa sínum hlut ög stefndu málinu fyrir dóm, sem úrskurðaði, að eitt skyldi yfir alla opinbera starfsmenn ganga. Lúðvík Jósepsson hefur ráðizt harkalega á þennan dóm og getur ekki skilið, hvers vegna alþingi og ríkisstjórn megi ekki mismuna launþeg- um að eigin geðþótta, án þess að dómstólarnir séu að skipta sér að því. Næst var þakinu lyft af alþingismönnum og ráð- herrum. Við það hækkuðu laun ráðherra um allt að 160 þús. kr. á mánuði og reiknast frá áramótum. Upp úr því fór að bera á því, að ráðherrarnir voru komnir á nýja bíla eða höfðu þá í pöntun. Flestir munu þeir þó eign ríkissjóðs. Nú er ríkisstjórnin aftur farin að tala um launaþak sem einn lið í margþáttaðri löggjöf, sem öll miðar að því að skerða ráðstöfunartekjur launþega. Engin ástæða er til að ætla, að til hennar verði betur vandað en í hið fyrra sinnið. A.m.k. hefur reynslan af gerðum ríkis- stjórnarinnar fram að þessu verið sú, að eitt skuli ekki yfir alla ganga. Eftirtektar- vert er einnig, að hlutur hinna lægst launuðu hefur versnað frá því sem var, meðan ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar sat að völdum. Hálfsannleiki eða „formlygi” IMorgunblaðinu í gær kemst Steingrímur Hermannsson dómsmálaráð- herra m.a. svo að orði að ekki sé „hægt að horfa fram hjá því, að samningar Flugleiða við flugmenn um lyftingu launaþaks, verkfall farmanna og önnur átök á vinnumarkaðinum stofna allri viðleitni ríkisstjórnar- innar til þess að draga úr verðbólgunni í stóra hættu." Við þessi ummæli er margt að athuga. í fyrsta lagi lá lyfting launaþaks flugmanna fyrir, þegar efna- hagsráðstafanirnar voru afgreiddar frá Alþingi, svo ekki þýðir um að sakast eftir á. í öðru lagi hafði sátta- nefnd ríkisstjórnarinnar milligöngu um það „að upp- hefja umrætt vísitöluþak frá og með 1. apríl 1979“, sem ekki verður trúað að hafi verið gert í andstöðu við ríkisstjórnina, allra sízt eftir að ráðherrarnir höfðu lyft vísitöluþakinu af launum sjálfs sín frá áramótum. Hálfur sannleiki oftast er óhrekjandi lygi, segir hið fornkveðna. Dómsmálaráð- herra segir satt að forminu til. Þess vegna eru ummæli hans hálfur sannleiki, en um leið hálf lygi, sem einnig mætti kalla „formlygi“. BIRGIR ISLEIFUR GUNNARSSON: AÐ LOKNUM LANDSFUNDI Sjálfstæóisflokkurinn hefur nú markaö sér ákveónari og einarðari stefnu en hann hefur gert um langt árabil. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins um aðra helgi sýndi svo að ekki verður efast um, innri kraft og styrkleika flokks- ins. A landsfundi voru saman komnir tæplega 900 fulltrúar víðsvegar að af landinu. Þar var forysta flokksins kosin í al- mennri atkvæðagreiðslu. Þar fóru fram miklar umræður um stefnu flokksins og hún mörkuð til næstu framtíðar. Enginn annar stjórnmála- flokkur á íslandi viðhefur slík vinnubrögð. Enginn annar stjórnmálaflokkur sækir í jafn ríkum mæli kraft sinn til fólks- ins í landinu. Aðrir stjórnmála- flokkar velja sér forystu og móta stefnu sína á tiltölulega fámenn- um fulltrúasamkomum. Sjálf- stæðisflokkurinn einn kveður til jafnstóran hóp og raun ber vitni til að fara með æðsta vald í málefnum flokksins. Kosningar á landsfundi Eftir að fundinum lauk hafa blaðaskrif og umræður einkum snúist um kosningar þær, sem fram fóru á fundinum um for- mann, varaformann og mið- stjórn. Það er eðlilegt. Kosning- anna hafði verið beðið með mik- illi eftirvæntingu og vissulega var spenna í lofti. Úrslitin og gagnkvæmar stuðningsyfirlýs- ingar þeirra, sem kepptu, urðu ótvírætt til að styrkja flokkinn. Gengið var til kosninga á heiðar- legan og lýðræðislegan hátt og enginn vafi er á því, að flokkur- inn kom sterkari út úr þeirri raun. Kosningar um persónur vekja alltaf forvitni og umtal og því koma hinar miklu umræður um kosningarnar á landsfundi ekki á óvart. Um hitt aðalverkefni fundarins hefur hinsvegar verið minna rætt, en það er stefnu- mótun flokksins og sú mikla vinna, sem lögð var í undirbún- ing að stefnumótuninni. Málefna- undirbúningur í allan vetur hafa starfað 14 málefnanefndir, sem hafa fjallað um helztu svið þjóðlífsins. Nefndirnar hafa rætt ástand mála, undirbúið tillögur að stefnu og margar þeirra hafa í vetur haldið opna fundi og ráð- stefnur til að fá fram hugmyndir og viðbrögð fleira fólks. Á þenn- an hátt hafa hundruð áhuga- samra flokksmanna Iagt hönd á plóginn og unnið að undirbún- ingi stefnumótunarinnar. Það er langt síðan að jafnmikið líf og kraftur hefur verið í hinum einstöku flokksstofnunum og í vetur. Birgir íal«rfur Gunnaraaon. Nokkru fyrir landsfund voru send út til allra Sjálfstæðisfé- laga drög að ályktunum þeim, sem lagðar voru fyrir landsfund. Var það gert til þess að lands- fundarfulltrúar gætu myndað sér skoðun á hinum ýmsu álits- gerðum áður en þeir komu á fundinn. Stefna til langs tíma Þá er rétt að minnast á einn sjálfstæðan þátt í málefnaundir- búningnum. Það er það mikla starf, sem unnið hefur verið til að móta stefnu flokksins til langs tíma. „ísland til aldamóta" hefur það starf verið kallað. Sérstök nefnd mennta- og fræði- manna hefur undirbúið álitsgerð um það, hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn vilji móta íslenzkt þjóðfélag í næstu 20 ár. Það verkefni var tekið fyrir á sér- stakri ráðstefnu fyrr í vor og var sjálfstæður liður í dagskrá landsfundarins. Því verkefni varð ekki lokið, en verður vænt- anlega aðalverkefni flokksráðs- fundar í haust. Miklar umrædur um stefnuna Því er ekki að neita að upphaf landsfundarins mótaðist nokkuð af þeirri spennu, sem fylgdi kosningunum. Eftir því sem á fundinn leið fór hann meir að snúast um málefni en menn og síðari hluti fundarins einkennd- ist af miklum umræðum um stefnu flokksins í hinum ein- stöku málaflokkum. Voru um- ræður oft líflegar og ekki allir alltaf sammála, sem betur fer. En hver er þessi stefna? Um hvað snýst hún? Ekki verða því gerð fullnægjandi skil í grein eins og þessari, en stefnan verð- ur rækilega kynnt nú á næst- unni. Ákveðin megineinkenni má þó greina og viss undiralda mótaði umræðuna og hina end- anlegu stefnumótun. Einardari stefna en oftast ádur Enginn vafi er á því að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur nú mark- að sér ákveðnari og einarðari stefnu en hann hefur gert um langt árabil. Sennilega verður að líta allt aftur til ársins 1959 til að leita að hliðstæðu, en stefna flokksins þá markaði upphaf „viðreisnárinnar“ eftir skipbrot vinstri stjórnarinnar 1956-1959. Stefna frjálshyggjunnar hefur smám saman verið að skýrast og verða markvissari í hugsun sjálfstæðismanna. Þær hugsjón- ir, sem tengja sjálfstæðisfólk saman, hafa í vetur verið að endurnýjast og fá nýja merkingu við lausn þeirra daglegu vanda- mála, sem stjórnmálamenn þurfa að fást við. Þessi sameig- inlegi hugsjónagrundvöllur er styrkasta stoð Sjálfstæðis- flokksins. Enginn getur verið í vafa um það, sem fylgst hefur með hræringum innan flokksins í vetur, upplifði landsfundinn og þá stemmningu sem þar skapað- ist. Frjálshyggju- sveifla í loftinu En allt hefur sinn tíma. Það er sennilega engin tilviljun, að þegar Sjálfstæðisflokkurinn markar ákveðnari og skýrari frjálshyggjustefnu en oftast áð- ur, virðist það sama vera að gerast allt í kringum okkur. Fólk er orðið þreytt á þessum miklu ríkisafskiptum, sem hafa ekki dugað við lausn vandamálanna. Frá Noregi berast fréttir um mikla hægri sveiflu. Ihaldsflokk- urinn brezki vann stórsigur á dögunum. Skoðanakannanir benda til að frjálshyggjan sé í sókn í Þýzkalandi og að komm- únistar séu á undanhaldi í lönd- um eins og Italíu, Frakklandi og Spáni. Þannig virðist frjáls- hyggjusveifla vera í loftinu víða um Evrópu. Nýr hugsjónalegur grundvöllur Þessi sókn byggist á nýjum hugsjónalegum grundvelli. Fyrir nokkrum árum virtust vinstri menn einoka alla umræðu um breytingar í þjóðfélaginu. Nú er þessu snúið við. Nú hafa frjáls- hyggjumenn sett fram sína stefnu og sínar kenningar í endurnýjuðum búningi og um- ræður um þá stefnu hafa í ríkum mæli einkennt þjóðfélagsum- ræðuna. Sama hefur gerzt hér. Kveikj- an að alvarlegri þjóðfélagsum- ræðu í vetur hefur verið stefnu- mótun Sjálfstæðisflokksins. Með því hefur flokkurinn tekið frum- kvæðið í öllum umræðum og á sama hátt á flokkurinn eftir að taka frumkvæði í aðgerðum til endurreisnar íslenzks þjóðfélags. Þjóðfélagid verður að koma til hjálpar Lárus Jónsson alþingismaður er nýkominn úr ferð um hafís- svæðið, sem hann fór ásamt hafís- nefnd nú um helgina, en auk hans eiga sæti í henni alþingis- mennirnir Árni Gunnarsson, sem er formaður, Stefán Valgeirsson og Stefán Jónsson. í viðtali við Morgunblaðið sagði Lárus Jóns- son af þessu tilefni: Alvarlegt ástand — Við fórum norður á hafís- svæðið eða þann hluta þess, sem er talinn hafa orðið verst úti, Vopna- fjörð, Bakkafjörð, Þórshöfn, Rauf- arhöfn og Grímsey. Ástæða hefði verið til þess að heimsækja fleiri staði, sem urðu fyrir barðinu á hafísnum, en að þessu sinni gafst ekki tími til þess vegna anna á Alþingi. Við vissum það auðvitað fyrir, að ástandið væri alvarlegt. Það á alveg sérstaklega við um Þórshöfn og Raufarhöfn, þar serh hafís á Rætt við Lárus Jónsson alþingismann, sem er nýkominn úr ferð um hafíssvæðin Þistilfirði hefur reynzt mönnum þar þungur í skauti. Á Þórshöfn hefur nánast enginn afli borizt á land í tvo mánuði og virtist mér ástandið þar mjög alvarlegt, enda erfiðleikar verið þar miklir að undanförnu eins og kunnugt er. Á Raufarhöfn hefur hafís ekki trufl- að sjóróðra jafn langan tíma, en hins vegar hafa orðið verulegar truflanir á rekstri frystihússins þar. Bátar á þessum stöðum öllum hafa orðið fyrir tilfinnanlegu veið- arfæra- og aflatjóni og erfiðleikar í útgerð þeirra miklir af þeim sök- um. Á Raufarhöfn og Þórshöfn lögðu menn mikla áherzlu á, að þeim yrði hlíft við aðgerðum til þess að friða þorskstofninn í ljósi þess að þeir hefðu þegar orðið fyrir svo miklum töfum frá veiðum, og þykir mér einsýnt að við því verði orðið. Mikil áherzla var lögð á það, að það yrði að koma til móts við fyrirtæki vegna flutningskostnaðar á hráefni, en með þessum flutning- um var komið í veg fyrir algjört atvinnuleysi á þessum stöðum og Hafís hefur verið landfastur í Þistilfirði um tveggja mánaða skeið. Litlanesið og Fagranesið lokuðust um hríð inni á Krossavfk. þykir okkur sanngjarnt að At- vinnuieysistryggingasjóður hlaupi þar undir bagga. Til sveita er mikið fannfergi miðað við árstíma og harðindi og bændur víða að verða heylausir. Tiilögur fyrir mánaðamót Eitt af fyrstu verkefnum hafís- nefndar var að kynna sér það hjá ríkisstjórninni, hvaða starfsskil- yrði nefndin myndi fá. Ríkisstjórn lagði svo fyrir, að nefndin aflaði fyrst og fremst gagna um ástandið og gerði tillögur til einstakra opinberra stofnana, sjóða og ríkis- stjórnarinnar um úrbætur. Nefnd- in hefur ákveðið að hraða tillögu- gerð sem mest og skila þeim helzt ekki síðar en um næstu mánaða- mót. Sumar tillögur nefndarinnar hafa þegar komið til framkvæmda, svo sem að því er varðar fyrir- greiðslu um flutninga á hráefni og vörum og síðast á mánudag sam- þykkti Farmanna- og fiskimanna- sambandið undanþágu á áburðar- flutningum til hafíssvæðisins frá Noregi. Nefndin mun gera tillögur til Aflatryggingasjóðs, Bjargráða- sjóðs og Atvinnuleysistrygginga- sjóðs og fleiri aðila um bætur fyrir tjón, sem menn hafa orðið fyrir vegna hafískomunnar og gera sér- stakar tillögur um bætur til grá- sleppusjómanna, en samkvæmt nú- gildandi lögum eiga þeir ekki að- gang að sjóðakerfi sjávarútvegsins. Bættar samgöngur — auknar rannsóknir Þá hefur nefndin hugsað sér að gera síðar tillögur um umbætur að því er varðar aðstöðu til birgða- söfnunar, bættra samgangna í lofti og á landi og fleira, sem að gagni mætti koma við svipaðar eða verri aðstæður í framtíðinni. Jafnframt tel ég nauðsynlegt að auka rann- sóknir á hafís í því skyni að geta sagt fyrir um hafískomur með nokkrum fyrirvara. Þetta starf er þegar hafið í samræmi við þings- ályktun, sem ég flutti á Alþingi fyrir nokkrum árum, en það hefur skort fé til að fylgja því eftir. Reynsla síðustu áratuga sýnir að búast má við hafís við strendur landsins hvenær sem er, sem gera verður ráðstafanir til þess að mæta með viðeigandi aðgerðum, ef það á að halda hafíssvæðunum áfram í byggð. Þjóðfélagið í heild verður að koma til hjálpar eins og jafnan áður, þegar náttúruhamfarir verða. Jónatan Þórmundsson prófessor: Líknardráp Athugasemd við grein Þorsteins Gglfosonor I í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins 13. maí, sl. birtist athyglisverð grein um líknar- dráp eftir Þorstein Gylfason, heimspekikennara við Háskóla íslands. Grein hans verðskuldar nokkru lengri skrif af minni hálfu en þennan greinarstúf bæði vegna þeirra atriða, sem ég er sammála og eins hinna, sem 1 ég er ósammála. Tilefnið til skjótra viðbragða minna nú er nauðsynleg leiðrétting á um- mælum Þorsteins um eitt atriði úr ritgerð minni um sama efni í Úlfljóti 1976. Greinarhöfundur telur skilgreiningu mína ekki útiloka sjúkramorð nazista í Þýzkalandi og jafnvel að undir- ritaður víki ekki að þeim. Það er nú engu að síður allrækilega gert í ritgerð minni á bls. 168—169, sbr. bls. 164. Þar er m.a. rökstutt hvers vegna halda verði utan líknardrápshugtaks- ins vansköpun og andlegum annmörkum, svo sem geðveiki og fávitahætti, m.a. vegna reynslunnar frá Þýzkalandi. Orðrétt segir svo um þetta á bls. 168-169: „Nú hefur verið stuttlega fjall- að um þau þrjú afbrigði van- heilsu, sem getið er í skilgrein- ingu líknardráps. Þar er einkum lögð áherzla á, að batavon sé engin, andlát fyrir- sjáanlegt og að sjúklingur sé haldinn líkamlegum þrautum. Yfirleitt falla því utan marka ski Igrei n i nga rinnar vansköpun og andlegir annmarkar, svo sem geðveiki og fávitaháttur. Þegar slíkum vanheilindum er til að dreifa, er mun meiri hætta á tví- bentum hvötum, misnotkun og jafnvel dulbúinni útrýmingar- starfsemi. Hætt er við, að auk einlægra líknarhvata gæti einnig — eða aðallega — vorkunnsemi geranda með sjálfum sér og að honum gangi til sú sjálfráða eða ósjálfráða hvöt að losa sig eða aðra við óþægilega byrði. Á síðari tím- um hafa slík viðhorf tekið á sig óhugnanlega mynd í skrif- um nokkurra þýzkra fræði- manna. I heimsstyrjöldinni síð- ari var þessum hugmyndum hrundið í framkvæmd í Þýzka- landi með útrýmingu ann- markafólks, svo sem gamal- menna, geðveikra og ólækn- andi sjúklinga (Vernichtung lebensunwerten Lebens).“ Ljóst ætti að vera af þessu, að skilgreining mín á líknardrápi er fremur þröng og a.m.k. nógu þröng til að útiloka sjúkradráp þýzkra stjórnvalda á nazista- tímanum, og koma þar til bæði skilgreiningaratriðin varðandi hin tilgreindu afbrigði vanheilsu og áherzla sú, sem lögð er á raunverulega líknarhvöt. Sjúkradrápin mundu að íslenzkum rétti varða fullri refs-: ingu fyrir manndráp af ásetn- ingi og fremur væri þar um refsiþyngingarástæður að ræða en málsbætur. Líknardráp er að vísu einnig refsiverður verknað- ur, er varðar við sama mann- drápsákvæði, en þar eru hins | vegar slíkar réttlætingarástæð- ur fyrir hendi, að hei.nilt mundi að dæma vægari refsingu en fyrir venjúlegt manndráp, t.d. varðhald með eða án skilorðs. Ritgerð mín um líknardráp er lögfræðileg úttekt á efninu mið- uð við íslenzkan rétt. íslenzkum rétti verður með engu móti um kennt, þótt stjórnvöld nazista I hafi lagzt á svo lágt siðferðisstig að „löghelga" útrýmingu fólks. Slík löghelgun í einu ríki getur verið — og er líklega víðast hvar — bæði ósiðleg og ólögleg í öðrum ríkjum. Eg býst reyndar við, að þessir atburðir séu okkur Þorsteini báðum svo ofarlega í huga, að við höfum litið á þá sem nokkurs konar viðmiðun við skil- greiningu líknardráps. Undir lokin get ég ekki stillt mig um að gera smáatlögu að skilgreiningu Þorsteins sjálfs. Hann vill setja á oddinn það skilgreiningaratriði, að tlauðinn sé manni fyrir beztu og líta alveg fram hjá huglægri afstöðu þess, sem drápsathöfn fram- kvæmir. Ég skal ekki reyna að dæma um, hvernig slikt horfir við frá sjónarhóli heimspeki og siðfræði, en frá lögfræðilegu sjónarmiði væri slík skilgreining ótæk. í fyrsta lagi er huglæg afstaða geranda grundvallar- Líknardráp ^ ’-'T"ÞM-stMn "“ I Gytlasoti þáttur ábyrgðar að lögum bæði skaðabótaábyrgðar og þó ein- kum refsiábyrgðar. Og í öðru lagi sýnist nær ógerningur í mörgum tilvikum að sanna að manni sé dauðinn fyrir beztu, ekki sízt eftir verknaðinn. Og hver á að vera mælikvarðinn á það, hvað manni sé fyrir beztu? Að síðustu nefni ég danskan dóm frá árinu 1961, þar sem við Þorsteinn erum vafalaust sam- mála um, að reglur um líknar- dráp eigi ekki við, hvort sem stuðzt er við skilgreiningu hans eða mína: Tvítugur piltur var sakfelldur fyrir að ráða af dög- um 24 ára stúlku, sem var nær algjörlega lömuð. Hann hafði ýtt henni í hjólastól út af hafnar- bakka. Þetta gerðist eftir sam- kvæmi, þar sem stúlkan hafi játað piltirtum ást sína, og hann hafði í andvaraleysi augnabliks- ins endurgoldið ástarjátninguna. Við réttarhöldin hélt pilturinn því fram, að sér hefði fundizt það skylda sín að deyða hana og það væri henni sjálfri fyrir beztu. Pilturinn, sem úrskurðað- ur var sakhæfur, var dæmdur í 8 ára fangelsi og var við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess skammvinna ójafnvægis á geðs- munum, sem hann var í á verknaðarstundinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.