Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1979 11 Gagn og gaman á „skyndi- hjálpardegi” í Hagaskóla „Ilaltu fast um nefið á dúkkunni, dragðu djúpt andann og blástu svo duKlesa". Ekki þurfti að segja krökkunum þetta mörgum sinnum. þau komust fljótt upp á lagið. Ljósm. Mbl. Kristinn. um átta leiðbeinendur og nem- endunum er skipt i jafnmartía hópa. Kennslan hófst kl. 8 í morjíun og stendur í allan dag. Kennt er allt það nauðsynlegasta til að ná tilgangi námskeiðs- haldsins. Krakkarnir æfa sig í blástursaðferðinni á þar til gerð- um dúkkum, verkleg kennsla er í að stöðva blæðingar, búa um brot og eins höfum við sýnt kvikmynd- ir og má þar nefna „Kuldi getur drepið", „Hjálparstarf er hópslys ber að höndum“, „Neyðarstarf við jarðskjálfta og flóð“, en slíkir atburðir geta mjög vel hent hér- lendis, eins og öllum er kunnugt." Jóna sagði að lokum, að á námsskrá fyrir grunnskóla væri getið um, að kenna bæri Hjálp í viðlögum, en lítið hefði borið á að því væri framfylgt af skólayfir- völdum. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér höfðu krakkarnir auðsjáanlega bæði gagn og gam- an af því sem fram fór hjá þeim þennan „skyndihjálpardag“. þar sem hcilum degi var varið til kennslu í skyndihjálp. Allur árangurinn, 170 manns. tók þátt í þessu námskeiðahaldi. Að sögn Björns Jónssonar skólastjóra Hagaskóla hefur þessi nýbreytni gefist vel. Þessa viku hefur verkefnum verið skipt milli nemenda, að þeirra eigin vali. 8. bekkur hefur tekið fyrir eigið hverfi, miðbæinn, skroppið út í Viðey, upp í Árbæ, fengist við íþróttir og sitthvað fleira. 9. bekkur fengist við íslenzkunám í lifandi formi, t.d. gefið út dag- blöð, lært ensku á lifandi hátt, kynnt sér líf nágranna okkar í vestri, Grænlendinga o.fl. í lok vikunnar hafa nemendur unnið í skipulegum hópum við frágang á starfsmöppum, þar sem þau gera grein fyrir því sem fyrir þau hefur borið á þessari kynningar- viku. Það er í fyrsta sinn í ár sem Hjálp í viðlögum er kennd á skipulegan hátt sem þennan í Hagaskóla. Að sögn Ragnheiðar Guðmundsdóttur læknis og for- manns Reykjavíkurdeildarinnar er það reyndar í fyrsta sinn sem gengist er fyrir svo skipulögðu námskeiði fyrir þetta stóran hóp í einu, þó Reykjavíkurdeildin hafi gengist fyrir mörgum einstökum námskeiðum víðs vegar um bæ- inn. Ragnheiður sagði einnig: „Ég tel þetta gefa góða möguleika til að þetta megi þróast upp í fasta venju í sem flestum skólum, því mikil nauðsyn er fyrir hvern og einn að geta brugðist við á réttan hátt, ef slys ber á höndum. Ef hægt yrði að koma námskeiðum sem þessu í hvern skóla landsins, þá myndi þekkingin smám saman komast inn á hvert heimili." Jóna Hansen, kennari við Hagaskóla og stjórnarmeðlimur Reykjavíkurdeildarinnar, sagði, að námskeiðið byggðist fyrst og fremst á að kenna grundvallar- þekkingu til að geta bjargað mannslífum, s.s. björgun drukkn- andi fólks, stöðvun blæðinga o.s.frv. „Námskeiðin eru þannig skipulögð," sagði Jóna. „Við höf- Búið um sár og blæðing stöðv- uð. Krakkarnir lifðu sig inn f hlutverkin, hvort sem þau léku hinn slasaða eða björgunaraðil- ann. Ljósm. Mbl. Kristinn. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í Hagaskóla, Reykjavík að í lok hvers námsárs 8. og 9. bekkjar grunnskólans cr skóla- hald leyst upp og viku varið til sjálfsvalinna verkefna nemcnda við að kynnast umhverfi sínu, atvinnuháttum og daglegu Kfi. í lok slíkrar viku hjá 9. bekk nú nýverið var í samvinnu við Reykjavfkurdeiid Rauða kross- ins efnt til „skyndihjálpardags" Úrslití sparaksturskeppni VTsis og BÍKR: komst lengstl Golf diesel, fyrsti diesel smábíiiinn á íslandi og einn eftirsóttasti bíllinn íEvrópu og Bandaríkjunum í dag, sannaði hér sem annars staðar yfirburði sína og fór 111.26 km á 5 lítrum af gasolíu sem samsvarar 4.49 I evðslu á 100 km. Golf diesel vann sinn fyrsta sigur hérlendis en ekki sinn síðasta. Fylgist vel með honum í framtíðinni. Leytið upplýsinga. Hinir bílarnir okkar stóðu sig einnig með prýði eins og þessar tölur bera með sér. Golf diesel Nr. 1 í sínum flokki ók 111,26 km = 4,49 1/100 km Golf Derby Passat Audi 80 Audi 100 Nr. 3 Nr. 5 Nr. 2 Nr. 3 Nr. 1 88.73 km = 5,64 1/100 km 86,27 km = 5,80 1/100 km 79.91 km = 6,26 1/100 km 70,70 km = 7.07 1/100 km 58.91 km = 8,49 1/100 km Við leggjum orkusparnaði lið! Auói HEKIAHF UUUU Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.