Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1979 29 Fegurðarskyn er afstætt. Lág- markskröfur um hirðusemi og snyrtimennsku líka, allt eftir því hver miðar hvað við hvað. En ef hægt er að finna eina sál í Reykja- vík, sem er svo umburðarlynd og nægjusöm, að hún sætti sig við að hafa þessa hryggðarmynd fyrir augunum, án þess að sjá rautt, „væri vænt að vita um það“. Svo ekkert fari á milli mála skal tekið fram að hér er ekki verið að mælast til að endurbætur fari fram á klukkunni. Henni og borg- arbúum verður ekki sómi sýndur með öðru en að hún verði fjarlægð í eitt skipti fyrir öll, en gjarnan mætti önnur koma í staðinn. Nostalgísku fólki til hugarhæfð- ar skal bent á það að allir áþreif- anlegir hlutir hafa eitt sinn verið nýir — meira að segja klukkan á Lækjartorgi, — og það getur ékki verið erfiðara að taka ástfóstri við fallega klukku en ljóta. - Á.R. • Um skemmtun Lionsmanna á Norðfirði og þögn Austurlands Laugardaginn 5. maí sl. héldu Lionsmenn á Norðfirði kabar- ett-skemiptun í Egilsbúð. Var aðsókn slík að fólk varð frá að snúa, en þó höfðu Lionsmenn haldið þessa sömu skemmtun 3 vikum áður, einnig við góða að- sókn. Skemmtun þessi tókst mjög vel í alla staði og höfðu sýningar- gestir hina mestu skemmtun af, og eiga Lionsmenn þakkir skilið fyrir góða skemmtun í frekar tíðindalitlum bæ. Einn besti þátt- urinn í sýningu þessari var þegar einn Lions-manna ól af sér barn í fullri mannstærð, og átti þar að vera kominn tannlæknir, en þar var verið að gera góðlátlegt grín af ritstjóra Austurlands. Forsaga þess máls er sú, að Lionsmenn höfðu ákveðið að safna fyrir tann- lækningatækjum, en hér á Norð- firði er enginn starfandi tann- læknir, en hins vegar er hér tannsmiður. Reit þá ritstjóri Austurlands grein eina mikla, þar sem hún hneykslaðist mjög á framtaki Lionsmanna, því ekki væri nóg að eignast tannlækn- ingatækin, það þyrfti líka að eignast tannlækni, sem ætti að beita þeim. Þess vegna settu Lionsmenn þennan þátt á svið, því auðvitað var það ekki þeirra að útvega lækninn. Einnig var grín nokkurt gert var vatnsleysinu hér í bæ, en því hefur verið keyrt innan úr sveit í margar vikur. Vegna þessara tveggja þátta sá Austurland sér ekki fært að minn- ast einu einasta orði á skemmtun þessa, sen setti í þess stað „frétt" um að á næstunni yrði sýnd soveskja stórmyndin Spartacus. Ekki býst undirritaður við að plássleysi hafi verið um að kenna, því fyrir nokkru vogaði fréttarit- ari Morgunblaðsins hér á staðnum að gagnrýna göturnar á Neskaup- stað, en allar eru eins og börn gjarnan teikna yfirborð tunglsins, og viti menn, ekki vantaði plássið í Austurlandi þá. Smári nokkur Geirsson, einn af helstu halle- lúja-postulum Alþýðubandalags- ins hér, og ein mesta málpípa Austurlands, sem situr í Bergen og veit ekkert hvað er að gerast hér heima, reit dálk einn mikinn út af þessum orðum fréttaritarans og var hneykslaður mjög að fréttaritarinn „skyldi gefa skít í heimamenn", en af skít er meira en nóg á Neskaupstað, og til að kóróna þetta leiðindaþrugl sitt kallaði hann það Noregs-pistil. Neskaupstað 11. maí 1979. Rúnar Jón Árnason. P.S. Svar birtist sennilega í þrem næstu tbl. af Austurlandi. Þessir hringdu . . • Góð erindi Dagrúnar Húsmóðir hringdi og sagðist vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti fyrir rabb Dagrúnar Kristjánsdóttur húsmæðrakenn- ara í þættinum Um daginn og veginn í útvarpi á mánudagskvöld. Húsmóðirin sagðist oft hafa hlust- að á Dagrúnu í útvarpi og jafnan dáðst að flutningi hennar og efnistökum. „Þáttur Dagrúnar í gær er það mesta og bezta sem ég SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Jur- maia í Sovétríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Nogueiras, Kúbu, sem hafði hvitt og átti leik, og Ligterinks, Hollandi. hef heyrt í langan tírna," sagði húsmóðirin er hún hringdi í gær- morgun. • Hvar er bjórinn Borgari hringdi og sagðist vera langeygður eftir bjórnum. Kvaðst hann vilja hvetja alþingis- menn til að koma því til leiðar að sala bjórs yrði leyfð hér á landi. Kvað hann hróplegt misrétti í því að leyfa mönnum að drekka sig blekfulla af sterkum drykkjum á götum úti, en banna fólki að lepja öl úr krús, t.d. á krá eða í heimahúsi. Borgarinn sagði einnig að seint yrðu menn varaðir nægilega við Rússum. Þeir ykju sífellt umsvif sín á heimssvæðunum og færu Islendingar ekki varhluta af þeirri útþenslustefnu, þeir væru að jafn- aði með stóran flota af skipum við strendur landsins. Að lokum kvaðst borgari þessi óánægður með ríkisstjórnina og hvernig hún hefði tekið á kjara- málunum frá því hún komst tii valda. „Hér er það hástéttin sem ríður öllum húsum og heimtar það sem ekki er hægt að fá, og er sem valdhafarnir ýti undir þessar kröfur. Það ætti aðeins að hækka kaupið við Dagsbrúnarkalla og aðra smákarla, hinir ættu að eiga sig,“ sagði borgarinn. 83? SlGGA V/GGÁ í Á/LVERAW Öllu mínu skyldfólki og vinum sem heiöruöu mig meö gjöfum og skeytum á áttatíu ára afmæli mínu þann 8. maí færi ég innilegt þakklæti og óska þeim gæfu og gengis. Sigurjón Eiríksson. Hlutafélag. Starfandi iönfyrirtæki á stórreykjavíkursvæð- inu hefur áhuga á aö auka hlutafé sitt. Þeir sem áhuga hafa aö leggja fram hlutafé vinsamlegast sendi nafn og símanúmer á afgreiöslu Morgunblaösins í umslagi merkt: „Beggja hagur — 5858“ fyrir 20. maí. Áskorun um greiöslu fasteignagjalds til fasteignaskattsgreiðenda í Reykjanes- umdæmi frá Samtökum sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi. Hér meö er skorað á alla þá sem eigi hafa lokiö greiöslu fyrri hluta fasteignagjalds fyrir áriö 1979 aö Ijúka greiöslu alls fasteignagjalds innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar. En óskaö veröur nauöungaruppboös hjá þeim sem enn hafa eigi lokiö greiöslu gjaldsins 15. júní n.k. Samtök eftirtalinna sveitarfélaga i Reykjanesumdæmi: Bessastaðahrepps, Garóabæjar, Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellshrepps og Kjalarneshrepps 29. Bxh6! - gxh6, 30. Dg4 - Bg5, 31. h4 - Hg8, 32. De4+ - Kh8, 33. hxg5 — Hxg5, 34. Hxg5 — hxg5, 35. Dg4. Hér féll svartur á tíma, en staða hans er hvort sem er gjörsamlega vonlaus. Gamla kempan, David Bronstein, sigraði á mótinu. Hann hlaut 10 v. af 15 mögulegum. Næstir komu Knaak, A-Þýzkalandi, og Gufeld, Sovét- ríkjunum með níu vinninga. 'TfMsí) \ÁV0Al$^/ m\ #1 tP^ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.