Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1979 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Skrifstofuhúsnæði til leigu Nýtt 160 fm skrifstofuhúsnæöi til leigu á góöum staö viö miðborgina. Uppl. á skrifstofunni. Húsafell __________________________Luövik Hattdórsson FASTEKMASALA Unghoitsvegi 115 Adalsteinn Pélursson (BæiarieAahúsinu I simi: 81066 Bergur Guonason hd' AUGLÝSINGASIMINN F.R: 22480 R:@ Hvöt heldur markað á útimarkaðinum föstudaginn 18. maí Sjálfstæðiskonur vlnsamlegast komlö maö varnlng, svo sem blóm, búsáhöld. fatnaö. Upplýslngar í síma 82900 kl. 3—5. Móttaka varnlngs í Valhöll á sama tíma mánudag tll flmmtudags. Tökum allar vlrkan þátt. Undirbúningsnefndln. Vestfjarðakjördæmi Sjálfstæðiskvennafélögin í Vestfjarðarkjördæmi boöa tll fundar ( Bolungarvík, flmmtu- daglnn 17. maí n.k. kl. 8.30 I sjómanna- stofu Félagshelmilslns, Bolungarvfk. Stofnuö veröa á fundlnum kjördæmls- samtök sjálfstæölskvenna á Vestfjörö- um. Formaöur Landssambands sjálfstæöls- kvenna Slgurlaug Bjarnadóttlr, mætir á fundlnn. Pétur H. Blöndal, trygglngarfræðlngur flytur erlndl um verðtryggingu Iffeyria. Almennar umræður. Allar vestflrzkar sjálfstæölskonuar vel- komnar. Slálfstæðlskvennafélögln. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JOHANNES S. ÓLAFSSON, Austurbrún 6, veröur jarösunginn fimmtudaginn 17. maí frá Fossvogskirkju kl. 3. Kristin Alexandersdóttir, bðrn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir mín, ELÍSABET PJETURSDÓTTIR JENSEN, lést í Hilleröd, föstudaginn 11. maí. Sturla Jensen, Vejle; Danmörku. t Hjartkær eiginkona mín og móðir ELÍSABET JÓNASDÓTTIR, Vesturbergi 102, andaöist í Landspítalanum 14. maí. Svavar E. Árnason, Sævar E. Svavarsson. t Dóttir mín, stjúpdóttir, móöir og svstir, JAROÞRÚÐUR GUDNY KRISTJÁNSDÓTTIR, lézt þann 14. maí. F.h. vandamanna. Kristján Sigurjónsson Arndís Markúsdóttir Kristján Arnar Guöjónsson og systkini. t Jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍÐAR V. EGGERTSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. maí n.k. kl. 15.00. Óskar Bergsson, Elsa Óskarsdóttir, Jón R. Björgvinsson, Eggert Óskarsson, Ragna Hall og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma HALLDÓRA SAMÚELSDÓTTIR Sjafnargötu 3, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 17. maí kl. 1.30. Þeim sem vildu minnast hennar vinsamlegast bent á líknarstofnan- ir. Kristín Pétursdóttir, Baldvin Einarsson, Martha Pétursdóttir, Björn Halldórsson, Guðrún E. Halldórsdóttir, Gunnar Pétursson, Sigrún Guöbjarnardóttir, og barnabörn. Hallgrímur Th. Björnsson fyrrv. yfirkennari - Minning Hallgrímur Thorberg Björnsson er látinn, sjötugur að aldri. Hann lét af störfum sem kennari nokkru fyrir sjötugsaldur og fluttist til höfuðstaðarins. Ekki til að setjast í helgan stein, heldur til að skipta um starf. Kennsla við stóran skóla er erfitt starf, og þarf ekki stóran til. Hallgrímur skilaði góðu dags- verki og miklu. Hann var á mörg- um vígstöðvum, ef svo má að orði kveða. Bindindismálin voru hon- um hugleikin, og þar lagði hann sannarlega sitt af mörkum. Rit- störf stundaði Hallgrímur alla ævi, enda ritfær vel. Allt sem frá honum kom einkenndist af létt- leika og smekkvísi. Skáldmæltur var hann, og sáust við og við kvæði frá hans hendi, ekki sízt í ritinu Faxa, sem hann ritstýrði frá því það hóf göngu sína (að kalla) og þar til flutt var úr Keflavík. Alla tíð frá því Hallgrímur lauk kenn- araprófi var hann kennari við barnaskólann í Keflavík, — hann setti sannarlega svip á bæinn sinn. Ég hef hér að framan greint í stuttu máli frá starfi Hallgríms Th. Björnssonar. Kynni okkar voru orðin nokkuð löng. í Kenn- araskólanum hafði Hallgrímur verið sambekkingur Hannesar Péturssonar, frænda míns, (við vorum systkinasynir) er síða varð skólastjóri á Hellissandi og lézt langt um aldur fram, árið 1943. Ég fann að Hallgrímur og Hannes heitinn höfðu verið góðir félagar. Vináttan færðist yfir á mig, óverðskuldað, að mér fannst. Hallgrímur var örlátur maður. Get ég sjálfur vel um það borið. Eitt sumar kom hann til mín og færði mér Faxa frá upphafi. Það var góð gjöf og vel þegin. Lét ég það ekki dragast að binda ritið inn í band, sem því hæfði. A sextugs- afmæli Hallgríms sendi ég honum símskeyti: Vel ég Kaxa viröl ufe ireymi, valdi honum spariflik. Dveldu lengi hér f heimi. HalÍKrfmur f Keflavfk. Kvaddur er hæfileikamaður, hugsjónamaður, mannbótamaður. Ég sakna Hallgríms, og svo munu allir gera, sem af honum höfðu einhver kynni. Eiginkonu Hall- gríms, Lóu Þorkelsdóttur, svo og sonum þeirra tveimur og öðrum aðstandendum sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Auðunn Bragi Sveinsson. Minning: Þorleifur Jóhanns- son Þrándarstöðum Fæddur 24. febrúar 1951. Dáinn 22. aprfl 1979. Vorið er eins og lífið, það kemur með framtíðina, hinn ókomna tíma, sem hulið er, hvað í skauti sínu ber. Ungum manni er líkt farið og vorinu, hans er lífið og við hann eru svo margar framtíðar- vonir bundnar, bæði fyrir hann og aðra. En: „Vor ævi stuttrar stund- ar, er stefnt til Drottins fundar." Hversu oft fer ekki svo, að hinu unga lífi, sem svo margar vonir voru bundnar við, er óvænt og á augabragði kippt burtu og allir draumar þess að engu orðnir. Þessir hugleiðingar urðu það fyrsta er fylltu vitund mína, er ég fékk þá sorgarfregn, að frændi minn, Þorleifur Jóhannsson, hefði látist af slysförum 22. apríl síðast- liðinn. Þorleifur var fjölhæfur maður, að hvaða verki sem hann gekk. Hann var nýbúinn að koma sér upp eigin húsi, sem þau hjónin voru flutt í með sinn unga son. Framtíðin sýndist brosa við þeim. Hann hafði tekið að sér stjórn á vélaverkstæði á Egilsstöðum, sem Búnaðarsamband Austurlands rak í sambandi við starfsemi sína. I því stárfi hafði hann, þó ungur væri, áunnið sér traust fyrir fjölhæfni og trúmennsku sem hann sýndi í öllum störfum og kynnum, enda voru samviskusemi og heiðarleiki einkennandi í öllu hans dagfari. Þessa kæra, unga frænda míns er nú sárt saknað af okkur öllum, sem af honum höfðum haft kynni. En allra sárastur er sá söknuður hjá hinni ungu eiginkonu og hin- um litla syni, er svo mikið hafa misst, og einnig hjá foreldrum og systkinum, en milli þeirra var sterk og innileg samheldni. Öll erum við sem gestir hér á þessari jörð, ýmist lengur eða skemur, uns við flytjum yfir á annað tilverustig, sem við trúum að bíði okkar með æðri og meiri þroska. „Þá opnast hlið að andans höll, inni við þar hugsæl lítum blasa við oss undur öll, englalið í skrúða hvítum." Ég er þess full- viss, að þessi trú okkar er rétt og því veit ég að þar sem Þorleifur er nú kominn umvefur hann birta og englafriður og að þar bíður hans hlý og fögur framtíð. Og þegar við nú kveðjum Þorleif frænda minn með þökk og virðingu, eftir hina stuttu samfylgd hér, mildar það Söknuðinn að eiga þá trú að við fáum að hitta hann aftur er för okkar hér lýkur. Og verk þau, er hann skildi eftir sig hér, geyma vitnisburð um það hverju hann fékk áorkað á svo skammri ævi. „Merkið stendur, þótt maðurinn falli.“ Friður Guðs fylgi kærum frænda mínum. Sigurður Stefánsson, frá Stakkahlfð. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.