Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1979 3 Hreinlætistæki og plastgerðarefni — voru í gámunum sem töpuðust af Rangá FLUTNINGASKIPIÐ Rangá kom til Reykjavfkur í gær- morgun, sólarhring seinna en áætlað var. Ástæðan er sú að skipið fékk á sig brotsjó s.l. sunnudag þegar það var statt suður af landinu og missti þá útbyrðis tvo vörugáma. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum og sukku gámarnir fljót- lega. Samkvæmt upplýsingum Hafskips voru hreinlætistæki í öðrum gámnun en efni til plast- gerðar í hinum. Á dekkinu voru einnig vinnuvél- ar að verðmæti 60—80 milljónir króna og mikil mildi að þær skyldu ekki fara fyrir borð, því það hefði getað valdið miklum skemmdum á skipinu. Sjópróf vegna málsins verða haldin einhvern næstu daga. Myndin var tekin af Rangá í gær. Ljósm. 01. K. Maif. Tvær sölur SÆVÍK landaði f gær 58 lestum af fiski f Þýzkalandi og fékk 58 milljónir króna fyrir aflann, meðalverð 278 krónur. Þá land- aði Sigurey frystum fiski f Eng- landi í gær. „Ger- eyðingar- stefnan” ofan á í efri deild Á FUNDI efri deildar í gær var frumvarp ríkisstjórnar- innar þess efnis, að rfkis- einkasala skuli vera á öllum bruggefnum samþykkt við 2. og 3. umræðu með 13 atkvæð- um gegn 1 og sent neðri deild til afgreiðslu. Fyrir deildinni lá frávísunar tillaga frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni og Eyjólfi K. Jónssyni þess efnis, að áfengis- löggöfin skyldi tekin til endur- skoðunar í heild og frumvarp þar að lútandi lagt fyrir al- þingi í haust. Hún var felld með 13 atkvæðum gegn 4, en 3 voru fjarstaddir. Þessir þingmenn greiddu at- kvæði með frávísunartillög- unni: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Eyjólfur K. Jónsson, Jón G. Sólnes og Guðmundur Karlsson. Á móti voru: Alexander Stefánsson, Ágúst Einarsson, Bragi Níels- son, Geir Gunnarsson, Bragi Sigurjónsson, Helgi F. Seljan, Jón Helgason, Karl Steinar Guðnason, Oddur ólafsson, Stefán Guðmundsson, Ragnar Arnalds, Soffía Guðmunds- dóttir og Vilhjálmur Hjálm- arsson. Síldveiðar bannaðar við Noreg í haust NORSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa ekki sfld- veiðar við Noreg á næstkom- andi hausti, en samtök út- gerðarmanna höfðu farið fram á að leyfð yrði veiði á 200 þúsund hektólftrum af sfld. í fyrra höfðu norskir sjómenn leyfi til veiða á 75 þúsund hektólítrum og árið þar á undan 100 þúsund hektólftrum. Fiskifræðingar halda því fram að norsk-fslenzki sfldar- stofninn við Noreg hafi minnkað um þriðjung sfðustu árin og lögðu til algjört bann við sfldveiðum í haust. Út- gerðarmenn halda hins vegar hinu gagnstæða fram og telja sfldveiðibannið setja alvarlegt strik f reikninginn varðandi afkomu útgerðar á árinu. söguslóðum i hjarta B/rópu Luxemborg seilingar. 7/7 dæmis erstutt á vígaslóöir tveggja heimsstyrjalda, Verdun og Ardennafjöll. Ef þú feröast til Luxemborgar, þá Hvort heldur þú kýst ys og þys stórborgarinnar eöa kyrrö og friösæld sveitahéraöanna - þá ferö þú í sumarfrí á eigin spýtur - finnur þú hvort tveggja í ræöur feröinni sjálfur—slakar á Luxemborg, þessu litla landi sem og sleikir sólskiniö og skoöar þig liggur í hjarta Evrópu. um á söguslóöum. Næstu nágrannar eru Frakkland, Sumarfrí í Luxemborg er hvort Þýskaland og Belgía - og fjær Holland, Sviss og Ítalía. Því er þaö aö margir helstu sögustaöir Evrópu eru innan tveggja ísenn einstæö skemmtun og upplifun sögulegra atburöa. FLUGLEIÐIR luosswOteOW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.