Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1979 S-Afríkustjóm reynir að þrengja að blöðum JóhanneHarborg. 15. maí. AP. S-AFRÍKUSTJÓRN hefur lagt fram frumvarp, sem verulega heftir frjálsa blaðamennsku í landinu ef samþykkt verður. Þetta frumvarp rikisstjórnarinnar kemur í kjölfar hneykslismáia í S-Afríku og blöð ljóstruðu upp. Lögin, sem stjórnin vill koma á, banna birtingu ásakana á hendur ríkisstjórn um spillingu eða misbeitingu valds. Vilji blöð birta slikar greinar, þá verða þau að leggja fram fullgild sönnunargögn. Og greinarnar verða að fara fyrir sérstaka nefnd undir eftirliti þingsins fyrir birtingu. Þá hyggst stjórnin einnig koma í gegn lögum, sem banna birtingu „ósannra greina um lögreglu, án þess að hafa gild rök“, eins og segir í frumvarpinu. Þessi bálkur kemur í kjölfar dauða blökku- mannaleiðtogans Steve Biko er lést í fangelsi. Vakti málið mikla athygli víða um heim og þótti mikill álitshnekkir fyrir stjórn S-Afríku. Einnig er ráðgert að banna blöðum að birta fréttir hvaðan Veður víða um heim Akureyri 1 alakýjaó Apena 20 •kýjað Barcelona 21 skýjaó BrUasel 25 heiöskírt Malaga 22 heiðskírt Mallorca 23 lóttskýjað Miami 28 rigning Moskva 19 heiöskírt New York 22 skýjað Ósló 17 heióskírt París 25 tóttskýjaó Reykjavík 3 atskýjað Rio De Janeiro 30 skýjaö Rómaborg 22 haióskírt Stokkhólmur 19 skýjaö Tel Aviv 23 lóttskýjað Tókýó 22 heiöskírt Vancouver 18 skýjaö Vínarborg 22 heiðskírt Segulstál S-Afríka fær olíu sína en fram til þessa hefur S-Afríka fengið olíu frá íran. Með falli keisarastjórn- arinnar í íran var bundinn endir á það. S-Afríkustjórn hefur ekki látið uppi hvaðan olían til lands- ins kemur. Frumvarp ríkisstjórnarinnar hefur vakið upp mikla andstöðu, einkum þær greinar sem banna blöðum að birta fréttir, sem ekki hafa verið studdar sönnunum fyr- irfram. Fyrir tveimur árum reyndi S-Afríkustjórn að koma á svipuðum lögum, en var kveðin í kútinn með það. Meira að segja „Die Traansvaler", er hefur stutt Þjóðarflokkinn, hefur sett sig upp á móti frumvarpinu. „Verði frum- varpið samþykkt í núverandi mynd þýðir það að blöðin verða lömuð." Blöð enskumælandi manna hafa tekið enn dýpra í árinni og gagnrýnt frumvarpið óvægilega. Danir á móti kj amor kuver um Frá fréttaritara Mbl. í Kaupmannahofn, Erik Larnen. 15. maf. Danska þinginu lýkur nú í lok maí. Stærsta hneykslismálið sem kom upp hér í Danmörku var þegar Ritt Bjerragard mennta- málaráðherra sagði af sér vegna óheyrilegs hótelskostnaðar í París. Scgja má, að einmitt sá atburður lýsi þinginu í vetur, heldur viðburðasnautt og ílokk- ana skortir mjög mál til að höfða til kjósenda. Atvinnumál eru mjög í brenni- depli, vegna hins mikla fjölda atvinnulausra hér. Þá hafa einnig orðið miklar umræður um kjarn- orkuver, í beinu framhaldi af óhappinu í Harrisburg. Enn hef- ur danska þingið ekki komið sér niður á lausn á orkuvandamálun- um. Deilurnar um kjarnorkuver eru heitar og nýleg skoðanakönn- un Gallup sýndi að 53% Dana eru Skuldabréf fasteignatryggö og spariskírteni til sölu. Miöstöö veröbréfa- viöskipta er hjá okkur. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og veröbréfasala Vesturgötu 17, sími 16223. Þorleifur Guömundsson heimasími 12469. Ef yður vantar rafritvél fyrir heimiliö eða skrifstofuna er jJWBVEEIÍ rétta vélin. á móti kjarnorkuverum í landinu. Hvort sú skoðun almennings breytist þegar verulega fer að kreppa að með orku, á væntan- lega eftir að koma á daginn. Möguleikar Dana eru ekki marg- víslegir, landið er orkusnautt og kjarnorkan virðist einna líkleg- ust til að leysa orkuvandamál landsmanna. En það eru ekki bara kjarnorkumál sem danska þingið verður að ráða fram úr. Efnahagsmálin eru mjög í sviðs- Ijósinu, atvinnuleysið mikið og ríkisstjórn Anker Jörgensens á eftir að ráða fram úr þeim vanda- málum. Tala látinna eykst stöðugt á Indlandi Nýju-Dehli. 15. m»í. AP. NÚ ER Ijóst að 350 manns fórust í fellibylnum á Indlandi sfðast- liðinn laugardag og búist er við að sú tala eigi eftir að hækka enn. Tæplega hálf milljón manna varð að yfjrgefa heimili sín og þúsundir nautgripa drápust. Gífurlegt eignatjón varð í flóðun- um, sem fylgdu en verst varð óveðrið í strandhéruðum suður Indlands. I Kandukurhéraði, skammt fyrir norðan Madras, fórust um 250 manns og þar varð byggð hvað harðast fyrir barðinu á óveðrinu. Þó sá fjöldi, sem fórst i óveðrinu um helgina, sé mun minni en 1977, en þá fórust um 14000 manns, er talið að eignatjón hafi orðið mun meira nú. Tito til Moskvu Moskvu, Belgrad, 15. maí. AP. Reuter. TITO Júgóslavfuforscti fer á morgun f óopinbera heimsókn til Moskvu og mun þar ræða við Brezhnev forseta Sovétríkj- anna. Fréttaskýrendur sem munu fylgjast mjög náið með för Títós segja að Brezhnev muni leggja allt kapp á að vinna Júgóslava aftur á band sitt og reyna að fá þá til aukinnar þátttöku í banda- lögum Austur-Evrópuríkja. Talsmaður Júgóslavíustjórnar sagði í dag, að forsetarnir mundu aðeins skiptast á skoðun- um og ekki mundu neinar meiri- háttar ákvarðanir verða teknar á fundum þeirra. Hóta enn olíuhækkun Kuwait. 15. mai. AP. HAFT var eftir Sheikh Ali Khalifa Al-Sabah olfumálaráð- herra Kuwait f dagblaði einu f morgun, að frekari olíuverðs- hækkanir á seinni hluta þessa árs séu óhjákvæmilegar og jafn- framt, að þær verði allveru- legar. Ráðherrann sagði, að 10—15% hækkun væri nokkuð sem kæmi til, „hvort sem mönnum líkaði það betur eða verr“. Á sama tíma var haft eftir Yamani oliumálaráðherra Saudi-Arabíu, að Saudi-Arabar mundu beita öllum ráðum til þess að koma í veg fyrir nokkrar olíuverðshækkanir á árinu og sagði ráðherrann, að frekari hækkanir þjónuðu engum til- gangi. „Smá Benz” StuttKart. 15. maf. AP. JOACHIM Zahn forstjóri Daimler Benz bflaverksmiðj- anna vestur-þýzku sagði f dag, aö til að mæta auknum skorti á oliu, hefði verksmiðjan ákveðið að hefja innan tíðar framleiðslu á minni gerðum Mercedes Benz bfla. Þykja þetta nokkur tíðindi þar sem Benzverksmiðjurnar hafa ætíð lýst sig mjög andvígar því að framleiða smábíla fyrir hinn almenna markað. Fílar med Júmbóþotu JóhannenarborK. S-Aíríku. 15. maí. AP. HVERNIG flyturðu 25 fíla á milli heimsálfa? Jú, auðvitað með Júmbó-þotu. Þannig ætlar v-þýzka flugfélagið Lufthansa að flytja 25 ffla frá Kruger-þjóðgarðinum f S-Afríku til dýragarða í Evrópu og Amerfku. Fyrsti farmurinn fer á morgun 15 fílefldir fílar fara þá með Júmbóþotu til Frankfurt. „Enn vitum við þó ekki alveg hvernig við tjónkum við þá fyrir flutningana," sagði Anton van Zyl, talsmaður Lufthansa í Jóhannesarborg. Fílarnir verða að gera sér að góðu að standa á leiðinni og engar fallegar flugfreyjur verða til að stjana við þá. Þeir verða að gjöra svo vel að éta vel fyrir ferðina. Sprengja sprakk í hæstarétti Cape Town. 15. maí. AP. ÖFLUG sprengja sprakk í skrifstofu hæstaréttar í dag og særðist dyravörður en ekki alvarlega. Sprengjan var falin í tösku og yfirvöld í S-Afríku hafa lýst því, að þau hafi ekki hugmynd um hver hafi komið sprengjunni fyrir. Enn hefur enginn lýst ábyrgð á hendur sér. í haldi eftir ad hafa villst til Jórdaníu Tel Aviv, 15. maí. AP. ÍSRAELSKUR leigubílstjóri villtist inn í Jórdanfu og er nú haldiö þar í vörzlu af yfirvöld- um, ásamt farþega sfnum. ísraelsmenn hafa beðið Rauða krossinn um aðstoð við að fá mennina lausa úr varðhaldinu í Jórdaníu en öllum ísraelsmönn- um er bannað að koma til Jórdaníu. Leigubílstjórinn fór yfir brú og virðist síðan hafa áttað sig því hann sneri við en þá settu jórdanskir hermenn vegar- tálma fyrir bifreið hans og stöðvuðu hann. Israelsk yfirvöld halda því fram að engin spenna hafi skapast vegna þessa atburð- ar og halda því fram að öku- maðurinn hafi farið yfir af algjörri slysni, það sé eina skýr- ingin. Vigtar 1 kíló. Lyftlr 60 kílóum. Stserö 8x9x3 sentimetrar. Gott til aö „fiska" upp járnhluti úr sjó, ám, vötnum, gjám, svelg, tönkum. Líka til aö haida verkfærum og smíöahlutum. Sendum í póstkröfu. SfitLQfrteKUlgJlUltr Vesturgötu 16, sími 13280 Gott verð. Mikil gæði. ivar Skipholti 21. Raykjavfk, slmi 23188. Lmnetiition Besti mótleikurinn gegn hækkandi bensínveröi. HABERG hf Þetta gerðist 1978—Eþíópíumenn hefja stór- sókn gegn aðskilnaðarsinnum í Erítreu. 1974—Tito verður forseti til lífstíðar í Júgóslavíu — Helmut Schmidt verður kanzlari V-Þjóðverja i stað Willy Brandts. 1969—Sovézkt geimskip varpar niður tækjum á Venus. 1962—Bandarískir land- gönguliðar koma til Thailands. 1960—Leiðtogafundur stórveld- anna í París fer út um þúfur vegna U-2-málsins. 1907—Cartagena-sáttmáli Breta, Frakka og Spánverja gegn Þjóðverjum. p 1877—Rúmenar fara í stríðið gegn Tyrkjum. 1811 —Orrustan um Albuera: Bretar stöðva sókn Soults marskálks á Spáni. 1804—Napoleon Bonaparte lýstur keisari Frakka. 17%—Feneyingar fá stjórnar- skrá. 1796—Lýðveldi stofnað í Lang- barðalandi á Ítalíu. 1770—Marie Antoinette giftist Loðvík XVI Frakkakonungi. 1633—Karl I krýndur konungur Skota í Edinborg. 1596—Spænska virkið La Fere gefst upp fyrir Frökkum. 1568—María Skotadrottning leitar hælis á Englandi. Afmæli. Maria G. Agnesi, ítalskur stærðfræðingur (1718—1799) — Henrý Fonda, bandarískur leikari (1905) Andlát. J.B.J. Fourier, stærðfræðingur, 1830 — Sir Edmund Gosse, rithöfundur, 1928. Innient. Fyrsta ráðuneyti Ólafs Thors skipað 1942 — Þrír banda- rískir flugmenn farast í Eyja- fjallajökli 1952 — Frönsk flugvél rekst á suðausturhlíð Löngu- hlíðar 1974 — „Persicr" náð á fiot: stærsta björgun við ísland 1941 — Opið bréf konungs um þjóðfund 4. júlí að ári 1850 — Kristján I gefur út aðalsbréf handa Birni Þorieifssyni 1457 — d. Thorvald Krabbe 1953. Orð dagsins. Menn fá mjög litlu áorkað með trú, en ails engu án hennar — Samuel Butier, enskur rithöfundur (1835—1902). V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.