Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ1979 Sigurjón Guðmundsson í Stóra-Saurbæ með nokkurra mínútna gamalt lamb. Hann sagði sauðburðinn vera í hámarki um þessar mundir. Ljósmyndir: Rax. Um helgina síðustu gerði hið versta veður víða um iand og mátti líkja því við hin hörðustu vetrarveður sums staðar. Kom hret þetta að sjálfsögðu iiia við handur. sem á þessum árstíma standa í ströngu við að sinna sauðburði og verða að hafa ær á húsi. Kostar það mun meiri vinnu fyrir þá og til að forvitnast um hagi sunnlenskra hænda heimsótti Mhl. tvo bændur að Stóra- og Litla-Saurba- í Ölfusi. — Þetta veður í gær var það versta sem komið hefur lengi og það á þessum árstíma, sagði Sverrir bóndi í Litla-Saurbæ, því það var eiginlega hábylur um tíma. Snjórinn varð það mikill að dró í skafla hér við húsin og það er ekki algengt þegar kominn er maímán- uður. — Það er mjóg vont og erfitt fvrir bændur ef svona veður gerir, ef það stendur lengur yfir en rúman sólarhring, en ég gæti trúað að erfitt hafi verið fyrir norðan og vestan þar sem bylur stóð í langan tíma að því að mér skilst. Sverrir hefur kringum 200 ær og sagði hann sauðhurðinn vera rétt byrjaðan, um 50 ær bornar. Bjóst hann við að hann stæði yfir fram undir mánaðarmótin. — Ég held að bændur hér um slóðir séu sæmilega vel birgir að heyi ennþá og ef vorið fer að koma úr þessu ætti það að sleppa og sama er held ég að segja um fóðurbætinn, en á þesar birgðir hefur gengið allmikið vegna tíðar- farsins, féð er á fullri gjöf og vinnan við sauðburðinn er mun meiri en ef hægt væri að láta fénaðinn vera meira úti og gefa honum þar, sagði Sverrir og gaf sér ekki meiri tíma til skrafs, en sneri sér að skepnunum. Á næsta bæ, Stóra-Saurbæ, fundum við Sigurjón Guðmundsson bónda sem var í fjárhúsunum, en í Stóra-Saurbæ búa einnig bræður hans, Jón og Ólafur og hafa þeir alls kringum 300 kindur. — Sauðburðurinn stendur nú sem hæst hérna hjá okkur, sagði Sigurjón, og það er ógurleg vinna í sauðburði þegar illa árar eins og nú og erum við oft að svona 16—18 tíma á sólarhring. Veturinn hefur verið óvenju langur, lagðist að strax í nóvember og hefur ekki farið síðan. Heldurðu að hann sé ekkert á undanhaldi? — Ég er ekkert viss um það og mér segir svo hugur um að þessi Tvflemburnar saman í einni stfu, en aðrar kindur voru á öðrum stað í husunum. Stóri-Saurbær er ekki eingöngu fjárbú, því Sigurjón sagði að þeir hefðu einnig 15—16 kýr og seldu því nokkra mjólk. Hann kvað ekki útlit fyrir að bændur þyrftu að hella henni niður að þessu sinni því mjólkurfræðingar ætluðu sér að vinna eitthvað í verkfallinu, en gat þess að oft hefðu Reykvíkingar og aðrir rennt austur til hans og á aðra bæi þar í kring eftir mjólk þegar þannig stæði á. Kaupamaðurinn hjá Sverri bónda Jónssyni er Eggert ö. Einarsson, en Sverrir var á braut áður en tókst að fá hann á filmuna. kuldi nú geti staðið allt til 6. júní, sagði Sigurjón, og kvaðst byggja það á sínum eigin veðurathugunum og vildi sem minnst um þá reynslu tala. — Ég man ekki eftir svo dauðri jörð nú þegar kominn er mánuður af sumri samkvæmt gömlu tali og þáð þýðir ekkert að hafa skepnurn- ar úti við, það er ekkert að hafa og verður að gefa þeim inni eins og um hávetur væri. Það er aðeins hægt að láta þær út um tíma og allur sauðburður verður að fara fram innan dyra, en venjan er þó hér að ær beri úti. Spjallað við bændur í Ölfusi Man ekki eftir svo dauðri jorða pessum árstíma Tveir Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur og Samkór Rangæ- inga stóðu fyrir samsöng nú um helgina og sungu nær eingöngu ísl. alþýðusöngva. Undanfarin ár hefur verið mikill kraftur í starfsemi félagskóra og hefur Samkór Trésmíðafélagsins verið þar framarlega í flokki, með reglulegu og myndarlegu hljóm- leikahaldi, þátttöku í ýmsum menningarlegum viðburðum og auk þess gert góða ferð til Norðurlandanna á alþýðutónlist- armót, sem haldið var að tilhlut- an Alþýðusambandanna. Efnis- skrá Samkórs T.R. var fjórskipt, fyrst ísl. þjóðlög, þá fjögur lög eftir Björgvin Guðmundsson, nokkrir gamansöngvar eins og t.d. Jón granni og Vakna Dísa og síðast fjórir söngvar eftir kórar Bjarna Þorsteinsson. Það er auðheyrt að stjórnandinn, Guð- jón Böðvar Jónsson, hefur lagt mikla vinnu í að ná fram mjúk- Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON um en hljómríkum tóni og var söngur kórsins í heild mjög áferðarfallegur, þó brygði fyrir, að einstaka söngmenn gættu sín ekki nægilega vel, en slíkt hendir jafnvel í beztu kórum. Samkór Rangæinga, udnir stjórn Frið- riks Guðna Þórleifssonar, söng stutta efnisskrá, sem nokkurs konar endurgjald fyrir heimsókn Samkórs T.R. austur á Hvolsvöll s.l. vor. Kórinn, sem er fámenn- ur, aðeins 23 söngmenn, kom mjög á óvart fyrir hreinan og fallegan hljóm. Meðal laga sem kórinn söng voru skemmtilegar þjóðlagaraddsetningar eftir stjórnandann, á lögunum Gimbillinn mælti og Litlu börn- in leika sér og eitt frumsamið lag, einnig eftir stjórnandann, við Barnagælu eftir Halldór Laxness. Það er mikilvægt fyrir starfsemi kóra að stjórnandinn sé skapandi og vakandi fyrir nýjungum og bindi ekki bagga sína eingöngu með böndum van- ans. Þannig má búast við að Guójón Böóvar JónwMin Htjórnandl. Samkór Rangæinga, eftir því sem dæmt verður af söng kórs- ins að þessu sinni, stefni frá því að vera eingöngu alþýðlegur átthagakór en ætli sér einnig hlutverk í erfiðari viðfangsefn- um. Það er vel að rofin sé Friftrik G. bftrleiliwon ntjftrnandl. einokunaraðstaða Reykjavíkur og ekki aðeins frá norðanmönn- um, heldur úr öllum áttum. Tónleikunum lauk með tignar- legum samsöng kóranna undir stjórn beggja stjórnendanna. Jón Asgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.