Morgunblaðið - 07.06.1979, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979
Lokasvari mínu við greinum
Þorsteins Gylfasonar í Mbl. 13. og
19. maí hefur seinkað nokkuð
vegna prófvinnu í lagadeild. Bið ég
Þorstein og aðra lesendur velvirð-
ingar á því.
Efni þessarar greinar skipti ég í
þrjá þætti. í hinum fyrsta er rætt
um nokkur almenn skilgreining-
arvandamál: Er unnt að skil-
greina fyrirbæri af fullkominni
nákvæmni? Hver á að vera mæli-
kvarðinn á nákvæmni skilgrein-
ingar? Verður skilgreiningu og
útlistun hennar haldið aðgreind-
um? í öðrum þætti koma til álita
skilgreiningar okkar Þorsteins á
liknardrápi, og reyni ég þar að
sýna fram á, að skilgreining mín
fullnægi betur þeirri þörf, sem við
höfum báðir sett á oddinn, sem sé
að útiloka sjúkradráp þýzkra
stjórnvalda á nazistatímanum.
Loks er í þriðja þætti fjallað um
hugtökin athöfn (athafnaleysi),
ábyrgð og viðurlög, innbyrðis
tengsl þeirra og gildi í lögfræði.
Skilgreiningar-
nákvæmni
Skilgreining hugtaka og fyrir-
bæra er oftast mikið vandaverk
jafnt í lögfræði sem öðrum grein-
um. Ónákvæm skilgreining er
verri en engin. Það eru einkenni
góðrar skilgreiningar, að hún sé
stutt og hnitmiðuð, þ.e. taki í
Jónatan
Þórmundsson
prófessor:
manndrápsmáli án þess að það
hvarfli að dómara að flokka brotið
undir líknardráp. Þess vegna er sú
leið farin í ritgerðinni að miða
skilgreininguna við þau fátíðu
tilvik, er manndrápsákvæðin eiga
við (211. og 213. gr.), en svo ríkar
réttlætingarástæður eru fyrir
hendi, að heimilt sé samkvæmt 75.
gr. alm. hegningarlaga að dæma
vægari refsingu en mælt er fyrir
um í manndrápsákvæðunum.
Það mun vera íþrótt heimspek-
inga að leika sér að orðum og
hugtökum, og skal það sízt lastað.
Lögfræðingar leggja minna upp úr
slíkum orðaleikjum, þótt gagnleg-
ir geti verið fyrir rökrétta hugsun.
En eins og reynt var að skýra hér
að framan svara slíkar skilgrein-
ingar, óháðar í tíma og rúmi, ekki
þeim spurningum, sem lögfræð-
ingar fást við. Það leiðir þó einnig
af því, sem áður sagði, að lög-
fræðileg skilgreining líknardráps
hlýtur að verða tiltölulega sértæk
(abstrakt), og raunar setti ég mér
það mark í skilgreiningarviðleitni
minni. Því skýtur það nokkuð
skökku við, er Þorsteinn Gylfason
gagnrýnir skilgreiningu mína m.a.
á grundvelli útskýringa minna
utan sjálfrar skilgreiningarinnar.
Kemur þá hvort tveggja til, að
mér finnst Þorsteinn þar dálítið
ósamkvæmur sjálfum sér, en auk
þess fer hann ekki alveg rétt með
skýringar mínar, sbr. grein hans í
Mbl. 19. maí. Þar segir m.a., að ég
um og ólæknandi sjúkdómi, al-
varlegri og kvalafullri líkamlegri
sköddun eða andlegri hrörnun á
háu stigi vegna verulegra heila-
skemmda, og það er gert með eða
án samþykkis hans, - með beinni
athöfn eða athafnaleysi, er flýta
dánarstundinni". Hér verða aðeins
rædd þau atriði skilgreiningarinn-
ar, sem borið hefur á góma í fyrri
skrifum okkar Þorsteins í Mbl., en
það eru hin þrjú afbrigöi van-
heiisu og sú huglæga afstaða
geranda, er felst í líknarhvöt.
Þorsteinn Gylfason telur upp
ýmsar tegundir vanheilinda, er
tilskipun Hitlers frá 1. september
1939 tók til og bendir á, að ég hafi
ekki talið þau til undantekninga.
Nú er þetta tal allt dálítið á ská og
skjön við ritgerð mína: a) í fyrsta
lagi er skilgreiningu minni ætlað
að vera tæmandi um það, sem
undir líknardráp fellur og því
eðlilegra að styðjast við þá við-
miðun fremur. b) I öðru lagi fer
því fjarri, að ég hafi rætt tæmandi
um undantekningar, enda engin
ástæða til, svo sem áður er getið.
c) I þriðja lagi er í skilgreiningu
minni hvergi talað um ákveðnar
tegundir sjúkdóma eða vanheil-
inda, heldur vanheilsu á ákveðnu
(háu) stigi (þrjú afbrigði van-
heilsu á háu stigi).
Séu umrædd vanheilindi í til-
skipun Hitlers borin saman við
þetta atriði úr skilgreiningu
minni má vafalaust fullyrða, að
andi bílnum og ég um piltinn og
lömuðu stúlkuna. Um einlægni og
góðar hvatir Himmlers og nóta
hans er ég einfaldlega ósammála
Þorsteini. Sýnist mér lýsing hans
fremur sanna en afsanna illar
hvatir eða a.m.k. ímyndaðar líkn-
arhvatir, er byggjast á því, að
tilgangurinn helgi meðalið.
Skilgreining Þorsteins Gylfa-
sonar hljóðar svo (Mbl. 13. maí,
bls. 37): „Það er líknardráp, ef
maður stuðlar beint eða óbeint að
dauða annars vegna þess og þess
eins, að dauðinn er hinum deyj-
andi manni fyrir beztu“. Eg hef
hér að framan minnzt lítillega á
almenna sönnunarörðugleika.
Skilgreiningin sem slík gæti verið
góð fyrir því, ef ekki kæmi annað
til. Ég spurði í grein minni í Mbl.
16. maí: „Og hver á að vera
mælikvarðinn á það, hvað manni
sé fyrir beztu?" Mér sýnist skil-
greiningin ekki svara þessu, þótt
Þorsteinn hafi raunar í útlistun
sinni á henni gefið nokkrar skýr-
ingar. Hvernig leysir skilgreining-
in dæmi eins og það, sem Brian
Clark lýsir í leikriti sínu? Eru það
félagslegir og persónulegir lífs-
möguleikar, sem máli skipta eða
t.d. álit yfirlæknisins eða sjúk-
lingsins á þeim? Er unnt að leggja
algildan mælikvarða á þetta skil-
greiningaratriði eða verður að
meta það eftir atvikum hverju
sinni?
Ég sagði í grein minni í Mbl. 16.
Skilgreiningarleikni
fáum orðum til þeirra atriða, sem
henni er ætlað að lýsa. Nákvæmni
skilgreiningar má miða við mis-
munandi mælikvarða. Hér er við
það miðað, að skilgreining taki til
allra þeirra atriða, er höfundur
hennar ætlar henni að taka til, en
útiloki öll önnur atriði. Það er að
jafnaði því erfiðara að ná þessu
marki sem skilgreiningin er fáorð-
ari. Orð skilgreiningar má túlka
eitthvað mismunandi, höfundi
kann að vera ókunnugt um ein-
hver atriði sem ekki hafa komið til
athugunar við skilgreiningarsmíð,
og vitaskuld getur hann ekki séð
fyrir öll tilvik, er síðar gerast.
Skilgreiningar þurfa yfirleitt end-
urnýjunar við. Stundum er orða-
lag skilgreiningar svo vel valið, að
það nær til óþekktra og nýrra
tilvika, sem höfundur hefði viljað
taka tillit til. Nákvæmni skil-
greiningar er því engan veginn
tryggð með löngum upptalningum
atriða.
í lögfræði er það til, að skil-
greiningar séu lögbundnar. Þær
sæta lögskýringu eins og annað í
lögum og geta verið misjafnar að
gæðum. Þá er einnig nokkuð um
íormlegar skilgreiningar, sem eru
hárnákvæmar svo langt sem þær
ná, t.d. þegar auðgunarbrot eru
skilgreind með tæmandi upptaln-
ingu brota samkvæmt XXVI. kafla
alm. hegningarlaga. En þá er
aðalvandinn eftir, sem sé að
skilgreina efnislega einstaka
verknaði, sem fyrrnefnd ákvæði
fjalla um. Sem dæmi má nefna
hugtakið þjófnað, sem er hvergi
skilgreint í lögum eða lögskýring-
argögnum. Skilgreining þjófnaðar
er tiltölulega nákvæm, byggð á
langri fræðilegri hefð og miklum
efnivið dómsúrlausna. Skilgrein-
endum er meiri vandi á höndum
með hugtakið líknardráp, þar sem
íslenzkar réttarreglur eru mun
óljósari. í ritgerð minni í Úlfljóti
1976 er rakið, á hverju skilgrein-
ingin er byggð og hvernig hún
horfir við ýmsum tilvikum, sem á
hefur reynt, t.d. sjúkradrápunum
títtnefndu. Líknardráp er reyndar
gott dæmi þess, að athöfn (at-
hafnaleysi) verði ekki skýrð án
viðmiðunar við tiltekin viðurlög.
Samúð, vorkunnsemi og aðrar
virðingarverðar hvatir geta verið
manni til nokkurra málsbóta í
taki fram í skýringargrein, að
skilgreiningin skuli ekki ná yfir
„vansköpun og andlega ann-
marka“, og nokkru síðar ræðir
hann um þetta sem „vansköpun og
geðveiki". Af samhenginu mætti
ráða, að þetta sé hið eina, sem
utan skilgreiningar minnar geti
fallið. Nú er það svo, að í sjálfri
skilgreiningunni tel ég tæmandi
þau afbrigði vanheilsu, er falla
undir hugtakið líknardráp. í skýr-
ingunum var því algjör óþarfi svo
mikið sem að reyna að telja upp
þau afbrigði er falla utan hugtaks-
ins, enda er það ekki gert. Rætt er
sérstaklega um vansköpun og and-
lega annmarka sem mjög mikil-
væg og umdeild tilvik í þessu
sambandi, og sem dæmi um and-
lega annmarka eru nefnd geðveiki
og fávitaháttur.
Tvær skilgreiningar
Skilgreining mín á líknardrápi
hljóðar svo (Ulfljótur, 3. tbl. 1976,
bls. 159): „Það er líknardráp að
svipta annan mann lífi í líknar-
skyni, ef hann er haldinn alvarleg-
sum þeirra mundu útilokuð frá
líknardrápi undir öllum kringum-
stæðum. Úm önnur er svo háttað,
að þetta atriði skilgreiningarinnar
gæti hugsanlega rúmað örfá tilvik
á því vanheilsustigi, sem áskilið
er. En auðvitað gætu þau tilvik
verið útilokuð vegna áskilnaðar
um líknarhvöt.
Líknarhvöt er annað megin-
atriði skilgreiningar minnar. Að
sjálfsögðu hljótum við að lesa
allar skilgreiningar með það í
huga, að þær eigi að skilja eftir
orðanna hljóðan, en ekki einhvern
veginn öðruvísi. Með líknarhvöt
er því átt við raunverulega hvöt,
og ætti raunar ekki að þurfa að
taka það fram. Við Þorsteinn
virðumst nokkurn veginn sam-
mála um verulega sönnunarörð-
ugleika varðandi skilgreiningar
okkar beggja, bæði á því að ganga
úr skugga um, hvað manni hafi
gengið til verks, svo og á hinu,
hvenær deyjandi manni sé fyrir
beztu að deyja. Hvorugt er óleys-
anlegt vandamál í öllum tilvikum.
Báðir tökum við tiltölulega aug-
ljós dæmi í greinum okkar, Þor-
steinn um hermanninn í brenn-
maí, að skilgreining, er ekkert
tillit tæki til huglægrar afstöðu
geranda, væri ótæk frá lögfræði-
legu sjónarmiði. Huglæg afstaða
geranda væri grundvallarþáttur
ábyrgðar að lögum, bæði skaða-
bótaábyrgðar og þó einkum refsi-
ábyrgðar. Þorsteinn segir um
þetta, að ég eigi „væntanlega við
það, að maður ber ekki ábyrgð á
verknaði sínum að lögum, nema
hann hafi unnið verkið af ásetn-
ingi, vitandi vits, eða af gáleysi".
Hér er einhver smámisskilningur
á ferðum. Með huglægri afstöðu er
annars vegar átt við saknæmis-
skilyrði, þegar þau eru áskilin í
lögum, þ.e. ásetning eða gáleysi,
og hins vegar hvatir, hvort sem
það eru vítaverðar eða virðingar-
verðar hvatir eða þá hlutlausar
hvatir, þannig að þær hafi lítil eða
engin áhrif á refsiákvörðun.
Þorsteinn telur mikilsverðasta
ágreining okkar fólginn í þessu
atriði. Þetta er ég engan veginn
viss um að sé rétt, en sé það rétt,
stafar það sennilega fremur af
mismunandi viðhorfum og þörfum
fræðigreina okkar en af persónu-
legum skoðanamun. Skilgreining
Aldarafmæl-
is Þingeyra-
kirkju minnst
UNDANFARIN misseri hcfir
gagnger endurbót farið fram á
Þingeyrarkirkju í Húnaþingi. cn
kirkjan er aidargömul.
Verður aldarafmadis hennar
minnst með hátíðarguðþjónustu f
kirkjunni n.k. sunnudag 10. júní,
er hefst kl. 2 e.h.
Biskup íslands, herra Sigur-
björn Einarsson, prédikar, en
sóknarpresturinn sr. Árni Sigurðs-
son þjónar fyrir altari. Kirkjukór
Þingeyrarkirkju syngur undir
stjórn Sigrúnar Grímsdóttur organ-
ista.
Að lokinni guðsþjónustu flytur
Guðrún Jónsdóttir arkitekt erindi
um Þingeyrarkirkju.
Um kl. 4 e.h. verður samsæti í
Flóðvangi í boði sóknarnefndar. Þar
munu m.a. flytja ræður sr.
Guðmundur Þorsteinsson og for-
maður sóknarnefndar Þingreyrar-
sóknar Ólafur Magnússon, bóndi á
Sveinsstöðum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá varð fyrrkomnum Viðeyjargesti ekki um sel og gýtur
hornauga til aðkomumanns um leið og hann rennir sér í sjóinn. Ljós. F.P.
Varðekki
um sel
ER blaðamaður Mbl. átti leið út
í Viðey íyrir skömmu hitti hann
þar fyrir annan gest, er fyrr
hafði borið að garði. Var það
myndarlegur selur, er búið
hafði um sig á skeri við eyna.
Var honum lítið gefið um
aðkomumann og lagði hið snar-
asta í sjóinn þar sem fyrir voru
nokkrir af ættingjum hans.
Mbl. leitaði til Hafrann-
sóknarstofnunarinnar og spurð-
ist fyrir um, hvort selir væru
algengir gestir við Viðey. Þar
fengust þær upplýsingar, að selir
slæddust hér inn af og til, en
sjaldan væru þeir margir og
gerðu yfirleitt stuttan stanz.
Oftar mætti sjá þá á skerjum við
Reykjanes. Ef hér væri á ferð-
inni einhver fjöldi gæti skýr-
ingarinnar verið að leita í því, að
vegna kuldans undanfarið, væri
meira um æti fyrir selina hér, en
þeir eru sjálfir vel útbúnir að
þola mikinn kulda.