Morgunblaðið - 07.06.1979, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979
Stærsti hver í heimi—Deildartunguhver:
Samningar, leigu-
nám eða eignamám
Iloimild til cÍKnarnáms ríkisstjórnarinnar á hluta jarðarinnar DeHdartungu í Reykholtsdalshreppi,
ásamt jarðhitaréttindum, var samþykkt sem lög frá Alþingi fyrir þinglausnir. Mikill meirihluti
þingmanna, úr öllum flokkum, studdi eignarnámsheimildina. Rökstudd dagskrá, þess efnis að vísa
frumvarpinu frá, þar sem enn væru ekki fullreyndir frjálsir samningar um nýtingu varmans, var felld.
Sömuleiðis athygiisverðar tillögur um leigunám í stað eignarnáms. Deildartunguhver er talinn stærsti
hvcr í heimi. Ilann gefur 180 sekúntulítra af sjálfrennandi 100°C vatni. Aflið er 45,2 MW. Orkan 396 Gwh.
Þessi varmi, umreiknaður í olíuverð, er gulls ígildi.
Mbl. hefur reynt að láta gagnstæð sjónarmið í þessu máli, sem öðrum þingmálum, koma fram í
fréttafrásögnum á þingsíðu. Ilér á eftir gefst lesendum Mbl. kostur á að kynnast sjónarmiðum Ólafs G.
Einarssonar. þingmanns Reyknesinga, sem mælti gegn eignarnáminu, og fer ræða hans í heild hér á eftir.
beint við eigendur og án milli- voru sveitarfélögin tilbúin að
Hitaveita sjálf-
stæður aðili —
ekki í ríkisklóm
Það var mikil hrifning ríkjandi í
fyrri viku, þegar hæstv.
iðnaðarráðherra mælti fyrir þessu
frv. Þetta framtak hæstv.
ráðherra var lofað mjög í ræðum
hæstv. þm. Vesturlands. Við 1.
umr. var aðeins ein undantekning
frá þessum lofsöng, en það var
ræða hv. þm. Einars Ágústssonar.
Er mér sýnist nú, að hrifningin
yfir þessu framtaki ráðherra fari
nokkuð dvínandi. Hv. iðnn., þess-
arar deildar varð ekki sammála
um afgreiðslu frv. Að vísu var
öflugur meiri hl. í n., sem vildi
samþykkja frv., þó einstakir nm.
hefðu á því fyrirvara. En þessi
öflugi meiri hl. sýnist þó eitthvað
vera farinn að riðlast. Það er
kominn þegar fram brtt. frá ein-
um hv. nm., Gunnari Thoroddsen
(leigunám) og það er vissulega
veigamikil brtt., sem þar er flutt.
Minni hl., hv. þm. Ingvar Gísla-
son, leggur hins vegar til, að frv.
verði vísað frá með rökst. dagskrá.
Þm. gerði ítarlega grein fyrir máli
sínu hér á laugardag, þar sem
hann rakti í ljósu máli hvernig
raunverulega hefur verið staðið að
samningaumleitunum af hálfu rn.
Þm. hefur verið send grg. um
málið frá talsmönnum eigenda
Deildartunguhvers. Sú grg. er
prentuð sem fskj. með áliti minni
hl. á þskj. 817, og raunar er þar
um tvær grg. að ræða. Það er
fróðlegt að kynna sér, hvernig að
þessum samningaumleitunum
hefur verið staðið. Mér sýnist að
einkenni þeirra hafi verið úrslita-
kostir einir af hálfu rn. I þessu
sambandi er einnig fróðlegt að sjá,
hvern mælikvarða menn leggja á
verðmæti sem þessi, hvernig við-
horf manna til verðmæta getur
brenglast gersamlega eftir því
hver eignin er, eða kannske eftir
því hver á viðkomandi eign. Dæmi
um þetta sýnist mér vera tilboð
Akraness og Borgarness frá því
1977, þar sem boðnar eru 20.5
millj. kr. fyrir tvo hektara lands
og allan hverinn og jarðhitarétt-
indin. Það eru miklir spaugarar,
sem láta sér svona fáránleg þoð til
hugar koma. En þetta er dæmi um
það, hvernig mat manna á bótum,
ættum við kannske að segja eðli-
legum bótum, fer eftir því hver
eignin er, eins og ég sagði áðan.
Ef almannaheill krefðist þess,
að eitthvet tiltekið íbúðarhús væri
tekið eignarnámi, þá býst ég ekki
við að það væri mikill vafi á því að
eðlilegt markaðsverð fengist
greitt fyrir húsið. En ef taka á
hins vegar orkulind, sem nægir til
að hita upp 6500 manna byggð um
fyrirsjáanlega framtíð. þá er allt
annað uppi á teningnum.
Ég get ekki séð að afskipti rn. af
þessu máli hafi verið til góðs. Mér
sýnist þvert á móti og að þau hafi
reyndar frá byrjun verið óþörf og í
alla staði óeðlileg, en um það ætla
ég ekki að deila sérstaklega við
hæstv. iðnrh. Ég veit, að af hálfu
aðila hitaveitunnar var beðið um
þennan erindrekstur, en mér sýn-
ist það ekki hafa verið skynsam-
legt. Miklu skynsamlegra hefði
verið fyrir hitaveituna að semja
göngu rn. Raunverulega sé ég ekki
nema eina skýringu á því, hvers
vegna aðilar hitaveitunnar hafa
óskað eftir milli göngu rn. og
óskað eftir því, að ríkið tæki
hverinn eignarnámi. Skýringin
hlýtur að vera sú, að hitaveitan
losnaði þar með við að snara út
eignarnámsbótunum. En þar hef-
ur ekki verið horft alveg til enda
málsins. (Iðnrh: Eigendur óskuðu
hins sama). Já, það bætir þá
ekkert málið það er jafnóskyn-
samlegt af þeirra hálfu. Þetta er
óskynsamleg leið frá sjónarmiði
hitaveitunnar, vegna þess að ríkið
kemst þar með með klærnar inn í
málið allt og hitaveitan er ekki
lengur sá sjálfstæði aðili, sem hún
ætti að vera. Reyndar er búið að
taka af öll tvímæli um þetta með
brtt. meiri hl. iðnn. á þskj. 814.
Þar er orðið alveg ljóst, hver
fyrirætlun ríkisins er að þessu
leyti. Þar er talað um, að ríkissjóði
sé heimilt að afhenda HAB hin
eignarnumdu verðmæti til afnota
eftir því sem almenningsþörf kref-
ur og um semst, enda greiði hún
ríkissjóði eignarnámsbætur og
allan kostnað hans af gerðum
þessum. Sem sagt, nú er leiðin
opnuð til að krefja Hitaveituna
um eitthvað allt annað en eignar-
ganga, án þess að það kæmi
reyndar til þess að þau svöruðu
því formlega, végna þess að þáv.
iðnrh., Magnús Kjartansson,
stöðvaði málið. Hann neitaði að
samþykkja það, að þessu tilboði
yrði gengið. Það hljóðaði þá upp á
rúmar 50 millj. kr. Ástæðan fyrir
því var sú, að þá var á ferðinni hér
í þinginu frv., flutt af þáv. hæstv.
iönrh., og það frv. gekk út á það,
að jarðhitaréttindi á háhitasvæð-
inu skyldu tekin til ríkisins, ríkið
skyldi eiga þau og án þess að
nokkrar bætur kæmu fyrir til
eigenda. Þetta frv. fór að vísu
aldrei í gegnum þingið. Það hlaut
hér verulega andstöðu, en það var
þó flutt margsinnis. Magnús
Kjartansson flutti frv. einnig eftir
að hann var hættur sem iðnrh.
Mér er mjög minnisstætt, að
meðan stóð í samningum við
eigendur jarðhitaréttindanna, þá
voru ýmsir orðnir óþolinmóðir og
höfðu uppi ákveðinn þrýsting á
þm. að fá þetta frv. samþ. í
þinginu. Það voru þeir aðilar, sem
ég kallaði þá og kalla enn skamm-
sýna. Þeir töldu betra fyrir fram-
gang málsins að höggvið yrði
strax á þessa hnúta og auðveld-
asta leiðin var auðvitað sú að
hlaupa til ríkisins og láta það taka
Þingræða
Ólafs G.
Einarsson-
ar, sem
mælti gegn
eignamámi
stendur: GE, það mun vera Gísli
Einarsson, upplýsir, að HAB muni
ekki hafa umtalsvert svigrúm til
endurskoðunar á tilboði sínu, enda
séu þeir háðir starfsleifi rn. Upp-
lýsir Gísli, að tilboð HAB sé mjög
tekið að þrengja að þeim ramma,
sem líklegt er að hljóti brautar-
gengi rn.“
Ég veit ekki hvað þetta er annað
en verið sé að setja þak á það, sem
til greina komi frá sjónarhóli rn.
Ef hér er rétt frá skýrt, sem ég hef
í sjálfu sér enga ástæðu til þess að
draga í efa, , þá sýnist mér, að rn.
hafi ekki beitt sæmilegum vinnu-
brögðum í þessu máli. Ég veit ekki
hvar verður stöðvað viö, ef um-
boðsmönnum ríkisvaldsins, ráöh.
eða ráðuneytisstarfsmönnum, á að
líðast það að halda uppi svona
vinnubrögðum í samningum. Ég
minnist þess, að fyrir mörgum,
mörgum árum var Hótel Borg
tekin leigunámi cina kvöldstund
til þess að halda uppi fagnaði á
vegum ríkisstj. Það kynni svo að
fara, eð einhverjum hæstv. ráðh.
dytti í hug, að nú væri kominn
tími tii að taka Hótel Borg ekki
leigunámi heldur bara eignar-
námi. Það má nýta það hús með
ýmsum hætti. Mér dettur í hug
t.d., að hæstv. heilbrrh. kynni að
þykja koma til greina að nýta
þetta húsnæði sem dvalarheimili
fyrir aldraða, það vantar alltaf
húsnæði fyrir þá. Og hann vildi
fyrst reyna samningaleið um
kaupin. Hann hittir Aron hérna
úti á Austurvelli og spyr hann,
hvað hann vilji fá fyrir Borgina.
Hann segði kannski eins og einn
milljarð, ég hef ekki hugmynd um
hvað svona hús kostar ég tak það
fram. En ráðh. segir: Nei, ég ætla
ekki að borga þér nema hálfan
milljarð. Og ef þú ert með eitt-
hvert múður, þá fer ég hérna inn í
Alþ. og flyt frv., þar sem ég fæ
eignarnámsheimild að þessu.
Þetta er nákvæmlega sama. Það er
svona, sem hefur verið að gera og
er staðið að þessu máli og það er
ekki sæmilegt.
Sjónarmið
hreppsnefndar
Reykholtsdalshrepps
Ég þarf í sjálfu sér ekki að hafa
námið sagði til um, auk þess, sem
það verður í valdi ríkisins, hvaða
réttindi það verða, sem afhent
verða Hitaveitunni. Það þarf alis
ekki að verða það, sem tekið var
eignarnámi heldur eitthvað miklu
minna.
Reynsludæmi um
Hitaveitu
Suðurnesja
Sú skoöun mín, að ríkið eigi
raunverulega ekki að vera þarna
aðili, hvorki að þessum samning-
um né að eigninni sjálfri, byggist
á nokkurri reynslu. Ég tók þátt í
samningum á sínum tíma um
jarðhitaréttindin í Svartsengi. Ég
gerði það sem stjórnarmaður í
Hitaveitu Suðurnesja. Þetta var
árið 1975, en sú hitaveita var
stofnuð með 1. frá Alþ. í des. 1974
og stjórn tók til starfa í því
fyrirtæki í ársbyrjun 1975. Áður
en sú stjórn tók til starfa, höfðu
farið fram samningsumleitanir
við eigendur hitaréttindanna þar,
og þeir samningar höfðu farið
fram af hálfu sveitarfélaganna á
Re.vkjanesi. Tilboð frá eigendum
jarðhitaréttindanna í Svartsengi
hafði borist sveitarfélögunum árið
1974, áður en hið eiginlega fyrir-
tæki var stofnað. Að þessu tilboði
þessi réttindi eignarnámi og síðant
aö fá ríkið til þess að afhenda
Hitaveitunni réttindi yfir þessum
gæðum. Menn áttuðu sig ekki á
því, a.m.k. sumir hverjir, að með
því móti yrði þetta fyrirtæki,
Hitaveita Suöurnesja, háð ríkinu
um aldur og ævi og yrði að borga
því árlegan skatt fyrir þessi gæði.
Þetta leystist hins vegar allt
farsællega og þarna tókust
samningar um hin miklu réttindi,
sem þar var um að ræða. Þar var
ke.vpt land, 100 hektarar, réttindi
til að afla hins kalda vatns, sem
þurfti, hitaréttindin öll, réttur til
lagna og umferðar um landið, að
sjálfsögðu utan þessara 100 hekt-
ara, sem keyptir voru. Það var
samið um allt nema verðið, það
skyldi ákveðið af gerðardómi. Ég
held, að það sé gagnlegt fyrir
menn að hafa þetta í huga vegna
þess að hér er ýmislegt hliðstætt á
ferðinni. En það þótti sjálfsagt
ýmsum hátt verið greitt fyrir
þessi réttindi, þ.e. 87.7 millj. kr. í
ársbyrjun 1976. En allir aðilar
sættu sig þó við þessa niðurstöðu.
Ef menn á annað borð eru
þeirrar skoðunar, að náttúrugæði
eigi að lúta reglum eignarréttar-
ins, eða öllu heldur, að við eigum
að búa við það þjóðskipulag, sem
við höfum gert, þá er nauðsynlegt
að gera sér grein fyrir því, að
borga verður eðlilegt verð fyrir
þau verðmæti, sem falast er eftir.
Mér sýnist, að þeir sem um þetta
mál hafa fjallað, hafi ekki gert sér
grein fyrir þessu. Eða hvaða hug-
myndir eru það, sem hafa verið
settar fram um verð? Við sjáum
það í grg. með frv., hvað þar er um
að ræða.
Ekki sæmileg vinnu-
brögð stjórnarvalda
í fskj. 1 með minni hl.-álitinu
segir svo: „Af bókunum í fundar-
gerðum mátti ráða, að rn. hafði í
upphafi viðræðna ákveðið hvert
hámark árlegrar greiðslu fyrir
vatnið skyldi vera og ekkert lík-
legra en það hafi einmitt verið
síðasta greiðslutilboðið eða 12.5
millj. kr. sem lengst var staðið á.
Leyfi rn. til starfrækslu Hita-
veitunnar fengist ekki, ef yfir
nefnt mark væri farið.“
Hæstv. ráðh. sagði hér áðan, að
þetta þýddi ekki að neitt þak væri
verið að setja á verðið af hálfu
ríkisstjórnar. Hann sagði þó hér í
ræðu sinni áðan, að þeim hefði
verið gert ljóst, viðmælendum rn.,
að engan veginn væri sama, hver
niðurstaöan yröi. Ég er hér með
bókun frá því 5. maí í fundargerð,
sem starfshópur rn. hélt, og þar
þessi orð mín öllu fleiri, en ég vil
þó leggja áherslu á það, að þótt
hér séu miklir hagsmunir í húfi
fyrir Akranes og Borgarnes, þá
hafa fleiri aðilar hér hagsmuna að
gæta. Fyrir utan sjálfa eigend-
urna er um að ræða sveitarfélagið
sjálft, þar sem eignin er. En með
þessum fyrirhuguðu aðgerðum eru
þeir sviptir möguleikum, sem í því
sveitarfélagi búa, möguleikum,
sem kunna að koma upp síðar og
kunna að ráða miklu um framtíð
sveitarfélagsins.
í því sambandi vil ég vitna hér í
bréf, sem ég hygg að öllum þm.
hafi borist í dag. Það er bókun frá
fundi hreppsnefndar Reykholts-
dalshrepps 20. maí, þ.e. í gær. Og
þar segir svo með leyfi hæstv.
forseta:
„Hreppsnefnd Reykholtsdals-
hrepps mótmæiir algerlega fram-
komnu frv. til 1. um heimild fyrir
ríkisst. að taka eignarnámi hluta
jarðarinnar Deildartungu ásamt
jarðhitaréttindum og varar alvar-
lega við aðgerðum, sem kunna að
leiða til erfiðari samskipta HAB
og íbúa Reykholtsdalshrepps, sem
líta á þetta sem sitt landhelgismál
eins og undirskriftir íbúanna sýna
glöggt. Hreppsnefndin ítrekar þá
skoðun sína, að samningar milli
eigenda Deildartunguhvers og