Morgunblaðið - 07.06.1979, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.06.1979, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979 Faöir okkar. + ÁRNI ÓLA, rithöfundur, er látinn. Anna Mjöll, Atli Már. Minning: Björn Jónsson og Guðriín Jónsdóítir frá Tjarnargarðshorni + Eiginmaður minn, AXEL KRISTJÁNSSON, framkvæmdastjóri, Bæjarhvammi 2, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur mánudaginn 4. júní. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Sigurlaug Arnórsdóttir. + Systir okkar, KRISTÍN EGILSDÓTTIR, Nokkvavogi 6, lést 5. júní á Landakotsspítala. Sigurjón Egilsson, Gunnbjörn Egilsson, Jóhannes Egilsson. t Móðir okkar, ÓSK JÓNASDÓTTIR, Lambastöðum, Mýrum, lést í sjúkrahúsi Akraness 5. júní. Jarðaförnin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Elín Baldvinsdóttir, Anna Baldvinsdóttir, Ragnheiður Baldvinsdóttir. t Eiginmaður minn og faöir okkar, INGI HARALDSSON, garðyrkjumaður, Selásí 8 A, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum aö morgni 6. júní. Magna Guðrún Magnúsdóttir, Guðrún Ingadóttir, Haraldur Elvar Ingason. + GUNNLAUGUR ÓLAFSSON, bifreiðastjóri, Keldulandi 11, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. júní kl. 10.30. Ingibjörg Jónsdóttir, Grettir Gunnlaugsson, Þuríður Ingimundardóttir, Jón Sieinar Gunnlaugsson, Kristín Pálsdóttir, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir, og barnabörn. Eiginkona mín, + MARÍA ALBERTSDÓTTIR, Uröarstíg 3, Hafnarfiröi, veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi í dag kl. 1.30 s.d. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Kristinn J. Magnússon. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, AÐALBJARGAR GUONADÓTTUR KÚLD, fyrir hönd vandamanna, Arinbjörn Kúld. Gagnfræðaskóli var haldinn á Möðruvöllum í Hörgárdal 1880—1902. Hið sama ár og skól- inn var stofnaður fæddist 12. nóvember í Ytra-Holti í Svar- faðardal sveinn sem skírður var Björn. Tvítugur að aldri fór Björn í þennan skóla og lauk þaðan prófj 1902, síðasta árið sem skólinn starfaði á staðnum. Björn varð langlífastur Möðruvellinga. Hann lést 29. maí s.l. og var til moldar borinn í gær. Margir minnast hans með aðdáun og þökk. Foreldrar Björns voru Elísabet Guðrún Björnsdóttir (1839—1900) og Jón Baldvin Runólfsson (1849—1918). Bjuggu þau lengst af á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal, og þangað fluttist Björn með þeim á þriðja aldursári. Þau Hreiðarsstaðahjón voru vinsæl og virt í Svarfaðardal, Elísabet dáð fyrir prúðmennsku, mannkærleika og margs konar gáfur, hafði t.d. afar fagra söng- rödd, en Jón bóndi greindur og athafnasamur og mikill forystu- maður í margvíslegum félagsmál- um sveitar sinnar. Var honum trúað fyrir flestu sem vanda sam- ast þótti. Björn ólst upp með foreldrum sínum og naut farkennslu að þeirrar tíðar hætti. Kom brátt í ljós að hann var ágætlega gefinn til munns og hánda, og þótti einsýnt að reyna að veita honum þá menntun sem helst var við hæfi og föng voru til. Var það fyrst að hann fór til náms í orgelleik hjá Magnúsi Einarssyni organista á Akureyri 1896 og fékk þar þá tilsögn að brátt varð hann organ- isti í Urðakirkju og leysti það starf af höndum með prýði. Sem fyrr segir, réðst hann svo til náms á Möðruvöllum alda- mótaárið og naut sín þar ágæt- lega. Var hann þó að eigin sögn að mörgu leyti illa undirbúinn, kunni t.d. ekki dönsku, en á því máli voru þá kennslubækur í sumum hinum mikilvægustu greinum. En Björn lét slíkan mótgang ekki draga úr sér kjark, heldur þvert á móti. Það var og viðkvæði hans að erfiðleik- + Eiginmaöur minn, faölr okkar, afi og bróðir, GÍSLI PÁLSSON, mólari, Stigahlíö 34, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni 8. júní kl. 3. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á hjartavernd. Svanhvít Siguröardóttir, Guóný Rósa Gísladóttir, Katrín Gísladóttir, Sif Björk Hilmarsdóttir, Ása Pálsdóttir, Ragnhiidur Pálsdóttir. + Kveöjuathöfn um HELGU SOFFÍU BJARNADÓTTUR, frá Drangsnesi, fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 8. júní kl. 13.30 Jarösett veröur frá Kapellunni á Drangsnesi laugardaginn 9. júní kl11' Jóhanna Einarsdóttir, Guóbjörg Einarsdóttir, Hallfreöur Bjarnason, Bjarnfríöur Einarsdóttir, Bjarni Guömundsson, Ingunn Einarsdóttir, Guöjón Benediktsson, Helga Bjarnadóttir, Magnús Þorbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og hluttekningu viö fráfall og jaröarför móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu okkar, KRISTINAR BJARNADÓTTUR, Hrafnistu, Pálína Guójónsdóttir, Sigurður Ágústsson, Jón Hermannsson, Inga Ruth Olsen, Hermann Hermannsson, Erla Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróöur okkar, SÆMUNDAR HALLDÓRSSONAR, Syóri-Rauöamel, Sérstakar þakkir sendum viö læknum og hjúkrunarfólki Akraness- spítala sem önnuöust hann í veikindum hans. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Guömundur Halldórsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröaför mannsins míns, fööur , tengdaföður og afa, JÓNS EINARSSONAR, Núpi V. Eyjafjöllum, Auöbjörg Siguröardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ar væru til þess að sigrast á þeim, en ekki til að kikna undir þeim. Eftir námsvistina á Möðruvöll- um hélt Björn heim til átthaga sinna og lét þá njóta menntunar sinnar. Hann gerðist farkennari og hafði gaman af að kenna, en börn löðuðust að yfirlætislausri ijúfmennsku hans. Hann vann og að jarðabótum, sjósókn og í al- mennri kaupavinnu. Lék honum hvert verk í höndum, enda í senn sterkur og hagur með yfirburðum, mikill að vexti og vallarsýn. Hinn 17. október 1905 kvæntist Björn Guðrúnu Jónsdóttur (f. 23.10. 1878, d. 19.9.1973) frá Hóls- húsum í Eyjafirði, dóttir hjón- anna þar, Þórunnar G. Sigurðar- dóttur og Jóns Jónssonar bónda. Guðrún var væn kona og vel á sig komin. Hún hafði lokið fullgildu ljósmóðurnámi hjá Jónasi Jónas- sen landlækni og fluttist út í Svarfaðardal til starfa 1903. Búskap hófu þau Björn og Guð- rún 1908 og þá á Sökku. Síðan bjuggu þau í Syðra-Holti 1909 — ’12, Ytri-Másstöðum 1912—’27 og síðast í Tjarnar- garðshorni (nú Laugahlíð) til árs- ins 1947 að þau fluttust til Akur- eyrar og áttu þar heima síðan. Lítið var bú þeirra í fyrstu og aldrei stórt, enda voru mikil um- svif þeirra á öðrum vettvangi. Guðrún gegndi ljósmóðurstörfum við ágætan orðstír, en á Björn hlóðust svipuð trúnaðarstörf, og enn meiri en faðir hans hafði gegnt. Þannig var hann hrepps- nefndarmaður lengi, og um hríð oddviti, sáttanefndarmaður, í sóknarnefnd og fræðslunefnd, for- maður nautgriparæktarfélags Svarfdæla, virðingamaður Bruna- bótafélags Islands, endurskoðandi hreppsreikninga og ýmissa stofn- ana. Var meiri hluti þessara starfa unnin endurgjaldslaust. Þá er mér kunnugt um að Björn sýslaði ýmislegt fræðakyns, vann t.d. að gerð bændatals í Svarfaðar- dal. Sé ég þá fyrir mér, afa minn og Björn, að þessu starfi og man sérstaklega eftir skrift Björns sem svo var fögur og stílhrein að ekki verður miklu lengra komist. Björn í Tjarnargarðshorni var maður ákaflega traustur og ósvik- ull. Hann var trúr byggð sinni, hugsjónum sínum og ástvinum. Hvert það starf, sem hann tók að sér, var svo vel af hendi leyst, að ekki mátti að því finna. Honum var ekki gjarnt að rasa um ráð fram og rýmdi engum úr vegi. Hina megnustu andstyggð hafði hann á flysjungshætti hvers kon- ar, fumi, óvandvirkni, sóðahætti og trassaskap. Regla og reiða var á öllu í kringum hann. Snyrti- mennska hans og þrifnaður, og þeirra hjóna beggja, er enn annál- að í Svarfaðardal. Kom það jafnt fram í stóru og smáu. Björn gat bókstaflega ekki gert nokkurn skapaöan hlut illa. í Tjarnar- garðshorni voru fornar dygðir íslensku þjóðarinnar í heiðri hafð- ar, og þótti hverjum mannbót að komast í sem nánasta snertingu við fólkið og heimilið þar. Björn og Guðrún áttu sjö börn. Þrjú hin elstu létust í frum- bernsku úr farsóttum sem menn kunnu þá ekki að lækna. Upp komust 1) Þórunn Elísabet, f. 1910, gift Sigurði Jónssyni kenn- ara og kaupmanni á Akureyri. Hjá þeim dvöldust gömlu hjónin alla tíð, eftir að þau brugðu búi, við þá umönnum sem best má verða. 2) Hallgrímur, f. 1912, efnaverkfræð- ingur í Reykjavík, kvæntur A fmœlis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu mcð góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grcin, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendihréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.