Morgunblaðið - 07.06.1979, Side 35

Morgunblaðið - 07.06.1979, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979 35 KA bæfír við sfígum !<a i.n IBV I.U KA frá Akureyri, liðið sem marg- ir urðu til þess að spá falli áður en íslandsmótið í knattspyrnu hófst í vor, virðist heldur betur ætla að hrekja þær spár. í gær- kvöldi lögðu KA-menn Vest- mannaeyinga að velli norður á Akureyri, sigruðu þá með einu merki gegn engu í líflegum leik. Knattspyrnan sem liðin sýndu í gærkvöldi var ekki rishá, enda leikið á einum lakasta velli sem um getur í sögu 1. deildar knatt- spyrnu, svonefndum Sanavelli. Völlurinn var grjótharður og grófur og því vart hægt að ætlast til að snilldarbrögð væru þar sýnd eða framin. Fyrri hálfleikurinn var lengst af afar jafn og skiptust liðin á um að sækja. Fyrsta hættulega tækifær- ið átti Gunnar Blöndal á 6. mínútu, en skot hans geigaði og Ársæll átti ekki í vandræðum með að verja. Á 31. mínútu sluppu KA-menn með skrekkinn. Gústaf Baldvinsson átti þá skot á markið, en Aðalsteini í KA-markinu tókst ekki að halda boltanum og Tómas Pálsson kom aðvífandi, skaut á markið í þverslánni og þaðan fór boltinn í stöngina og bjargað var í horn. Skömmu fyrir lok hálfleiks- ins átti Haraldur Haraldsson mið- vörður KA skot af löngu færi. Ársæll handsamaði knöttinn en rann til og inn í markið, en náði að stöðva boltann áður en hann fór allur yfir línuna, svo að Vest- mannaeyjahjörtu héldu áfram að slá óáreitt. í upphafi síðari hálfleiksins voru Vestmannaeyingarnir öllu grimmari. Besta færið átti Óskar Valtýsson á 53. mínútu, þegar hann komst einn inn fyrir vörri KA og skaut af stuttu færi, en Aðalsteinn varði mjög vel. Skömmu síðar átti Þórður Hallgrímsson hörkuskot, en yfir markið. Það var síðan á 62. mínútu, sem KA skoraði eina mark leiksins. Elmar Geirsson lék þá upp kantinn, lék á Snorra Rútsson, sendi fyrir markið, en boltinn hrökk í hönd Friðfinns Finnbogasonar og ágætur dómari leiksins, Rafn Hjaltalín, dæmdi umsvifalaust víti. Óskar Ingimundarson skoraði úr vítinu, en minnstu munaði, að Ársæli tækist að verja. Við markið varð aukin þungi í sókn Vestmannaey- inga, en varnarmenn KA, með Aðalstein markvörð í miklum ham, bjargaði ávallt. Næst skall hurð hælum á 71. mínútu, þegar KA-menn björguðu tvívegis á línu, fyrst skalla frá Ómari Jóhanns- syni og síðan frá Óskari Valtýs- syni. Baráttan sat í fyrirrúmi hjá báðum liðum, enda erfitt um vik að leika góða knattspyrnu eins og fyrr getur. í liði KA, stoð Aðal- steinn markvörður sig mjög vel og fer honum fram með hverjum leik. Þessi 18 ára piltur á án efa eftir að vekja mikla athygli. Miðverðirnir Einar Þórhallsson og Haraldur Haraldsson voru og sterkir. í liði Vestmannaeyinga bar mest á Erni Óskarssyni og Óskari Valtýssyni,.en framlína liðsins var afar dauf. Rafn Hjaltalín dæmdi leikinn og gerði það af mikilli rýði. stuttu máli: Akureyrarvöllur 1. deild KA-ÍBV l-O(O-O) Mark KA: Óskar Ingimundarson (62. mínúta) Áminning: engin Dómari: Rafn Hjaltalín —Sigb.G. Sanngjarn sigur FH FH-INGAR sigruðu Selfyssinga 3—1 á Kaplakrikavelli ( gærkveldi í leik liðanna í 2. deild. Var sigur FH-inga sanngjarn, þeir voru betri aðilinn í leiknum og sóttu öllu meira. Liðsmenn Selfoss börðust þó vel og sýndu á köflum frískan leik, en meiri brodd vantaði í sóknarleik þeirra. FII hóf leikinn af miklum krafti og skapaði sér strax góð tækifæri á tyrstu mínútum leiksins. Fyrsta markið lét heldur ekki standa á sér. A 6. mínútu tók Helgi Ragnarsson aukaspyrnu rétt utan við vítateig og gaf vel fyrir inn á Pálma Jónsson sem nikkaði boltanum laglega í netið. Pálmi skoraði aftur á 20. mfnútu hálfleiksins, eftir fyrirgjöf, Selfyssingum mistókst að hreinsa frá og boltinn barst til Pálma sem lagði vel fyrir sig og skoraði með föstu skoti. FH Selfoss w ■ I Selfyssingar áttu gott færi á 26. mínútu en hörkuskot Sumarliða fór framhjá. Rétt í lok fyrri hálfleiksins bjarga svo Selfyssingar á línu eftir mikla pressu á mark þeirra. Á 51. mínútu leiksins skora Selfyssingar sitt eina mark. Fengu þeir dæmda aukaspyrnu rétt utan vítateigsins og í stað þess að skjóta var bBltinn sendur á Sumarliða sem hafði komið sér fyrir yst í varnarveggnum og sneri hann sig laglega inn fyrir og skoraði með hörkugóðu skoti efst í markhornið. Var sérstaklega vel að þessu marki staðið hjá Selfyss- ingum. En Adam var ekki lengi í paradís, því að á 60. mínútu kemur fallegasta mark leiksins. Helgi Ragnarsson skorar þriðja mark FH með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf. Helgi tók boltann á lofti og negling hans sleikti þverslána og inn. Lið FH átti góðan leik framan af en varð fyrir því að missa mann af velli og lék einum færri síðustu 20 mínútur leiksins. Viðar Hall- dórssyni var vikið af leikvelli fyrir að sparka í aftgurendann á liggj- andi leikmanni eftir að dómarinn hafði flautað. MJög ljótt brot og óafsakanlegt hjá jafn leikreynd- um manni og Viðar er. BeStu menn FH voru þeir Janus sem nú lék á miðjunni aftur og Pálmi Jónsson sem átti stórleik í fram- línunni. Þá var Helgi sprækur og Valur. Hjá Selfossi var Sumarliði best- ur. Liðið átti mjög góða spretti í leiknum og á eflaust eftir að hala mörg stig inn í sumar, því að leikmenn eru baráttugíaðir og gefast aldrei upp. -þr. Svcrrir Brynjólísson sækir að marki Fram, Guðmundur Baldursson kemur út á móti með tilþrifum. Þróttur lyffí sér af botninum Þróttur- Fram ÞRÓTTUR krækti í sitt fyrsta stig í íslandsmótinu í knatt- spyrnu og það gegn liði sem almennt var talið að myndi bursta Þrótt, Fram. Framarar hafa sýnt góða leiki í byrjun mótsins og kom því á óvart hve hrikalega illa liðið lék gegn Þrótti í gærkvöldi. Það má með sanni segja, að ef frá eru skildar síðustu 15 mínútur lciksins, var sú knattspyrna, sem sást, öll frá Þrótti komin. Bæði liðin skoruðu eitt mark, Þróttur skoraði sitt í fyrri hálfleik, Fram í síðari hálfleik. Framarar áttu reyndar tvær góðar atlögur að marki Þróttar á fyrstu mínútunum og töldu menn það vera forsmekkinn að því sem koma skyldi. Trausti Haraldsson skaut lúmsku langskoti sem Ólaf- ur Runólfsson varði vel og Hafþór Sveinjónsson skaut hörkuskoti rétt yfir markið eftir aukaspyrnu Trausta frá vinstri. En frá 5. mínútu til 75. mínútu var hvorki haus né sporður á liði Fram og þurfti að sjá til liðsins til þess að trúa því sem fyrir augu bar. Þróttarar náðu á hinn bóginn af og til þokkalegu spili úti á vellin- um, þeir börðust grimmilega og gáfu Frömurum aldrei frið til að athafna sig. Ef framlína Þróttar hefði verið beittari hefði getað farið illa fyrir Fram. Það var á 34. mínútu, sem Þróttur náði óvænt forystunni, óvænt vegna þess að þó að þeir hafi verið snöggtum skárri, höfðu þeir fram að því engin færi skapað sér. Boltinn barst inn í vítateig Fram, þar náði honum Ársæll Kristjánsson sem var óvaldaður og afgreiddi knöttinn í netið með þrumuskoti sem Guðmundur Baldursson átti enga möguleika á að verja. Reyndar hafði Guðm- undur bjargað naumlega f.vrir utan vítateig, þegar Sverrir Brynjólfsson var kominn einn inn fyrir vörn. Fram. Rétt fyrir leik- hlé hnýttu Þróttarar saman góðri sóknarlotu, Halldór Arason komst í gott færi, en Guðmundur Bald- ursson varði meistaralega. Ýmsir hefðu kannski átt von á Framliðinu sterkara í síðari hálf- leik, eftir reiðilestur frá Hólm- berti þjálfara. svo var þó ekki í byrjun og ef halda hefði átt til haga tölu á öllum missendingum Framara, hefði þurft vasatölvu til aðstoðar. Marteinn Geirsson, sem jafnframt var besti maður Fram í leiknum, var þó einu sinni nærri því að skora snemma í hálfleikn- um. Þá kastaði hann sér á fyrir- gjöf frá hægri og skallaði þétt- ingsfast á markið. En sökum þess hve þröngt færið var, hafði Ólafur markvörður tök á að vera rétt staðsettur. Heldur fóru Framarar þó að hressast þegar líða tók að leiks- lokum og á 75. mínútu hefðu þeir átt að fá vítaspyrnu. Þá sendi Ásgeir Elíasson vel fyrir markið Stórsigur Englands ENGLENDINGAR tóku forystuna í 1. riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu með sérlega sannfærandi sigri yfir Búlgörum í Soffíu. Skoruðu Englendingar 3 mörk gegn engu, staðan í hálfleik var 1—0. Það var að venju Kevin Keegan, sem var allt í öllu hjá enska liðinu. og það var hann sem náði forystunni á 33. mínútu. Yfirburðir Englendinga voru umtalsverðir og tvö mörk á tveimur mínútum snemma í síðari hálflcik gerðu algerlega út um leikinn. Þau skoruðu Dave Watson á 54. mínútu og Peter Barnes á 55. mínútu. Staðan í riðiinum er nú þessi: England 4 3 10 12 N-írland 5 3 11 írska lýðveldið 13 1 Búlgarfa 5 Danmörk 5 1 1 0 2 4 6-5 6-5 3-9 9-13 og virtist það deginum ljósara að knötturinn fór í hönd Sverris Einarssonar. Vilhjálmur dómari sá þó ekkert athugavert og blés því ekki. Framarar æstust hins vegar við þetta og mínútu síðar varði Ólafur vel skalla Marteins af stuttu færi. Það var aðeins ein mínúta í ntarkið, há fyrirgjöf barst inn í teiginn hjá Þrótti frá hægri, Marteinn skallaöi knöttinn laglega til Péturs Orntslev sent skoraði með þrumuskoti. Þetta var sem sé á 77. mínútu og það sent eftir lifði leiks var um stór- sókn að ræða hjá Fram og að sama skapi nauðvörn hjá Þrótti. Sýndu Framarar þessar síðustu mínútur eitthvað meira í áttina við knattspyrnu heldur en fyrr í leiknum. En allt kom fyrir ekki og Þróttur lyfti sér af botninum. Lið Þróttar er mjög jafnt, enginn ber af, en allir gefa allt sem þeir eiga til. Það væri út í bláinn að tilnefna einn þar öðrum fremri. Framararnir vildu líklega gleyma leiknunt sem fyrst, aðeins Marteinn og Guðmundur ntark- vörður stóðu sig vel, Rafn átti góða kafla, aðrir léku langt undir getu. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild Laugardals- völlur Þróttur — Fram 1 — 1 (1—0) Mark Þróttar: Ársæll Kristjánsson (34. ntín). Mark Fram: Pétur Ormslev (77. mín). Gul spjöld: Ársæll Kristjánsson Þrótti. Áhorfendur: 649 Dóntari: Vilhjálntur Þór Vilhjálmsson. - KK- STAÐAN Staðan í 1. doild or nú þossi: Þróttur — Fram 1—1 KA - ÍBV 1 -0 IA 3 2 10 6-3 5 ÍBK 3 1 2 0 4-0 4 Valur 3 1 2 0 5-2 4 Fram 3 12 0 5-3 1 KA 3 2 0 1 6—4 1 ÍBV 3 111 2-1 3 KR 3 111 3-4 3 Víkingur 3 10 2 3-8 2 Þróttur 3 0 10 2-4 2 Haukar 3 0 0 3 1-7 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.