Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979 17 Manneskjulegasta lyftan íbœnum Jóhanna Sveinsdóttir í Eimskipafélagslyftunni. Ljósmund Mbl. Kristján. • Þessar tvær heimilislegu, stúlkan sem heitir Jóhanna Sveinsdóttir og lyftan sem hún stendur í, eru hluti af starfsliði Eimskipafélags íslands. Stúlkan er kornung og heldur fullum takti en lyftan er aðeins farin að gefa sig, enda módel 1921 og líklega elzta starfandi lyftan á landinu. Hún gengur alltaf eins og maður segir en misjafnlega þó því hún er dyntótt og stundum fer hún hægt, stundum hratt og stundum leyfir hún sér að pústa stundarkorn eins og sumir aðrir á fimmtugusta og áttunda aldursári. Þetta er líka sérstæð lyfta að því leyti miðað við búnað nútímans, að maður sér út úr henni til allra átta og getur þannig fylgst með því sem er að gerast á upp og niðurleið um stiga húsins. Jóhanna sagði að vegna sérstaklega góðra kynna af lyftunni þá ferðaðist hún með henni þótt hún færi yfirleitt ekki leiðar sinnar í lyftum. Og svona til þess að gefa aðeins nánari upplýsingar um Jóhönnu þá stundar hún nám í Söngskólanum í Reykjavík. STÆLT& STOLIÐ Lið varaforsetans með 90 herbergi ÞEGAR Mondale varaforseti Bandaríkjanna heimsótti ísland fyrir skömmu fylgdi honum frítt föruneyti og má segja að liðið hafi lagt undir sig Hótel Sögu því alls hafði lið varaforsetans 90 herbergi af 106 í hótelinu. Samkvæmt upplýsingum Konráðs Guðmundssonar hótelstjóra á Hótel Sögu gisti fólkið þrjá til sjö daga, en hann kvaðst hafa heyrt að kostnaðurinn við gistingu hérlendis hefði verið helmingi minni en á öðrum Norðurlöndum. Kristín, Guömundur og Yrsa Björt í samlestri. veiöistílinn. Siguröur Karlsson og Sigurður Skúlason æfa HELGARVIÐTALIÐ HAFIN er kvikmyndun íslenzkrar kvikmyndar á breiöfilmu í fullri lengd og lit fyir kvikmyndahús, Þ.e. 90 mínútna mynd. Heitir hún Veiðiferöin og hefur Andrés Indriöason samiö handritiö. Andrés leikstýrir jafnframt myndinni, Gísli Gestsson er kvikmyndatökumaöur og Jón Kjartansson er hljóöupptökumaður. Vinna viö kvikmyndunina er hafin og er áætlaö aö myndin veröi tilbúin í árslok. Veiðiferö hlaut 5 millj. kr. styrk úr Kvikmyndasjóöi Islands, en tvær aörar íslenzkar kvikmyndir, Land og synir og Óöal feðranna, fengu einnig 5 millj. kr. styrk. Áætlaður kostnaöur viö kvikmyndun Veiöiferðarinnar er 30 millj. kr. Viö ræddum viö Andrés Indriðason um gang mála. Veiðitúr á breið- filmu í bíólengd — Verkefniö? —Þessi hugmynd er búin aö vera lengi í kollinum á okkur Gísla Gestssyni, en þaö var ekki fyrr en meö tilkomu Kvikmynda- sjóös og styrkveitingu til okkar úr honum að viö afréðum aö láta til skarar skríöa. Myndin heitir Veiöiferö og geríst öll á Þingvöil- um á einum degi. — Er tyrirtæki i bak viö kvikmyndunina? Nei, þetta erum bara viö þrír og aörir, sem vinna aö þessu, eru vinir og vandamenn. Þetta er mynd sem er gerö með börn í huga og þaö eru börn í stórum hlutverkum auk eldra fólks og viö reiknum meö aö fullorönir geti einnig haft gaman af þessari mynd. — Þráðurinn í myndinni? — Þaö eru ýmsir sem leggja leiö sína til Þingvalla þennan dag og það er fylgst meö nokkrum þeirra m.a. fjölskyldu, hjónum meö tvö börn ásamt veiöifélaga og sjö ára dóttur hans. Meöan hjónin sinna sínum hugöarefnum rata börnin í óvænt ævintýri og ævintýri þeirra veröa rauöi þráö- urinn í myndinni þar sem margir koma viö sögu. Viö vonum aö þetta veröi spennandi mynd. — Leikararnir? — Þaö eru bæöi atvínnuleik- arar og áhugaleikarar og sumt af fólkinu hefur aldrei leikiö áöur. Með hlutverk barnanna fara Kristín Björgvínsdóttir 12 ára og Guömundur Klemensson 9 ára en Yrsa Björt Löve 7 ára fer einnig meö stórt hlutverk. Meöal leikara má nefna Sigríöi Þor- valdsdóttur og Sigurö Karlsson en þau leika hjónin, Sigurö Skúlason sem leikur veiöifélag- ann og í öörum hlutverkum eru Pétur Einarsson, Róbert Arn- finnsson, Guörún Þ. Stephensen, Árni Ibsen og fleiri, en alls leika um 30 í myndinni. Andrós Indriðason höfundur og leikstjóri Veiöitúrsins og Gísli Gestsson kvikmyndatökumaður í hinni nýju vinnustofu Kots. húsi kvikmyndageröarinnar Víö- sjár aö Skipholti 31. Þar veröur hljóötökusalur, klipping og fleira, en rekstraraöili vinnustofunnar verður kvikmyndageröin Kot h.f. sem 16 kvikmyndageröarmenn standa aö. Viö höfum notiö velvildar og skilnings viö undír- búning myndarinnar og þaö hef- ur styrkt okkur í þeirri trú aö þetta geti oröiö aö veruleika. Um 30 ár munu liöin síðan gerðar voru kvikmyndirnar Síö- asti bærinn í dalnum og Gilitrutt, en báðar voru ætlaðar fyrlr börn og fulloröna og þaö voru þeir Óskar Gíslason og Ásgeír Long sem kvikmynduöu þær. — Hvar fer tæknivinnan fram? — Myndin veröur algjörlega unnin hér, klippt og hljóösett og fer tæknivinnan fram f vinnustofu sem er aö komast í gang í nýju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.