Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979 2 7 Samtal við Guðmund Jakobsson íÆgis- útgáfunni um þetta mikla verk hans Tók þrjú ár aö taka saman 1900 manna Skipstjóra-og stýrimannatal Guðmundur Jakobsson Ásgeir Jakobsson Gils Guðmundsson Bárður J. Jakobsson Guðmundur H. Oddsson ÁHUGI fólks hér á landi fyrir persónusögu eða æviskráningu af ýmsu tagi t.d. bókum eins og lögfræðingatali, prestatali eða kennaratali, svo dæmi séu tekin, er mjög almennur. — Hér á landi er nú til þó nokkur fjöldi slíkra heimildarrita. — Mun óhætt að fullyrða að fyrsta ísl. bókin á þessu sviði, bók Brynleifs Tobías- sonar yfirkennara við MA, hafi markað tfmamót í þessum per- sónu-bókmenntum eða hvaða nafn nota á yfir þessa bókaút- gáfu. Fyrir skömmu var hleypt af stokkunum einu slíku verki. — Er það „Skipstjóra og stýri- mannatai“ sem Guðmundur Jakobsson bókaútgefandi í Ægis- útgáfunni ber veg og vanda af. — Var Guðmundur sjálfur sjómaður um langt árabil. í þessu sjó- mannatali eru nöfn rúmlega 1900 skipstjórnarmanna íslenzkra. í hverju hinna þriggja binda þessa verks er ein sjálfstæð rit- gerð, sem segja má að falli að efninu. — Þannig skrifar Gils Guðmundsson alþingismaður í fyrsta bindið um sjómannafræðsl- una hér á landi. í annað bindið skrifar Ásgeir Jakobsson ágrip af fiskveiðiannál íslands. — Þriðja ritgerðin, í 3. bindinu, er eftir Bárð Jakobsson hæstaréttarlög- mann og er það ágrip af ísl. siglingasögu. Guðmundur Jakobs- son skrifar formálsorð í fyrsta bindið. Loks er þess að geta að í þriðja bindinu, en alls er verkið rúmlega 900 síður, er að finna nemendaskrá Stýrimannaskóla ís- lands frá upphafi vega til og með árinu 1976. „Útgáfa þessa rits kom fyrst til orða milli okkar nafnanna 1975, en hvor okkar orðaði það fyrst man ég ekki lengur, en hitt er víst, að Guðmundur H. Oddsson hafði fyrir áratug reifað þessa hugmynd í félagi sínu, Skipstjórafélaginu Öldunni. Guðmundur hefur sem kunnugt er verið framámaður í félagsmálum sjómanna í fjóra áratugi eða vel það, verið einn af aðalforystumönnum í byggingu Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna, í útgáfustjórn sjómanna- blaðsins Víkings, ritstjóri Sjó- mannadagsblaðsins, setið í Verð- lagsráði og fleira mætti upp telja. Með þessum orðum hófst samtal Mbl. við Guðmund um þetta yfir- gripsmikla sjómannatal hans. Og Guðmundur heldur áfram: Sjálfur hef ég fengizt við bóka- útgáfu um aldarfjórðungsskeið, og gefið út yfir 30 bækur um sjómenn og sjómennsku, reyndar tekið saman sjálfur að mestu 5 binda verk, ekki með öllu óskylt því sem hér um ræðir, þar sem er „Menn- irnir í brúnni“. Segja má að við Guðmundur H. höfum verið tengdir sjómanna- stéttinni í útgáfustarfi en auk þess báðir sjómenn framan af ævi og þekktum all-mikið til þessarar stéttar og tæpast of mælt áhuga- menn um málefni sjómanna.“ — Kom ykkur ekki í hug að fá einhvern fræðimann til að vinna þetta verk? „Nei, ég minnist þess ekki, að það kæmi til álita. Við gerðum okkur báðir ljóst að náin kynni af sjómannastéttinni væri alger for- senda fyrir vinnslu verksins, fræðimennska myndi ekki nýtast okkur. Hinsvegar gerði ég mér ekki ljóst, þegar ég hóf verkið, hversu umfangsmikið það yrði og hversu mjög öll gerð þess mæddi á mér.“ — Á að skilja þetta svo, að þú afir í raun og veru ekki vitað í hvað þú varst að. ráðast? „Já, að nokkru leyti er það mála sannast. Og má segja að það hafi stafað að nokkru leyti af misskiln- ingi. Nafni orðaði það að vísu oft, að ég ætti mikið verk fyrir hönd- um, en einhvern veginn komst það ekki fyllilega inn í höfuðið á mér, að hann ætlaðist til að við stæðum saman að gagnasöfnun og fjár- mögnun, en ég sæi síðan um að vinna úr textunum, sem okkur bærust, að öllu leyti, og sjá um útlit og alla gerð. — Hvernig höguðuð þið gagna- söfnun? Hún hlýtur að hafa verið óhemju mikið verk? „Gagnasöfnunin gerðist með ýmsum hætti og þar kom nú kunnugleiki og félagsleg aðstaða Guðmundar nafna míns að ómetanlegum notum. Skipstjóra- félagið Aldan sendi út eyðublöð á sínu félagssvæði, sem nær yfir Reykjavík, Hafnarfjörð og Snæ- fellsnes og fleiri félög eru innan vébanda Öldunnar. Skipstjóra- félag Norðlendinga sendi blöð til útfyllingar um allt Norðurland. Guðmundur H. Oddsson neytti svo sinna persónulegu kynna af skip- stjórum og sendi fjölda manna gögn, auk þess safnaði hann í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Saman fórum við svo til Akraness, og þar var eins og víðar mikill „móralskur" styrkur af nafna mínum, sem allir könn- uðust við, flestir persónulega. Ég fór aftur á móti til Keflavíkur, Sandgerðis, Grindavíkur, í Garð, Vestmannaeyjar og um alla Aust- firði og Vestfirði. Á ísafirði vil ég sérstaklega geta sem hjálparhellu Sturlu Halldórsson, hann sá um ísafjörð og gat stuðst að nokkru við óprentað rit, sem Bárður Jakobsson hafði tekið saman fyrir skipstjórafélagið Bylgjuna á ísa- firði. Það tók mikinn tíma að ferðast um alla þessa staði, leita uppi menn og taka af þeim skýrsl- ur. Því er ekki að neita, að ég var í stöðugu kapphlaupi við tímann, því að ég rek eins og ég hef nefnt, bókaútgáfu, sem þurfti einnig að sinna. Svo varð mér brátt ljóst, að ætti verkið einhvern tímann að komast út, yrði að hafa hraðann á. Nú er þess að geta, að auk allrar þessarar gagnasöfnunar naut ég bókarinnar „Skipstjórar og skip“ Jóns skipstjóra Eiríkssonar, sem er hin merkasta bók en tekur aðeins til farmanna, og svo notaði ég auðvitað íslenzkar æviskrár I-VI til 1965 (P.E.Ó. og Jón Guðnason), bók Brynleifs Tobías- sonar „Hver er maðurinn I—II“, Sjómannasögu Vilhjálms Þ. Gísla- sonar, íslenska samtíðarmenn I—III Jóns Guðnasonar og Péturs Haraldssonar, Skútuöldina eftir Gils Guðmundsson, sjómanna- blaðið Víkinginn og ýmsar ævisög- ur sjómanna og önnur prentuð gögn, sem of langt er upp að telja. En þess finnst mér rétt að geta, að í prentuðum æviskrám, þótt stórmerkar séu, er mjög lítið^etið sjómanna, þær voru oft miðaðar við opinbera embættismenn og aðra slíka sem nafnfrægir voru fyrir ýmis önnur verk en sjó- mennsku, þær voru flestar unnar úr gögnum sem tiltæk voru á söfnum eða í ýmsum gerningum. Gagnasöfnun okkar nafnanna varð því, eins og fram hefur komið, með allt öðrum hætti. Okkur dugði ekki að setjast inn á safn og grúska þar í plöggum. Okkur dugði heldur ekki að senda út skýrslur, einvörðungu, sjómenn eru oft svaratregir um sína hagi, og það varð að hitta þá marga að máli.“ — Varð þér þetta ekki erfitt ásamt því að annast útgáfu Ægis- útgáfunnar á öðrum bókum? „Jú, vissulega, en það varð einfaldlega ekki aftur snúið. Upp- haflega var gert ráð fyrir svo sem einu bindi, en þrátt fyrir slæmar heimtur varð þessi raunin. Aug- ljóst er að þörf er á viðbótarbindi, og vonandi verður þess ekki langt að bíða að það verði samansett og þá fyllt í verstu skörðin og leiðrétt það sem ranglega er með farið í þessum þrem.“ — Heldurðu að það séu veruleg brögð af misfellum? „Því miður er ég hræddur um að svo sé og á sér ýmsar orsakir. Mörg handrit voru mjög slæm, illlæsileg og auðvelt að mislesa, heimildum ber víða ekki saman. Vangá ýmiss konar frá minni hálfu og fleira mætti telja. Ég er samt að vona að ekki sé verr farið en svo að haldist í hendur heiður- inn og skömmin og víst er að ég gerði mitt besta og viljandi særði ég engan eða móðgaði. En ég vil ítreka að mér er mikil nauðsyn að menn sendi mér leiðréttingar bréflega svo ekki fari milli mála.“ — Þér kom þó aldrei í hug að gefast upp? „Nei, þess minnist ég ekki. Að vísu verða allir meira og minn^ smáir gagnvart viðfangsefni sínu ef það er nokkurs vert og dýrmætt að þekkja sín takmörk, en ég lét samt aldrei hugfallast og taldi og tel enn að betur hafi verið „af stað farið en heima setið" og allavega sé þó hægra að styðja en reisa. — Ertu svo yfirleitt ánægður með það verk sem hér liggur fyrir? „Ja, nú veit ég ekki hverju svara skal. Að sumu leyti finnst mér nokkurs um vert og til þess hafi aldrei efni staðið að svo yrði sem er, hvað þá betra. Á hinn bóginn er ég ekki hreykinn af mistökun- um sem orðið hafa og hægt hefði verið að komast hjá. Ég þekki raunar ekki til þess að unnt sé að ljúka svona verki án þess að gera sér ljóst, að endalaust má um bæta. Auk -þess sló ég botninn í vitandi að mikið var enn ógert, einfaldlega vegna þess að ég fann mig ekki mann til að hafa meira í takinu í senn, og fyrnast mundi um of það sem fyrst var tekið.“ — Voru aldrei vangaveltur um hverja skyldi taka í ritið? „Að sjálfsögðu var það mikið matsatriði. Ef sú stefna hefði verið tekin að taka eingöngu menn með próf frá Stýrimannaskólan- um hefði málið verið einfalt, en frá minni hlið kom það aldrei til greina, en það mál er að nokkru skýrt í inngangsorðum bókanna og ekki ástæða til að fjölyrða um það hér. — Hefurðu nokkuð hlerað um viðhorf almennt til bókanna? „Já, því er ekki að neita. Yfir- leitt virðist mér þeim vel tekið og þykja að minnsta kosti lofsvert framtak. Auðvitað hef ég fengið smáhnútur fyrir ýmiss konar mis- tök, en síst meiri en ég bjóst við. Mér er fyrir mestu að hafa rétt nokkuð hlut skipstjórnarmanna, sem hafa svo til alveg verið snið- gengnir í æviskrám, eins og áður segir. Ég hef alltaf litið svo á, að þeir væru okkar dýrmætustu menn, ásamt raunar öllum sjó- mönnum, því þótt skipstjórar séu einskonar lykilmenn í stéttinni verður lítið aðhafst ef hinna óbreyttu liðsmanna nýtur ekki.“ — Eitthvað sem þú vildir segja að lokum? „Ég minntist í upphafi á sam- band okkar Guðmundar H. Odds- sonar, en held að ekki hafi komið skýrt í ljós að við erum sameign- ar- og samstarfsmenn að þessu verki. Ekki hefur skugga borið á okkar samstarf, þótt ég hefði vissulega kosið að hann hefði haft tíma og tækifæri til meiri afskipta af handriti og allri gerð þessa verks. Ólíklegt er aö ég hefði ráðist í þetta án hans tilverknaðar enda kynni hans og vinsældir í samtökum sjómanna okkur ómetanlegur styrkur. Hvgg ég ekki ofmælt að þetta rit hefði ekki orðið til í bráð a.m.k. ef við hefðum ekki tekið höndum saman. Margir eru ónefndir sem hafa lagt okkur lið og greitt fyrir með ýmsu móti og þeim færi eg öllum bestu þakkir. — Og brátt verður hafist handa með söfnun í IV bindi og vænti ég þess að allir sem send verða gögn til útfyllingar bregðist nú fljótt við, svo og ekkjur og afkomendur skipstjórnarmanna, og aðrir þeir sem vilja koma einhverju slíku á framfæri" sagði Guðmundur Jakobsson".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.