Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinason. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstrœti 6, sími 10100. Aðalstrsati 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. ' lausasölu 150 kr. eintakið. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingaatjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiðsla Þá yrði léttara yfir mönnum Þótt senn séu sólstöður, er haustgeigur í mönnum. Þeim lízt ekki á útlitið framundan og finna, að fátt er til bjargar, þegar stefnuna vantar. Viðbrigðin eru líka snögg. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tókst að vísu ekki að koma verðbólgunni niður til frambúðar, en hún reisti efnahaginn við. Þegar hún fór frá, var atvinnuöryggi í landinu og lífskjör batnandi, eins og æ fleiri eru farnir að gera sér grein fyrir. Nú er þessu öfugt farið. Það er borðleggjandi, að lífskjörin eiga eftir að versna verulega, enda út frá því gengið af stjórnvöldum. Atvinnureksturinn heldur áfram að dragast saman og atvinnuleysisvofan er komin á stjá. Það er mat Svavars Gestssonar viðskiptaráðherra að hér hafi skapazt „viðvarandi kreppuástand“ og hann óttast, að það muni koma harkalega niður á launafólki. Það er vissulega rétt, að þjóðarbúið hefur orðið fyrir þungum áföllum, þar sem eru olíuhækkanirnar. En þá reynir líka á, að ríkisstjórnin hafi úrræði og kjark til að beita þeim. En því er hvorugu til að dreifa. í sjö vikur hafa sumir ráðherra talað um að grípa inn í farmannaverkfallið, en ekkert verið gert. í verki hefur vinstri stjórnin viðurkennt þá stefnu Sjálfstæðis- flokksins, að frjálsir samningar skuli ráða á vinnu- markaðnum. Olíusamningarnir við Sovétríkin eru í senn ósanngjarnir og óhagstæðir, eins og nú er komið, en viðskiptaráðherra sér ekki ástæðu til að hreyfa málinu. Rekstrargrundvöllur er enginn til, hvorki fyrir útgerð né fiskvinnslu, ekkert hefur verið gert í málefnum landbúnaðarins og þannig mætti áfram telja. Allt er þetta látið danka. Ráðherrarnir gefa í bezta falli persónulegt álit sitt, en um stefnumörkun ríkisstjórnarinnar allrar er aldrei að ræða um neitt, sem máli skiptir. Fólkið í landinu finnur sárt til þess, að forystuna skortir. Það er reiðubúið að leggja á sig fórnir til þess að yfirstíga erfiðleikana og koma verðbólgunni niður og það er búið að skerða kjör þess verulega. En það sættir sig ekki við, að fórnirnar verði til einskis, af því aö landsstjórnin fer í handaskolum. Það er orðið viðkvæði æ fleiri manna, að samsteypu- stjórnir hafi gengið sér til húðar. Þessi vinstri stjórn, sem er hin þriðja í röðinni, er verst. Og ekki hefur vond stjórn borgarmála Reykjavíkur bætt úr skák. Menn eru hins vegar ekki trúaðir á að ríkisstjórnin hafi manndóm í sér til þess að segja af sér í bráð, af því að hún veit ekkert verra en kosningar eiris og á stendur. Steingrímur Hermannsson tyggur það ofan í flokks- menn sína að verkin tali. Það er áminning hans til þeirra um að hafa hægt um sig í bili, því að mest bæri á vesaldómi og óheilindum, ef handaverk ríkisstjórnar- innar mættu tala. Hins vegar reyna stjórnarflokkarnir þrír, hver í kapp við annan, að koma sér upp „máli“, ef til kosninga drægi samt sem áður. Eins og á stendur er ekki undarlegt, þótt haustgeigur sé í mönnum um hásumarið. En það yrði á einu andartaki léttara yfir öllum á þeirri stundu, sem ríkisstjórnin færi frá. Þá snerist baráttan heldur ekki um það, að enn ein samsteypustjórnin tæki við. Þá myndi þjóðin gera það upp við sig, hvort hún vill meirihlutastjórn eins flokks. í fyrsta skipti frá lýðveldisstofnun eru nú pólitískar forsendur fyrir því, að það geti gerzt. ☆ Sait II, hinn nýi samningur um takmörkun kjarnorkuvopna sýnir aö sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna mótast hvort tveggja í senn al samstaríi og árekstrum. Það er von bandarísku stjórnar- innar aö samningurinn muni bæði auðvelda iausn alvarlegra ágrein- ingsmála og draga úr kjarnorku- vopnakapphlaupinu. En Carter torseti heíur neitað að tengja Salt-samninginn öðrum vandamál- um og helur sagt að samkomulag verði að takast um nýjan kjarn- orkuvopnasamning þrátt fyrir spennu á öðrum sviðum. Þar með haía risaveldin bæði tylgt stelnu sem gæti magnað núverandi ágreining þeirra og valdið spennu á mikilvægum svæð- um I heiminum. Carter forseti hetur sagt að ef öldungadeildin neitaði að staðfesta Salt II gæti það orðið Ijandsamlegum sovézkum forystumönnum hvatning til að hleypa af stað nýju köldu stríöi. Samningaumleitanirnar um Salt II virðast hafa leitt tii þess að almenn samskipti Bandarfkjanna' og Sovétríkjanna hafi batnað Iftið eitt. En aðalástæðan fyrir batnandi samskiptum virðist sú, að báðir aðilar hafa viljað skapa andrúms- loft, sem gerði þeim kleift að komast að samkomulagi. Byrjunin Upphaflegar tillögur Bandaríkja- stjórnar um Salt II voru lagðar fram í janúar 1973, en viðurkennt Brezhnev Rússar svöruðu með tillögu um, að staðið yrði við ákvæði í Salt I þess efnis að samningsaðilar skyldu ráða yfir jafnmörgum eldflauga- skotpöllum. Þarna var skortur á jafnræði og hann var Rússum í vil, því að eldflaugar þeirra voru ekki eins tæknilega fullkomnar og þær bandarísku. Rússar vildu einnig, að engar takmarkanir yrðu settar á beitingu MIRV-eldflauga og þeir vildu að í heildartölunni væri gert ráð fyrir bandarískum vopnakerfum í Evrópu og kjarnorkuvopnum bandalags- þjóða Bandaríkjamanna, Frakka og Breta. Vladivostok Um það bil einu og hálfu ári síðar, í júlí 1974, undirrituðu samningsað- ilar viðbót við Salt I, þar sem ráð var fyrir því gert að hvor þeirra réði yfir einu gagneldflaugakerfi í stað tveggja. Og það varð að samkomu- menn fyrst til, að ný Back- fire-sprengjuflugvél Rússa yrði meðtalin í samningnum. Back- fire-sprengjuflugvélin er aðeins í meðalLagi langfleyg, en í vissum tilfellum gæti hún komizt til Banda- ríkjanna og lent á Kúbu. Rússar höfnuðu þessari tillögu Bandaríkja- manna. Rússar sögðu jafnframt, að þeir teldu hina nýju stýrisflaug (cruise missile) Bandaríkjamanna flugvéla- eldflaug og heyra þar með undir 2,400 mörkin, sem samkomulag varð um í Vladivostok. Bandaríkjamenn hyggjast koma fyrir allt að 20 stýrisflaugum í B-52 sprengjuflug- vélum sínum og vísa staðhæfingum Rússa um flaugina á bug. Stýris- flaugarnar eru knúnar þotuhreyfli og eins og litlar mannlausar flugvél- ar, sem hægt er að skjóta frá móðurflugvélum eins og B-52 eða skipum, kafbátum og herstöðvum. Þær geta borið kjarnaodda á 500 mílna hraða á klukkustund um það bil 1,550 mílna vegalengd. Banda- ríkjamenn segja, að Vladi- vostok-samningurinn nái aðeins til eldflauga, ekki stýrisflauga. Ósamkomulag um þetta ágrein- ingsefni tafði samningaviðræður allt árið 1975. í janúar 1975 gerðu Bandaríkja- menn tillögu um sérstakt fimm ára uppkast um takmörkun á fjölda sovézkra Backfire-sprengjuflugvéla við töluna 275. Tillögunni var hafn- að. Bandaríkjamenn lögðu þá til, að ágreiningurinn um stýrisflaugarnar yrði leystur þannig, að hver sprengjuflugvél búin stýrisflaugum yrði talin samkvæmt ákvæðinu um hámark MIRV-flauga. Henry Kissinger utanríkisráðherra sagði, að samningurinn væri nánast full- gerður. En í febrúar kom Backfire-vanda- málið í veg fyrir samkomulag. Það sem eftir var ársins 1976 gekk II sar nánast hvorki né rak í Salt-viðræð- unum meðan Ford-stjórnin barðist fyrir endurkosningu. Tveir kostir í marz 1977 tók stjórn Carters forseta til við samningaviðræðurn- ar. Cyrus Vance utanríkisráðherra fór til Moskvu og gerði Rússum grein fyrir tveimur valkostum. Annar kosturinn var róttækur niðurskurður, þannig að mörkin sem samkomulag varð um í Vladi- vostok yrðu lækkuð um rúmlega 500. Samkvæmt tillögunni yrði einkum mikil fækkun á eldflaugum Rússa á landi, en eldflaugar í bandarískum kafbátum yrðu látnar liggja milli hluta. Hinn kosturinn var sá, að náð yrði skjótu samkomulagi er byggð- ist á Vladivostok-samningnum, en þannig að samkomulag yrði um að tilraun yrði gerð síðar til þess að semja bæði um stýrisflaugarnar og Backfire-sprengj uflugvélarnar. Rússar höfnuðu báðum þessum tillögum. En einn liður í niðurskurð- artillögum Carters hélt velli: sam- komulag um að Backfire-sprengju- flugvélarnar yrðu ekki taldar með í nýja sáttmálanum. Um þær verður fjallað í sérstöku bréfi undirrituðu af Brezhnev, þar sem Rússar munu fallast á að tefla þeim ekki fram nálægt Bandaríkjunum og auka ekki framleiðslu þeirra. í maí 1977 gerði Vance nýja tilraun. Samningsaðilar urðu ásátt- ir um að fjallað yrði um takmarkan- ir á framleiðslu nýrra eldflauga í sérstöku þriggja ára uppkasti og ekki í sáttmálanum sjálfum. En samningsuppkastið yrði alveg eins bindandi. Samningurinn fór að taka á sig núverandi mynd í september 1977. Bandaríkjamenn samþykktu að telja sprengjuflugvélar vopnaðar stýriseldflaugum samkvæmt ákvæðinu um hámark MIRV-eld- flauga. Samningsaðilar urðu ásáttir um neðri mörk, sem skyldu miðast við töluna 1,200 fyrir MIRV-flaugar og töluna 820 fyrir MIRV-flaugar með bækistöð á landi. í janúar 1978 samþykktu Rússar Sovézkur kafbátur lagi að Salt II skyldi ekki gilda til tíu ára heldur í óákveðinn tíma. í nóvember 1974 náðist síðan meiriháttar árangur í þessum samningaumleitunum. Rússar sam- þykktu, að samningsaðilar skyldu ráða yfir jafnmörgum langdrægum eldflaugum og sprengjuflugvélum og fjöldi þeirra yrði takmarkaður við töluna 2.400 fyrir hvorn aðila. Þessi tala var tiltölulega há, en í staðinn samþykktu Rússar að um það bil 500 sprengjuflugvélar Bandaríkjamanna í Evrópu yrðu ekki taldar með. Nú gáfu Bandaríkjamenn upp alla von um að koma mætti í veg fyrir að Rússar hæfu framleiðslu í MIRV-eldflaugum. Samningsaðilar urðu ásáttir um svokölluð neðri mörk, sem miðast við töluna 1.320 fyrir hvorn aðila. Rússum yrði leyft að ráða yfir 308 mjög þungum eldflaugum, annað hvort gömlum af gerðinni SS-9 eða nýrri eldflaugum af gerðinni SS-18. Bandaríkjamenn hafa aldrei framleitt þunga eldflaug og þeim yrði ekki leyft að gera það. Gerald R. Ford forseti og Leonid Brezhnev undirrituðu þetta sam- komulag í Vladivostok og menn voru vongóðir um að gerð nýs sáttmála yrði fljótt lokið. En ný vandamál skutu bráðlega upp kollinum. Backfire ____& 1 janúar 1975 lögðu Bandaríkja- Cruise var í Washington þá að þær hefðu aðeins verið „byrjunarleikur". í tillögunum var ráð fyrir því gert að fyrst yrði framleiðsla á eldflaugum búnum mörgum kjarnaoddum, sem má miða á mörg mismunandi skot- mörk fjarri hverjum öðrum, MIRV. Þá höfðu Bandaríkjamenn þegar tekið slík vopn í notkun og Rússar voru nýbyrjaðir á tilraunum með þau, svo að tillagan hefði orðið til þess, ef hún hefði verið samþykkt, að Bandaríkjamenn hefðu haldið yfirburðum sínum um langt skeið. Samkvæmt tillögu Bandaríkja- manna var líka gert ráð fyrir því, að hvor aðili um sig hefði yfir að ráða jafnmörgum skotpöllum fyrir lang- drægar eldflaugar, svo og sprengju- flugvélar, eða 2.350 alls. Jafnframt var lagt til að engar takmarkanir yrðu settar á bandarískar sprengju- flugvélar og eldflaugar í Evrópu, jafnvel þótt hægt væri að hæfa sovézk skotmörk með mörgum Eldflaug á Rauða torginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.