Morgunblaðið - 16.06.1979, Side 21

Morgunblaðið - 16.06.1979, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979 21 Carter síðan algert bann við hinni nýju hreyfanlegu SS-16 eldflaug þeirra. I marz 1978 náðist samkomulag um óljósar reglur um hvernig ekki megi fara í kring um samninga þjóðanna og Bandaríkjamenn héldu því fram að þessar reglur mundu ekki torvelda samstarf þeirra við bandalagsþjóðirnar í NATO. Samningsaðilar urðu einnig ásáttir um, að á samningstímanum skyldi hvor aðili fá að koma sér upp einni nýrri gerð eldflauga sem draga milli heimsálfa, ICBM: Lokasamkomulag Samningsaðilar náðu síðan í októ- ber 1978 endanlegu samkomulagi um takmörkun á fjölda kjarnaodda, sem eldflaugar þeirra eru búnar. I eldflaugum í stöðvum á landi eiga þeir að takmarkast við töluna 10, ef miðaða er við SS-18 flaugar Rússa. í eldflaugum í kafbátum takmarkast svokallaðrar slökunar hófst hafa samskiptin oft komizt í haettu, þar sem ýmislegt hefur orðið til þess að spilla andrúmsloftinu. En nokkuð hefur miðað í þá átt að undanförnu að bæta andrúmsloftið vegna sam- komulagsins um Salt II. Carter forseti hefur til dæmis dregið úr gagnrýni sinni á frammi- stöðu Rússa í mannréttindamálum. Nýlega voru höfð skipti á fimm sovézkum andófsmönnum, sem hafa setið í fangelsi, og tveimur rúss- neskum njósnurum, sem höfðu verið dæmdir í Bandaríkjunum. Jafn- framt hefur sovétstjórnin dregið úr hömlum á brottflutningi Gyðinga. Rússar ákváðu að veita þegnunum aukið frelsi til þess að flytjast úr landi í von um að fá ívilnanir hjá Bandaríkjamönnum í viðskiptum, að því er ýmsir halda fram, en bandaríska stjórnin hefur fagnað þessu. Carter hefur lýst þeirri von ^inni, að Rússar fái þessar tilslak- anir, svokallaðar forgangsaðstöðu, á sama hátt og Kínverjar. Tortryggni Það sem aðallega veldur erfiðleik- um í sambúð Bandaríkjamanna og Rússa eru ráðstafanir sovézku stjórnarinnar til þess að treysta stöðu sína meðfram landamærunum í Evrópu og Asíu og á austurhorni Afríku — svæði, sem einn helzti ráðunautur Carters forseta hefur kallað „spennubogann." Bandaríkja- menn hafa harðlega gagnrýnt Rússa fyrir að hafa gegnt úrslitahlutverki nbúðina? Nýi SALT- samningurinn getur bætt sam- búð risa- veldanna Síðan Riehard Nixon forseti fór til Moskvu 1972 og núverandi tímabil Minuteman-eldflaug í stjórnarbyltingunni í Afghanistan í apríl, hernaðaríhlutun þeirra í Afríku, beitingu þeirra á kúbönsku herliði þar og tilraunir þeirra til að hagnazt á ástandinu í íran. Rússar eru enn þeirrar skoðunar, að Bandaríkjamenn reyni að ein- angra þá og styðji ógnanir við sovézka hagsmuni um allan heim — allt frá Nato-löndunum í vestri til Kína. Rússar hafa sérstaklega mikl- ar áhyggjur af vaxandi vináttu Bandaríkjamanna og Kínverja. Leonid Brezhnev forseti sagði á sínum tíma, að það væri stórhættu- leg ævintýrastefna að reyna að nota Peking-stjórnina sem tæki til að beita þrýstingi og að með því væri verið að leika sér að eldi. En Bandaríkjamenn hafa harð- lega neitað því, að þeir beiti Kín- verjum sem verkfæri gegn Rússum og hafa sagt að þeir vilji góð samskipti við bæði ríkin. Ráðunaut- ur Carters forseta í þjóðaröryggis- málum, Zbigniew Brzezinski, út- skýrði afstöðu Bandaríkjastjórnar í vor, þegar hann sagði að Bandaríkin yrðu að færa samstarf á breiðari grundvöll þar sem þeir gætu, en mæta á sama tíma ógnun frá samkeppni þar sem þeir yrðu að gera það. Stýriseldflaug (Cruise-missile) þeir við 14, ef um er að ræða bandaríska Poseidon kafbáta. n Vance og sovézki utanríksiráð- herra Andrei Gromyko urðu loks ásáttir í Genf um það sem Banda- ríkjamenn töldu vera síðustu smá- atriði sáttmálans. Þeir urðu meðal annars sammála um, að fjöldi stýr- isflauga í hverri sprengjuflugvél skyldi takmarkast við 20—28. En 23. desember vöktu Rússar máls á tveimur minni háttar mál- um, sem komu i veg fyrir að fullt samkomulag næðist um grundvall- aratriði. Á tímabilinu janúar til maí sl. hitti Vance sovezka sendiherrann Anatol Dobrynin 25 sinnum að máli og samdi við hann um síðustu smáatriði sáttmálans. Kröfur BSRB lagðar fram í júlíbyr jun: Krefst bóta fyrir kjaraskerðingu og fullra vlsitölubóta Stof nadur hefur verid verkf allssjóður BSRB BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja mun í byrjun næsta mánaðar leggja fram kröfugerð sína, en samningar bandalagsins eru lausir frá og með næstu mnánaðamótum. Drög að kjarakröfum bandalagsins voru lögð fyrir 31. þing BSRB, sem nýlokið er, og þau kynnt þar, sem samninganefnd bandalagsins hefur verið boðuð saman hinn 28. júní og er þess vænzt að þá þeim fundi og tveimur til viðbótar verði kröfurnar samþykktar. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi, sem nýkjörin forysta BSRB efndi til í gær. Þing BSRB ályktaði um kjara- mál og leggur þar áherzlu á þau meginatriði við gerð nýs kjara- samnings, að bætt verði að fullu sú kjaraskerðing, sem opinberir starfsmenn hafa orðið fyrir af völdum stjórnvalda, að vísitalan mæli jafnan að fullu þær verð- hækkanir, sem eiga sér stað og bendir þingið á að kauplækkun með skerðingu verðbótaákvæða sé jafn ranglát og lögbundin grunn- kaupsskerðing. Þá leggur þingið jafnframt áherzlu á að áfram verði haldið þeirra jafnlauna- stefnu og miðar að því að tryggja öllum launþegum lífvænleg kjör fyrir dagvinnu. Þá verði mismun- andi launakerfi opinberra starfs- manna samræmd með það fyrir augum að auka launajafnrétti. Á blaðamannafundinum svör- uðu þeir Kristján Thorlacius, for- maður BSRB, Þórhallur Hall- dórsson, 1. varaformaður, og Har- aldur Steinþórsson, 2. varafor- maður, spurningum blaðamanna. Kristján kvaðst telja að heildar- kjaraskerðing opinberra starfs- manna næmi nú 6 til 8% og benti Haraldur Steinþórsson þá á þá staðreynd, að ekkert hefði komið fram af þeim félagslegu umbótum, sem opinberum starfsmönnum hefði verið lofað í desember, er vísitalan var skert. Miðað við útreikning vísitölunnar hinn 1. júní væri skerðingin fyrir hann einan á bilinu 1 til 3%. Nátengdar kjarakröfum BSRB eru samningsréttarkröfur. Þing BSRB ályktaði þar um, að banda- lagið krefðist þess að samnings- tímabilið yrði samningsatriði, en eigi lögbundið að aðildarfélögin fengju verkfallsrétt um sérsamn- inga, að Kjaradeilunefnd yrði lögð niður og ákvörðunarvald um und- anþágur yrði í höndum samtak- anna sjálfra, að framkvæmd verkfalla vegna sérsamninga yrði í höndum félaganna sjálfra og að starfsmönnum við hálfopinberar stofnanir yrði tryggður sami rétt- ur og öðrum félagsmönnum í BSRB. Á þinginu varð enginn ágrein- ingur um kröfur BSRB, en miklar umræður urðu um kjaramálin, t.d. um það atriði, hvort verðbætur á laun skyldu verða í krónutölu eða sem hlutfall. Hlutfallið sigraði, enda „vilja opinberir starfsmenn sjálfir semja um launahlutföll sín í milli," eins og þeir félagar komust að orði. Þingið stofnaði verkfallssjóð BSRB og er stofnfé hans tæplega 3 milljónir króna, sem er sérstakur styrktarsjóður, sem myndaðist í verkfalli BSRB. Tekjur sjóðsins verða síðan 15% af félagsgjöldum og er búizt við því að miðað við áætlanir fyrir árið 1980 renni til sjóðsins um 22V2 milljón króna. Hér á landi er nú staddur Jörgen Ladegaard, sem er for- stjóri Tæknistofnunar Jótlands. Hér er hann í boði Iðntækni- stofnunar íslands. Stofnun sú sem Ladegaard veitir forstöðu er staðsett í Árós- um en stærsta tæknistofnun í Danmörku er í Kaupmannahöfn. Ladegaard flutti fyrirlestur í Norræna húsinu síðastliðinn fimmtudag og Morgunblaðið hafði tal af honum eftir þann fund. Hann sagði að Tæknistofn- un Jótlands hefði verið sett á stofn árið 1943 en áður hafi verið starfandi samskonar stofnun í Kaupmannahöfn allt frá árinu 1906. Hjá stofnuninni í Árósum eru nú starfandi um 400 manns, þar af um 150 manns með sér- hæfða háskólamenntun á tiltekn- um sviðum og rúmlega 100 fag- lærðir iðnaðarmann. Alls taldi Tæknistofnunar Jótlands. íslands og Rannsóknarstofnunar iðnaðarins. Samkvæmt 2. gr. laga stofnunarinnar er hlutverk henn- ar að vinna að „tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði með því að veita iðnaðin- um sem heild og einstökum grein- um hans og iðnfyrirtækjum sér- hæfða þjónustu á sviði tækni- og stjórnunarmála, og stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda til iðnaðar“. Þessu hlut- verki sínu skal stofnunin gegna m.a. með því að „vinna að ráðgjöf og fræðslu, öflun og dreifingu upplýsinga, hagnýtum rannsókn- um, tilraunum og prófunum, tæknilegu eftirliti og stöðlun.“ Starfslið stofnunarinnar telur nú um 40 manns en þarf þrátt fyrir fæð sína að sinna jafnfjöl- breyttum eða jafnvel fjölbreytt- ari verkefnum en 10. sinnum fjölmennari starfslið hliðstæðra „ V andamál í iðnaði eru alltaf flókin...” - segir forstjóri Tæknistofnunar Jótlands hann að í Danmörku störfuðu nú um 2400 manns við ráðgjöf á sviði iðnaðar. Ladegaard sagði að ráðgjöf, fræðsla, prófanir og tilraunir stofnunarinnar væru á nánast öllum sviðum framleiðslunnar, meðal annars hvað varðar stjórn- un, bókhald, samvinnu hópa á vinnustað, tæknilega aðstoð við iðnað, og nánast allt sem gæti orðið til þess að auka framleiðni og vöruþróun í iðnaði. „Til að nálgast þessi markmið," sagði Ladegaard „þarf víðtæka samvinnu faglærðra manna, því vandamál í iðnaði eru alltaf flókin". Hann sagði jafnframt að stofnun eins og Iðntæknistofnun þyrfti að búa yfir mikilli sérhæf- ingu en jafnframt ná yfir breitt svið tækniþekkingar. Þetta næð- ist með samvinnu mismunandi sérgreina, því þótt bakgrunnur þess að auka framleiðni og vöru- þróun væri oft á tíðum hinn sami hjá mismunandi iðngreinum, þá hefði hver grein iðnaðar sín sérstöku vandamál, sem sérþekk- ingu þyrfti til að leysa. Ladegaard sagði að í Dan- mörku veittu tæknistofnanir málmiðnaðinum og byggingar- iðnaðinum hlutfallslega mesta aðstoð og þótt stofnunin veitti öllum stærðum og gerðum iðn- fyrirtækja sérfræðilega aðstoð þá væru lítil fyrirtæki þar í miklum meirihluta. Fyrirtækin greiða fyrir aðstoðina eftir þar til gerð- um gjaldskrám en danska ríkið greiðir hluta kostnaðarins. Iðntæknistofnun íslands var stofnuð í maí 1978 með samein- ingu Iðnþróunarstofnunar stofnana á hinum Norðurlöndun- um. Af þessum orsökum hefur Iðn- tæknistofnun Islands mikinn hug á því að stofna til víðtæks sam- starfs við hliðstæðar stofnanir á Norðurlöndum. Innan Iðntæknistofnunar íslands eru nú starfandi 3 aðal- deildir þ.e. fræðslu- og upplýs- ingadeild, tæknideild og iðnþró- unardeild, sem hver um sig hefur mörg mismunandi sérsvið innan sinna vébanda. Iðnþróunardeild skal vinna að því að skapa nýjar greinar iðnaðar hér á landi, og kemur þar alveg sérstaklega til nýting innlendrar orku til vinnslu innlendra hráefna. Forstjóri Iðntæknistofnunar er Sveinn Björnsson en stjórnarfor- maður er Bragi Hannesson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.