Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 5 Bæjarstarfemanna- ráð BSRB stofnað Þórhallur Halldórsson formaður ráðsins STOFNAÐ hefur verið innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja svokallað Bæjarstarfsmannaráð BSRB, en aðild að því eiga öll bæjarstarfsmannafélög landsins, en þau eru nú 17 innan BSRB. Yngsta félagið, sem gekk í bandalagið á nýafstöðnu þingi þess, er Bæjarstarfsmannafélag Selfoss. Þórhallur Halldórsson, 1. varafor- maður BSRB, skýrði frá þessu á blaðamannafundi, sem forysta BSRB efndi til í gær. Þórhallur lagði áherzlu á að Bæjarstarfsmannaráðið væri ekki samningsaðili, heldur hvert félag fyrir sig, sem aðild ætti að bandalaginu, en hann kvað ráðið framtíðinni. Hlutverk Bæjarstarfsmanna- ráðs BSRB er að fylgja eftir samþykktum bæjarstarfsmanna- ráðstefnu, sem kalla ber saman, þegar þurfa þykir, og þó einkum þegar kjarasamningar bæjar- starfsmanna eru í undirbúningi. Þó skal alltaf kalla saman slíka ráöstefnu innan fjögurra mánaða frá reglulegu bandalagsþingi. A bæjarstarfsmannaráðstefnu hefur hvert félag með 400 félagsmenn einn fulltrúa og annan fyrir hvert brot úr þeirri tölu, ef félagið er fjölmennara. Auk þess á formaður BSRB og varaformenn sæti á raðstefnunni og þeir aðalmenn eða varamenn frá bæjarstarfsmanna- félögum, sem sæti eiga í banda- lagsstjórn. styrkja mjög stöðu samtakanna í Hlutverk ráðsins er eins og áður segir að fylgja eftir samþykktum bæjarstarfsmannaráðstefnunnar og afgreiða erindi, sem frá félög- um berast, að annast upplýsinga- miðlun milli bæjarstarfsmanna- félaga og stuðla að samvinnu milli þeirra. Þá skal ráðið vera ráðgef- andi stjórn BSRB varðandi mál bæjarstarfsmanna og ályktunar- aðili um sömu mál. Það skal vinna að skipulagsmálum bæjarstarfs- manna og boðun og undirbúningi bæjarstarfsmannaráðstefnu. Þórhallur Halldórsson, 1. vara- formaður BSRB, er formaður Starfsmannafélags Reykjavikur- borgar og samkvæmt lögum BSRB verður hann þar með fyrsti for- maður Bæjarstarfsmannaráðs BSRB. Bflasýning á Akureyri BÍLAKLÚBBUR Akuureyrar gengst fyrir sýningu á ýmsum farartækjum á 17. júní. Má þar til ncfna hjólhýsi, sportbáta, mótor- hjól, tryllitæki, gamla bfla, bfla- módel og margs konar varahluti þeim tengda. Alls verða sýndir milli 60 og 70 bílar og hafa félagar í Bílaklúbbn- um lagt mjög mikla vinnu í að gera sýninguna sem besta. Á meðfylgjandi mynd er eitt þeirra ökutækja sem á sýningunni ýerða, Citroen árgerð 1946. Plokkfiskur kom- inn á markaðinn BÓKAÚTGÁFAN BROS í Hafnarfirðý hefur gefið út nýja bók mcð skopmyndum eftir Gísla J. Ástþórsson. Heitir hún Plokkfiskur, en það er samheiti teiknisyrpu, sem Gísli hefur teiknað fyrir Sjávarfréttir sl. 4 verzlanir að undanförnu. I „Plokkfiski" segir í stórum og smáum myndum með viðeig- andi textum frá lífinu í fiskinum til sjós og lands — eða að minnsta kosti eins og GJÁ kýs að sjá þetta líf þegar sá gállinn er á honum. Fólkið í sjálfum slagnum fer með aðalhlutverkin eins og vera ber, en ótíndir landkrabbar koma samt líka við sögu, svo sem eins og stórfor- stjórar, kvennabósar og hart leiknir sáttasemjarar, að ógleymdum bankastjórunum, ógnvaldi allra sannra útgerðar- manna. Þetta er þriðja skopteikninga- bókin eftir Gísla J. Ástþórsson, sem útgáfufyrirtækið BROS gef- ur út. Það hefur þegar sent frá sér tvær „Siggu-bækur“: „Sigga Vigga og tilveran", sem kom út í fyrra, og „Fjörutíu og sjö snúð- ar“, sem kom út núna í vetur. Sú fyrrnefnda mun uppseld hjá ár. Bókinni heíur verið dreift í forlaginu og er önnur útgáfa ráðgerð þegar verkfalli lýkur. Loks mun von á þriðju „Siggu-bókinni" í lok þessa mán- aðar, og hefur hún hlotið nafnið „Sigga Vigga og þingmaðurinn“. Á fysta fundi bæjarstarfs- mannaráðstefnu eftir reglulegt bandalagsþing skal kjósa 7 manna ráð, er nefnist Bæjarstarfsmanna- ráð BSRB og má aðeins kjósa einn frá hverju bæjarstarfsmannafé- lagi. Ef formaður eða annar vara- formanna BSRB er frá bæjar- starfsmannafélagi er hann sjálf- kjörinn í ráðiö og skal vera for- maður þess. Missir þó félag hans ekki rétt til manns í ráðið. Spaks manns spjarir á uppboðiKlaust- urhóla í dag KLAUSTURHÓLAR, listmuna- uppboð Guðmundar Axelssonar, efna til 57. uppboðs fyrirtækisins í dag, laugardag kl. 14.00. Að þessu sinni verða seldar bækur og rit af ýmsu tagi, gömul og nýleg. Efnisflokkar eru greindir í uppboðsskrá: ýmis rit, biöð og tímarit, ríki náttúrunnar, rit íslenzkra höíunda, íslenzk list, ljóð, leikrit, trúmálarit, saga lands og lýðs, æviminningar, fornritaútgáfur, ferðabækur, þjóðsögur. Alls verða boðin upp 215 verk á þessu síðasta listmunauppboði fyrir sumarið. Af einstökum verk- um má nefna: Islenzk fyndni, 1—25, sem Gunnar frá Selalæk safnaði og gaf út, Bergþórssaga, útgefandi Sigurjón á Álafossi, Rvík 1950, Norsku lög Kristjáns V, Hrappsey 1779, Fiskarnir eftir Bjarna Sæmundsson, fyrstu pésar Þórbergs Þórðarsonar, Spaks manns spjarir og Hálfir Skósólar, Rvík 1915 og 1917, bók Uttenreitt- ers um Guðmund Thorsteinsson (Mugg), Myndabækur Einars Jónssonar I—II, ljóðabækur Vil- hjálms frá Skáholti, frumútgáfu ljóðabókar Jóns Helgasonar, Úr landsuðri, Bólu-Hjálmars saga eftir Brynjólf frá Minna-Núpi, Eyrarbakka 1911, Dalamenn I—III, Njáls sögu, Kaupmanna- höfn 1772, gömlu Biskupasögurnar I—II, Kh, 1858—78, Landfræði- sögu íslands I—IV eftir Þorvald Thoroddsen og Vulkaner og jord- skjælf paa Island, Kh. 1897 eftir sama, Hákarlalegur og hákarla- menn eftir Theodór Friðriksson og hina fágætu útgáfu Hugos Gering á Islenzkum ævintýrum I—II, Halle 1882-1883. Teg: 4015 Nr: 36-41 Verð frá: 10.270,- Litur: brúnn Teg: 4004 Nr: 36-41 Verð frá: 10.550,- Litur: rauður Teg: 3526 Nr: 35-42 Verð frá: 10.290,- Litur: natur Teg: 3528 Nr: 35-40 Verð frá: 9.675,- Litur: natur Teg: 2372 Nr: 36-42 Verð frá: 6.885,- Litur: natur Teg:0064 Nr: 35-49 Verð frá: 6.860,- Litur: natur Teg: 3554 Nr: 28-45 Verð frá: 10.430,- Litur natur Teg: 2371 Nr: 35-49 Verð frá: 11.150,- Litur: natur Nr: 35-43 Verð frá: 10.835,- Litur: natur SENDINGIN AF PORTÚGÖLSKU FÓTLAGASKÓNUM ER LOKSINS KOMIN allar gerðir úr ekta leðri og með ekta hrágúmmísóla. Domus Medica, Sími 18519. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Ath. Opið í dag, laugardag frá 9—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.