Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979
Wll:T*, ,, , 7—**’*^p! K
W'*
|1;11 H fB' 1
]|)|Í '4 Whá 1 iflliilJ 1 i^flLjF'
Ljósm. Mbl. RAX
Frá Gamla Ford
til Mustangs
afnýjustu gerð
BÍLASÝNING Fornbflaklúbbs ís-
lands hefst í Laugardalshöllinni í
Reykjavík í dag khikkan tvö. Á
sýningunni er rakin 75 ára saga
bflsins á íslandi. Af þeim sökum
er sýningarsainum í Laugardals-
höllinni skipt niður í fjórar deild-
ir, gamlir bflar, uppgerðir bflar,
óuppgcrðir bflar og svo nýir
bflar.
Eins og gefur að skilja kennir
margra grasa á sýningunni. Þarna
er t.d. elsti bíll á landinu, Ford
árgerð 1917. Einnig líkbíll úr
Hafnarfirði, Ford árgerð 1937, sem
Ríkarður Jónsson myndhöggvari
smíðaði paliinn á. Þarna er Lincoln
Coupe árgerð 1947 sem ein auðug-
asta kona í heimi, Barbara Hutton,
sem nú er nýlátin, átti upphaflega
og einnig má nefna Buick Eight
árgerð 1947 sem aðeins er ekinn 17
þúsund kílómetra, er enn á upphaf-
legum dekkjum og hefur aðeins
verið sprautaður eini sinni og þá
með „original“ Buick lakki.
Bílar
Hinrik Thorarensen, sem á sæti
í stjórn Fornbílaklúbbsins, og Guð-
mundur Bjarnason gengu með
blaðamönnum Morgunblaðsins um
sýningarsalinn í gær og voru með-
fylgjandi myndir teknar við það
tækifæri. Hinrik sagði að klúbbur-
inn hafi verið stofnaður 17. maí
1977 og í honum væru nú um 200
meðlimir. Klúbburinn beitir sér að
sögn Hinriks fyrir varðveislu gam-
alla bíla og hefur í því sambandi
haft milligöngu um kaup á bílum
fyrir aðila sem áhuga hafa á því að
gera þá upp. Einn bíl á klúbburinn
sjálfur, Chevrolet kranabíl árgerð
1937.
Eiganda eins bílsins á sýning-
unni hittum við að máli, Eyjólf
Brynjólfsson úr Reykjavík. Hann á
bíl af gerðinni Ford Victoría ár-
gerð 1934. Bílinn sagðist Eyjólfur
hafa keypt á Flateyri 1969, en þar
hafði hann verið í ein tíu ár.
Sigmundur Jónsson, kaupmaður á
Þingeyri, átti þennan bíl áður.
Sigmundur keypti hann notaðan
frá Bretlandi einhvern tíma á
stríðsárunum og var bíllinn ein
helsta „drossía" á Þingeyri í mörg
ár.
Þá sagði Eyjólfur það hafa tekið
hann tæpt ár að gera bílinn upp,
hann hafi síðar skipt um vél og
gírkassa. Hann sagði að það væri
sérstaklega gott að fá varahluti í
bílinn, en varahlutina kaupir hann
frá Ameríku. „Það er nánast hægt
að fá allt í þetta", sagði Eyjólfur.
Hann á auk Ford-bílsins Citroen
árgerð 1947 sem hann hefur ákveð-
ið að gefa Þjóðminjasafninu.
í anddyri Laugardalshallar
verða og sýndir evrópskir smábílar
á ýmsum aldri. Sýningin verður
opin til 24. júní.
Þessi Buick Eight órgerð 1947 er aöeins ekinn 17 Þúsund kílómetra og hefur verið í eigu sama manns
fró upphafi. Þess má og geta að bíllinn er á upphaflegum dekkjum og er allur sem nýr.
Þessi bíll var lengi ein aðal „kerran“ á Þingeyri, en Sigmundur
Jónsson kaupmaður par keypti bílinn frá Bretlandi á stríösárunum.
Þetta er Ford Victoría árgerð 1934 og núverandi eigandi er Eyjólfur
Brynjólfsson.
Þessi „bodd(b(ll“ er af gerðinni Ford, B-módel árgerð 1931. Bíllinn
var fyrst skráöur 9. ágúst 1930 og aftur 1978. Skýliö, sem tekur tólf
manns ( sæti, var smíöaö árið 1935. Bfllinn er nýuppgeröur, en allir
hlutar hans eru upprunalegir.
Þennan Lincoln Coupe árgerð 1947 keypti Kjartan Jónsson í Víkingi
til landsins á árunum ( kringum 1950, en fyrri eigandi var
auðjöfurinn Barbara Hutton. Þetta er tólf-strokka „tryllitæki“ sem
ekið hefur verið 35.235 þúsund mílur. Núverandi eigandi er
Þorsteinn Baldursson.