Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979 Vöxtur: Á fvrstu æviárunum þroskast og vex barn mjög ört. Vel flest börn lengjast um 25 cm eða þar um bil á fyrsta árinu eða frá um það bil 51 cm við fæðingu upp í 76 cm við eins árs aldurinn. En í fósturlífi er lengdaraukningin enn meiri eða um það bil tvisvar sinnur hraðari en hún er á fyrsta æviárinu. Ungbörn lengjast hraðast á fyrstu mánuðum ævinnar (u.þ.b. 10 cm á fyrstu þremur ævimán- uðum) en hægar eftir því sem líður á fyrsta árið. Vert er samt að benda á, að ofannefndar tölur eru einungis viðmiðunartölur, en einstaklingsbundin frávik eru mörg og mikil, ef farið er að bera saman einstök börn. Erfðir hafa mikil áhrif á stærð og vaxtar- hraða, en eðlileg hormónastarf- semi og viðunandi næring eru eðlilegum vaxtarmöguleikum nauðsyn. Betri næring er vafa- laust ástæðan til þess að æskan í velmegandi þjóðfélögum nútím- ans er hærri vexti og verður fyrr kynþroska en eldri kynslóðir urðu. Sérlega eru það skjaldkirt- ilshormón og vaxtarhormón heiladingulsins, sem hafa miklu hlutverki að gegna í sambandi við vöxtinn alveg frá fæðingu og skortur á þessum hormónum getur tafið hann. Vöxtur fer fram að nokkru leyti við það að frumur líkamans skipta sér, þannig að fjöldi þeirra eykst, en að hinu leytinu við það að einstakar frumur og millifrumuefnið stækka. Frumu- skipting er mest snemma á ævinni og frumuskipti í heila fara að langmestu leyti fram í fósturlífi og á fyrstu æviárun- um. Frumufjöldi heilans eykst lítið frá tveggja ára aldri og fram á fullorðinsár. En öðrum líkamsfrumum eins og t.d. fitu- frumum heldur áfram að fjölga alveg fram á fullorðinsaldur, enda þótt frumuskipting þeirra sé einnig langörust fyrst á ævi- skeiðinu. Höfuð: Þar eð heilinn vex langörast á fyrstu tveim árunum en hægar síðar, gefur höfuðmál ungbarns allgóða hugmynd um, hvort heil- inn vaxi eðlilega. Oftast eykst höfuðmál barns frá um það bil Halldór Hansen læknir: Vöxtur og þroski alveg fram undir eins árs aldur, að fyrsta tönnin láti á sér bæra, án þess að það þurfi að vera óeðlilegt og eins kemur það fyrir, að barn fæðist með tennur. Innan loka þriðja æviársins eru venjulegast allar 20 barnatennur komnar. Þyngd: Flest börn léttast nokkuð á fyrstu viku ævinnar en þyngjast þaðan í frá mjög hratt á fyrsta æviárinu. Fæðingarþyngdin (oftast um 3,5 kg) tvöfaldast venjulega um 5 mánaða aldur þrefaldast um eins árs aldur, þegar þyngd er venjulega rúm- lega 10 kg. Börn sem eru mjög smá við fæðingu þyngjast venju- lega örar en börn, sem eru nær meðallagi að þyngd eða betur. Fyrstu tvo mánuði ævinnar þyngjast frísk ungbörn oft 200—250 gm á viku, en síðan munur á því, hvernig börn þyngjast. Og það er langt frá því einungis fitulagi, sem hefur áhrif á þyngdina. Það verður að líta á líkamsbygginguna alla, hvort barnið er nettvaxið og smábeinótt eða stórskorið. Grannvaxið barn er það oft af ætterni og þarf alls ekki að vera veikt eða illa nært. í rauninni er meiri ástæða til þess að hafa áhyggjur af að barn verði of feitt, sérlega í velferðarríkjum hins þróaða heims. Og vegna þess hve erfitt er að ná fitu af þeim, sem þegar eru orðnir offitu að bráð, er veruleg ástæða til að reyna að koma í veg fyrir hana strax frá fyrstu byrjun og þegar á fyrsta aldursári. Það er margra skoðun, að offita, sem byrjar á ungbarnaskeiðinu sé sérlega skæð, vegna þess að fitufrumum líkamans fjölgi svo ört á því aldursskeiði og heild- arfjöldinn á fitufrumum verði langt fram yfir það, sem venju- lega er talið eðlilegt, og síðan geti hver fitufruma tútnað út. Það er ástæða til að reyna að hafa hemil á holdarfari barns, ef vitað er, að offita hrjáir marga í ætt þess. Þroski: Nýfætt barn er harla hjálp- arvana og getur lítið annað gert til að bjarga sér en að sjúga. Aðrar hreyfingar þess eru handahófskenndar. Á þessu verður þó ótrúlega ör breyting á fyrsta aldursárinu og það má nærri sjá barninu fara fram frá degi til dags. Þroskinn fylgir nokkuð föstum reglum þannig, að barn lærir t.d. að stjórna höfði áður en það nær valdi á að stjórna handleggjum og þetta tvennt lærir það, áður en það fær vald á bak- og kviðvöðvum til að velta sér og setjast upp. Og þá fyrst fer það að fá vald yfir fótum og fótleggjum. Því má segja, að barn þroskist ofan frá og niður eftir og eins og þatnái fyrst valdi á grófum hreyfingum en miklu síðar á fínni. Eins mánaðar eru flest börn farin að geta fylgt eftir ljóst með augun- um (eða stórum hlut). Tveggja mánaða eru flest börn farin að þekkja kunnug andlit, brosa og hjala. Þau lyfta höfði og jafnvel bringu ef þau liggja á maganum. Hvers má ég vænta? Ar barnsins 1979 UMSJÓN: Alfreð Harðarson kennari. Guömundur Ingi Leifsson skóla stjóri. Halldór Árnason viöskiptafræö ingur. Karl Helgason lögfræðingur. Sigurgeir Þorgrímsson sagn fræðinemi. er vert að hafa gát á að skilja það ekki eftir á neinu sem það gæti dottið út af, eins og t.d. stól, borði, sófa eða öðru. Sex mánaða eru flest börn farin að gera tilraunir til að setjast upp ef þau liggja á bakinu og sum geta setið stutta stund, ef þeim er hjálpað til að setjast upp. Þau eru einnig venjulega farin að geta flutt hluti beint á milli handa sjö mánaða geta flest börn setið stutta stund óstudd, ef þeim er hjálpað til að setjast upp. Mörg eru einnig að reyna að byrja aö skríða og ýta sér þá venjulega aftur á bak fyrst, þar eð hendur og handleggir eru kraftmeiri en fætur þess, og það tekur barn nokkurn tíma að læra að spyrna við með hnjánum og komast upp á þau. Átta mánaða eru flest börn farin að sitja nokkuð vel óstudd auk þess sem þau eru venjulega að byrja að nota þumalfingurinn á móti hinum fingrunum til að grípa hluti. Smám saman lærir barnið síðan að grípa með þumalfingrinum og vísifingri, oftast einhvernm tíma reyna að ná í eitthvað, þegar það fer að geta gripið eftir hlutum. Göngu-grindur og hopprólur eru ekki heppilegar nema til hreinpar afþreyingar á þeim aldri, sem barn er að læra að velta sér, þar eð hvoru tveggja fastskorðar kvið og bakvöðvana, sem barnið ætti að vera æfa og styrkja. Flest börn vilja helzt fá að hjálpa til, þegar verið er að mata þau, um leið og þau fara að hafa sæmilega gott vald yfir fínni handahreyfingum, geta haldið á skeið, notað handafl til að hræra í og setja skeið upp í sig. Þetta er venjulegast á aldrinum 10 til 12 mánaða. Ef börnin fá að hjálpa til eða tína upp í sig bita, borða þau venjulega mun betur. Sum börn hafa mestan áhuga í fyrstu á því að setja upp í sig, en gleyma stundum að kyngja og renna niður, svo að þau komast í ógöngur. þá er vandinn leystur með því að láta ekki meira á diskinn í einu en þau geta ráðið við. Smábarnaaldur: Á forskólaaldrinum hægir vöxtur og lengdaraukning veru- lega á sér svo að það er ekki fyrr en undir fjögurra ára aldurinn, sem barn er búið að bæta við sig þeim 25 cm, sem upp á vanta, til að það nái 100 cm lengd. Á sama hátt hægist þyngdaraukningin mjög á sér, þannig að meðal- þyngdaraukning fer úr um það bil 10—10,5 kg um eíns árs aldurinn upp í nær 16 kg við fjögurra ára aldur. Þyngdar- aukning er oft mjög lítil á öðru aldursári og matarlyst því oft treg. Annað æviárið hefur stundum verið kallað ár hins eðlilega lystarleysis. Alla vega er matarlystin oft mjög dyntótt á öðru aldursárinu. í stað mikill ar þyngdar og lengdaraukningar koma örar framfarir á sviði hreyfiþroskans á öðru árinu. Barnið nær tökum á sífellt flóknari og samsettari hreyfing- um og lærir að samhæfa þær. Um 18 mánaða aldur eru vel flest börn farin að ganga vel og mörg ef ekki flest farin að hlaupa. Þau eru yfirleitt á ferð og flugi eins og allir vita. Kviðvöðvarnir styrkjast til muna og þau verða smám saman minna fött í baki, hætta að 35 cm við fæðingu upp í 45—46 cm við eins árs aldur eða um það bil 10 cm. Fremri höfuðmótin fara venjulega að minnka mikið á seinni hluta fyrsta ársins og eru oftast búin að loka sér um eins og hálfs árs aldur. Á því aldursskeiði, sem heilinn' er í örum vexti, er hann viðkvæmari en séinna verður gegn t.d. nær- ingarskorti, heilahimnubólgum og öðrum smitnæmum sjúkdóm- um og afleiðingarnar enn afdrifaríkari þegar illa tekst til, en síðar á æviskeiðinu. Tennur: Þær eru venjulegast svo til fullmyndaðar við fæðingu en brjótast oftast ekki í gegn fyrr en á seinni helming fyrsta ars- ins. Eins og vitað er, verða barnatennur 20 í allt. Oftast eru það miðframtennur itneðri góm, sem koma fyrst og þá oftast á milli 6 og 9 mánaða, en síðan koma framtennur í efri góm o.s.frv. Það getur þó dregist smádregur úr þyngdaraukning- unni og á öðru aldursári eru hún oftast komin niður fyrir 200 grömm á mánuði. Á fyrstu 6 mánuðum ævinnar er þyngdar- aukning oftast tiltölulega jöfn og stöðug og-það því þess virði að fylgjast með henni reglulega. Er þá bezt að vigta barnið alltaf á sama tíma, ef því verður við komið. á seinni helmingi fyrsta ársins fer barnið að hreyfa sig meira, næring verður fjölbreytt- ari, þyngdaraukning hægari og oftast óreglulegri, enda minnkar matarlyst venjulega í samræmi við það, að bæði vöxtur og þyngdaraukning hægja á sér. Fitulagið undir húðinni, sem er vel þroskað við fæðingu heldur venjulega áfram að þykkna fram undir 9 mánaða aldur en þynnist þá aftur. Þetta er eðlilegt og ætti ekki að valda áhyggjum, þótt barnið virðist grennra. Og satt bezt að segja, sé einstaklings bundinn munur á því, hvernig börn lengjast, þá er enn meiri þriggja mánaða eru börn venju- lega að byrja að halda höfði, ef þau eru reist upp á höndum frá því að liggja út af á bakinu. Sum börn geta þetta þó nokkru fyrr, en önnur ekki fyrr en undir eða um fjögurra mánaða. Fjögurra mánaða eru börn venjulega farin að grípa eftir hlutum. Og það bendir til þess, að þau séu farin atfá nokkurt vald yfir höndum og handleggjum og sjái nógu langt frá sér til að koma auga á það, sem þau ætla sér að ná í. Fimm mánaða eru sum börn farin að velta sér hrínginn, þó að það geti dregist fram undir sex mánaða aldur eða lengur. Það er að sjálfsögðu erfiðara fyrir mjög þung börn að velta sér en létt börn. Það er gott fyrir barn að fá að æfa sig velta sef á gólfi eða þar, sem engar hættur eru á ferðum. það æfir bak- og kvið- vöðvana og undirbýr barnið und- ir að geta sezt upp og setið. Um leið og barnið fer að sýna tilburði til að velta sér á hliðar á milli átta og tíu mánaða. Mörg börn eru rangeygð öðru hvoru fram undir átta mánaða aldur. Ef þau eru það enn eftir þann aldur, er það orðið marktækt og hætt við að barnið verði rang- eygt áfram. Þá er ástæða til að láta augnlækni kanna, hvort barnið noti bæði augun jafnt. Ef barnið notar ekki annað augað, getur sjónin á því dofnað veru- lega með tímanum. Níu mánaða eru flest börn farin að standa í fæturna, ef einhver heldur í hendur þeirra. Tíu mánaða eru flest börn farin að standa upp sjálf og fara fljótt þar á eftir að reyna að ganga með. Tólf til fjórtán mánaða eru flest börn farin að sleppa sér og ganga ein a.m.k. nokkur skref. í þessu sambandi má benda á yrhis hagnýt atriði eins og t.d. að barn hefur gagn og gleði af því að geta horft á eitthvað, þegar það er farið að geta litið í kring um sig. það hefur gagn og gaman af því að halda á einhverju og ganga gæsagang og flatfóturinn, sem er eðlilegur um eins árs aldur, er oftast um það bil horfinn um tveggja ára aldur. Hins vegar eru mörg börn kið- fætt á þessum aldri, en það lagast oftast seinna. Skólaaldur: Frá um það bil 4 ára aldri lengjast flest börn um 5—6 cm á ári en það getur þó orðið mun meira í lokavaxtarsprettinum. þyngdin er óábyggilegur mæli- kvarði á þessum aldri og miklu óábyggilegri en lengdin. Foreldr- ar hafa oft áhyggjur af börnum, sem eru mjög grannvaxin á þessum aldri, en ættu ef til vill fremur að hafa áhyggjur af þeim sem eru of feit. Það er lítið að marka eina þyngdar- eða lengdarmælingu. Það skiptir meira máli að fylgj- ast með hæð og þyngd að staðaldri og sjá hvort einhverjar stökkbreytingar verða, sem eng- inn átti von á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.