Morgunblaðið - 16.06.1979, Page 2

Morgunblaðið - 16.06.1979, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979 Jóhannes Nordal, forseti Hins íslenska fornritafélags, og þeir Andrés Björnsson og Baldvin Tryggvason, stjórnarmenn í félaginu, með sýnishorn af hinni vönduðu hátíðarútgáfu Heimskringlu. Á myndinni eru og þau bindi sem hafa verið endurútgefin úr ritaröð félagsins. Ljósm. Mbl. Emilía. Hið íslenska fornritafélag: Hátíðarútgáfa Heimskringlu í tilefni 800 ára afmælis Snorra „ÞESSI hátíðarútgáfa Heims- kringiu kemur út í tilefni af 800 ára afmæli Snorra Sturlusonar og undirbúningsnefndin um það hvernig minnast skuli afmælis Snorra var höfð með í ráðum," sagði Jóhannes Nordal, forseti Hins íslenska fornritafélags, á fundi með blaðamönnum í gær. En Hið íslenska fornritafélag hefur látið gera sérstaka hátíðar- útgáfu af Heimskringlu í 300 tölusettum eintökum, sem árituð eru af forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn. Hluta þessa upplags, eða um hundrað eintök, fær menntamálaráðuneytið til ráðstöfunar. Um leið og þessi hátíðarútgáfa Heimskringlu kemur út er hún endurútgefin í ritaröð Fornritafélagsins. En að sögn Jóhannesar er unnið að því að koma þeirri útgáfustarfsemi í gang á ný, en hún lá niðri um skeið. Byrjað verður á að ljós- prenta öll rit sem gefin hafa verið út á vegum félagsins, en það eru 17 bindi alls. Með Heimskringlu er þannig búið að endurútgefa 10 bindi og stefnt er að því að á næsta ári verði þau öll fáanleg. Drýgstur hluti þeirra 17 binda sem félagið hefur gefið út, eru 13 bindi Islendingasagna, auk Heimskringlu í þremur bindum og Orkneyinga sögu í einu bindi. Þá eru að sögn Jóhannesar Nordal á döfinni nýjar útgáfur í ritaröðinni, því enn er miklu starfi ólokið að hans sögn. I undirbúningi eru þannig þrjú bindi Konungasagna og munu þeir Bjarni Guðnason, prófessor, Ólafur Halldórsson, handrita- fræðingur, og dr. Bjarni Einars- son annast þá útgáfu. Einnig er langt komið útgáfu síðasta bindis af Islendingasögum sem þeir sjá um Þórhallur Vilmundarson, prófessor, og Bjarni Vilhjálms- son, þjóðskjalavörður. Verð hátíðarútgáfunnar er 96 þúsund krónur með söluskatti, en verð Heimskringlu í ritaröð félagsins er um 30 þúsund krón- ur, eða svipað verð og er á hinum bindunum í ritaröðinni. Hægt er að panta þessar útgáfur hjá félaginu sjálfu og aðalumboði þess, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Þess má geta að Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri réð frágangi og útliti þessara binda sem eru hin vönduðustu, prentuð á sérstakan, litaðan pappír og unnin í prentsmiðjunni Odda. Auk Jóhannesar eru í stjórn Hins íslenzka fornritafélags þeir Andrés Björnsson, Baldvin Tryggvason, Jónas Kristjánsson og Ottarr Möller. Sementsskortur stöðvar bygg- ingaframkvæmdir úti um land Smyrill með sement frá Færeyjum til Austfjarða? SEMENTSLAUST er nú orðið nær alls staðar utan Suð-Vestur- lands og eru starfsmenn í bygg- ingariðnaði að verða verklausir af þeim sökum. Frá því að far- mannaverkfallið skall á hefur sáralítið af sementi verið flutt út um land með skipum og flutning- ar með bílum hafa gengið erfið- lega vegna þungatakmarkana. Bíða um 5000 tonn af sementi afgreiðslu hjá Sementsverk- smiðju ríkisins á Akranesi en verksmiðjan er daglega með 7 tankbfla í flutningum á sementi til Reykjavíkur og nágrennis, sem fara hver tvær ferðir á dag, og er enn til nægjanlegt sement á Reykjavíkursvæðinu. Byggingar- Miklar annir hjá íscargó MIKLAR annir eru nú hjá Is- cargó í vöruflutningum milli íslands og Evrópu og flýgur flugfélagið 4—5 ferðir á viku í stað einnar ferðar vikulega milli Reykjavíkur og Rotterdam. Sam- kvæmt upplýsingum Lárusar Gunnarssonar forstjóra íscargó hefur félagið fengið spænska flutningavél til að hlaupa undir bagga í mesta álaginu, en ís- cargó flytur 13 tonn mest í vél sinni, allt milli himins og jarðar, eins og forstjórinn orðaði það. félagið Brúnás á Egilsstöðum hefur vegna þessara erfiðleika kannað möguleika á því að fá milli 70 og 80 tonn af sementi með ferjunni Smyrli frá Færeyj- um. „Þetta er nokkru dýrara en að fá sement á bílum frá Reykja- vík en þetta er neyðarúrræði, sem verður beitt sérstaklega ef þungatakmarkanir verða áfram við lýði og ekki fæst undanþága hjá farmönnum til flutninga með skipi að sunnan,“ sagði Þor- steinn Gústafsson hjá Brúnási. „Það er allt landið krúnk nema einstaka aðilar, sem eiga nokkra poka,“ sagði Friðrik Jónsson hjá Sementsverksmiðjunni en tók fram að undantekning frá þessu væri Reykjavík. Þar hefðu verið töluverðar birgðir, þegar verkfall- ið skall á, en um þriggja vikna skeið hefðu þeir orðið að keyra sement suður með ærnum auka- kostnaði fyrir fyrirtækið. Friðrik sagði að verksmiðjan hefði óskað eftir undanþágu fyrir Skeiðfaxa til að flytja laust sement til Reykjavíkur og fyrir einn farm til Isafjarðar, því þar væri sements- síló, en þessar undanþágur hefðu ekki fengizt. Strandferðaskipin hefðu að vísu flutt nokkuð af sementi en það segði lítið. Menn væru að flytja sement með bílum nánast til allra landshluta nema Norð-Austurlands en það hefði verið erfitt vegna þungatakmark- ana og kostnaðar. Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri Smára h.f á Akureyri, sagði að þar hefði ekkert sement fengist í nær 3 vikur sem teljandi væri. „Byggingariðnaðurinn hér er að stoppa. Menn eru nánast í fokki og fyrirtækin reyna að halda mann- skapnum gangandi. Hér vantar ekki bara sement, því okkur vant- ar timbur og steypustyrktarstál. Og þó verkfallið leysist tekur hálfan mánuð að koma öllu í gang á ný. Það alvarlegasta er hversu við erum búnir að missa mikið af hinum stutta byggingartíma sumarsins, þannig að það er með öllu óvíst að okkur takist að gera þau hús, sem ætlað var fokheld fyrir veturinn. Slíkt hefði í för með sér atvinnuleysi hjá iðnaðar- mönnum næsta vetur," sagði Tryggvi. Þeir Jón Þórðarson hjá Steiniðj- unni á ísafirði og Þorsteinn Gúst- afsson hjá Brúnási á Egilsstöðum tóku undir með Tryggva að þessir erfiðleikar nú gætu hæglega kom- ið fram í atvinnuleysi iðnaðar- manna næsta vetur. Þorsteinn sagði að til Austurlands hefðu aðeins komið örfá tonn af sementi með Ríkisskip síðustu vikur og í nær 2 mánuði hefði steypuvinna þar legið niðri en reynt væri að halda múrverki gangandi. „Menn hafa farið í önnur verk en þetta stefnir allt í verkefnaleysi eftir vikutíma og þá verða menn at- vinnulausir," sagði Þorsteinn. Fjörkippur í tækjasölu MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við þrjár verzlanir í Reykja- vík í gær og spurði um sölu heimilistækja að undanförnu. Hjá Radióbúðinni, Fálkanum og Heimilstækjum fékk blaðið þær upplýsingar að sala á heimilis- tækjum hefði verið óeðlilega mik- il undanfarnar tvær vikur miðað við árstíma þótt ekki væri hægt að tala um nein læti í sölu. „Þetta hefur tekið kipp, sér- staklega í síðustu viku,“ sagði einn verzlunarmaðurinn," en síðan hef- ur aftur hægt um“. Kváðu verzl- unarmenn ljóst að fólk hefði tekið ákvörðun um að kaupa tæki sem það veltir að jafnaði lengur fyrir sér en en það hefur gert s.l. vikur. Vigdíshaett- irhjálðnó VIGDÍS Finnbogadóttir, leikhús- stjóri Leikfélags Reykjavíkur, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með lokum næsta leikárs Leik- félagsins. Hún tók við starfi leik- hússtjóra af Sveini Einarssyni árið 1972. Það er nýkjörið leikhús- ráð Leikfélagsins sem kýs næsta leikhússtjóra. 17. júní að Skálatúni VINAFÉLAG Skálatúnsheimilis- ins gengst að vanda fyrir hátíð að Skálatúni 17, júní. Aðkomnir skemmtikraftar munu sjá um dagskrá hátíðarinnar að hluta. Farið verður í ýmsa leiki og dansað. Á boðstólum verða kaffi- veitingar og veitingar í tjaldi. Skemmtunin hefst kl. 14.15 með skrúðgöngu. 6 umsóknir um embœttið RUNNINN er út umsóknar- frestur um embætti yfirborg- arfógcta í Reykjavík, en Frið- jón Skarphéðinsson lætur af því embætti innan skamms fyrir aldurs sakir. Sex um- sóknir bárust og eru umsækj- endur eftirtaldir: Ásberg Sigurðsson, borgarfó- geti Ásgeir Pétursson, sýslumaður Elías í. Elíasson, bæjarfógeti Guðmundur Vignir Jósepsson, gjaldheimtustjóri Jón Skaftason, deildarstjóri Unnsteinn Beck, borgarfógeti. Forseti íslands veitir embættið og er það veitt frá 1. september n.k. Tillaga um fjölgun ritstjóra Tímans MIKIÐ uppistand hefur orðið meðal Framsóknarmanna í Reykjavík vegna tillögu sérstakrar efnisnefndar blaðstjórnar Tímans um að ritstjórum Tímans verði fjölgað og ráðinn sérstakur ritstjóri til að annast daglega ritstjórn. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri mun hafa hafnað þessari tillögu með þeim orðum að hann liti á framkvæmd hcnnar sem óbeinan brottrekstur sinn eða slíka tilraun til að skerða ritstjórn sína, að hann geti ekki sæit sig við hana. Mun Þórarinn hafa tilkynnt Stcingrími Hcrmannssyni, sem er formaður blaðstjórnar Tímans, þessa afstöðu sína. Ýmsar undirnefndir blaðstjórnar Helgason og Jón Sigurðsson haldi Tímans hafa starfað að undanförnu og skilað tillögum varðandi blaðið til blaðstjórnar; m.a. sérstök nefnd vegna fjársöfnunar þeirrar sem hafin er fyrir Tímann og efnis- nefndin, sem í sitja Magnús Bjarn- freðsson, Gerður Steinþórsdóttir, Haukur Ingibergsson og Heiður Helgadóttir. Meðal tillagna nefnd- arinnar er að ritstjórum blaðsins verði fjölgað ög breytt verkaskipt- ing tekin upp, en hins vegar tekið fram að þeir ritstjórar sem fyrir eru; Þórarinn Þórarinsson, Jón áfram. Jón Helgason er í leyfi, en mun koma aftur til ritstjórastarfa um áramótin að öllu óbreyttu. Þegar tillagan um fjölgun rit- stjóranna var fram komin hlaut hún mjög misjafnar undirtektir og hafa m.a. þeir, sem leggja í hana sama skilningog Þórarinnog telja að verið sé að ýtí honum til hliðar, haft uppi stór orð um, að ef tillagan ve'rði framkvæmd muni verða brugðizt við með uppsögnum á Tímanum og jafnvel útgáfu nýs blaðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.