Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979
YIÐTAL VIÐ PÉTUR KARLSSON í TILEFNIAF 60 ÁRA
j
Pétur Karlsson — áður Peter Kidson — kannast margir við og þá
sérstaklega þeir, er voru upp á sitt bezta á hernámsárunum og í
þorskastríðinu á sjötta áratugnum. Hann kom fyrst til íslands sem brezkur
hermaður árið 1940 og síðar sem sendiráðsritari 1956, og starfaði sem slíkur
til ársins 1960.
íslendingar eru friðelskandi þjóð, sem má kannski nokkuð marka af sögu
Péturs. Hann dvelst hér tvívegis um nokkurra ára bil í hvort sinn. í fyrra
sinnið sem hermaður hernámsaðilja og í síðara skiptið sem málsvari þeirrar
sömu þjóðar, sem við háðum stríð við — þó „aðeins“ væri það þorskastríð.
Ilann kýs eftir þessa dvöl sína að gerast íslenzkur ríkisborgari og segir
ástæðuna vera þann mikla fjölda vina, sem hann eignaðist á dvalartíma
sínum hér.
Pétur varð 60 ára 24. maí s.l. hann talar íslenzku eins og innfæddur og
sömu sögu er að segja um þýzku, rússnesku og auðvitað ensku, og er
löggiltur dómtúlkur í þeim tungumálum. Auk þess kann hann nokkuð fyrir
sér í spænsku, frönsku og „skandinavísku“.
í tilefni af afmælinu og til að gefa lesendum smáinnsýn inn í
ævintýralegan feril Péturs heimsóttum við hann og báðum að segja okkur
sitthvað af sjálfum sér. Hann tók okkur ljúfmannlega og eftir stutta
umræðu um veður og tíðarfar hóf Pétur frásögn sína:
„...þá væri
ég allavega
lélegur
njósnari"
„Draumur minn er að fá að deyja heima á Englandi eða
„Ég fæddist í litlum bæ nálægt
Hull í Yorkshire, N-Englandi. Var
ég yngstur þriggja sona foreldra
minna og ólst upp í hálfgerðri
fátækt, þar sem foreldrar mínir
skildu að skiptum, er ég var 5 ára
og móðir mín baslaði ein við
uppeldi okkar. Varð því lítið úr
skólagöngu, enda góðir enskir
skólar dýrir. 16 ára gamall hóf ég
vinnu við útflutningsfyrirtæki í
Hull og 1938 fékk ég styrk til að
sækja nám í Þýzkalandi.
Fyrirhugað var að ég yrði þar í
nokkur ár.
Nasistatímabilið var í uppsigl-
ingu í Þýzkalandi, er ég kom
þangað. Þýzka þjóðin var að rétta
úr kútnum og er mér sérstaklega
minnisstætt hversu unga fólkið
var hrifið af þeim tíðaranda sem
ríkti. Aldrei var rætt um að
styrjöld væri yfirvofandi, en í
ágúst 1939 barst mér svohljóðandi
skeyti að heiman: „Komdu heim,
styrjöld er að skella á.“ Ég fór
samstundis heim og var með það
sama kallaður í herinn.
Eftir undirbúningsþjálfun var
ég sendur beint til Islands og var
hér fram í júnímánuð 1943, lengst
af í Reykjavík, fyrir utan 3—4
mánuði á Raufarhöfn. Vegna
þýzkukunnáttu minnar var ég
settur til að hafa eftirlit með
Þjóðverjum. Einnig vann ég við
nokkurs konar útlendingaeftirlit
— hafði bækistöð í Hafnarhúsinu
og fylgdist með umferð á ytri
höfninni. Ég lærði fljótt íslenzku
og eignaðist marga góða vini á
þessum árum. Síðasta árið starf-
aði ég undir yfirstjórn Banda-
ríkjamanna."
Pétur gegndi áfram her-
þjónustu, er dvöl hans lauk á
Islandi, og var m.a. sendur til
Egyptalands og Ítalíu. í lok stríðs-
ins var hann staðsettur í Noregi
og vann þar í samvinnu við norska
herinn við að „sortera" stríðs-
fanga. „Mér er eftirminnilegt frá
því starfi, að ungur íslendingur
sat þar í fangelsi, ákærður fyrir
samstarf við Þjóðverja. Prófessor
Sigurður Nordal var þá
ambassador í Kaupmannahöfn og
aðstoðaði ég hann við að ná viðtali
við þennan unga Islending.“
í stríðslok hafði Pétur gegnt
herþjónustu í 6 ár og hóf þá
störf við utanríkisþjónustuna.
Sagði hann það hafa komið til af
því að hann hafði ferðast víða og
einnig vegna tungumálakunnátt-
unnar. „Fyrsta embætti mitt var
við sendiráðið í Helsinki í Finn-
landi. Fékk ég smátilsögn í rúss-
nesku hjá arkitekt er starfaði við
Súezskurðinn er ég dvaldi í
Egyptalandi og notaði ég
Finnlandsdvölina til að læra
meira í því tungumáli.
— Hvað kom til að þú hafðir
áhuga á rússnesku?
„Það kom bæði til af því að mér
fannst málið heillandi og eins var
þá þegar vitað, að rússneskan yrði
mikilvæg í alþjóðasamskiptum.
Eftir Finnlandsdvölina var ég
sendur til Þýzkalands og vann þar
sem túlkur í réttarhöldum yfir
stríðsföngum, sem Rússar og Pól-
verjar heimtuðu að sendir yrðu
heim, en var ekki gert án undan-
genginna réttarhalda.
Laxness í Moskvu
— Picasso í París
Árið 1948 var ég sendur til
Moskvu. Þar hitti ég í fyrsta sinn
íslendinga eftir dvöl mína á
íslandi. Var það Sigurður Hafstað
og fjölskylda hans. Þetta var á
Stalinstímabilinu og var landið
mjög lokað. Ég man sérstaklega
eftir, að systir Sigurðar, Steinunn,
heimsótti hann og fórum við
saman með lest til ævintýralands-
ins Kákasus, og var erfitt að fá
leyfi til þeirrar farar. í Moskvu
hitti ég einnig Laxness í fyrsta
sinn.
Frá Moskvu hélt ég til Parísar.
Var það mikill léttir að koma úr
þunglamalegu hverfinu í Moskvu
til borgar gleðinnar. í París hafði
ég með vegabréfsáritanir að gera.
Má segja að París hafi verið eins
konar umferðarmiðstöð á þeim
tíma. Var strangt tekið á, hverjir
fengu áritun. Mátti ég, skv. fyrir-
skipunum frá London, neita
mörgum um áritun. Meðal þeirra
er ég vísaði frá var málarinn
Picasso. Hann ætlaði á
kommúnistaþing í Englandi en
var álitinn óæskilegur. Mér var
ekki ljóst fyrr en eftir á hver hann
var. Ég minnist hans þó sem mjög
stórgerðs manns, með grófar,
stórar hendur.
„Ég veit ekki
hvað þeir
segja við þessu44
Síðan liggur leiðin heim til
London. Þar dvel ég í þrjú ár. Á
þeim tíma hitti ég marga „flotta"
menn, bjó t.d. í heilt ár á heimili
rússneskrar aðalsfjölskyldu, sem
flosnaði upp frá Rússlandi á
tímabilinu upp úr 1920. Þar gafst
mér tækifæri til að fullnema mig í
rússnesku. Á því tímabili ræddi ég
við marga rússa, sem voru land-
flótta af ýmsum ástæðum.“
Pétur sleppir hér allt í einu
söguþræðinum og segir: „Ég veit
ekki hvað þeir í rússneska sendi-
ráðinu segja, ef þú skrifar þetta.
Mér er reyndar alveg sama nú
orðið, þetta er ekkert leyndarmál
lengur.
Svo var ég allt í einu sendur til
Hong Kong og þaðan tvisvar til
Tokyó. Ég var staddur þar, er
dauða Stalins bar að 1953. Mér er
minnisstætt, hversu gjörólíkur
heimur Asíulönd voru fyrir mér.
Evrópa skiptir litlu máli, er þú ert
staddur þar. Á þessum tíma byrja
Kínverjar að ýta útlendingum út
úr Kína. Atvinnu minnar vegna
ræddi ég við margt af þessu
flóttafólki. Voru þar á meðal
Hvít-Rússar, margir voru frá
Mansjúríu."
Hér hættir Pétur aftur og segir:
„Nú lesa þeir þetta í kínverska
sendiráðinu — og svo verð ég
drepinn, en mér er sama.“ Hann
glottir við og heldur áfram:
„Var á milli
tveggja elda“
Vorið 1956 tilkynnti utanríkis-
ráðuneytið mér að ætlunin væri að
senda mig til íslands. Ég kem
hingað í brezka sendiráðið um
vorið og lendi beint í þorskastríð-
inu. Eins og menn muna þá voru
gerðar alls konar árásir á senai-
ráðið, rúður brotnar, aðsúgur
gerður að mönnum o.fl. Blaðaskrif
voru ekki vægileg í okkar garð og
Morgunblaðið átti þar ekki
minnstan hlut. Ég átti að vera hér
í tvö ár, en þau urðu nú fjögur. Á
sama tíma sátu hér þrír ambassa-
dorar, þeir Henderson „Giljakrist-
ur“ (Gilchrist) og Stuart. Þetta
var erfiður tími. Mér fannst ég oft
vera á milli tveggja elda. Ég
reyndi að útskýra málin fyrir
stjórnvöldum heima í London, en
þau tóku hlutina ekki nógu alvar-
lega — trúðu ekki að Islendingar
ætluðu sér landgrunnið.
Ég fór héðan sumarið 1960
ákveðinn í að hætta í utanríkis-
þjónustunni. Var búinn að fá nóg
af öllum formlegheitunum og
kokteilboðunum og sagði upp. Ég
var þó beðinn að vera í ráðuneyt-
inu í London fram að áramótum
og leiðbeina vegna nýs þorska-
stríðs á íslandi sem ég gerði.
Á þessum tímamótum fann ég
að ég var orðinn nokkurs konar
allra þjóða maður. Frá 18 ára
aldri hafði ég verið búsettur í
mörgum löndum og hvergi fest
rætur. Hér á íslandi átti ég flesta
vini og ákvað því að koma hingað.
Draumur minn, er ég gekk í
herinn, var að fara í sjóherinn, en
ég var settur í landherinn. Eg
losnaði aldrei alveg við löngunina
til að fara á sjóinn. Vinkona mín,
Vigdís Jónsdóttir, var fyrsti kven-
loftskeytamaðurinn hérlendis.
Hún sagði við mig: „Hví lærirðu
ekki loftskeytafræði?" Ég fór að
ráðum hennar og lauk því námi á
tveimur árum. Fer síðan sem
loftskeytamaður á Þorkeli mána í
fyrstu ferð mína í ís og þoku við
Grænland. Var síðan á tveimur
eða þremur togurum, einnig hiá
Eimskipafélaginu og Hafskip. Eg
sigldi m.a. á Fossunum til Rúss-
lands og fannst gaman að koma
þangað aftur. Síðustu ferðina fór
ég á Tröllafossi til Arkangelsk.
Islenzkan ríkisborgararétt fékk ég
1964. Loftskeytafræðin átti vel við
mig og var að hluta til tómstunda-
gaman. Hún styrkti mig í trúnni á
dulræna hluti. Ég hefi þá trú, að í
loftinu séu ýmsir straumar, sem
verki misjafnlega á fólk. Auk þess
starfaði ég hjá Icelandic Reviw frá
upphafi og sem dómtúlkur. Ég
samdi einnig margar landkynn-
ingagreinar á ensku fyrir Flug-
félagið og ferðaskrifstofur og
skrifaði sjálfur ferðahandbók um
ísland á ensku.
„Þessu kem ég
aldrei
nálægt aftur“
— Ertu trúaður maður Pétur?
„Já, en ekki alveg á hefðbundinn
hátt. Ég trúi þó á ýmislegt. Móðir
mín var skyggn á móti eigin vilja.
Ég hef líklega mótast af þessari
tilfinningu hennar, því ég hef
alltaf forðast að fara á miðils-
fundi eða annað því um líkt. Þó fór
ég einu sinni með gömlum húsráð-
anda mínum frá því á stríðsárun-
um á Grettisgötunni á miðilsfund;
Þar varð ég fyrir reynslu, sem
varð til þess að ég kem aldrei
Þessi mynd er tekin í byrjun fyrsta þorskastríðsins í sept. 1958
við bústað sendiherra Breta við Laufásveg. Eins og kemur fram í
viðtalinu íannst Pétri starf sitt erfitt í þorskastríðinu. Hann
hættir störfum í utanríkisþjónustunni upp úr því.
Peter í Tokyo vorið 1953, er hann gegndi störfum fyrir brezku
utanríkisþjónustuna.
VIÐTAL: FRÍÐA PROPPÉ