Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ1979 r Asgeir M. r Asgeirsson: Hvemig á að skipta kökunni? 1. Viö lifum ekki á íslandi án siglinga og sjómennsku. Sigling er nauösyn. 2. Við eigum bráðduglega og vel- menntaða sjómannastétt, sem stend- ur fyllilega samanburð og vel það við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum og okkur ber að gera vel við þá og það er hægt meðal annars með því að afnema gömul úrelt lög um fjölda skipverja, lög sem á þessari tækniöld hafa fyrir löngu gengið sér.til húðar. Það er hrein niðrun eða skömm fyrir íslenska sjómannastétt að vera neyddir til aö hafa tvöfalda eða þrefaida tölu skipverja miðað við frændþjóðir okkar samanber þegar Hafskip átti 3 skip með 11 manna áhöfn voru 34 menn um borð í stærri skipunum t.d. Brúarfossi. 23 voru að mestu leyti yfirmenn, vélstjórar og stýrimenn, brytar og loftskeyta- menn sem er óþarfi með öllu, það er miklu betri þjónusta á 2ja stýri- manna skipi, þar sem stýrim. annast loftsk.-þjónustu. Múlafoss og írafoss áttu samkv. lögum og samningum stéttarfélaganna að hafa 18 manna áhöfn en þar sem skipin voru byggð fyrir erlenda aðila voru vistarverur einungis fyrir 11 menn. Eftir árs þras var fallist á það með gerðar- dómi að skipin mættu sigla með 11 mönnum, og hefur það gengið með ágætum. ísl. sjómenn vilja vinna en fá góð laun, það hafa þeir alla tíð sýnt. Tek dæmi: Togari undir 500 lestum notar 15 manna áhöfn, stærri togskip 24, mism. 9 menn, flest yfirmenn. Skipshöfn minni togskipa þénar 30—50% meira, þess vegna flytja skipstjórar og áhafnir sig á minni togskipin ef kostur er. Tog- skipið Sigurður notaði 5 vélstjóra sem togskip, breytt í mótorskip 2 vélstjóra, undanþegið lóðsskyldu um leið. Nú eigum við ekkert farþega- skip. Takið efnilega, tápmikla stráka í messann og gerið þá að úrvals sjómönnum. Þeir vinna á dekki þegar þeir hafa tíma aflögu og með þarf. Ríkisstjórnin hefur borið gæfu til að setja ekki bráðabirgðalög á far- menn sem menn með annarlegum hvötum hafa heimtað. Nú skora ég á ríkisstjórnina að breyta eða afnema með öliu þessi úreltu lög og láta farmenn velja um hvort þeir vilja skipta kökunni í 11 staði eða 30 eða eitthvað þar á milli, það nær engri átt að stafla öllu þessu liði fram á 1 skip. Það er ekkert erfiðara að sigla stóru skipunum en þeim minni, ekki heldur að keyra vél sem er 500 hestöflum stærri nema síður sé. Tek dæmi: Stærri skipin nota 4 vélstjóra, 2 aðstoðarvélstjóra, 1 dagmann, samt. 7 menn, þá nota flest skipin 3 stýrimenn í stað 2ja. Ég tel mig tala af reynslu þar sem 2 synir mínir og tengdasonur hafa gengið allar tröpp- urnar um borð í fragtskipum. Sjálf- ur sigldi ég og allir skipstjórar á minni skipum á stríðsárunum með 7 manna áhöfn. Siglingatæki: handlóð og kompás og allt fór vel. Asgeir M. Ásgeirsson, Sjóbúðinni, Rvfk. Þessi mynd er frá athöfninni, er minnisvarðinn var afhjúpaður. Síðasti ábúandi Hausastaða afhjúpar minnisvarða um Hausastaðaskóla MINNISVARÐI um Hausastaða- skóla var afhjúpaður í fyrradag í landi jarðarinnar Hausastaða á Garðaholti í Garðabæ. Ólafía Eyjólfsdóttir, síðasti ábúandi Hausastaða, afhjúpaði minnis- merkið. í kaffisamsæti, sem haldið var í þessu tilefni, fluttu ávörp Vilbergur Júlíusson skólastjóri Flataskóla, Garðabæ, Hörður Ágústsson listmálari, Ólafur Þ. Kristjánsson fyrrv. skólastjóri og Hjalti Einarsson form. skóla- nefndar Garðabæjar. Minnisvarðinn er reistur fyrir forgöngu skólastjóra Flataskóla í Garðabæ. Sérstakur bæklingur hefur einnig verið gefinn út um sögu skólans. Vilbergur Júlíusson rakti í ávarpi sínu tilefni þess, að ákveðið var að reisa varðann. Kom hug- myndin upp á 20 ára afmæli Flata- skóla á s.l. ári. Sagði Vilbergur, að gefandans, Jóns Þorkelssonar Skál- holtsrektors, hefði áður verið minnst á verðugan hátt, með bókaútgáfu o.fl. en skólans sjálfs sem stofnunar aldrei. — fyrsta heima- vistarbarna- skóla á íslandi 1728—1739. Jón var maður ókvæntur og barnlaus og í erfða- skrá sinni mælti hann svo fyrir að eftirlátnum eignum sínum skyldi varið til stofunar þar sem hin mest þurfandi og fátækustu börn í Kjalarnesþingi hiytu kristilegt uppeldi með húsnæði, klæðum og fæði, unz þau gætu unnið fyrir sér sjálf. Hörður Ágústsson listmálari hefur gert nákvæma úttekt á skóla- húsinu að Hausastöðum. Hann gerði grein fyrir byggingu skóla- hússins sjálfs. Sagði hann, að nokkuð örugg vitneskja lægi fyrir um húsaskipan og byggingarefni hússins. Ólafur Þ. Kristjánsson rakti sögu Hausastaðaskóla. Kom þar m.a. fram, að skólinn var reistur . ,a ; , t; Ll> /- v % sumarið 1792 og starfaði í 20 ár. Fyrstu nemendur skólans voru tólf, 6 stúlkur og 6 drengir. Fljótlega fjölgaði þeim í 16 og hélst sú tala alla tíð. Skólinn var ekki aðeins skóli í nútímamerkingu þess orðs, heldur einnig uppeldisstofnun. Börnin skyldu læra allt sem horfði til að þau gætu orðið sjálfbjarga menn. Hann skilaði ekki af sér lærðum mönnum, enda ekki tilgangur hans. Nemendur skólans voru öreiga sveitabörn sem gátu þar fengið uppeldi, sem þeim hefði ekki staðið til boða annars. Ólafur gerði einnig nokkra grein fyrir reglugerð skól- ans, skólastjórum o.fl. Hjalti Einarsson formaður skólanefndar Garðabæjar tók síð- astur til máls og þakkaði þetta lofsverða framtak og minntist Hausastaðaskóla. Hann fjallaði einnig nokkuð um sögu skólamála í Garðabæ. Allan kostnað við verkið greiddi Jón Þorkelsson skólameistari (1697—1759) vann mikið að skóla- málum á íslandi á sinni tíð. Hann var m.a. skólameistari í Skálholti V Teikning Harðar Ágústssonar af Hausastaðaskóla sem lýst er í bæklingnum. Thorkilliisjóður, sem er dánarsjóð- ur Jóns skólameistara. Hann er kenndur við gefandann, sem iðu- lega sneri nafni sínu á latínu að hætti lærðra manna þá og nefndi sig Johannes Thorkillius eða Thorchillius. Formaður sjóðs- stjórnar er Birgir Thorlacíus ráðu- neytisstjóri, en sjóðurinn er nú varðveittur í menntamálaráðu- neytinu. Ólafía Eyjólfsdóttir síðasti ábúandi Hausastaða: „Arslaunin mín fyrsta árið 25 kr. ” ÓLAFÍA Eyjólfsdóttir, síðasti ábúandi á Hausastöðum í Garða- hverfi, er fædd 17. des. 1890 að Holti í Garðahverfi. Hún verður því 89 ára á þessu ári. Ólafía er mjög ern og fluttist fyrir aðeins einu ári frá Hausastöðum að Hrafnistu í Hafnaríirði, dvalarheimili aldraðra. Hafði hún þá verið einbúi að Hausastöðum í nokkur ár. Blaðamaður Mbls. spjallaði stuttlega við Ólafíu, er hún hafði afhjúpað minnismerkið um Hausastaðaskóla. — Hvenær fluttist þú að Hausastöðum, Ólafía? „Ég fæddist nú á Holti í Garðahverfi en fluttist með for- eldrum mínum að Hausastöðum 1896, þá 6 ára gömul og bjó þar til 1905, er ég fór í vist til Hafnarfjarðar og var þar og víðar í vist til ársins 1930. Þá fluttist ég aftur til Hausastaða og bjó þar stöðugt þar til fyrir einu ári, er ég fór á D.A.S. í Hafnarfirði." — Unglingar hafa snemma þurft að vinna fyrir sér þá og eins hefur verið með þig. Hjá hverjum vannst þú á þessum árum? „Já, ég fór nú daginn eftir að ég var fermd, en ég var fermd í Bessastaðakirkju 29. maí 1905. — Þá var fermt annað hvert ár að Bessastöðum en hitt árið í Garðakirkju.— Já, ég fór daginn eftir ferminguna í vist til Jóns Gunnarssonar faktors og frú Soffíu Gunnarsson í Sivertsen- húsið í Hafnarfirði. Þar þótti fínt á þeim tíma, þar þéruðum við húsbændurna. Ég var vinnu- stúlka í Sívertsenhúsinu í þrjú ár.“ — Hvernig líkaði þér vistin? „Mér líkaði mjög vel hjá þeim hjónum. Vistin var ströng en góður skóli. Ég man að árslaun mín fyrsta árið voru 25 kr., sem ég fékk ekki greiddar, heldur fékk ég kommóðu, sem ég á reyndar enn. Hún var smíðuð á holdsveikrarspítalanum, þess vegna var hún svona ódýr. Laun- in voru oftast greidd í einhverju nytsömu, svo sem þessu, fatnaði o.fl. Launin hækkuðu nú eitt- hvað. Ég man að ég fékk síðasta árið um 75 kr. í árslaun." — Hvert ferðu síðan? „Ég hélt áfram að vinna sem vinnustúlka, en í Reykjavík. Ég vann á nokkrum stöðum fram til Ljósm. Mbl. Kristínn. „Auðvitað var oft fátækt og basl, en aldrei nein eymd“ sagði ólafia um veru sína á Hausa- stöðum. ársins 1930, en þá flyzt ég heim að Hausastöðum. Þar var gott að vera. Auðvitað var oft fátækt og basl, en aldrei nein eymd, — ég minnist þess ekki að við sveltum nokkru sinni." — Á hverju lifðuð þið á Garðaholtinu? „Við lifðum á því sem gafst úr sjó. Þá gafst nú enn þorskurinn og hrognkelsi veiddum við líka. Við höfðum kýr og kindur og góða grasnyt. Óg svo höfðum við hænsnin og svolitla garðrækt." Ég innti Ólafíu að lokum eftir, hvernig heilsa hennar -væri og hvernig hún yndi hag sínum að Hrafnistu. Hún varaði því til, að hún yndi hag sínum hið bezta. „Það er gott að vera á Hrafnistu. Mér brá þó við að fara frá Hausastöðum. Ég réð mér alveg sjálf þar. Gat gengið út í garðinn minn, þegar ég vildi og dundað mér. Én ég var náttúrulega alein, eftir að bróðir minn dó. Heilsan er góð miðað við aldur. Ég get lesið allt sem ég vil. Nei, ég þarf ekki að kvarta." Við kvöddum þessa heiðurs- konu, þökkuðum viðtalið og óskuðum henni velfarnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.