Morgunblaðið - 16.06.1979, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.06.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 1979 3 Ekkert annað að gera en hirða þetta fólk... Þórður segir að þeir íari alltaf tveir framá þegar á að skutla, skipshundurinn og hann. að vegna nálægðar Greenpeace- manna urðum við að liætta við að nota sprengjuna sjálfa, sem við gerum annars alltaf við hvalveiðarnar. Við ráðum sjálfir hvert skutullinn fer og skeikar yfirleitt mjög litlu, en hins vegar £eta brot úr sprengjunni dreifst um nokkurt svæði og hugsanlega valdið slysi ef menn eru á ferðinni rétt við hvalina. Sprengjan er þannig útbúin að hún springur þegar hún kemur í hvalinn og drepst hann þegar, en vegna aðgerða Greenpeace leng- ist dauðastríð hvalsins og ég hygg að hann hafi átt í því í 5—7 mínútur. — Þegar þeir tala um að mannlegu eðli sé ofboöið er því til að svara áð við erum nú ekki verri en það að meta mannslífin meira en líf blessaðra hvalanna og því tökum við ekki þá áhættu að valda slysum á fólki en af fyrrgreindum ástæðum er hugs- anlegt að dauðastríð hvalsins lengist. Það var í ýmsu að snúast hjá Þórði meðan staðnæmst var í Hvalfirðinum, en yfirleitt er ekki stanzað nema í 10—15 nn'nútur til að taka vistir. Þegar skipin þurfa að taka olíu er lengst stoppað í 2 tíma. Hins vegar tafðist Hvalur 8 í gær vegna þess að vír úr hvalnum flæktist í skrúfu skipsins þegar það var að koma að bryggjunni HVALUR 8 lagðist að bryggj- unni við Hvalstöðina um kl. 10 í gærmorgun, en hann hafði náð einni langreyði eftir túrinn, þrátt fyrir ýmsar truflanir Greenpeace-manna frá því á miðvikudag eins og fram hefur komið í fréttum Mbl. Þórður Eyþórsson skipstjóri gaf sér tfma til að spjalla stutta stund við blaðamenn Mbl., en á undan skipi hans höfðu Hvalur 6 og Hvalur 9 fært til vinnslu 2 langreyðar hvor. — Það er ekki neitt annað að gera en hirða þetta fólk, sagði Þórður, það er verið að tala um að mæta því á friðsamlegan hátt, en ég veit ekki hvernig það á að vera, að minnsta kosti er það ekki hægt á miðunum, hvort sem einhver getur hugsað sér það við skrifborð í stjórnarráð- inu. Þórður rakti síðan nokkur atriði úr skipsdagbókinni og kom þar fram, að frá því kl. 21:40 á miðvikudagskvöld hefði gúm- bátur Greenpeace-manna trufl- að þá við veiðar. Hefðu þeir komið að þeim hvað eftir annað er þeir sáu blástur og í hvert sinn sem hvalur var á yfirborð- inu keyrt í átt til þeirra af fullu vélarafli og styggt þá, og þess á milli sífellt verið undir stefni Hvals 8 eða í skotlínu milli hans og hvala sem Þórður hugðist skutla. — Rainbow Warrior kom -segirskip- stjórinn á Hval 8 um Greenpeace síðan á vettvang um miðnætti, sagði Þórður, en við höfðum keyrt þataf okkur og um eittleyt- ið settu þeir út hina gúmbátana tvo, en þeir höfðu elt okkur frá því úti fyrir Hvalfirði á stærstu gúmmítuðrunni, sem er með 130 hestafla vél og leíu þeir sífellt öllum illum látum á henni. Þá kom fram í dagbókinni að milli kl. 4 og 6 um morguninn hefði tvisvar komið upp vélarbil- un í Hval 8 og meðan látið var reka sagði Þórður að þeir hefðu farið í hringi umhverfis Hval 8 að því er virtist í algjöru til- gangsleysi. — Eg tel einsýnt að við hefðum fengið ágæta veiði þarna undir eðlilegum kringumstæðum og þarna um morguninn var Landhelgisgæzlunni sent skeyti og báðum við hana aðstoðar. Síðan reyndum við að halda áfram veiðum og upp úr hádeg- inu sáum við 4 hvali en þá var stóri gúmmíbáturinn undir stefninu og við urðum að hætta Þórður Eyþórsson skipstjóri á Hval 8 sagði að vertíðin í ár væri sín 20. Á borðinu er hvellhettan, sem knýr skutulinn áfram, sprengjan, sem springur í hvalnum, og púðurfyllingin, en Þórður heldur á timastillingunni, sem tekin var úr til að gera sprengjuna óvirka. Ljósm. Kristján. við. Síðan um kl. 16 þegar stóra tuðran var á bakborða kom upp hvalur stjórnborðsmegin á stuttu skotfæri og hljóp ég þá fram á og bjóst til að skutla. Hafði ég frið til að koma skoti á hvalinn meðan þeir voru að reyna að komast fram fyrir Hval 8 og á milli og þegar skotið hæfði hvalinn aftarlega voru þeir að nálgast hann að framan. — Það skal tekið skýrt fram 60 feta langreyður. Flensarinn er að taka spikið af bakinu, en skíðin sjást lengst til vinstri, ljós fremst en dökkna svo og verða svört. og tók nokkurn tíma að losa hann. Þórður sagði að þessi veiðiferð þeirra hefði verið all- löng og törnin frá því þeir hófu veiðar og þar til þeir urðu að hætta 18 tímar og allan þann tíma hefðu gúmbátar Green- peace verið á sveimi í kring, en Rainbow Warrior hefði hins vegar farið að siglingareglum. — Við getum ekki látið þetta hippadót segja okkur að hætta vinnu okkar. Við veiðum algjör- lega eftir því sem aiþjóðahval- veiðiráðið úthlutar okkur og það er samdóma álit fulltrúa í ráð- inu að íslenzku hvalveiðarnar séu í jafnvægi. — Það er eindregin ósk okkar að Landhelgisgæzlan haldi uppi löggæzlu á miðunum, því ef þeir gera það ekki er spurning hver eigi að gera það, eigum við að gera það sjálfir eða hver?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.