Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
209. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
PreniMniðja Morgunblaðsins.
Til viðræðna í Moskvu — varautanríkisráðherra Sovétríkjanna Leonid Ilyichov
veifar til '' sniyndara þar sem hann gengur með hinum kínverska kollega sínum,
Wang Yuping. Símamynd AP. Sjá frétt um viðræðurnar í Moskvu bls. 38.
Aminboðar
náðun fanga
Kabul. 24. aeptember. AP. Reuter.
HINN nýi forseti Afganistans,
Ilafizullah Amin. hauð náðun and-
stæðinga stjórnarinnar og jafn-
framt boðaði hann að Afganistan
myndi reyna að bæta samkomulag-
ið við nágrannarikin, fran og Pak-
istan. Þetta sagði hann á fundi með
fréttamönnum í Kahul. höfuðborg
Afganistans. Jafnframt sagði hann
að 60 fangar hefðu þegar verið
látnir lausir og boðaði að fieirum
yrði sleppt eða þeir leiddir fyrir
rétt.
Amin sagði að Taraki, fyrrum
forseti landsins, væri „veikur" eins
og hann orðaði það. Hann vildi ekki
tjá sig frekar um það en orðrómur er
uppi í Kabul um að Taraki hafi
særst í átökum sem fylgdu valda-
töku Amins 14. þessa mánaðar. Talið
er að Taraki sé í haldi í fangelsi í
Kabul.
Amin var spurður um afdrif
þriggja ráðherra, sem studdu Taraki
í valdabaráttunni í landinu. Hann
sagðist ekkert vita um afdrif þeirra
en fréttir frá Islamabad segja, að
þeir hafi að öllum líkindum komist
yfir landamærin til Sovétríkjanna.
Þykir margt benda til að Sovét-
mönnum þyki nóg um harðlínu-
stefnu Amins og þeir hafi því lagt að
honum að forðast frekari átök í
landinu.
Loftbardagi
yfir Líbanon
Beirut. Tel Aviv, 24. scptember. AP.
Reuter.
Skærulidar fallast
á þingstyrk hvítra
Hvítir menn haldi fimmtungi þingsæta
Lundúnum, 24. september. AP. Reuter.
SKÆRULIÐAFYLKINGAR
Joshua Nkomos og Robert
Mugabes féllust í dag á til-
lögu Breta um að hvíti minni-
hlutinn í Ródesíu fengi að
halda einum fimmta þingsæta
sinna, að því er talsmaður
fyikinganna skýrði frá í
Lundúnum í dag. Hann sagði
að þetta væri gert með trega
og að það væri kynþáttamis-
rétti að hvítir, sem aðeins
væru 3% íbúa landsins, héldu
20% þingsæta. Þessi tilkynn-
ing skæruliða kemur í kjölfar
samþykktar sendinefndar
Abels Muzorewas forsætis-
ráðherra að hvíti minnihlut-
inn missi neitunarvald sitt í
stjórnlagabreytingum.
Eddison Zvobogo, talsmaður
skæruliða, sagði að þeir myndu
berjast fyrir afnámi þessara for-
réttinda hvítra en ein af megin-
kröfum skæruliða var, að hvítir
menn í landinu hefðu þingsæti i
hlutfalli við fjölda þeirra. Þá sagði
hann, að þessar tilslakanir væru
því skilyrði bundnar að Muzorewa
viki frá fyrir nýrri stjórn, sem
myndi undirbúa nýjar kosningar
og leggja drög að endurskipulagn-
ingu hersins.
Sir Ian Gilmour, sem nú stjórn-
Skotbardagi
Róm, 24. september. AP. Reuter.
ÍTALSKA lögreglan náði Pros-
pero Gallinari, einum helsta for-
sprakka „Rauðu herdeildarinn-
ar“ í Róm í kvöld. Til skothar-
daga kom og var Gallinari flutt-
ur á sjúkrahús, lífshættulega
særður. Gallinari var stofnandi
Rauðu hcrdeildarinnar og talinn
forsprakkinn að baki ráni og
morði Aldo Moro, fyrrum forsæt-
isráðherra landsins.
ar viðræðunum í Lundúnum í
fjarveru Carringtons lávarðar,
sem er í New York á fundi
Allsherjarþings Sameinuðu þjóð-
anna, sagði að þetta væri „stórt
skref framávið". Bretar lögðu þó
áherzlu á að enn væri langt í land
til lausnar. „Okkur hefur þó miðað
betur en nokkurn óraði fyrir,"
sagði Nicholas Fenn, talsmaður
brezku stjórnarinnar, við frétta-
menn. Utanríkisráðherra stjórn-
arinnar í Salisbury, David Mu-
kome, sagði að ákvörðun skæru-
liða hefði verið „fyrirsjáanleg".
Hann bætti við: „Okkur hefur
miðað vel áfram að því takmarki,
sem við settum okkur áður en við
komum til Lundúna: að Bretar
aflétti viðskiptabanni á Zimbabwe
Ródesíu."
Stríðið í Zimbabwe Ródesíu
heldur áfram. He-itjórnin í Salis-
bury tilkynnti í dag, að 79 manns
hefðu beðið bana síðan á föstudag
og að 377 hefðu beðið bana frá því
viðræðurnar hófust í Lundúnum
fyrir 15 dögum.
TIL loftbardaga kom milli sýr-
lenskra og ísraelskra orustu-
þotna y'ir Libanon í dag. Fjórar
sýrlenskó.f þotur voru skotnar
niður en að sögn ísraelskra yfir-
valda sneru allar ísraelsku þot-
urnar heilu og höldnu til baka.
Sýrlenska útvarpið skýrði þó
svo frá, að tvær ísraelskar þotur
hefðu orðið fyrir flugskeytum.
Þessi brýna er önnur viðureign
sýrlenskra og ísraelskra orustu-
þotna á 5 árum. Að sögn sjónar-
votta réðust sýrlensku þoturnar
að hinum ísraelsku. I Beirut
sögðu heimildir, að með þessum
árásum vildi Hafez Assad. forseti
Sýrlands, beina sjónum manna
frá vandræðum heirta fj r neð
því að sýna fram á að ht.j’T teti
staðið uppi í hárinu á ísraels-
mönnum.
Sovéskir listdansarar
biðja um hæli í Sviss
H jónin Oleg Protopopov og Ludmila Belousova tvöfaldir Olympíumeistar-
ar og fjórf aldir heimsmeistarar í listdansi á skautum báðu um hæli í Sviss
Bern, 24. september. Reuter. AP.
HIÐ ÞEKKTA sovéska skautapar, Ludmila Belousova og Oleg
Protopopov, báðu í siðustu viku um hæli í S'dss sem pólitískir
flóttamenn að því er svissnesk yfirvöld skýrðu frá í dag. Þau voru
að ijúka sýningaferð um Sviss og V-Þýskaland. Ludmila og Oleg
hafa tvívegis orðið ólympiumeistarar í listdansi og fjórum sinnum
hrepptu þau hcimsmeistaratitilinn saman. Hjónin haía verið
skærustu stjörnur sovéskra listdansara um margra ára skeið og
flótti þeirra kemur sovéskum yfirvöldum illa, því að hjónin höfðu
verið heiðruð fyrir afrek sín á isnum, hlotið æðstu viðurkenningu,
sem sovésk yfirvöld veita iþróttafólki sínu. í alfræðibókinni
sovésku er þeirra getið að verðleikum, sagt að þau séu þekkt fyrir
„glæsileik, nákvæmni i list sinni og ljóðræna tjáningu“.
Nokkuð var farið að halla
undan fæti hjá þeim, þar sem
þau eru bæði á fimmtugsaldrin-
um. Þau komu fyrst fram á
sjónarsviðið á Olympíuleikunum
í Innsbruck 1964 er þau unnu
gull. Þau endurtóku sigurinn í
Grenoble 1968. Fjórum sinnum
urðu þau heimsmeistarar, síðast
í Colorado Springs 1969. Árið
eftir gerðust þau atvinnumenn,
með flokki frá Leningrad og fóru
víða á sýningaferðum.
Hjónin fylgja í kjölfar þekktra
sovéskra borgara er flúið hafa
vestur yfir járntjald. Skærasta
stjarna sovéskra dansara, Alex-
ander Gudunov, flýði til Banda-
ríkjanna þegar hann var á ferð
með Bolshoi-ballettinum í
Bandaríkjunum. Kuzlov-hjónin
fylgdu í kjölfar hans. Þá flýði
sovéskur stórmeistari í skák, Lev
Alburt.
Skömmu eftir að tilkynnt var
að Oleg og Ludmila hefðu beðið
um hæli í Sviss var skýrt frá því
að sovéska stórmeistaranum í
skák, Victor Korshnoi, hafði
verið veittur svissneskur ríkis-
borgararéttur.
Símamynd AP.
Oleg Protropopov og Ludmila Belousova í síðustu sýningu sinni
áður en þau báðu um hæli i Sviss. „Fágun, tæknileg fullkomnun og
listræn túlkun,“ segir i alfræðibók Sovétmanna um þau.