Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 Guðrún, Stefán, Ingileif, Jóhannes, Halldór. Heimsókn ad Litla-Vatns- horni í Haukadal og spjall við Asu Gisladóttur Ása með yngsta drenginn, Halldór. — Það tjóaði nú ekki að leggj- ast í sorg og sút þegar maðurinn dó fyrir fjórum árum. Ég hafði um fimm lítil börn að hugsa og tvö gamalmenni — móður mína og tengdamóður sem báðar eru nálægt níræðu. Auk þess gat ég ekki hugsað þá hugsun til enda að fara burtu — allra sízt í kaupstað. Ég er fædd og uppaiin í sveit, er mikil sveitakona í eðli mínu og hér áttu börnin líka sína rótfestu. Því varð það að ég ákvað að halda búskapnum áfram og hann hefur gengið vel og ekki sízt þakka ég það aðstoð þeirra gömlu kvennanna Guð- rúnar Jónasdóttur, móður minn- ar, og Stefaníu tengdamóður minnar Guðjónsdóttur. Þetta segir Ása Gísladóttir, húsfreyja á Litla-Vatnshorni í Haukadal í Dölum. Hún hefur síðan stýrt búi sínu þar með mesta skörungsskap, hefur ekki stórbú á mælikvarða þeirra Dalamanna margra, en segir enda jörðina ekki landstóra en notalega. Hún hefur 140 kindur og 7 kýr og nokkuð góðan véla- kost. Gömlu konurnar eru í inniverkunum, annast matseld og þjónustubrögð en sjálf annast Asa útiverk og hirðingu skepn- anna. „Ég hef líka alltaf verið meira fyrir útiverk," segir hún, „áður en ég fluttist hingað var ég alvön að hirða fé, svo að það er mér ekkert erfiði." Guðrún Jónasdóttir, móðir hennar, hafði orðið 85 ára dag- inn áður en ég rak inn nefið á Litla-Vatnshorni. Stefanía var hálflasin þennan dag og lá fyrir, svo að hana hitti ég ekki að þessu sinni. Guðrún Jónasdóttir er fædd í Ljárskógaseli frammi á Ljárskógafjalli sem hefur nú verið í eyði um fimmtíu ára skeið, eða frá því að foreldrar Guðrúnar hættu þar búskap. Ljárskógasel er afskekkt býli, langt frá öllum öðrum bæjum í Laxárdal, og Jóhannes skáld úr Kötlum, bróðir Guðrúnar, orti áhrifamikið ljóð á sínum tíma, „Karl faðir minn“, þar sem vel kemur fram sú harða lífsbarátta sem þar var háð sem víðar, þótt ekki sé lengra en nokkrir áratug- ir síðan. Mér segja menn, að Guðrún hafi verið létt á fæti og snör í snúningum á yngri árum og þótt hún sé nú hálfníræð er hún enn kvik í hreyfingum og ber fram gómsæta sunnudagssteik og rús- ínugraut fjarskalega fyrirhafn- arlaust. Þegar hún bjó í Ljárskógaseli gekk hún að slætti, það þótti ekki tiltökumál. Seinna flutti hún í Pálssel þar sem hún setti saman bú með Gísla sem þar bjó, þá ekkjumaður, og Ása er fædd í Pálsseli. Sú jörð er framarlega í Laxárdal, mikil og góð fjalllend- isjörð en nú einnig í eyði komin. Frá Pálsseli fluttist fjölskyld- an síðar að Lambastöðum í sömu sveit og bjó þar í sambýli við fósturson Gísla, Kristján Ein- arsson. Á Lambastöðum lézt Gísli 1956 og þær mæðgur voru þar um kyrrt unz Ása fór að Litla-Vatnshorni 1965 þar sem maður hennar, Gunnlaugur Hannesson, hafði búið langa hríð. — Ég var orðin þrítug þegar við fórum að búa, svo að það þýddi ekkert annað en skella sér í barneignirnar af fullum krafti, segir hún og hlær dátt, þegar ég vík að því hversu þétt börnin hafi komið. Guðrún er nú 11 ára, Stefán 10 ára, Ingileif er 8 ára, Jóhannes 7 ára og Halldór er fimm ára. Gunnlaugur fór að finna til veikinda þegar ég gekk með yngsta barn okkar og okkur varð bráðlega ljóst að hverju stefndi. En það var auðvitað ekkert unj. það að ræða að gefast upp. Við höfðum átt saman góð ár og ég var ekki ein í heiminum. Ég átti öll þessi börn og þessar góðu, gömlu konur, sem í reynd treystu öll á mig. Fyrsta veturinn eftir að Gunnlaugur dó hafði ég vetrar- mann en síðan ekki. Ég hef hirt skepnurnar sjálf eins og ég sagði, en krakkarnir eru dugleg- ir og hjálplegir og á sumrin hef ég haft góða unglinga og krakka sem hafa verið betri en engir. Ég sel mjólk í Búðardal, silungs- veiði úr Haukadalsá er drjúg búbót, svo að það er engin 'ástæða til að kvarta. — Vinnan við búskapinn er flest skemmtileg, þó held ég að sauðburðurinn sé allra bezti tími ársins þótt annasamur sé og lítið verði um svefn og hvíld svo að dögum skiptir. Mér finnst líka gaman á haustin þegar göngur og réttir hefjast. í Haukadal eru aðeins dagsgöngur, farið á Vill- ingadal og réttað í Skarðsrétt. Heyskapur er líka ánægjulegur tími — ekki sízt var svo í sumar þegar tók að hlýna og bregða til betri tíðar og reyndar er ekki ofmælt að síðari hluti sumars hafi verið dýrðleg tíð. — Nú eru fjórir af krökkun- um byrjaðir í skóla á Laugum og það verður þá vitanlega dauf- legra á veturna. Ég horfi nú lítið á sjónvarp, það er í nógu öðru að snúast. Eg hef gaman af að sauma og sauma dálítið á mig og krakkana. Svo les maður og hér í sveitinni er á veturna starfandi saumaklúbbur hálfsmánaðar- lega til skiptis á bæjunum og spilakvöld á þriggja vikna fresti. Þó kann það að fara eftir færð, því að stundum er snjóþungt hér í dalnum. Á Litla-Vatnshorni getur verið veðrasamt og einna verst í vestanátt, en svo eru hér einnig góðviðri langtímum. Mér þykir gaman að hitta fólk og taka þátt í félagslífi, og yfirleitt er ég svoleiðis gerð að mér er alveg sama hvar ég er nema ekki í borg. Þó er ég átthagabundin hér í sýslunni, ég finn að ég vil helzt vera hér. Þó að ég hafi lítið kynnzt Haukadal fyrr en ég fluttist hingað undi ég strax mínum hag og það væri okkur hreinasta neyðarúrræði ef við þyrftum að fara héðan. h.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.