Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
Grikkland:
Toxti Jóhanna Kristjónsdóttir
Grikkir eru ad byrja
að hrista sig eftir fimm
ára pólitíska kyrrð
Sú kyrrð, sem hefur ríkt í
grískum stjórnmálum
síðustu árin, stingur
óneitanlega í stúf við þá
stöðugu ólgu, öróa og öngþveiti,
sem var fyrir valdatíma herfor-
ingjastjórnarinnar. Að vísu efna
ýmsar stéttir öðru hverju til
skyndiverkfalla dag og dag og
Papandreu, leiðtogi stærsta
stjórnarandstöðuflokksins,
PASOK, hpfur sig í frammi og
dregur til sín mikið af ungu
fólki, og hann heldur uppi
skeleggri gagnrýni á stjórn Kon-
stantíns Karamanlis. Að margra
dómi er sú gagnrýni málefna-
legri en búast hefði mátt við af
svo sérstæðum pólitíkus sem
Papandreu er.
En nú eftir fimm ára rósemd
er eins og Grikkir séu eilítið að
byrja að hrista sig. Arin undir
stjórn Karamanlis hafa um
margt verið velmegunarár á
grískan mælikvarða, en víst hef-
ur atvinnuleysi og verðbólga
gert vart við sig þar sem hvar-
vetna. Samt blandast fáum hug-
ur um, að Karamanlis hefur af
fádæma stjórnleikni tekizt að
stýra landinu svo að almenn
lífskjör hafa þrátt fyrir allt
farið batnandi, tekizt hefur að
auka framleiðsluna og viðskipta-
jöfnuður við útlönd er bærilegri
en víða. Miðstéttar-Grikkinn
hefur sennilega ekki í langa tíð
lifað eins þægilegu lífi og þessi
Karamanlisár, Auð-Grikkinn
hefur svo sem aldrei haft undan
neinu að kvarta fyrr en kannski
nú, að Karamanlis hefur tekið
upp á því að leggja skatta á í
landinu. Það kemur einna helzt
við þá efnameiri og þykir ekki
notalegt. Á hinn bóginn gerir
fólk sér grein fyrir, að skattleysi
þegna fær ekki staðizt þegar
krafizt er aukinnar almennrar
þjónustu og uppbyggingar og því
er erfitt að hafa uppi háværa
raust gegn ákvörðun Karaman-
lis. Papendreu hefur vissulega
reynt það og þá út frá þeim
forsendum að skattheimtan
Karamanlis
komi óréttlátt niður og bitni
harðast á þeim, sem minnst
hafa, og víst hlýtur að vera
leitun á því landi þar sem þegn-
um ber saman um að skattar
komi réttlátt á þegnana.
Þegar svipazt er um í Aþenu
nú rekur gestur kannski fyrst
augun í það að hvarvetna er
verið að byggja. Af offorsi eru
rifin niður gömui og hrörleg hús
og reistar tígulegar en forljótar
blokkir upp á sex eða átta hæðir
í staðinn. Það kostar skildinginn
að leigja eða kaupa íbúðir í
þessum húsum, en ekki virðist
skorta á að menn flytjist inn í
húsin. Samt býr fólk í hreysum í
fátækrahverfum við sorphauga
og víða er hróflað upp íverustöð-
um, sem á okkar mælikvarða
teljast naumast mannabústaðir.
Þarna býr líka fólk, og reynir að
draga fram lífið.
Sumir þeir sem ég talaði við í
stuttri dvöl í Grikklandi á dög-
unum lofuðu mjög styrka stjórn
Karamanlis og töldu forsjá
landsins bezt komið í hans hönd-
um. Enginn dregur hæfni Kara-
manlis í efa þótt ágreiningur
kunni að vera um grundvallar-
skoðanir. Ýmsir virtust á þeirri
skoðun að Papandreu væri mjög
að færast til miðjunnar og
Papandreu
vinstri menn eins og þeir gerðust
kröftugastir í gamla daga frussa
langar leiðir og telja hann í
mesta lagi léttan miðkrata. Mið-
flokkurinn sem áður var undir
stjórn Mavrosar, en eftir kosn-
ingaósigur hans fyrir tveimur
árum urðu þar foringjaskipti, er
ekki mikið afl í landinu og ýmsir
smáflokkar, bæði til hægri og
vinstri, eru atkvæðalitlir þótt
þeir reyni að hafa sig nokkuð í
frammi.
Sé leitað eftir málefnalegri og
bitastæðari forsendum fyrir
gagnrýni á stjórn Karamanlis
verða svörin býsna grísk — enda
geta Grikkir yfirleitt aldrei ver-
ið sammála um eitt né neitt. Það
hefur þó að minnsta kosti ekki
breytzt. Þeir segjast m.a. finna
honum það til foráttu að hann
hafi lagt niður skottið, farið til
Parísar og búið þar í vellysting-
um praktuglega meðan þjóðin
var undir herforingjastjórn. Og
hafi síðan komið heim eins og
Messías og talið það hlutskipti
sitt að frelsa þjóðina.
Leitaði maður aukin heldur
eftir því við þá sem andsnúnir
voru stjórninni, hvað þeir teldu
að farsælast væri Grikklandi að
kæmi í staðinn voru svörin fjöl-
skrúðug. Allir stjórnmálamenn
væru spilltir. Það ætti bara að
gera byltingu. Skjóta alla stjórn-
málamennina sem eru með það
eitt í huga að skara eld að sinni
eigin köku. Fá fólkinu völdin í
sínar hendur. Þetta sagði einn
ágætur maður sem kvaðst hafa
tilheyrt KKE, flokki langt til
vinstri. Hann var hins vegar
óhress með sína menn og kvað
þá hafa hallast um of að línu
Moskvu-manna í stað þess að
halda sér við kenningar
marx-leninista. Þar með hefur
blossað upp mikill ágreiningur í
flokknum og þeir eiga það sam-
eiginlegt með ýmsum öðrum
smáflokkamönnum, hægri eða
vinstri, að hafa uppi þessi hefð-
bundnu slagorð sem verða fólki
svo fjarskalega töm á tungu
þegar rökin eru ekki beinlínis
pottþétt.
Fylgjendur Papandreu og
ýmsir fleiri reyndar spáðu því að
kosningar yrðu á næsta ári,
Karamanlis yrði ekki stætt á
öðru vegna vaxandi ólgu í land-
inu með stefnu hans, m.a. í
afstöðu til NATO, til EBE og eru
þetta helztu málin sem nefnd
voru. Ýmsir voru á því að í þeim
kosningum myndi PASOK sópa
til sín slíku fyigi að næsti for-
sætisráðherra myndi verða
Papandreu. Það er ýmislegt sem
rennir stoðum undir að þetta
gæti orðið. Karamanlis er með
góðan þingstyrk að baki en það
kynni svo að fara að Nýdemó-
krataflokkur hans missti fylgi
til Papandreu. Ekki sízt vegna
þess, að Karamanlis hefur hald-
ið dálítið stíft og einræðislega
um stjórnartaumana. Það gæti
líka verið ósköp eðlilegt að nú
fyndist Grikkjum bara rétt kom-
inn tími til að skipta um forystu-
menn. Og það er sem sagt margt
sem bendir til þess að forystu-
mannaskipti í Grikklandi á
næsta ári myndu ekki leiða til
þeirrar kollsteypu sem hefði
getað orðið í síðustu kosningum,
fyrir aðeins tveimur árum.
Dr. Ludvig Holm-Olsen.
„Snorri og
Norðmenn”
Dr. Ludvig Holm-Olsen prófess-
or og fyrrum rektor Björgvinjar-
háskóla flytur fyrirlestur í boði
Háskóla íslands og Snorranefndar
í hátíðasal Háskólans í dag,
þriðjudag, kl. 17.15. Fyrirlesturinn
verður fluttur á norsku og nefnist
Snorre og Nordmennene.
Fyrirlesarinn er Islendingum
kunnur fyrir rannsóknir á forn-
bókmenntum íslendinga og Norð-
manna, t.a.m. Sverris sögu og
Konungsskuggsjá.
Sagan af Snorra og Norðmönn-
um er ekki bundin við fornöldina,
heldur hefur Snorri og þá einkum
Heimskringla hans fylgt Norð-
mönnum um aldir, og verður
sérstaklega fjallað um þann þátt í
erindinu.
Skipstjórinn
á Sæhrími
dæmdurí 1,7
millj. kr. sekt
DÓMUR var kveðinn upp á ísa-
firði á laugardag í máli skipstjór-
ans á Sæhrími IS 100. Báturinn
sem er 26 tn að stærð var tekinn
að ólöglegum veiðum 1.2 sjómilur
innan landhelgismarkanna út af
Barða aðfararnótt siðastliðins
föstudags.
Skipstjórinn var dæmdur í 1.7
milljón króna sekt og afli og
veiðarfæri bátsins voru gerð upp-
tæk til Landhelgissjóðs. Dóminn
kvað upp Þorvarður K. Þorsteins-
son, bæjarfógeti á ísafirði.
„Þrjú hjól
undir bílnum
—en áfram kemsthann þó”
ÞEIR ERU ekki margir bílarnir af þessari
tegund sem enn eru í fullu fjöri, að minnsta kosti
er eiganda þessa bíls aðeins kunnugt um einn
annan Messer Schmidt af þessari gerð í landinu.
Eigandinn er Sigríður Lyngdals á Dalvík sem átt
hefur bílinn í rúm 20 ár, en hann er af árgerð
1957.
Hún sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðs-
ins sem var á ferð á Dalvík fyrir skömmu, að bílinn
væri ákaflega sparneytinn og eyddi sama og engu
af bensíni. Bíllinn er á þremur hjólum og hægt er
að stjórna honum að öllu leyti með höndunum sem
kemur sér vel fyrir Sigríði þar sem hún er fötluð.
Strákurinn sem stendur hjá bílnum heitir Daníel
Ágúst Haraldsson og var í sveit á Syðra-Holti í
Svarfaðardal í sumar.