Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 18
\ g MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiðsla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Kommar og olíuhags- munamenn hafa reynt að innræta íslensku þjóðinni, að hún eigi að sætta sig við olíuokrið og þakka Rússum helzt hvern dropa með sér- stöku bænahaldi, sem er andstætt eðli okkar og stolti. Þeir hafa haldið því fram með viðeigandi tilburðum, að við getum hvergi fengið olíu- eða benzíndreitil annars staðar en hjá Rússum. Þessu trúðu sumir, en aðrir ekki. Morgunblaðið og stjórnar- andstaðan börðust fyrir end- urskoðun á olíuviðskiptum okkar og máttu þakka fyrir, að allt skyldi ekki af göflun- um ganga. Blaðið var út- hrópað og brigzlyrðin voru jafnvel venju meiri. En við kippum okkur ekki upp við það. Við höfum góðan mál- stað að verja, lífshagsmuni íslenzku þjóðarinnar. Hinir voru bundnir af olíuhags- munum, kommarnir klyfja- hestar undir sovézkum hags- munum. En allt, sem Morg- unblaðið og stjórnarand- staðan hafa sagt um olíu- málin, er rétt. Olíuskýrslan hefur að vísu ekki verið birt, en fréttir hafa borizt í fjöl- miðla um, að hún sýni, að við búum við verstu olíukjör í vestrænum ríkjum og jafn- framt, að við höfum verri kjör en aðrir viðsemjendur Rússa. Ekki verður vitnað til heimilda um þessi efni fyrr en olíuskýrslan verður birt fjölmiðlum til trausts og halds í málflutningi þeirra. Vonandi verður hún birt sem allra fyrst — og ekki síðar en að viðræðum okkar við Rússa loknum, væntanlega í þessri viku. Morgunblaðið kvíðir ekki þeim dómi, sem kveðinn er upp í olíuskýrsl- unni. Það neitar með öllu, að birting hennar verði látin dragast á langinn. Og um- fram allt á að birta þjóðinni alla skýrsluna. Það var raun- ar röng stefna að birta ekki skýrslu olíuviðskiptanefnd- ar, áður en samningar um olíuverð hófust við Rússa, svo gott vopn sem hún aug- ljóslega er í höndum okkar, þegar sezt er að samninga- borðinu. Viðskiptaráðherra ber höfuðábyrgð á þeim mistökum, eins og ýmsu öðru í þessu máli. Nú þegar liggja samt fyrir nokkrar staðreyndir, sem ganga þvert á málflutning úrtölumanna og komma, ef málflutning skyldi kalla. • Finnska fyrirtækið Neste er reiðubúið til viðræðna um olíusölu til íslands. Þar er átt við benzín, díselolíu og svartolíu. Bendir margt til þess, að við getum gengið inn í langtímasamning með betri kjörum en við nú höfum. • Möguleikar eru á hráólíu- kaupum í Bretlandi á næsta ári eða 1981. Markaður í Noregi, Nigeríu og víðar er ekki kannaður til fulls, en horfur allgóðar. Við höfum mikilla hagsmuna að gæta í Nigeríu vegna skreiðarsölu þangað. • Unnt er að kaupa olíu af einum aðila, en hreinsa hana í olíuhreinsunarstöð hjá öðr- um. Þannig gætum við t.d. keypt hráolíu af Nigeríu- mönnum og hreinsað hana annars staðar, ef við viljum. Þá gætum við e.t.v. einnig keypt óunna olíu af Rússum og látið hreinsa hana annars staðar, en fordæmi er fyrir því. Talsmaður Nestes í Finnlandi hefur sagt, að þeir séu til viðtals um að við kaupum hráolíu, t.d. af Rúss- um, og þeir hreinsi hana. Slíkir möguleikar virðast víðar. Þannig liggur fyrir, að möguleikarnir eru marg- víslegir. En versti kosturinn er auðvitað sá, sem við höf- um búið við, þ.e. að kaupa fullunnar olíuvörur á okur- verði því, sem tíðkast hefur í Rotterdam, en það hefur gengið svo nærri efnahag okkar, að ekki er unnt að tala um annað en arðrán í því sambandi. Svo að ekki sé nú talað um verðbólguáhrif- in. Ashkenazí varaði okkur við því á sínum tíma, að það væri einmitt með slíkum viðskiptum, sem Rússar næðu kverkataki á smáþjóð- um — og væri þá auðveldur eftirleikurinn. Sá glatar frelsi sínu, sem glutrar niður efnahagslegu sjálfstæði í annarra hendur. Við verðum auðvitað að tryggja okkur olíuvörur, en það má ekki kosta okkur lífið. Eða hver vill bera ábyrgð á viðskipta- samningum, sem ganga af frelsi okkar dauðu? Þá hefur verið bent á, að öruggast sé að kaupa olíu- vörur af fleiri aðilum en einum, svo að við verðum engum einum aðila háðir í þeim efnum, eins og verið hefur, og jafnvel bent á enn eina leið til þess, eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um: það er að við gerumst aðilar að Alþjóðaorkumála- stofnuninni, en Englend- ingar hafa t.a.m. í olíuút- flutningi sínum mjög fylgt þeirri stefnu að selja aðild- arríkjum stofnunarinnar hráolíu með OPEC—verð- miðun. En kommar leggjast gegn slíkri aðild, þótt enginn heilvita maður telji, að hún hafi hættu í för með sér. Við eigum hvort eð er aðild að þeirri stofnun, sem næst stendur Alþjóða- orkumálastofnuninni, þ.e. Efnahags- og framfarastofn- uninni í París (OECD). Engrar tortryggni hefur gætt í afstöðunni til þessara stofnana. Alþjóðaorkumála- stofnunin hefur verið e.k. trygging fyrir óvæntum skakkaföllum vegna olíu- kreppu. Aðild að henni er því sjálfsögð. Loks er þess að geta, að ýmsir óttast, að olíuvinnsla Rússa geti dregizt saman og því sé ekki ráðlegt að skipta við þá eina. En þó væri nú heppilegast, að þeir lækkuðu olíuverð hjá sér, svo við getum haldið viðskiptum við þá enn um stund, eða a.m.k. meðan við erum að leita hófanna annars staðar. Við getum aftur á móti ekki látið þá setja okkur stólinn fyrir 1 dyrnar. Þeir mega ekki hafa okkur í greip sinni. Það skilja a.m.k. allir þeir íslend- ingar, sem ekki hafa neinna sérstakra hagsmuna að gæta í sambandi við þessi olíuvið- skipti. Það er fleira matur en feitt kjöt. Svartagullið er til víðar en í Sovétríkjunum. Vonandi náum við nú hag- stæðum samningum við Rússa um olíukaup, en sam- kvæmt viðskiptasamningi okkar við Sovétríkin, sem rennur út í árslok 1980, er gert ráð fyrir, að við kaupum af þeim allt að 500 þús. tonn af olíuvörum á næsta ári, en nú er verið að semja um endanlegt magn og verð. Síðan eigum við að nota tímann og leita fyrir okkur alls staðar þar sem einhverj- ir möguleikar eru á olíu- kaupum. Það liggur nú fyrir að möguleikarnir eru marg- ir. Við ættum að geta keypt olíuvörur af fleiri en einum aðila. Nú þarf að halda vel á spilunum. Við þurfum ekki að vera bundin á neinn olíuklafa, hvað sem hver segir. Það er sjáfskaparvíti, ef olíukaup okkar verða ekki farsællega til lykta leidd. En án verðlagsbreytinga getum við ekki keypt af Rússum sama magn af olíuvörum og áður. Hagkvæmara er að kaupa hráolíu og hreinsa hana fyrir eigin reikning en hafa þann háttinn á, sem tíðkast hefur í viðskiptum okkar við Rússa, þ.e. að kaupa olíuvörur allar full- unnar og það á Rotterdam verði. íslendingar munu vera eina Evrópuþjóðin, sem flyt- ur eingöngu inn fullunnar olíuvörur. Af þeim ástæðum er olíuverð til íslendinga nú hærra en til nokkurra ann- arra. Við svo búið má ekki standa deginum lengur. Auð- vitað átti að kippa þessu í liðinn í vor, þegar á það var bent. En ráðamenn hreyfðu hvorki legg né lið, en hömuð- ust í stað þess á Morgunblað- inu fyrir „óþjóðholl" „geð- veikis“-skrif! Það hefur e.t.v. kostað þjóðina milljarða. En gleymum því. Tökum heldur höndum saman og spörum þjóðinni milljarða með hag- kvæmari innkaupum. Það gera þeir, sem reka bú sín vel. Olíukaup og sjálfstæði íslands Ljósm. BetTlnií Cecilsson. Mb. Lýður Valgeir SH 40 kom til Grundarfjarðar í gær. Lýður Valgeir, nýr bát- ur til Grundarfjarðar Grundarfirði, 22. september 1979. í gær kom 53 tonna bátur til Grundarfjarðar, Lýður Valgeir SH 40, og eigandi, útgerðarmaður og skipstjóri er Þorvarður Lárusson. Áður hét bátur þessi Sæbjörg KE 93. Bát- urinn fer nú strax til veiða. — Bæring Cecilsson. Bygging fyrir krabba- meinslækningar í hönnun NÝLEGA er komið út annað í viðtali við Guðmund Jóhann- tölublað 1979 Fréttabréfs um heilbrigðismál, sem útgefið er af Krabbameinsfélagi Islands. Meðal efnis í blaðinu má nefna grein Jónasar Bjarnasonar: Eigum við heimsmet í neyslu eggjahvítuefna?, grein um sögu tannlækninga eftir Rafn Jónsson, viðtal við Jónas Har- alz um mannvirkjagerð á Landspítalalóð og viðtal við Kóreumanninn dr. Choi um samanburð á tíðni krabba- meins meðal fslendinga á íslandi og í Kanada. í grein Jónasar Bjarnasonar um ofneyslu eggjahvítuefna seg- ir m.a., að á íslandi sé líklega um ofneyslu að ræða, hér sé neytt meiri eggjahvítu en í nokkru öðru landi sem til séu áreiðan- legar skýrslur um. Sé neyslan 120—140 g á dag á íbúa, en það sé meira en helmingi meiri neysla en nauðsynlegt sé. í lok greinarinnar segir, að hin mikla eggjahvítuneysla íslendinga hafi Forsíða Fréttabréfs um heil- brigðismál. frekar í för með sér efnahagsleg- ar afleiðingar en heilsufarslegar, eggjahvítuefni séu mörgum sinnum dýrari orkugjafi en mjölvaefni og að dýrt sé að lifa á eggjahvítuefnum sem orkugjafa í stað að miða fyrst og fremst við þarfir. esson um starfsemi Leitar- stöðvar B kemur fram að á síðustu 10 árum hafi orðið verul- eg lækkun bæði á tíðni og dánartölu leghálskrabbameins og sé það að þakka hópskoðunum stöðvarinnar. Kemur og fram að stjórn Krabbameinsfélagsins hafi nú til athugunar tillögur um aukna krabbameinsleit t.d. með- al karlmanna og segir Guð- mundur að þrátt fyrir lækkandi tíðni hér á landi megi reikna með að fram að aldamótum muni rösklega eitt þúsund Islendingar deyja úr þessum sjúkdómi og því sé brýnt að athuga möguleika á betri grein- ingaraðferðum. Þá segir Jónas Haralz í viðtali um mannvirkjagerð á Land- spítalalóð að í undirbúningi sé að hanna byggingarsamstæðu sem geti í fyrstunni leyst hús- næðisvanda krabbameinsmeð- ferðar og er stefnt að því að leggja teikningar fyrir bygg- inganefnd í desember n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.