Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 11 þýðuflokksins sem sífellt klifar á samræmdum heildaraðgerðum", en hefur síðan látið bráðabirgða- ráðstafanir yfir sig ganga lát- laust og glórulaust. Mönnunum getur varla verið sjálfrátt. - O - Fráfarandi ríkisstjórn tókst ekki vel upp í verðbólguslagnum. Það er löngu viðurkennt. En sú stjórn gerði þó tilraun með febrúarlögunum 1978. Fyrir vik- ið var hún hrakin frá völdum. í stað hennar, kom vinstri stjórn sem lofaði langtímaráðstöfun- um, kjarasáttmálum, skatta- lækkunum og verðbólguhjöðnun. Allt hefur þetta gjörsamlega brugðist. Samt situr ríkisstjórn- in sem fastast og hefur á orði, að hún hafi þrjú ár til stefnu. Sú tilhugsun er hrollvekjandi og ekki síst er það uggvænlegt, að ráðherrarnir sjálfir gera sér enga grein fyrir vanmætti sín- um. Verðbólgan er ekki lengur stærsta bölið, heldur ríkisstjórn- in sjálf, sem gerir ekkert til að hefta hana. Stjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins á þingi í vetur verður að vera óvægin. Sjálfstæðis- flokkurinn verður að hafa for- ystu í að koma þessari stjórn frá. En það þarf meira til. Fjölmiðl- ar, almenningur, hagsmunasam- tök, allir ábyrgir íslendingar verða að sameinast í þeirri bar- áttu að hrekja frá völdum verstu ríkisstjórn sem setið hefur á íslandi. Ellert B. Schram Verðbólgan er ekki stærsta bölið — heldur ríkisstjórnin Ellert B. Schram albm.: Þjóðin hefur verið vakin upp við vondan draum. Ríkisstjórnin er komin úr sumarfríi og hún heldur áfram, þar sem frá var horfið: að grafa sér sína eigin gröf. Verst er að allt útlit er fyrir að hún virðist staðráðin í að draga þjóðina alla með sér í gröfina. Mennirnir sem ætluðu að lækka skattana hafa nú hækkað þá meir en dæmi eru um. Upp- lýst er að nýjar skattaálögur á þessu eina ári nema 20 milljörð- um króna. ýmist fyrir hönd flokks eða verkalýðs, stundum jafnvel fyrir alla þjóðina, ef sá gállinn er á þeim. En þegar kemur að erfið- um ákvörðunum og óvinsælum, virðast þeir engu um ráða, mót- mæla í krafti heilagrar vandlæt- ingar, því, sem flokkar þeirra og ríkisstjórn hafa ákveðið, sama dag. Svona lýðskrum og tvöfeldni vekur upp fyrirlitningu og dæm- ir sig sjálft. - 0 - öllum er enn í fersku minni Nú verður að leggja á skatta langt fram á næsta ár, til að brúa tapið á þessu ári. Það er auðvitað lítill vandi að afgreiða fjárlög með tekjuafgangi, ef menn geta verið að dunda við það næstu árin, að afla tekna á móti óráðsíunni þetta árið. Kannske fer það að tíðkast að miða fjárlögin við áratug en ekki almanaksár? Loforðið um 1 milljarð króna samdrátt í ríkis- rekstrinum frá því í vor, er orðið að hégóma einum, enda er einn milljarður eins og krækiber í helvíti, þegar fjárlög eru komin allt upp í 350 milljarða króna. - 0 - Allt talið um hjöðnun verð- bólgunnar er að verða að einum Flokkarnir sem lofuðu lækk- andi vöruverði, auknum kaup- mætti og samningunum í gildi, svíkja öll þessi loforð með brosi á vör. Skuldin við Seðlabankann er nú afgreidd með nýjum lán- tökum (hjá Seðlabankanum að sjálfsögðu) og fjárlagaárið er lengt upp í 16 mánuði til að ná endum saman á pappírnum! Og á meðan æðir verðbólgan áfram hraðar en nokkru sinni fyrr. - 0 - Alþýðuflokkurinn lýsir sig andvígan skammtímaráðstöfun- um, samt standa ráðherrar hans að bráðabirgðalögum um fárán- lega og einstæða skattheimtu. Alþýðubandalagið er andvígt búvöruhækkun á sama tíma og ríkisstjórnin gleypir tillögur sexmannanefndarinnar hráar. Og Framsóknarflokkurinn segist vera staðráðinn í að takast á við verðbólguna um leið og fjár- málaráðherrann fær samþykkt verðbólguhvetjandi bráða- birgðalög. Loddaraleikur stjórn- arliða er samur við sig. - 0 - Hvenær sem er og af minnsta tilefni virðast ákveðnir menn innan stjórnarliðsins vera reiðu- búnir til að tjá sig í fjölmiðlum sem málsvarar sinna flokka af alvöruþunga og ábyrgð, talandi hátíðlegar yfirlýsingar forsætis- ráðherra á lokadögum þingsins, þar sem fullyrt var að ekki yrði gripið til bráðabirgðalaga, nema tryggt væri að þau hefðu meiri- hlutafylgi á þingi. Það er því tilgangslaust fyrir stjórnarflokkana eða einstaka þingmenn að þvo hendur sínar vegna fáránlegra og óvinsælla bráðabirgðalaga. Þeir bera þar allir fulla ábyrgð. Hún er liðin sú tíð, að hægt sé að umgangast kjósendur eins og óvita, með því að halda uppi blekkingum af ómerkilegustu tegund. - O - Frammistaða fjármálaráð- herra er sérstakur kapituli út af fyrir sig: Gerð var tilraun til þess í dagblöðum að auglýsa Tómas sem hinn „harða" mann í ríkisstjórninni. Það var jafnvel farið viðurkenningarorðum um hann, þegar hann keyrði bensín- hækkanirnar í gegn á þeirri forsendu að ríkissjóður þyrfti að fá sitt vegna olíuverðshækkana. Nú, á haustdögum, kemur þessi sami maður frammi fyrir alþjóð í sjónvarpi og fullyrðir að skattahækkanirnar eigi rætur að rekja til olíunnar, þeirrar sömu nlíu og hann makaði krók- inn á í sumar! Komast menn upp með svona málflutning? Nógu mikið tók fjármálaráð- herra upp í sig í fjárlagaræðu í fyrra og allar götur síðan um greiðsluhallalausan ríkissjóð, samdrátt í ríkisbúskapnum og hjöðnun verðbólgu. Þetta átti allt að koma til framkvæmda á árinu 1979. En hver er árangurinn? Hall- inn á ríkissjóði er svo bullandi, að ráðherra nægja ekki einu sinni 16 mánuðir í fjárlagaári. allsherjarbrandara. Og þó getur vart nokkrum manni verið hlát- ur í huga. Stjórnmálamenn og brúnaþungir ráðherrar halda langar ræður um ógnir verðbólg- unnar en í ríkisstjórn og stjórn- arflokkum er ekki samstaða um minnstu viðleitni til að gripa í taumana. Aumust er staða Al- TOPPURINN frá Finnlandí Til afgreiðslu strax. 50 ara 3ara ábyrgð á myndlampa " Sérstakt kynningarverö Verð kr.659.980 • 26 tommur • 60% bjartari mynd • Ekta viður • Palasander, hnota • 100% einingakerfi • Gert fyrir fjarlægöina • 2—6 metrar • Fullkomin Þjónusta Staögr. ki626.000 Greiðslukjör frá y‘v 200.000 kr.út og rest á 6 mánf”^ * Versliðisérverslun með LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI i 29800 BUÐIN Skipholti19 Almenna bókafélagið: Skynja og skapa — bók um listiðnað eftir Ellen Fáltman ÚT ER komin á vegum Almenna bókafélagsins bókin SKYNJA OG SKAPA og eftir sænska list- iðnaðarkennarann Ellen Falt- man. Þýðendur eru Sigrún Jóns- dóttir, batiklistakona og Ragnar Emilsson, arkitekt. í kynningu á bókinni segir á KpQQQ lpifV „Bókin SKYNJA OG SKAPA snýr sér til allra þeirra sem fást við hvers konar listiðnað — sauma út, hekla, skera í tré, mála á leir eða postulín o.s.frv. — og hvort heldur þeir hafa það að frístunda- gamni eða atvinnu. Bókin hvetur til þess að allir sem við listiðnað fást skapi sér eigin mynstur — vinni allt verkið sjálfir frá hug- mynd að fullunnu verki. Bókin fjallar um það hvernig unnt er að hagnýta sér umhverfi sitt við að skapa sín eigin mynst- ur. Alls staðar eru uppsprettur hugmynda — í steinum, fjöllum, trjánum, grasinu, blómunum, hríminu, — meira að sega í götu- ræsinu eða vinnuherberginu. Stundum þarf að nota stækkunar- gler. En notaðu helst ekki fyr- irmyndina óbreytta, heldur breyttu henni eftir eigin smekk og þá fær myndin persónulegt yfir- bragð. Flestir þurfa aðstoð í fyrstu til þess að auga þeirra ljúkist upp fyrir mynsturauðgi umhverfisins. Bókin SKYNJA OG SKAPA vill veita þessa aðstoð." SKYNJA OG SKAPA er með fjölda skýringarmynda sem höf- undur hefur gert. Bókih er 57 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðju Árna Valdimarssonar. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.