Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 40
ALURA! ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 Sími á afgreiösiu: 83033 }O*T0nnbt<ibib Snorri Sturluson: Fyrstur meðal stór- menna Norðurlanda AMERICAN Scandinavian Foundation í Bandaríkjunum er nú að fara af stað með sérstakan þátt i Bandaríkjunum, sem heitir „Stórmenni Norðurlanda“ og verður kynning á frægum per- sónum. Hinn fyrsti sem kynntur verður er Snorri Sturluson, en 800 ár eru nú frá fæðingu hans. Samkvæmt upplýsingum ívars Guðmundssonar, aðalræðismanns íslands í New York, verður efnt til sérstakrar Snorrasýningar, sem hefst hinn 24. október og verður þar hajdinn sérstakur fyrirlestur. Sagði ívar að vonir stæðu til að Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður myndi halda fyrirlest- urinn. Fyrirhugað er síðan að árlega verði tekið fyrir einhvert stór- menni Norðurlanda. 16 skip með afla Loðnulöndun á Þórshöfn SEXTÁN skip tilkynntu sig til loðnunefndar með afla á sunnu- dag, samtals með um 11.700 tonn. Frá miðnætti aðfararnótt mánu- dagsins og fram til kl. 22.00 í gærkvöldi höfðu önnur sextán skip tilkynnt sig til loðnunefndar með afla, samtals með um 10.140 Ljóflm. Már tonn. Þessi skip voru: Sæbjörg 560 tn, Svavar 660, Börkur 1050, Bjarni Ólafsson 1050, Skarðsvík 590, Örn 580, Hilmir 540, Faxi 350, Húnaröst 570, Þórshamar 550, Ljósfari 520, Óskar Halldórsson 400, Kap II 640, Helga Guðmunds- dóttir 750, Hákon 750 og Huginn 580. 10 ár síðan Alverið hóf framleiðslu: Utflutningsverðmæti rúmir 200 milljarðar í DAG eru liðin 10 ár síðan álframleiðsla hófst með fullum afköstum í Álverinu i Straumsvík. Það var 25. sept- ember 1969 sem 120. kerið í fyrsta áfanga verksmiðjunnar var tengt og framleiðsla hófst i því en þá hafði tilraunafram- leiðsla staðið yfir um nokkurra mánaða skeið. Frá því í semptember 1969 til dagsins í dag hafa verið fram- leidd 606 þúsund tonn af áli í Straumsvík. Miðað við gengi Bandaríkjadollars í dag er út- flutningsverðmæti framleiðsl- unnar rúmir 200 milljarðar króna, eða sem nemur 20 millj- örðum að meðaltali á ári fyrstu 10 starfsár verksmiðjunnar. Sjá nánar um 10 ára af- mæli Álversins á bls. 15. r % HAFÖRN — Ungur haförn er nú til meðferðar hjá Náttúrufræði- stofnun Islands, en hann hafði lent í grút þar sem hann var að gæða sér á búrhveli í Jökulfjörðum fyrir skömmu og gat þess vegna ekki flogið. Á myndinni sem Ól.K.M. ljósmyndari Mbl. tók í gær bregður einn starfsmanna Náttúrufræðistofnunarinnar á leik með erninum, sem var þá nýkominn úr baði, eins og glöggt sést. Sjá frétt á bls: 2. Minnkandi rafmagnsframleiðsla vegna vatnsskorts á hálendinu: Stóriðjufyrirtækin draga úr framleiðslu LANDSVIRKJUN hefur tilkynnt þremur stærstu raforkukaupend- um í hópi iðnfyrirtækja landsins, Álverinu í Straumsvik, Járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga og Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi að þau verði að draga úr raforku- notkun í vetur. Jafnframt verður skorað á almenning i landinu að draga úr rafmagnsnotkun. Ástæðan er sú, að vatnsskortur á miðhálendinu mun fyrirsjáanlega valda því að erfiðleikum verður bundið að framleiða nægilegt raf- magn í vetur og næsta vor, að því er Skorað á almenn- ing að spara raf- magnið í vetur Eiríkur Briem framkvæmdastjóri Landsvirkjunar tjáði Mbl. í gær. „Við höfum raunverulega verið að halla á okkur síðan haustið 1977, og er miklar frosthörkur og úrkomu- leysi í ár bættust við urðu erfiðleik- arnir óumflýjanlegir," sagði Eiríkur Briem. Stjórnendur Álversins í Straums- vík hafa þegar ákveðið að draga úr orkunotkun sem nemur 5%, sam- kvæmt því sem Ragnar S. Halldórs- son tjáði Mbl. í gær. Það þýðir 4000 tonna framleiðslutap á heilu ári að söluverðmæti 2200 milljónir króna miðað við markaðsverð og gengi í dag. I Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er ofn verksmiðjunn- ar nú keyrður á 24 megawöttum í stað þess að vera keyrður á 31 megawatti við venjulegar aðstæður, að sögn Johns Fenger fjármálastjóra fyrirtækisins, og dregur þetta veru- lega úr framleiðslunni þar sem afköst verksmiðjunnar eru nú aðeins 77,4% af eðlilegum afköstum og samdráttur framleiðslunnar 22,5%. Hjálmar Finnsson framkvæmda- stjóri Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sagði að búið væri að minnka raforku þá sem verksmiðjan fær niður í 12 megawött, en þegar full afköst eru notar verksmiðjan 18 megawött. Sagði Hjálmar að þetta leiddi til aukins innflutnings á ammoníaki og þar með hækkunar á áburðarverði. Sjá nánar á bls. 24. Sfldar- verð ákveðið ídag? FUNDUR verður haldinn i yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins í dag kl. 11 og má fullvist telja, að á þeim fundi verði síldarverð ákveðið, að sögn Kristjáns Ragnarssonar, annars fulltrúa seljenda i nefndinni. Þeir Kristján Ragnarsson og óskar Vigfússon áttu fund með Kristjáni Jóhannssyni sjávarút- vegsráðherra á laugardag þar sem þeir gerðu grein fyrir sínum sjónarmiðum. „Við lögðum áherslu á, að málið yrði leyst sem fyrst á viðunandi hátt fyrir okkur. Við höfum síðan beðið eftir úrlausn málsins og mætt á fundi síðdegis á laugardag, á sunnudag og í dag,“ sagði Kristján Ragnarsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Stefnt er að því að ákveða síldarverðið fyrir hádegið á morgun og má fullvíst telja að svo verði." 440 hvalir veiddust í sumar HVALVERTÍÐINNI lauk í gær og kom síðasti hvalbátur- inn til Hvalfjarðar i gær og voru þeir allir væntanlegir til Reykjavíkur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Loftssonar fram- kvæmdastjóra Hvals hf. gekk vertíðin mjög vel að þessu sinni. Alls veiddust 440 hvalir, 260 langreyðar, 84 sandreyðar og 96 búrhvalir. I fyrra veidd- ist 391 hvalur, 236 langreyðar, 14 sandreyðar og 141 búrhval- ur. Úthaldsdagar voru 106 en 118 í fyrra. Kristján Loftsson sagði að veður hefði verið mjög hag- stætt til hvalveiða í sumar og nánast engar frátafir vegna veðurs fyrr en núna í septem- ber. Vertíðin nú er með beztu vertíðum. Árið 1956 veiddust jafnmargir hvalir eða 440 og var skiptingin milli tegunda þá mjög svipuð og nú. I sumar fylltist sandreyðakvótinn, en leyfilegt var að veiða 84 sand- reyðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.