Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 Á morgun leika ÍÁ og Barcelona í Evr- ópukeppni bik- arhafa. Ein stærsta stjama Barcelona er Hansi Krankl. Blaðamaður Mbl. ræddi við hann á Spáni á laugardag. Út af fyrir sig er það mikil lífsreynsla að fá tækifæri til að heimsækja jafn stór íþrótta- félög og F.C. Barcelona, enda erfitt að gera sér í hugarlund stærðargráðuna fyrr en maður sér með eigin augum mannvirki f élagsins og fær að kynnast því sem þar fer fram. í þessu tilviki naut ég góðrar leiðsagnar handknattleiksmannsins Viggós Sigurðssonar sem leikur sem atvinnu- maður hjá handknattleiksliði félagsins. Viggó hafði útvegað okkur tilskilda passa til að fá að fara inn á aðalleikvanginn og jafnframt að eiga viðtöl við tvo af þekktustu leikmönnum félagsins, þá Hansi Krankl og Alan Simonsen. Eftir aö hafa spjallaö viö þá félaga fengum viö leyfi til aö fara inn á aöalleikvanginn þar sem æfing fór fram og fylgjast meö æfingunni. Það var ekki laust viö aö þaö þyrmdi yfir mig þegar ég gekk inn á grasvöllinn og horföi á him- inhá áhorfendastæöin allt um kring, þau voru aö vísu aö mestu auð því að aðeins um 3000 manns fylgdust með æfingunni aö þessu sinni, engu aö síður mátti ímynda sér þá miklu stemmningu sem hlyti aö vera þegar 110 þús- und Spánverjar eru mættir á staðinn til að hvetja sína menn. Leikvangur FC Barcelona nefnist Nou Camp, og er sá glæsilegasti í Evrópu og þótt víðar væri leitaö. Hann hefur nýlega veriö endurbyggöur og tekur nú 110 þúsund manns og þar af um 45 þúsund í sæti. Nou Camp mun veröa aðalleikvangurinn í næstu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu en hún fer eins og kunnugt er fram á Spáni. Þennan laugardagsmorgun mátti sjá foreldra meö unga drengi sem voru mættir á leikvanginn meö syni sína og horföu þeir meö lotningu á knattspyrnusnillingana æfa. Mátti lesa þaö úr andlitum þeirra, aö þeir áttu sér þá von stærsta aö ná einhvern tíma jafn langt í íþróttinni og þeir. í knattspyrnuheiminum er F.C. Barcelona þekkt fyrir aö gera tilboö sem hvorki knattspyrnumaöurinn eöa fél- ag hans getur hafnaö. Og þaö er ein ástæöa fyrir því, að hjá félaginu hafa veriö margir af þekktustu knattspyrnusnill- ingum Evrópu. Ef ekki kæmu til reglur um, aö aöeins tveir erlendir leik- menn mega leika með hverju liði telja margir aö Barcelona heföi samansafn allra fræg- ustu leikmanna heims en er reglurnar voru settar um 1960 voru ekki færri en 20 lands- liðsmenn hjá félaginu frá sjö löndum. Allir framkvæmdastjórar félagsins eru þekktir fyrir aö fara eigin leiöir þegar þeir kaupa leikmenn og taka þá jafnvel ekkert tillit til þjálfara liðsins. Núverandi fram- kvæmdastjóri Bacelona, Nun- es, sem er margfaldur milljón- eri, er engin undantekning. Hann er sá sem valdið hefur og þegar hann fer af staö hreyfir enginn litla fingur til þess aö mótmæla. Nunes festi kaup á Johan Cryuff og félaga hans Neesk- ens. Þegar þeir hurfu frá félaginu þurfti stjörnur á borð viö þá til aö halda uppi merkinu. í þeirra staö komu Hans Krankl og svo Alan Simonsen, Nunes ræöst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hans krankl er heims- þekktur knattspyrnumaöur enda veriö einn markahæsti leikmaöur evrópskrar knattspyrnu mörg undanfarin ár. Krankl lék lengi með Rapid Vín og skoraði mikiö af mörk- um, t.d. skoraöi hann 36 mörk keppnistímabilið 1974— 75 og hlaut aö launum silfurskó Adidas, áriö eftir skoraði hann 32 mörk og 30 mörk keppn- istímabilið þar á eftir en 1977—78 var hann í meiri ham en nokkru sinni áöur og skoraði 41 mark í 36 leikjum í 1. deildinni austurrísku og vann gullskó Adidas þaö áriö. Sama vor lék hann meö landsliði Austurríkis í Heims- meistarakeppninni í Argentínu og var þá í miklu stuöi, skoraöi t.d. tvö mörk í 3:2 sigri austurríska landsliðsins gegn því vestur-þýzka. Nú til dags eru markaskor- arar eins og Krankl ekki á hverju strái og þaö kom þvi ekki á óvart aö stórlið Evrópu reyndu aö kaupa hann frá Rapid. Barcelona var hlut- skarpast og honum var tekið meö miklum fagnaöarlátum er hann kom þangað í fyrsta skipti, 8000 áhangendur liös- ins voru mættir á flugvellinum eöa álíka margir og sóttu leiki Rapid Vín aö meöaltali. Og Krankl brást ekki vonum for- ráðamanna liösins, hann varö lang markahæsti leikmaöur liösins s.l. keppnistímabil og skaut aftur fyrir sig köppum eins og Kempes og Bertoni. Krankl haföi komiö snemma á leikvanginn þenn- an morgun og viö ætluöum að spjalla saman áöur en æfingin hæfist. Þegar viö höföum komiö okkur þægilega fyrir, baö ég Krankl aö segja mér hvert upphafið heföi veriö aö ferli hans. — Pabbi gaf mér fótbolta þegar ég var um fimm ára gamall og ég hef eiginlega frá þeirri stundu verið bundinn viö boltann. Ég byrjaði aö keppa níu ára gamall meö liöi heima í Austurríki, ég er vinstrifótarmaöur og átti oft gott meö aö koma markvörö- unum úr jafnvægi og skora. Nú, 18 ára gamall var ég kominn á atvinnumanna- samning hjá Rapid Vín. Svo kom þetta hvaö af ööru. Hvernig ferðu aö því að skora öll þessi mörk? — Þaö veröur aö segjast eins og er, aö ég er metnaðar- gjarn og þaö hjálpar. Þá viröist ég hafa þá eiginleika aö vera á réttum staö á réttri stund. Þetta byggist líka á heppni og um leið aö vera nógu áræöinn. Ég ætla aö Krankl á Nou Camp, glæsilegasta leikvelli Spánar, sem verður aðal- leikvangur næstu HM-keppni í knattspyrnu og tekur 110 þúsund manns. Ljósm. mu. þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.