Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 15 10 ár síðan framleiðsla * hófst í Alverinu: í DAG, 25. september, eru liðin 10 ár síðan álframleiðsla hófst með fullum afköstum í Álverinu í Straumsvík. Þann dag hófst framleiðsia í 120. og siðasta kerinu í fyrsta áfanga verksmiðj- unnar. í maí 1970 var ál fram- leitt í 160 kerjum og í október 1972 var ál framleitt i 280 kerjum. Nú stendur yfir stækkun Álversins og í maí 1980 verður ál væntanlega framleitt í 320 kerj- um. Starfsmenn eru nú tæplega 700 talsins. Frá því Álverið hóf starfrækslu til dagsins i dag hafa verið framleidd 606 þúsund tonn af áli og er heildarsöluverðmætið fært til gengis Bandaríkjadollars 31. desember 1978 um 175 mill- t'arðar króna. Stjórnarformaður slenzka álfélagsins hf. hefur verið frá upphafi Halldór H. Jónsson og forstjóri hefur verið frá upphafi Ragnar S. Halldórs- Greiðslur til innlendra son. aðila tæpir 49 milljarð- ar króna á tímabilinu í ritinu „íslenzk álvinnsla 10 ára, 1969—1979“, eftir Þorgeir Ibsen skólastjóra í Hafnarfirði, sem íslenzka Álfélagið hf. gefur út í tilefni þessara tímamóta hjá félaginu, er að finna margvíslegan fróðleik um starfsemi Isals, að- dragandann að stofnun félagsins og áhrif þess á íslenzkt þjóðlíf og þá sér í lagi á þróun mála í Hafnarfirði. Þar kemur m.a. fram, að greiðslur til innlendra aðila vegna rekstrar ísals á tímabilinu 1. október 1969 til 31. desember 1978, færðar upp til gengis Bandaríkja- dollars um síðustu áramót, nema samtals kr. 48.976.000.000,00, þ.e. 48 milljörðum og 976 milljónum króna. Skiptingin er þessi: M.kr. Framleiðslugjald 3.580.1 Raforka 10.218.1 Vextir og afborganir af hafnarkostnaði 3.535.8 Launagreiðslur og launatengd gjöld 19.080.9 Farmgjöld til E.í. 3.102.7 Ymsar greiðslur 9.458.4 Samtals 48.976.0 í ritinu kemur fram að ísal er og hefur verið stærsti skattgreið- andi landsins s.1.10 ár, enda þótt fyrirtækið hafi ekki verið með mesta veltu, en venjulega verið í 3.-5. sæti hvað veltu snertir. Eru nefnd dæmi þessu til sönnunar, t.d. frá árinu 1973 þegar velta ísals hf. var 4040 milljónir króna en skattgreiðslur 89,2 milljónir en velta Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga var 5532 milljónir en skattgreiðslur 47 milljónir. Velta Flugleiða hf. var 4800 milljónir en skattgreiðslur 15.8 milljónir. Sama ár var velta Söral, systur- fyrirtækis ísals í Noregi, 4063 milljónir króna en skattgreiðslur 38 milljónir. Skattgreiðslur eru að meðtöldu aðstöðugjaldi (landsút- svari) og eignaskatti en án launa- skatts, tryggingagjalda, kirkju- garðsgjalda o.fl. Álverið í Straumsvík hefur nokkra sérstöðu meðal annarra fyrirtækja að því leyti að það býr við staðgreiðslukerfi skatta. Skatturinn, þ.e. framleiðslugjald- ið, er greitt mánaðarlega allan ársins hring. Gjaldið nam í fyrra 416.4 milljónum króna og af því hlaut Hafnarfjarðarbær 140 mill- jónir króna. Frá því Álverið hóf framleiðslu með fullum afköstum í lok sept- ember 1969 til 31. desember 1978 hefur það greitt til ríkis og bæjar í framleiðslugjaldi samtals 1649,5 milljónir króna en umreiknað til gengis Bandaríkjadollars í lok ársins 1978 nemur upphæðin 3580 milljónum króna. Þorgeir Ibsen getur ítarlega í riti sínu áhrifa íslenzka álfélags- ins hf. á uppbyggingu Hafnar- fjarðarbæjar á umliðum árum og áhrif fyrirtækisins á atvinnulíf í bænum. Þar kemur fram að strax við byggingu Álversins hafi ástand atvinnumála batnað til mikilla muna og hafi svo verið áfram og einnig hafi framkvæmd- ir allar stóraukist í bænum á flestum sviðum. Enda hafi tekjur Hafnarfjarðarbæjar af fram- leiðslugjaldinu árin 1970—1978 að báðum árum meðtöldum numið 7,6% af heildartekjum bæjarfél- agsins. I fyrra voru starfsmenn ísals 657 og þar af voru um 48% búsett í Hafnarfirði. Útsvars- greiðslur þeirra til Hafnarfjarðar- bæjar námu í fyrra 8% af heildar- útsvarsgreiðslum í bænum. í lokaorðum: segir Þorgeir Ibsen m.a.: „Um ekkert einstakt félag eða atvinnu- og framleiðslufyrirtæki á íslandi hefur verið rætt í eins ríkum mæli á opinberum vett- vangi síðustu misserin og Álverið í Straumsvík. Reyndar hefir þessi umræða í flestum, ef ekki öllum fjölmiðlum þessa lands átt sér stað miklu lengur, eða allar götur frá því Álfélagið var stofnað fyrir röskum áratug. Á undirbúnings- árunum að stofnun þessa félags, á því rúmlega 5 ára skeiði, sem samningaviðræður stóðu yfir, áð- ur en því var ýtt á flot, var af og til deilt hart á væntanlega tilvist þess, einkum í sölum Alþingis og í ýmsum dagblöðum. í umræðum þessum hefir iðulega gætt mikilla hleypidóma og misskilnings eða hreinnar fákunnáttu í flestu því, er þetta fyrirtæki varðar. Skal það ekki rætt nánar, þótt ærin ástæða sé til. Á hinn bóginn fer það ekki á milli mála og er óumdeilanlegt, að ekkert eitt fyrirtæki hefir valdið eins miklum og afgerandi þátta- skilum í atvinnusögu landsins á síðustu áratugum og stóriðjan í Straumsvík. Það hefði sennilega þótt saga til næsta bæjar, ef því hefði verið spáð á árunum um 1960, að á næsta leiti væri það, að á Islandi risi upp fyrirtæki, sem aflaði þjóðinni tuga milljarða króna í gjaldeyristekjum á skömmum tíma. En það er einmitt það, sem hefir gerzt. Frá því að ISAL hóf að framleiða í septem- ber 1969 til dagsins í dag hefir það fært í þjóðarbúið um það bil 49 milljarða króna í hreinum gjald- eyristekjum, miðað við núgildandi gengi. Áhrif ISAL á afkomu þjóðar- búsins orka ekki tvímælis og ekki hefir Hafnarfjörður farið þar var- hluta af, eins og dæmin hér að framan sýna. Þar eru þau einna áþreifanlegust, þótt ýmsir vilji ekki um það ræða, en kjósi fremur að láta það liggja í þagnargildi. Það er skammt öfganna á milli. Og vissulega væri það mikil fjar- stæða að halda því einu fram, að hin öra framþróun í Hafnarfirði síðastliðinn áratug sé ISAL ein- göngu að þakka. Þar koma fleiri þættir við sögu. En að sínu leyti væri það jafnmikið út í hött að halda því fram, að ISAL ætti þar ekki hlut að máli og hann ekki svo lítinn. — Þegar framkvæmdirnar í Straumsvík hófust árið 1967, var íbúatala Hafnarfjarðar tæplega 9 þúsund manns, en var um síðustu áramót orðin því sem næst 12 þús. manns. Hafði vaxið um 2'k % á ári eða þriðjung alls. Á sama tíma hefir íbúatala Reykjavíkur lítið sem ekkert vax- ið, og önnur bæjarfélög hafa vaxið 1% á ári að meðaltali. Það væri freistandi að fara nokkrum orðum um þær öru framfarir, sem átt hafa sér stað í Hafnarfirði, á flestum sviðum á þessu tímabili. En ekki er rúm til þess að fara mikið út í þá sálma hér. Aðeins má minna á það, að aldrei áður í sögu bæjarins hafa gatnagerðar- framkvæmdir úr varanlegu efni verið eins stórstígar og á þessu tímabili. Götur í Hafnarfirði eru samanlagt um 42 km. Af þeim eru um 28 km komnir með varanlegt slitlag eða % og hefir langmest af því verið lagt á umræddu tímabili, eða rúmlega 80%. Byggðin hefir stórlega aukizt og þanizt út. Norð- urbærinn, milli 3 og 4 þúsund manna byggð, hefur allur orðið til á þessu tímabili. Það er athyglis- vert, að af öllu samanlögðu hús- næði, sem fyrirfinnst í Hafnar- firði er 60% yngra en 15 ára og 50% yngra en 10 ára. Á þessu tímabili hefir margri stórfram- kvæmdinni verið hrundið af stað og lokið, bæði á vegum einstakl- inga og hins opinbera. í því sambandi skal síðast en ekki sízt minna á hitaveituna, sem kom í bæinn fyrir rúmum tveim árum. Með komu hennar komst í höfn eitt stærsta hagsmunamál Hafn- firðinga, hagsmunamál, sem bæj- arbúar höfðu lengi þráð að næði fram að ganga. — Af framans- ögðu er ljóst, að á umræddu tímabili hefir framfarasókn Hafn- arfjarðar verið meiri en á nokkru öðru tímabili í sögu hans.“ Sparivelta Samvinnubankans: Lánshlutfall allt a Fyrirhyggja í fjármálum er það sem koma skal. Þátttaka í Spariveltu Samvinnubank- ans er skref í þá átt. Verið með í Spariveltunni ogykkur stendur lán til boða. Láns- hlutfall okkar er allt að 200%. Gerið samanburð. £ /wVS 2 % V/ ^ Upplýsingabæklingar liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. Samvinnubankinn og útibú um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.