Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 5 Leiðrétting frá STEFi Hr. ritstjóri. I greinargerð, sem blað yðar birti frá STEFi s.l. laugardag féllu niður úr niðurlagi 2. mgr. nokkrar setningar, sem brengluðu verulega merkingu. Niðurlag málsgreinarinnar átti að vera þannig: Eftir 30 ára harða baráttu STEFs er nú svo komið, að um 600 rétthafar njóta góðs af starfsemi félagsins. I þessum stóra hópi rétthafa eru aðeins um 20 popp- höfundar, sem eitthvað hafa sam- ið að marki, þannig að hér koma fleiri hagsmunaaðilar við sögu en þeir einir, og fráleitt er, að megin- hluti tekna STEFs sé tilkominn vegna flutnings verka íslenskra popphöfunda, eins og ofangreind samtök hafa haldið fram. Auk mikils flutnings verka annarra íslenskra höfunda en popphöf- unda, kemur það hér inn í mynd- ina, að mikill meirihluti þeirra verka, sem gjaldskyld eru til STEFs, eru verk erlendra höf- undá, sem STEF fer með umboð fyrir. Hlutur íslenskra popphöf- unda í tekjuöflun STEFs er því óverulegur og eins og samningum STEFs við tónlistarneytendur er háttað mundi það engu breyta um tekjur félagsins þótt flutningur íslenskra popplaga félli alveg nið- ur- Með þökk fyrir birtinguna. Kútter Sigurfari Akranesi 17. sept. 1979. Unnið hefur verið sumarlangt að lagfæringu Sigurfara og miðað vel áfram. Slegið hefur verið í allt dekkið og gengið frá því vel og varanlega að öðru leyti. Neðan þilja hefur lúkarinn, sem að nær öllu hefur haldið sínu óbreyttu í gegnum árin, verið yfirfarinn, svo og káetan með meiru. Þær hrak- spár einstakra manna, sem hafa látið á sér kræla varðandi Sigur- fara, m.a. í fjölmiðlum, er hér með vísað til síns heima, því áfram verður haldið við uppbyggingu skipsins, eftir efnum og ástæðum, unz settu marki er náð. Það er vissa — og verður vonandi ýmsum „vantrúuðum" holl lexía. Jóhann Arsælsson, skipasmiður á Akra- nesi, hefur haft umsjón með verkinu og unnið sjálfur að lag- færingunni ásamt þremur mönnum. Mikið er enn ógert í Sigurfara og eðlilega, m.a. og sérstaklega varðandi reiða, þétt- ingu á skrokknum m.m. — Draumurinn er að gera Sigurfara það til góða, að hann verði að öllu eins og hann var, er hann í eigu okkar Islendinga gegndi sínu hlut- verki, háreistur og tignarlegur. En þetta kostar stóran skilding. — Vafalaust á hann marga vildar- menn að og víðs vegar, sem vilja stuðla að því, að þessi óskadraum- ur rætist með því að rétta fram hönd sína og eiga þar með sinn hlut í því, að kútter Sigurfari, einu minjarnar, sem við íslendingar eigum um hið merkilega tímabil í sögu okkar, Skútuöldina, sýni það, að við greiðum okkar skuld við fortíðina með sóma. Við lítum á Sigurfara sem sameign okkar allra — þjóðarinnar allrar. Látum þá sögulegu og dýrmætu sameign njóta skilnings og nokkurs örlæt- is. Þökk sé þeim, sem til þessa hafa sýnt Sigurfara virðingu sína og velvilja í verki. Júlíus. „Kútter Sigurfari ennþá reiða- laus við byggðasafnið í Görðum. Ljósm.: Júlíus Þórðarson. Sýna muni úr steinleir LISTAMENNIRNIR Guðný, Rúna og Gestur sýna myndir og muni úr steinleir í versluninni Epal, Síðumúla 20. Á sýningunni eru einnig stólar, borðstofuhús- gögn, lampar og gluggatjalda- efni, allt hannað af ýmsum listamönnum. Sýningin er opin kl. 9—18 þriðjudaga og föstu- daga til kl. 22 og laugardaga frá kl. 10 til 12. Munirnir eru allir til sölu. enn bætum vió þjónustuna Meó nýrri áætlunarleió milli Noregs, Svíþjóóar og 5 staóa á íslandi stuólar Eimskip markvisst aó betri tengingu vió Noróurlöndin um leió og vióskiptavinirnir njótaenn fullkomnari flutningaþjónustu. Siglingaleióin REYKJAVÍK ÍSAFJÖROUR SIGLUFJÖRÐUR AKUREYRI HÚSAVÍK BERGEN GAUTABORG MOSS KRISTIANSAND Aflió ykkur nánari upplýsinga hjá okkur í síma 27100 eóa hjá umboósmönnum okkar úti á landi. EIMSKIP SÍMI 27100 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.