Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
Haförnum fækkar hér á landi:
Sjötíu og átta ern-
ir hafa fundist
við talningu í ár
ALLS TÓKST sex hafarnarhjónum að koma upp sjö ungum á s.l. vori
samkvæmt upplýsingum frá Fuglaverndunarfélagi íslands. Sextán
önnur arnarpör urpu, en varp misfórst hjá þeim. Stofninn er því nú
63 fullorðnir ernir, 7 ungir og 7 ungar, eða samtals 78 ernir.
Til samanburðar voru fullorðnir
ernir alls 67 á 8.1. ári, 29 ungir
fuglar og 7 ungar, eða samtals 103
fuglar. Hefur haferninum því
fækkað um 25 fugla eða 24%.
Mestur er munurinn á fjölda ungra
fugla eins og áður er getið. Að-
spurður sagði Ævar Petersen hjá
Náttúrufræðistofnun Islands, að
hann hefði engar viðhlítandi skýr-
ingar á þessari fækkun ungu fugl-
anna, en þeir væru alla jafna
viðkvæmari heldur en fullorðnir
fuglar. Þeir flæktust og meira um
og ættu þess vegna frekar á hættu
að verða fyrir áföllum.
Örninn er með viðkvæmustu
varpfuglum og þolir því nær enga
styggð ef varpið á að takast
eðlilega.
Á s.l. ári náðist einn örn særður
og var reynt að bjarga honum, en
það tókst ekki og við nánari skoðun
kom í ljós að hann var með drep í
lunga.
Samkvæmt upplýsingum Ævars
Petersens hjá Náttúrufræðistofn-
un eru þeir nú með ungan örn hjá
sér, en sá hafði lent í grút og gat
ekki flogið. — „Svo virðist sem
hann hafi verið að gæða sér á
búrhveli í Jökulfjörðunum, en um
nánari tildrög vitum við ekki
ennþá," sagði Ævar.
Örninn var þveginn hjá þeim á
Náttúrufræðistofnun og síðan
ræðst það af því hvernig honum
heilsast hvenær honum verður
sleppt aftur að sögn Ævars.
Atta umsóknir
um embætti
borgardómara
ÚTRUNNINN er umsókn-
arfrestur um tvö borgar-
dómaraembætti, þ.e. emb-
ætti þeirra Björns Þ. Guð-
mundssonar og Stefáns
Más Stefánssonar, sem
skipaðir hafa verið próf-
essorar við lagadeild Há-
skóla íslands. Umsækjend-
ur eru átta og eru það
eftirtaldir:
Friðgeir Björnsson, settur borg-
ardómari, Garðar Gíslason, settur
borgardómari, Hjalti Zophanias-
son, deildarstjóri í dómsmálaráðu-
neytinu, Hjördís Hákonardóttir,
fulltrúi hjá yfirborgardómara í
Reykjavík, Sigríður Ólafsdóttir,
aðalfulltrúi hjá yfirborgardóm-
ara, Steingrímur Gautur Krist-
jánsson, héraðsdómari í Hafnar-
firði, Valtýr Sigurðsson, aðal-
fulltrúi bæjarfógeta í Keflavík,
Þorkell Gíslason, fulltrúi yfir-
borgarfógeta í Reykjavík.
INNLENT
Dregið í dilka í Fossvallarétt — Þau vilja síga í lömbin, þó þessa
dagana tali menn mest um hversu rýr, þau séu er þau koma af
fjalli. Ólafur K. Magnússon tók þessa mynd í Fossvallarétt fyrir
ofan Lögberg er Reykvíkingar réttuðu þar fé sitt á sunnudag.
íslenzk stúlka
lézt í Búlgaríu
ÍSLENZK stúlka lézt í Búlgaríu
á laugardag. Stúlkan var þar á
ferðalagi ásamt hópi íslendinga á
vegum ferðaskrifstofunnar Land-
sýnar, en ekki var í gær vitað
með hvaða hætti lát hennar bar
að.
Að sögn Þorsteins Ingólfssonar
sendiráðunauts barst utanríkis-
ráðuneytinu tilkynning um það í
fyrradag að stúlkan hefði látist en
engar nánari upplýsingar fylgdu.
Þorsteinn sagði að íslenzka sendi-
ráðinu í Moskvu hefði verið falið
að kanna þetta mál nánar, þar
sem erfitt væri að ná sambandi
við Búlgaríu héðam
Borgarnes:
Tíu manns sóttu um
sýslumannsembætti
ÚTRUNNINN er umsóknarfrest-
ur um embætti sýslumanns Mýra-
og Borgarfjarðarsýslu, en Ásgeir
Pétursson sýslumaður mun taka
við embætti bæjarfógeta í Kópa-
vogi um næstu mánaðamót. Um-
sækjendur eru 10 og eru það
eftirtaldir:
Barði Þórhallsson, bæjarfógeti
Ólafsfirði, Elías I. Elíasson, bæj-
arfógeti Siglufirði, Gísli Kjartans-
son, fulltrúi sýslumanns í Borgar-
nesi, Guðmundur L. Jóhannesson,
aðalfulltrúi bæjarfógeta í Hafnar-
firði, Halldór Þ. Jónsson, fulltrúi
bæjarfógeta á Sauðárkróki, Her-
mann G. Jónsson, fulltrúi bæjar-
fógeta á Akranesi, Jón Sveinsson,
fulltrúi bæjarfógeta á Akranesi,
Leó E. Löwe, settur bæjarfógeti í
Kópavogi, Ólafur St. Sigurðsson,
héraðsdómari Kópavogi, Rúnar
Guðjónsson, sýslumaður Hólma-
vík, Sigurberg Guðjónsson, full-
trúi bæjarfógeta Kópavogi.
Albert Guðmundsson um framboð sitt til forseta:
„Það skiptir mig ekki máli,
hverjir aðrir fara fram”
„ÉG VIL taka það fram, að ég
tel mig ekki vera að fara á móti
neinum, það er ætlazt til þess að
framboð sé opið á ákveðnum
tíma lögum samkvæmt og ég
býð mig fram. Það skiptir mig
ekki máli hverjir aðrir bjóða
sig fram, þjóðin velur úr þeim
hópi, sem gefur kost á sér,“
sagði Albert Guðmundsson al-
þingismaður, er Morgunblaðið
spurði hann um framboðsfyrir-
ætlanir hans til embættis for-
seta íslands. Þá ræddi Morgun-
blaðið einnig í gær við forseta
Islands, herra Kristján Eld-
járn, og spurðist fyrir um
fyrirætlanir hans. Hann kvaðst
ekkert vilja segja um málið á
þessu stigi.
„Ég fer fram,“ sagði Albert, er
Morgunblaðið spurði hann um
framboðið. Hann kvað þetta að
mestu vera eigin ákvörðun. „Það
væri rangt af mér að segja að
það væri stór hópur manna, sem
hefði skorað á mig en fólk hefur
hvatt mig til þess að gefa kost á
mér. Það varð til þess að ég tók
þessa ákvörðun." Albert kvað
þessa ákvörðun hafa verið tekna
Albert Guðmundsson
nú nýlega. Það væru ekki nema
tveir til þrír mánuðir frá því að
hann fór að velta þessum mögu-
leika fyrir sér. Albert sagði:
„Ég hef tekið ákvörðun það
snemma, að fólk þarf ekki að
vera í neinum vafa um fyrirætl-
anir mínar. Ég starfa þannig, að
ég vil að fólk viti hvað ég er að
fara. Þannig á fólk að starfa í
opinberum stöðum og þá sérst-
aklega þeir, sem eru í pólitík.
Þeir eiga að segja fyrir um
fyrirætlanir sínar og það af
fullri hreinskilni.“
Mótorkross
SIGURVEGARI í mótorkross-
keppni Vélhjólaíþróttaklúbbsins og
Dagblaðsins við Sandfell um helg-
ina varð Þorvarður Björgúlfsson á
Suzuki 125. Annar varð Einar
Sverrisson á Yamaha 125 og í þriðja
sæti varð Kári Tryggvason á Suzuki
125. Þeir kepptu í flokki vélhjóla af
stærðinni 125—500 cc. Einnig var
keppt í skellinöðruflokki og varð
sigurvegari Héðinn Þorvaldsson á
Hondu 50.