Morgunblaðið - 21.10.1979, Page 29

Morgunblaðið - 21.10.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 61 .JU v VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MANUDEGI að taka hann í notkun. Það var sannarlega meir en kominn tími til að þessari mestu afturhalds- stjórn í orkumálum væri steypt af stóli. • Alhliða viðreisn íyrir aldamótin Þau orkuyfirvöld sem nú taka við verða að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að losa þjóðina að fullu undan olíufarginu í síðasta lagi fyrir næstu aldamót. Setja verður í gang sem fyrst rannsóknir og undirbúning að stórvirkjunum meðal annars til vetnisframleiðslu, til áburðar- framleiðslu, til útflutnings og notkunar hér. Sennilega verður vetnið, áður en langt um líður, okkar aðalorkugjafi. Fullvíst er að nýrri ríkisstjórn bíður gífurlegt verkefni í því að vinna að bæði efnalegri og and- legri viðreisn þjóðarinnar og von- andi verður sú viðreisn ekki minni en hin stórfenglega endurreisn síðustu aldamótakynslóðar. Kjör- orðið á að vera: Allir eitt, ísland eitt. Ingjaldur Tómasson • Þakkir Ég vil koma á framfæri mínu besta þakklæti til Jóns Haralds- sonar arkitekts fyrir prýðilega gott erindi í „Um daginn og veginn" mánudaginn 15. október s.l. Og alveg sérstakar þakkir fyrir ummæli hans um Torfuna frægu. Þ. Hj. I f I ! Verktakar — Útgerðarmenn — Vinnuvéla- ^ eigendur o.fl. 4 Slöngur — Barkar — Tengi. i Renniverkstæöi — Þjónusta — Háþrýstilagnir £ Nýlendugötu 14, Reykjavík. á Sími: 27580. / T/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A Stálröratengi — Skiptilokar — Mælalokar Fjöltækni s.f. Þessir hringdu • Bókin þýdd fyrir 20 árum Lesandi hringdi vegna bréfs frá húsmóður í Velvakanda 17. október s.l. Í þeirri grein er talað um bókina 1984 eftir George Orwell og sagt að hún hafi verið þýdd á allar menningartungur nema íslensku. Lesandinn sagði þetta ekki rétt þar sem bókin hefði verið þýdd af Hersteini Pálssyni og Þóru Smith og gefin út af Stuðlabergi árið 1951. Maður er vildi kalla sig „Bóka- orm“ hringdi einnig vegna greinar þessarar og sagði m.a. „Húsmóðir þessi segir að bókin „1984“ hafi aldrei verið þýdd á íslensku. Þetta er ekki rétt. Ég las þessa bók fyrir um 20 árum í ágætri íslenskri þýðingu. • Óánægð með framferði flokks- ins Gamall Sjálfstæðiskjósandi hringdi til Velvakanda: „Ég er sáróánægð með fram- ferði Sjálfstæðisflokksins og er næstum viss um að þeir munu stórtapa í kosningunum framund- an. Ég er að vísu orðin gömul kerling, en ég vona að ég lifi fram yfir kosningarnar. Og ekki ætla ég SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á búlgarska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Krjistjanovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Nikolovs. Hvítur virðist hætt kominn, þar sem drottning hans er leppur, en hann fann hins vegar snjalla leið til þess að notfæra sér stöðu svarta hróksins á b2: 29. g6+! - fxg6 (Ef 29. ... Kxg6 þá 30. Be4+ — Kh6, 31. Hh8 mát) 30. Dxb2 og hvítur vann auðveld- lega, þar sem drottningin er frið- helg. Ef 30.... Bxb2 þaf31. Rg5+ - Kh6, 32. Hh8 mát. að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú þótt ég hafi kosið hann í fjölmörg ár. Þeir hefðu vel getað afstýrt nýjum kosningum þangað til í sumar því þá hefði gamla stjórnin fallið um sjálfa sig. En nú geta andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins sífellt sagt: „Ef við hefðum verið lengur við völd hefðum við getað gert hitt og þetta. Við höfðum bara ekki tímann." En ef þeir hefðu setið þangað til í sumar hefði þjóðin séð að þeir gátu hvorki þetta né hitt.“ NAMSKEIÐ Hvernig má verjast streitu? Andleg streita og innri spenna er eitt af alvarlegri vandamálum stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja í dag. Þessi vandi er fyrirtækjum og þjóðfélaginu í heild mjög dýr, þar sem dagleg afköst minnka og fjarvistir aukast ef mikil streita hrjáir menn. Því er mikilvægt fyrir menn að kunna tækni sem gerir þeim kleift aö verjast streitu í starfi og auka þannig almenna vellíðan sína. Stjórnunarfélagiö efnir í vikunni til tveggja námskeiöa um hvernig megi verjast streitu. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Dr. Pétur Guöjónsson félagssálfræöingur, en hann hefur haldiö námskeið þessi fyrir starfsmenn fjölda fyrirtækja vestanhafs og má meöal þeirra nefna Bank of New York, National Bank of North America, N.B.C. útvarpsstööina og Heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneyti Bandaríkjanna. Fyrra námskeiðið veröur haldiö aö Hótel Esju dagana 23. og 24. október kl. 13:30—18:30, og er fullbókaö á þaö. Síöara námskeiðið veröur haldið 24. og 25. október kl. 13:30—18:30 hvorn dag, og eru fáein sæti laus á þaö námskeiö. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags íslands, sími 82930. HÖGNI HREKKVISI NUNARFELAG SIANDS Síðumúla 23 — Sími 82930 Nýja haust- og vetrarlínan ‘79-80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.