Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 Chéri Bibi! heitir nýja hárgreiðslan, sem kynnt var á tískusýningu Haute Coiffure í París nýlega, en þar eru sem kunnugt er lagöar línurnar fyrir hár- greiÖslutísku hvers árs. Þetta gæti útlagst á íslenzku: Elsku stelpan! íslenzku hárgreiÖslu- meistararnir, sem sóttu sýninguna nú, voru þau Hanna í Kristu, Dúa í Lótus, Dúddi frá hár- greiÖslustofunni „Hjá Dúddau, Matti frá Hár- greiðslustofu sinni á Þing- hólsbraut, Elsa í Salon VEH og Lovísa í Venus. Þau voru ásamt Báru frá stofunni „Hár og snyrtingu saman komin eitt kvöldið í Kristu til aÖ útfæra þann stíl, sem þau höfðu kynnst í París og prófa á íslenzkum kollum. Óg Ijósmyndari Morgunblaðsins Rax festi árangurinn á filmu, eins og sjá má á myndunum hér á síðunni. Eru sumar stúlk- urnar með liðað hár, en í aörar var sett permanent. Klippingin og perman- entið skipta mestu máli í hárgreiöslu ársins og hvort tveggja frábrugðiö þvi sem verið hefur, að sögn hár- greiðslumeistaranna. Það er einkum tæknivinnan, sem nú er frábrugðin, en hana má nýta á hár af mismun- andi sídd. Klipping og þynning á hárinu er ný. Permanentið er nú sett í hluta afhárinu, þ.e. í suma lokkana, meðan aðrir eru sléttir. Hvað litun snert- ir, er enn toppalýsing, en litir allir í eðlilegum háralit. — Sem fagfólk bjugg- umst við við meiri lagningu og íburðarmeiri greiðslum, sögðu Parísarfararnir. En hárlagningin er mjög eðli- leg. Er í senn bæði dag- og kvöldgreiðsla. Haute Coiffure-sýning- unum fylgir jafnan tízku- sýning á fatnaði. Nú var það pelsa- og leðursýning, en skinn og leður er mikið í tísku í ár. Tískusýningin var frá Leon Vissat og Vern- ard Perris. Hárgreiðslumeistararn - ir hafa nú verið í samtök- unum Haute Coiffure í nokk- ur ár og langar til að halda hér sýningu á nýjum greiðslum, þegar þeir koma af sýningunum í París. Nú ætla þau að láta af því verða og sýna á Hótel Sögu 6. nóvember kl. 9 um kvöldið, þar sem fólki gefst kostur á að sjá hvernig greiðslurnar eru unnar. Sögðust hárgreiðslu- meistararnir vilja veita fleirum hlutdeild í því sem þau upplifðu sjálf í París á hártískusýningunni. - E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.