Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 37 Stefán Pétursson frá Húsavík: Um loðnu og loðnugöngur Þegar ég var að alast upp á Húsavík, fór ég snemma að leika mér í fjörunni og þá var loðnan árvisst komin í apríl. Veiðafæri voru ekki önnur þá en fyrirdrátt- arnet úr landi. Þessi fjöruloðna var notuð til beitu fyrir Norður- landi a.m.k. fram yfir 1950, en hefur minnkað síðan og eiginlega horfið. Árið 1940, þegar ég fór fyrst að róa frá Sandgerði, var hins vegar lítið notað af loðnu til beitu þar, en hafði samt þá nýlega verið reynt og jókst jafnt og þétt úr því. Þó komu ár, þegar engin loðna gekk vestur með Suðurlandi, eins Stefán Pétursson og átt hefur sér stað stöku sinnum á síðustu árum. Eftir að farið var að leita loðnu hefur hún alltaf fundizt norður af Kolbeinsey, eða á því svæði, en breytingin hefur orðið sú, að í staðinn fyrir að ganga upp að Norðurlandi gengur hún nú suður með Austfjörðum og jafnvel Vest- fjörðum. I mínum augum geta þessar breytingar ekki hafa orðið nema vegna breyttra skilyrða í sjónum. Undanfarin ár hafa fiskifræð- ingar verið að mæla og reikna út stærð loðnustofnsins og niður- staðan var sú, að óhugsandi væri að ofveiða hann. Þó var það árið 1977, þegar haustveiðar höfðu staðið í eitt eða tvö ár, að þeir töldu rétt að veiða ekki meira en 1,5 milljónir lesta rétt á meðan áhrif þessara haustveiða á stofn- inn væru að koma í ljós. Trúin og vissan um loðnumagnið var slík, að þingmenn allra flokka sam- þykktu á alþingi, að erlend veiði- skip fengju að veiða og eitt skip frá Danmörku jafnvel ómælt magn af loðnu. Þegar haust- og vetrarveiðar á loðnu hófust áttu Islendingar ekki skip til að stunda þessar veiðar að fjórum — fimm skipum undan- skildum. Um það leyti og upp úr því fór uppbygging loðnuveiðiflot- ans fram og er varla lokið. Útgerð- armönnum hefur. verið álasað fyrir þessar framkvæmdir, en öllum sem til þekkja og hafa kynnt sér málið er ljóst, að þessar veiðar hefðu ekki verið stundaðar með skipunum eins og þau voru. Til glöggvunar má geta þess, að framkvæmdir ásamt undirbúningi við breytingu á loðnuskipi tekur um 6—10 mánuði, þannig að þeir sem 1977 ákváðu út frá ótakmark- aðri loðnuveiði að láta breyta sínum skipum, hafa nú notað þau í eitt og hálft ár. Síðan hafa fiskifræðingar lagt til minnkandi veiðimagn og í vor komust þeir niður í 600 þús. lestir frá vori til vors á öllu Norður-Atlantshafi. Til þess að finna þessa tölu nutu þeir aðstoðar norskra fiskifræðinga, sem af mannlegum og eðlilegum ástæðum vilja veiðimagnið sem minnst á meðan loðnan er utan þeirra landhelgi. í haust hafa ísl., norskir og færeyskir fiskifræðingar leitað loðnu og mælt og skv. því, sem frá þeim hefur heyrzt, gefa þær mæl- ingar til kynna mun meira magn en niðurstöðurnar í vor. Á þessum forsendum finnst mér ekki hægt að stöðva veiðarnar eins og sakir standa. Þessar vormælingar og niður- stöður þeirra hafa gefið sjávar- útvegsráðuneytinu tilefni til að lýsa því yfir, að 600 þús. tonna magninu verði ekki breytt, hvað svo sem síðari mælingar sýna. Loðnuafurðirnar gefa okkur nokkuð hátt hlutfall af þjóðar- tekjum og einn eða tveir fiski- fræðingar taka sér mikla ábyrgð á herðar með því að ákveða hvert þetta hlutfall skuli vera. Reykjavíkurdeild RKÍ: Hyggst kaupa 2-3 nýja sjúkrabíla á næstunni REKSTÚR sjúkrabilanna í Reykjavík í samvinnu borgaryf- irvalda og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Islands er um- fangsmesti þáttur starfseminnar, en á síðustu 4 árum hefur deildin keypt 4 sjúkrabíla. Á döfinni er að kaupa 2—3 til viðbótar og verður stefnt að því að nýta bilakostinn sem örast, en að meðaltali hafa þeir verið kallaðir út 27—28 sinnum á sólarhring, segir í frétt frá Reykjavikurdeild R.K.Í. Þá hefur rekstur sumardvalar- heimilis fyrir Reykjavíkurbörn verið mikilvægur þáttur í starf- semi deildarinnar og var árin 1977 — 78 starfrækt slíkt heimili á Silungapolli, sem var á síðasta ári ráðstafað til annarra aðila og er það í fyrsta sinn í 30 ár sem þessi starfsemi fellur niður. Rauði krossinn á land í Laugarási í Biskupstungum, en ekki hefur enn verið ákveðið hvernig það skuli nýtt. Á lofti eru hugmyndir um að reisa þar dvalarheimili þar sem börn og gamalmenni gætu dvalið samtímis eða heilbrigð börn og fötluð. Þá hefur deildin staðið fyrir ýmiss konar fræðslunám- skeiðum og verið teknir fyrir einstakir þættir skyndihjálpar svo sem blástursaðferðin og voru þau 30—40 á starfstímanum. Kvennadeildin hefur rekið fönd- urstarfsemi, sjúklingabókasöfn, heimsóknaþjónustu, sölubúðir á sjúíkrahúsum o.fl. og hafa sjálf- boðaliðar lagt þar til ómælda vinnu endurgjaldslaust. Reykja- víkurdeildin hefur fjármagnað st.arfsemi sína með ýmsu móti og eru helstu tekjustofnar félags- gjöld, smámiðahappdrættið sem hefur gefið af sér um 5 milljónir á ári, merkjasala, kosningagetraun og söfnunarkassarnir. Meðal nýjunga hjá Volvo í 1980 árgerðinni er fernra dyra útgáfa af 343 bilnum, sem þá heitir 345. Kostar hann nú frá 6,4—6,8 m.kr. og er sama verð fyrir hann sjálfskiptan og beinskiptan, en 343 billinn kostar 6,1—6,5 m.kr. Ljósm. Emiha. Ný dísilvél og femra dyra 343 meðal nýjunga Innrétting i 244 GL. VOLVOUMBOÐIÐ Veltir h.f. kynnir um þessar mundir árgerð 1980 af Volvo bílum og er þar að finna ýmsar endurbætur og nýjungar frá því sem verið hefur. Þessar nýj- ungar eru: Volvo 244 GLT sem er fernra dyra lúx- usbíll í 240 seríunni og er hann ætlaður þeim sem gera miklar kröfur til þæginda á langkeyrslum. Önnur viðbót við 240 fjöl- skylduna er 2 lítra fimm strokka dísilvél sem ber nafnið D5 og þriðja við- bótin er í 340 fjölskyld- unni, 345 og er það vafa- laust bíllinn innan þeirrar fjölskyldu sem mesta at- hygli mun vekja hér á íslandi, sögðu forráða- menn Volvo er þeir kynntubílana fyrir frétta- mönnum. Hingað til hafa 343-bílarnir aðeins verið tvennra dyra eða þrennra dyra því afturhurðin er stór og opnast vel, en fernra dyra bíllinn á nú að ná til enn fleiri en hingað til hafa viljað fá 343-bílinn. Þá eru á 343- og 345-bílunum nýjar felgur sem Bflar eftir JÓHANNES TÓMASSON auka breidd milli hjóla um 2 cm og 343 og 345 GL gerðirnar eru búnar vindskeiðum að framan sem eiga að geta aukið hámarks- hraðann auk þess að spara orku um 2%. Innréttingu í Volvo 240 og 260 hefur verið breytt verulega, t.d. hnakkapúðum, hattahillu o.fl. en þrjár mismuriandi innréttingar eru nú fáanlegar allt eftir ytri lit bílsins. Þá eru nýir speglar á hurðunum og eru þeir stillan- legir að innan. Ákveðnar gerðir 240 og 260 bílanna eru búnar fjarstýrðum hurðarlæsingum þannig að sé lykli snúið í einni hurð læsast hinar hurðirnar einnig eða opnast. Verður þessi búnaður einnig fáanlegur sem aukabúnaður. Nú eru fáanlegar bæði fimm og sex strokka dísilvélar. Hefur 5 strokka bíllinn tveggja lítra vél sem skilar 68 DIN hestöflum við 4800 snúninga, en sex strokka bíllinn 2,4 lítra vél er skilar 82 hestöflum við 4800 snúninga á mínútu. Indriöi G. Þorsteinsson fundarstjóri, Guðmundur H. Garöarsson frummaelandi Frjálst útvarp og sjónvarp! Hotel Esja fimmtudagskvold Undirbúningsfundur að stofnun samtaka áhugafólks um frjálsan rekstur útvarps og sjónvarps verður n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.30 að Hótel Esju. Frummælandi er Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræð- ingur og fundarstjóri Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. Undirbúningsnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.