Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10—11 FRÁ MANUDEGI vísuna „Róðu betur knár minn karl.“ Vísu þessa lærði ég barn og hef heyrt hana á tvo vegu, þ.e. síðasta hendingin ýmist „á norðan gróinn" eða „á morgun gróinn". Ekki veit ég hver þessi frú er sem Jón er að gagnrýna enda hef ég ekki fylgst með umsögnum um vísu þessa í dálkum þínum. En ég tel að hendingin eins og frúin hefur hana (á morgun gróinn) sé síður en svo fáránleg. Hver sem einhvern tímann hefur róið báti veit að við hvert áratog myndast eins og sár í sjóinn og því stærra eftir þýi sem fastara er lagst á árina. í logni sjást þessi sár sitthvoru megin varsímans en í stormi gróa þau fljótt. Eftir vísunni að dæma finnst mér því endirinn falla vísunni vel. Hinn endirinn (á norðan gróinn) getur svo sem átt við líka. Ég kannast mjög vel við þetta orða- lag, gróinn í norðanátt eða sunn- anátt. En þá er átt við stöðugt veðurfar eða einsýnt veður. Virðingarfyllst, Rögnvaldur Steinsson. • Rafmagns- sparnaður Að spara rafmagn jafngildir því að spara gjaldeyri í dollurum. Hér í þéttbýlinu við Faxaflóa er miklu rafmagni eytt í hugsunar- leysi til óþarfa. Nú vantar raf- magn bæði í verksmiðjuna í Straumsvík og á Keflavíkurflug- völl. Bæði Bæði þessi fyrirtæki greiða með dollurum sem hér vantar til að greiða skuldir af raforkuverum og daglegum þörf- um í innflutningi. Eyðslan er víða ofboðsleg og algjörlega óþörf. Hugsunarleysið er svo almennt að erlent fólk sem hér hefur komið getur ekki orða bundist og heyrst hefur orðið siðleysi í meðferð rafmagns. Þegar sólin baðar öll húsakynni eru Ijósin á „fullu" um alla ganga og skrifstofur. Þetta er algengt bæði á opinberum stöðum sem og hjá einkafyrirtækjum. Og nokkuð víða má sjá útidyraljósið loga sólar- hringinn út með 100 kerta peru (flott skal það vera) þótt götuljós ið sé nokkra metra frá og lýsi vel upp allt svæðið í kring. Margar ágiskanir eru um það hvað stórar upphæðir megi eðli- lega spara viðvíkjandi rafmagni. Svæðið er stórt og ljósin eru mörg sem loga að óþörfu. En satt að segja hrökk ég við þegar nefnt var að spara mætti jafngildi eins togarafarms á mánuði, þ.e. verð- mætis þess fisks í sölu erlendis. Þá datt mér í hug að beina þessu til þín Velvakandi þar sem fróðlegt væri og gagnlegt að heyra álit annarra á rafmagnssparnaði því víst þarf að spara á erfiðum tímum. Ög ekki síst þegar það er svo auðvelt að ýta bara á takka og slökkva ljósin þegar ekki þarf á þeim að halda. Nestor • Farið fyrr af stað Kona í Reykjavík hringdi til Velvakanda: „Mig langað til að beina því til þeirra sem ferðast um á bifreiðum að taka sér örlítið meiri tíma til aksturs þegar hált er á götunum. Öll þessi óhöpp sem verða í hálku eru vegna þess að allir eru að flýta sér. Þá væri ekki úr vegi að lögregl- an tæki okkar ágætu leigubíl- stjóra í kennslustundir. Þegar atvinnubílstjórar geta ekki keyrt samkvæmt reglum er varla hægt að ætlast til þess af öðrum.“ SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í fyrstu deildar keppni sovézka meistaramótsins, sem hófst nú í októberbyrjun kom þessi staða upp í skák stórmeistarans Makar- ichevs, sem hafði hvítt og átti leik, Dolmatovs, sem varð heimsmeist- ari unglinga í fyrra. 30. Dg4 +! Dxg4 (Þvingað, því 30. . .Rxg4 er auðvitað svarað með 31. e8= D+) 31. hxg4 (Svartur á nú enga vörn við hótuninni 32. d4) Hxc5 32. d4 og svartur gafst upp. Þeir K. Grigorjan og Lerner voru efstir eftir fimm umferðir á mót- inu, höfðu hlotið 3‘/2 vinning af 5 mögulegum. I mótinu, sem er undankeppni fyrir Skákþing Sov- étríkjanna taka þátt 18 skákmenn, þar af sex stórmeistarar. HÖGNI HREKKVÍSI „«F» HUílf!" í Tívoli DANSKI hljómsveitarstjórinn Eifred Eckart-Hansen frá Kaup- mannahöfn er um þessar mundir gestur Norræna hússins. Hann mun i kvöld flytja erindi um tónlistarlifið i Tívolí, þar sem hann er tónlistarstjóri. Með fyrirlestri sínum leikur Eckart-Hansen tóndæmi bæði af segulbandi og hljómplötum, þar sem heyra má marga þá tónlist- armenn sem gert hafa garðinn frægan í Tívolí. Fimmtudaginn 25. október n.k. mun Eckart-Hansen stjórna Sin- fóníuhljómsveit íslands og verður þar m.a. leikið verk eftir Vagnr Holmboe, fimmta sinfónía hans sem frumflutt var í Tívolí 1945. Fyrirlesturinn í kvöld hefst klukkan 20.30 og er öllum opinn. Humboldt-félag stofnað FÉLAG þeírra, sem dvalist hafa við nám og rannsóknir í Þýska sambandslýðveidinu fyrir at- beina Alexander von Humboldt- visindasjóðsins, var stofnað þann 17. september 8.1. Sjóður þessi er einn helsti visindasjóður V-Þýskalands og starfar hann bæði á vettvangi raunvísinda og hugvisinda. Hefur sjóðurinn veitt styrk til islenskra náms- og vísindamanna um mörg undan- farin ár. Markmið hins nýja félags er, að því er segir í tilkynningu frá því, að kynna starfsemi Humboldt- stofnunarinnar hér á landi og margvíslegt liðsinni hennar á sviði náms og rannsókna, m.a. kynnisferðir til háskóla og vís- indastofnana í Sambandslýðveld- inu. Jafnframt að halda uppi tengslum við stjórn stofnunarinn- ar og vinna að gagnkvæmum kynnum þeirra sem dvalist hafa erlendis á hennar vegum. Slík félög starfa víða erlendis. a„l Formaður Alexander von Humboldt-félagsins var kjörinn dr. Oddur Guðjónsson fyrrv. sendiherra. Aðrir í stjórn eru: dr. Frosti Sigurjónsson læknir og dr. Gunnar G. Schram prófessor. Ein ntvel, margar leturgerðir - Þaö er ekki lengur spurning um hvaða rafritvél þú velur, heldur hvernig letur þú velur í IBM kúluritvélina. IBM kúluritvélin hefur marga kosti umfram aðrar rafritvélar. Einn er að geta skipt um letur. Með einu handtaki má skipta um leturkúlu og fá þannig annað letur, sem kemur að góðum notum við sérstakar bréfa- skriftir, skýrslugerðir og textaskrif. Nú bjóða SKRIFSTOFUVÉLAR h/f upp á fjórðu leturgerðina í IBM kúluritvélar. Sú nýja nefnist Courier 10 og bætist þar með í hóp Advocate, Courier 12 og Scribe, sem þegar eru til með íslenska stafrófinu. Biðjið um letursýnishorn. £ SKRIFSTOFUVELAR H.F. V-.I/ £s»33 Við byggjum upp framtfð fyrirtaaki* þtns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.