Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 13 Leikfélag Þorlákshafnar: Sýnir Grenið eftir Kjartan Heiðberg Þorlákshöfn. 19. október 1979. LEIKFÉLAG Þorlákshaínar frumsýndi leikritið GRENIÐ eft- ir Kjartan Heiðberg á fimmtu- dagskvöldið í Félagsheimilinu hér i Þorlákshöf n, við mjög góðar undirtektir leikhúsgesta. Þetta er fyrsta leikrit hins unga höf- undar, en engum blandast hugur um, eftir að hafa séð Grenið, að hér er á ferðinni efnilegur leik- ritahöfundur sem stingur á einu af mörgum kýlum með einurð og festu. Leikstjóri er Eyvindur Er- lendsson, en hann er Þorláks- hafnarbúum að góðu kunnur því hann setti á svið tvö verk fyrir Leikfélagið á fyrstu árum þess. Hann er þekktur fyrir það að ná fram öllu sem fyrir hendi er hjá hverjum og einum leikara, og oft á mettíma. Leikendur eru átta. Að- alhlutverkin fara þau með Sig- ríður Garðarsdóttir, sem leikur ömmuna, sem fær engan frið til að annast reykvísku ógæfubörnin sem af sjálfsdáðum eru hjá henni. Hún fer mjög vel með sitt hlut- verk. Geir Bjarnþórsson leikur Steina, vandræðamanninn með hlýja hjartaþelið. Hann skilar sínu hlutverki með afbrigðum vel. Leikendur eru allir ungt fólk, og því byrjendur á hinum þyrnum stráða vegi listarinnar, en eftir að hafa horft á þessa sýningu, held ég, að Leikfélaginu hafi bæst góður efniviður sem lofar miklu í framtíðinni. Leikfélag Þorlákshafnar var stofnað 1970 og hefur boðið upp á eitt leikrit á ári að undanskildu árinu 1973. Félagið hefur því unnið ágætt brautryðjendastarf, og ættu Þorlákshafnarbúar að minnast þess með því að sækja leiksýningar þess allir sem einn. Stjórn félagsins skipa Guð- mundur P. Jónsson formaður, Guðrún S. Sigurðardóttir, Hjör- leifur Brynjólfsson, Jóna Kristín Engilbertsdóttir og Gissur Bald- ursson. Leikfélagið hyggst sýna Grenið víðs vegar um Suðurland á næst- unni, og ég hygg að enginn þurfi að sjá eftir því haustkvöldi sem varið er til að sjá þetta snjalla verk í meðferð Leikfélags Þor- lákshafnar. — Ragnheiður. Frá sýningu Leikfélags Þoriákshafnar á Greninu eftir Kjartan Heiðberg: Gróa Steina og Gunna með nýja barnið. Prófkjör Sjálfstæöisflokksins Já 1. sætið Gudmundur Hansson 20-30 skiptinemar AFS á næsta ári ÞESSA dagana stendur yfir um- sóknartími fyrir unglinga fædda 1962 og 1963, sem áhuga hafa á að gerast skiptinemar, á vegum AFS International-Intercultural Prog- rams, segir í frétt frá AFS. Í ár eru 23 nemar erlendis á vegum AFS. Flestir þeirra eru í Bandaríkjunum, en einnig eru nem- ar í Frakklandi, Sviss, Austurríki, Spáni og í Malaysíu. Hér á landi eru 6 nemar, sem komu í ágústbyrjun, og koma til með að vera hér á landi fram í júlíbyrjun næsta ár. Á komandi ári má búast við að utan fari 20—30 nemar. Enn er óvíst hver dvalarlöndin verða, enda leggur AFS mesta áherslu á að finna fjölskyldur og nema, sem eiga vel saman, svo að báðir aðilar fái sem mest út úr reynslu þeirri, sem nemendaskiptum fylgir. Möguleg dvalarlönd eru þó u.þ.b. 60, en AFS starfar í fleiri löndum en nokkur önnur samtök á sviði nemenda- skipta. Eitt af því, sem einkennt hefur starf AFS, er sú mikla áhersla, sem sjálfboðaliðar og starfsfólk leggur á að aðstoða nemendur og fjölskyldur meðan á dvöl nema stendur. Þetta felst aðallega í ráðgjöf og námskeið- um. Vegna forystu AFS á þessu sviði, veitti Æskulýðssjóður Evrópu- ráðsins samtökum AFS í Evrópu, EFIL, styrk til að vinna að rann- sóknum á nemendaskiptum, og áhrifum þeirra á þátttakendur. AFS á Islendi hefur tekið þátt í rannsókn þessari, en ekki er búist við að henni ljúki fyrr en eftir tvö ár. Fyrir nokkrum árum dugðu þátt- tökugjöld íslenskra nema rúmlega fyrir kostnaði, sem hlaust af þátt- töku þeirra. Mismunurinn fór í að greiða niður þátttökugjöld nema í þriðja heiminum. Vegna mikilla gengisfellinga á s.l. árum er sú staða komin upp, að þátttökugjald ísienskra nema duga aðeins fyrir rúmlega 80% kostnaðar, en mismun- urinn er greiddur úr alþjóðlegum sjóðum, og aflað hér innanlands með framlögum til félaga og fyrirtækja. AFS hefur það að markmiði sínu að gefa unglingum tækifæri til að kynnast framandi menningarsvæð- um, án tillits til efnahags. Af þeim ástæðum veitir AFS þeim ungling- um, sem koma frá lítt efnuðum heimilum, sérstaka styrki, til að gera þeim þátttöku mögulega. Einn- ig vill AFS ekki gera mun á þátttakendum vegna stjórnmála- eða trúarviðhorfa. AFS leitar því að þátttakendum sem eru reiðubúnir til að virða aðra, þrátt fyrir ólíkan uppruna og menningu — fólki með hugmyndaflug, þolinmæði, kímni, forvitni, sveigjanleika og skilning. 30 tonna bílkrani meö glussabómu og góöum búnaöi. Einnig Allen bílkranar meö grindarbómu. RAGNAR BERNBURG-vélasala sími 27020 kv.s. 82933. Auglýst eftir framboðum til prófkjörs í Austurlandskjördæmi Ákveðiö hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi við næstu alþingis- kosningar fari fram dagana 2. og 3. nóvember n.k. 1) Gerö skal tillaga til kjörnefndar innan ákveöins framboösfrests sem kjörnefnd setur. Tillagan er því aöeins gild, aö hún sé bundin viö einn mann og getur enginn flokksmaöur staöiö aö fleiri en tveim slíkum tillögum. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsettum í kjördæminu. 2) Kjörnefnd er heimilt aö tilnefna prófkjörsframbjóöendur til viöbótar frambjóöendum skv. 1)-lið eftir því sem þurfa þykir, enda sé fjöldi þeirra þrisvar sinnum meiri samanlagöur en fjöldi kjörinna þingmanna Sjálfstæöisflokksins og uppbótarþing- manna, sem síöast hlutu kosningu fyrir kjördæmiö. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs sbr. 1. liö hér að ofan. Skal framboð vera bundiö viö einstakling, sem kjörgengur veröur í næstu Alþingiskosningum og skulu 20 flokksbundnir Sjálfstæðismenn standa aö hverju framboði. Enginn flokksmaður getur staöið aö fleiri en 2 framboöum. Framboðum ber aö skila ásamt mynd af viðkomandi til framkvæmdastjóra yfirkjörstjórnar Magnúsar Þóröarsonar, Lagarási 2, Egilsstööum eigi síöar en kl. 12 aö hádegi, föstudaginn 26. okt. '79. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi. Notaóirbílartilsölu Wagoneer '79 ekinn 4600 km. Eins og úr kassanum. Sklpti á ódýrari bíl koma til greina. Wagoneer '77, ekinn 30.000 km. Skipti á ódýrari bíl æskileg. Wagoneer ’74, ekinn 76.000 km. 8 cyl. sjálfsk. vökvast. Cherokee „S“ '79, ekinn 12.000 km. 8 cyl. sjálfsk. vökvast. Cherokee '74, ekinn 100.000 km 6 cyl. beinsk. vökvast. Concord De Luxe Station ’79, ekinn 5.000 km. sjálsk. vökvast. Concord 4ra d. '78 ekinn 26.000 km. 6 cyl. sjálfsk. vökv- ast. Hornet '77 ekinn 49.000 km. 6 cyl. sjálfsk. vökvast. Hornet ’75, ekinn 80.000 km. 6 cyl beinsk. vökvast. Hornet AMX ’77, ekinn 39.000 km. 8 cyl. 304 cyl. sjáffsk vövast. Bíll hinna vandlátu. Hornet Hatchback '75, ekinn 70.000 km. 6 cyl, sjálfsk. vökv- ast. Lancer 1400, 4 d. ’78 ekinn 13.000 km. Lancer 1400, 4 d. ’77, ekinn 20.000 km. Lancer 1400 EL ’75 4 d. ekinn 65.000. Bíll í toppstandi. Galant 1600 GL ’74 ekinn 83.000 km. Lada Sport '79, ekinn 15.000 km. Skipti koma til greina á góöum 6. cyl. Wagoneer. Lada Sport ’78, ekinn 26.000 km. meö dráttarbeisli og kassettutæki. Fíat 128 2 d. '78, ekinn 3.000 km. Skipti á nýlegum minni bíl með afturdrifi æskileg. Fíat 132 GLS ’76, ekinn 20.000 km. Fallegur bíll. Cortína 1600 L Station ’76, ekinn 61.000 km. Cortína 1600 L 4 d. '74 ekinn 76.000 km. Vel með farinn. Sunbeam 1600 De Luxe ’76, ekinn 50.000 km. Sunbeam 1500 Station '73, ekinn 120.000 km. Upptekin vél. Sunbeam 1500 '70. Ódýr. Datsun 120 Y, ’77, ekinn 19.000 km. Audi 100 LS ’76 ekinn 70.000 km. Bíll í sérflokki. Volvo 144 ’72, ekinn 70.000 km. Bíll sérflokki. Volvo Amazon ’68. Nýuppgerö vél. CJ.7 Jeep '79, ekinn 7.000 km. 6 cyl. 4 gíra. Vel útbúinn jappi. Willys Jeep lengri gerð '65. Heppilegur bíll fyrir hestamenn og fl. AM Concord 2ja og 4ra d. nú þegar útleystir á lága veröinu. Tökum all- ar geröir bíla í um- boðssölu. Allt á sama stað EGILL. VILHJALMSSON HE Laugavegi 118-Simi 15700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.