Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 Framvinduskýrsla starfshóps um raforkuáætlanir: Kostnaðarhagkvæmni Blöndu- og Fljótsdalsvirkjunar svipuð hálfu hagsmunaaðila í héraði. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi framvinduskýrsla frá starfshópi um raforkuáætlan- ir, en i honum áttu sæti fulltrúar frá iðnaðarráðuneytinu, Orku- stofnun, Rafmagnsveitum ríkis- ins, Landsvirkjun og Laxárvirkj- un. Fer nefndin þess á leit að skýrslan verði birt þar sem hún hafi hiotið nokkurt umtal í fjöl- miðlum í tengslum við frásagnir af ákvörðun fyrrverandi iðnaðar- ráðherra að virkja Bessastaðaá. 1. Tímasetning næstu virkjunar Orkuvinnslugeta landskerfisins í dag er talin vera á bilinu 3000—3300 GWh/ári, svo sem um getur í framvinduskýrslu 1 frá 23. ágúst sl. Nýjustu athuganir benda til, að rétt sé að miða við lægri mörkin í þessu efni, þ.e. 3000 GWh/ári. Virkjun Hrauneyjafoss, sem nú stendur yfir, er talin munu bæta 900—1000 GWh/ári, þannig að orkuvinnslugetan verður 3900 GWh/ári að henni lokinni. Samkvæmt orkuspá má búast við að þessi vinnslugeta verði fullnýtt árið 1984, ef ekki er reiknað með neinni orkuvinnslu í Kröflu. Ráðstöfunum til að auka orkuvinnslugetuna þarf því að vera lokið eigi síðar en sumarið 1985. Ráðstafanir, sem til greina koma í því efni eru: 1. Frekari boranir við Kröflu 2. Stækkun gufuvirkjunar í Svartsengi. 3. Ráðstafanir til að draga úr ísskolun við Búrfell og til að auka vatnsrennsli til Þóris- vatns. 4. Enduruppsetning gufustöðvar- innar í Bjarnarflagi og öflun gufu til hennar. 5. Ný virkjun. Vegna fyrirsjáanlegs ástands í orkumálum er nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir 1—4 fyrir vetur- inn 1980—81. Gallinn við boranir við Kröflu er sá, að árangur þeirra er óviss. Þrátt fyrir þá áhættu þykir sjálf- sagt að leggja til að á næsta sumri vérði gert átak til að afla meiri gufu. I áætlunum Rafmagnsveitna ríkisins er lagt til að boraðar verði þrjár holur á næsta ári. Til þess að unnt verði að ljúka þeirri fram- kvæmd þarf þegar í haust að gera vissar undirbúningsráðstafanir, sem áætlaðar eru að kosta 50—60 Mkr. Er eindregið lagt til að þær undirbúningsráðstafanir verði gerðar nú þegar. Ákvarðanir um frekari boranir við Kröflu ráðast síðan af borárangri 1980, en Raf- magnsveitur ríkisins hafa gert áætlun um að bora 3—4 holur árlega við Kröflu næstu árin. Unnt er talið að stækka jarð- gufuorkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi úr 2 MW nú í a.m.k. 8 MW fyrir veturinn 80—81. Mjög góðar horfur eru á að fá megi gufu fyrir þessi 8MW, og hefur hún raunar að verulegum hluta þegar verið tryggð. Af ýmsum ástæðum, og þá einkum vegna óvissu um afkastagetu svæðisins til fram- búðar, þykir þó ekki rétt að ætla slíkri stöð í Svartsengi að vera grunnaflsstöð, en hún getur þrátt fyrir það komið að góðu gagni við að brúa orkuskortstímabil. Góðar horfur eru á að stofnkostnaður slíkrar stöðvar skili sér aftur á einu ári í sparaðri raforkuvinnslu með olíu. Lagt er til að aflað verði lántökuheimildar (fyrir 700 Mkr), svo og virkjunarheimildar frá Alþingi. Um framkvæmd málsins þurfa að takast samningar milli Hitaveitu Suðurnesja, Landsvirkj- unar og Rafmagnsveitna ríkisins. Á Þjórsár-Tungnaársvæðinu má gera ráðstafanir sem tryggja betur rekstur Búrfellsstöðvar og gefa þar með aukna orkuvinnslu sem nemur minni ísskolun. Þessar aðgerðir eru í fyrstu fólgnar í gerð ísvarnargarða milli Búrfells og Búðarháls, en síðar gerð lítillar stíflu við Búðarháls og greftri jarðganga frá Hrauneyjafossi gegnum Búðarháls, þannig að Tungnaá verði veitt í Þjórsá ofar en nú er. Þessar síðarnefndu aðgerðir verða þó ekki á dagskrá fyrr en eftir 1981, en koma til góða við virkjun Búðarháls. Einnig er unnt að veita ýmsum smáám til Köldukvíslar og auka þannig innrennslið í Þórisvatn. Þessu má ljúka sumarið 1980. Ráðgert er að bora nú í haust enn eina holu í Bjarnarflagi (nr. 12). Góðar vonir standa til að eftir borun hennar verði aftur tiltæk gufa til að reka 3 MW gufustöð Laxárvirkjunar í Bjarnarflagi. Ætla má að framangreindar ráðstafanir (1—4 í upptalningunni hér að framan) geti seinkað því um 1—2 ár að þörf verði á nýrri virkjun, eftir því hvern árangur ráðstafanir bera, eða til 1986— 1987. 2. Ný virkjun Stærð markaðarins gerir að verkum að virkjun af stærðinni 500—1000 GWh/ári er hagkvæm þótt eingöngu sé miðað við orku- þörf almenns markaðar. Verði um að ræða orkunotkun umfram þann markað er hagkvæmt að virkja enn stærra. Virkjanir, sem til greina koma í þessu sambandi eru því fyrst og fremst þrjár: — Blönduvirkjun — Búðarhálsvirkjun, sem næsti áfangi á Þjórsár-Tungnaár- svæðinu. — Fljótsdalsvirkjun Við Blöndu eru vettvangsrann- sóknir á lokastigi. Úrvinnsla þeirra getur væntanlega farið fram næstkomandi vetur og verk- hönnun legið fyrir á árinu 1980. Enn eru þó óleyst þar ýmis hagsmunamál í héraði. Búðarháls- og Fljótsdalsvirkj- anir eru rannsóknarlega á svipuðu Ég hefi verið að velta fyrir mér því, sem Hjörleifur. Guttormsson fv. iðnaðarráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið s.l. sunnudag. Hann segir þar m.a. „að Fljóts- dalsvirkjun virðist að mati sér- fræðinga efnilegasti virkjunar- kosturinn af þremur, er til álita hafa verið sem næsta meiri hátt- ar virkjun fyrir landskerfið“. Á hvaða forsendum byggir Hjörleifur þessa fullyrðingu? Að eigin sögn er hún byggð á „fram- vinduskýrslu" sérfræðingahóps um virkjunarrannsóknir, sem reyndar er dagsett degi eftir, að hann tók ákvörðunina um Bessa- staðaárvirkjun. Ég hafði lesið þessa skýrslu, en mér er ómögu- legt að lesa það sama úr henni og fv. iðnaðarráðherra. Skýrslan ber þess reyndar merki, að hún sé komin beint frá véfréttinni í Delfí, því ótrúlegt er að jafn valinkunnir sérfræðingar og hún er merkt, hafi búið til slíkan samsetning. Meginniðurstaða hennar er þó, ef þar er einhverja niðurstöðu að finna, að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um það, hver virkjunar- kosturinn sé hagkvæmastur. Svo að vitnað sé í nokkrar setningar í stigi. Vettvangsrannsóknir eru í gangi og þurfa að halda áfram á næsta ári. Verkhönnun þeirra beggja getur legið fyrir árið 1981. Verkhönnun getur þó legið fyrir mun fyrr fyrir hluta Fljótsdals- virkjunar, þ.e. inntakslón og inn- taksstíflur, því að þessi mannvirki yrðu í megindráttum hin sömu og miðlunarvirki Bessastaðaárvirkj- unar, sem þegar eru hönnuð. Ekki er vitað til að eignaréttur og önnur hagsmunamál þurfi að tefja þessar virkjanir. Auk þessara virkjana eru til áætlanir um ýmsar smærri virkj- anir, sem gætu hver um sig frestað stærri virkjun um 1—2 ár, t.d. Villinganesvirkjun og Bessa- staðaárvirkjun, en eru verulega dýrari á orkueiningu. Unnt er að velja tilhögun á Bessastaðavirkj- un, án umtalsverðra kostnaðar- breytinga, sem getur á eðlilegan hátt verið upphafsáfangi Fljóts- dalsvirkjunar. Ofangreindar þrjár virkjanir, Blönduvirkjun, Búðarhálsvirkjun og Fljótsdalsvirkjun, verða vænt- anlega allar gerðar í fleiri en einum áfanga, en áfangaskipting- in liggur enn ekki ljóst fyrir. 3. Lauslegur samanburður virkjunarkosta 3.1 Virkjunarkostnaður Samkvæmt nýjasta saman- burði sem gerður hefur verið (júlí 1979) virðist Fljótsdals- virkjun vera ódýrust á orku- einingu þeirra þriggja virkj- ana sem hér um ræðir. 3.2 Náttúruverndar- og hagsmunamál. Við enga af þessum virkjunum ættu náttúruverndarhags- munir að þurfa að standa í vegi fyrir framkvæmdum, en könnun þar að lútandi er liður í undirbúningsrannsóknum. Hins vegar fer allmikið beiti- land undir vatn við virkjun Blöndu og hafa orðið af því deilur og andstaða gegn virkj- uninni hefur komið fram af lokaniðurstöðu skýrslunnar, þá stendur þar m.a.: „Vonast er til að í næsta mán- uði (leturbreyting mín) geti legið fyrir samanburður á Blönduvirkj- un og Fljótsdalsvirkjun í þessu efni og samanburður á Búðarháls- virkjun í þessu efni og saman- burður á Búðarhálsvirkjun við þá þeirra tveggja, sem hagstæðari reynist um næstu áramót" (letur- breyting mín). Um kostnaðarlega hagkvæmni Fljótsdalsvirkjunar segir svo: „Fljótsdalsvirkjun er heldur ódýrari á orkueiningu en Blöndu- virkjun. Hvort sá munur nægir til að gera hana hagkvæmari sem næstu virkjun þegar á heildina er litð, þ.e. þegar tekið er tillit bæði til áfangaskiptingar og megin- flutningskerfis, verður ekki sagt um fyrr en áðurgreindur saman- burður liggur fyrir í næsta mán- uði, en þessi munur er út af fyris sig henni í vil. Svo virðist einnig sem áfangaskipting Fljótsdals- virkjunar geti verið hagstæðari, sem verkar í sömu átt. Á hinn bóginn er Fljótsdalsvirkjun mun meira fyrirtæki og dýrari en Blanda, sem eitt fyrir sig verkar í 3.3. Áfangaskipting. Öllum þessum þrem virkjun- arkostum má skipta í áfanga eftir því sem henta þykir, þó fylgir því jafnan nokkur aukakostnaður. Búðarháls- og Fljótsdalsvirkjanir skapa hér meira svigrúm en Blanda til orkusölu umfram almennan markað. 3.4 Staðsetning í kerfinu. Sé gert ráð fyrir að komin verði hringtenging á 132 kV landskerfinu fyrir árið 1983 er ekki annað að sjá en Fljóts- dalsvirkjun og Blönduvirkjun séu betur staðsettar kerfislega en Búðarhálsvirkjun, ef ekki er gert ráð fyrir aukinni stór- notkun á Suðvesturlandi. 4. Lokaniðurstaða Verið er að vinna að saman- burði á ofangreindum þremur meginkostum á næstu virkjun eftir Hrauneyjafossi, þ.e. Blöndu- virkjun, Búðarhálsvirkjun, Fljóts- dalsvirkjun. í þeim samanburði verður tekið tillit til áfangaskiptingar hverrar um sig á þann veg að sem best falli að þróun markaðarins sam- kvæmt orkuspá. í honum verður einnig tekið með í reikninginn að meginflutningskerfið og skipting þess í áfanga verður með mismun- andi hætti eftir því hvaða virkjun er valin. Reiknað verður eftir hverri leið heildarkostnaður þjóð- arinnar við virkjanir og megin- kerfi frá árinu í ár og fram til aldamóta verði lægstur. Vonast er til að í næsta mánuði geti legið fyrir samanburður á Blönduvirkj- un og Fljótsdalsvirkjun í þessu efni, og samanburður á Búðar- hálsvirkjun við þá þeirra tveggja sem hagstæðari reynist um n.k. áramót. Meðan þessar niðurstöður liggja enn ekki fyrir virðist samanburð- urinn horfa við í megindráttum sem hér segir: 1. Vegna mun hærri kostnaðar á orkueiningu við Búðarháls- gagnstæða átt. Þegar á heildina er litið virðist á þessu stigi máls ekki ólíklegt, að kostnaðarhagkvæmni þessara tveggja virkjana komi svipað út.“ Reyndar væri æskilegast að skýrslan væri birt í heild í dag- blöðum, svo menn geti dæmt um efni hennar og um það, hvort sú útlegging á boðskapnum, sem austfirzkir og vestfirskir fram- bjóðendur í Austurlandskjördæmi bera nú fyrir landsmenn eigi við rök að styðjast. virkjun en Blönduvirkjun — eða Fljótsdalsvirkjun verður á þessu stigi málsins að telja það fremur ólíklegt að hún reynist hagkvæmasti kostur- inn sem næsta virkjun í þeim samanburði sem unnið er að. Auk þess er hún kerfislega lakar staðsett en hinar tvær, með þeim fyrirvara sem að ofan getur. 2. Fljótsdalsvirkjun er heldur ódýrari á orkueiningu en Blönduvirkjun. Hvort sá mun- ur nægir til að gera haná hagkvæmari sem næstu virkj- un þegar á heildina er litið, þ.e. þegar tekið er tillit bæði til áfangaskiptingar og megin- flutningskerfis, verður ekki sagt um fyrr en áðurgreindur samanburður liggur fyrir í næsta mánuði, en þessi munur er út af fyrir sig henni í vil. Svo virðist einnig sem áfanga- skipting Fljótsdalsvirkjunar geti verið hagstæðari, sem verkar í sömu átt. Á hinn bóginn er Fljótsdalsvirkjun mun meira fyrirtæki og dýrari en Blanda, sem eitt fyrir sig verkar í gagnstæða átt. Þegar á heildina er litið virðist á þessu stigi máls ekki ólíklegt að kostnaðarhagkvæmni þess- ara tveggja virkjana komi svipað út. 3. Samanburður á öðrum atrið- um en kostnaðarlegri hag- kvæmni lítur þannig út í megindráttum. 3.1. Staðsetning í kerfi: Fljóts- dalsvirkjun er betur staðsett gagnvart austanverðu land- inu, en Blanda betur gagnvart Norðurlandi vestra og Vest- fjörðum. 3.2 Fljótsdalsvirkjun hefur ekki svo vitað sé í för með sér neinar sambærilegar deilur um beitarréttindi og þær sem uppi hafa verið við Blöndu. 3.3 Þar eð Fljótsdalsvirkjun er stærri en Blönduvirkjun er hún betur til þess fallin að taka á sig aukið álag umfram það sem orkuspáin gerir ráð fyrir, hvort heldur er vegna orkufreks iðnaðar, eldsneytis- vinnslu eða raforkusölu úr landi, t.d. til Færeyja. Slík viðbót við orkuspána, hvort heldur er vegna einstakra stórnotenda, eða vegna örari aukningar almennrar notkun- ar en spáin gerir ráð fyrir, bætir hagkvæmni Fljótsdals- virkjunar í samanburði við Blöndu. Mér sýnist virkjunin á þessu stigi aðallega vera kosningavirkj- un. Ef gera á jarðgöng og neðan- jarðarstöðvarhús fyrir stóra virkjun, en byggja aðeins litla virkjun fyrst í stað, verður fram- leiðslukostnaður hennar tugir króna á kílówattstund. Fljótsdals- virkjun verður því aðeins hag- kvæm, að hægt sefað byggja hana í fulla stærð á skömmum tíma, en það þýðir aftur, að finna þarf raforkuframleiðslu hennar mark- að með orkufrekum iðnaði, helzt í nágrenni hennar. Kannski býr slík hugsun að baki ákvörðun fv. iðnaðarráðherra, en væri þá ekki réttara að leggja fram áætlun um stórvirkjun ásamt byggingu iðju- vers eða iðjuvera til þess að nýta raforkuna? Það er einum of einfalt að taka illskiljanlega skýrslu frá Delfí og lesa hana með frambjóðandagler- augum, þegar um er að ræða ákvörðun um fjárfestingu upp á milljarðatugi. Reynslan af Kröflu- virkjun ætti að hafa kennt okkur það, að betur verður að vanda undirbúning að slíkum ákvörðun- um. Björn Friðfinnsson. Björn Friðfinnsson: Efnileg kosningavirkjun og framvinduskýrslan frá Delfí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.