Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
Kvöld eitt fyrir nokkrum vik-
um var ekki úr vegi að fá sér
heilsubótargöngu í kvöldhúminu
við ána Spree, þar sem hún
rennur rétt austan við Berlín-
armúrinn. Kannski hafa ein-
hverjir komið þar auga á ungan
mann í kafarabúningi síga niður
í ána, dökka, grugguga, og hugs-
að sem svo, að honum væri
vorkunn að þurfa að sinna að-
kallandi verkefni seint á svölu
haustkvöldi.
Kafarinn synti meðfram bakk-
anum, og kafaði síðan niður í
djúp árinnar. Uppi á bakkanum
yfirborðið. En allt gekk að ósk-
um. Hann kom að stíflu, fór
þaðan eftir skurði og komst á
þurrt land í Vestur-Berlín, í
hinum langþráða, frjálsa heimi.
Þar hitti hann strætisvagna-
stjóra, og bað hann umsvifalaust
að fara með sig á næstu lög-
reglustöð.
Það þarf varla að taka það
fram, að ekki er lengur tilvalið
að fá sér heilsubótargöngu í
kvöldhúminu við Spree. Austur-
þýzka landamæralögreglan hef-
ur fengið skipun um að hafa
strangar gætur á smugunum,
Iðnríki
Þýzkaland handan múrsins, —
Þýzka alþýðulýðveldið getur
státað af ýmsum afrekum, sem
Erich Honecker formaður
Kommúnistaflokksins hefur
bent á með talsverðu stolti.
Þrátt fyrir mikla byrjunarörð-
ugleika hefur Austur-Þjóðverj-
um tekizt að komast í hóp helztu
iðnríkja heims. Skipan þeirra í
heilsugæzlu- og félagsmálum
gæti verið margri þjóð öfundar-
efni. Vinnulaun eru að vísu lág,
þjóðinni fyrir þrifum hversu háð
hún er innfluttum hráefnum.
Spáð var 5,5% hagvexti á þessu
ári, en líkur benda til þess að
hann verði nálægt 4%.
Oft er skortur á nauðsynlegum
varningi fyrir almenning í
Austur-Þýskalandi. Á hinn bóg-
inn hefur forréttindahópur að-
gang að ýmsum varningi frá
Vesturlöndum, t.d. fatnaði, bif-
reiðum og heimilistækjum. í
þessum hópi eru einkum
áhrifamenn í Flokknum og kerf-
inu, fólk, sem hefur fengið
vestur-þýzk mörk hjá ættingjum
stjórnvöld fylgzt nokkuð með
því, hverjir hafa með höndum
vestur-þýsk mörk.
Misrétti
En efnahagslíf Austur-Þjóð-
verja þarf á vestur-þýzkum
mörkum að halda, og þess vegna
eru engar harðvítugar ráðstaf-
anir gerðar til að koma í veg
fyrir streymi þeirra til landsins,
enda þótt það hafi skapað mikið
misrétti og megna óánægju
þeirra, sem engan aðgang hafa
að þessum töfragjaldmiðli. Þetta
fer að sjálfsögðu í berhögg við
yfirlýstar jafnréttiskenningar
stjórnvalda, en þau líta svo á, að
misréttið sé réttlætanlegt á
meðan þjóðin í heild nýtur góðs
af því.
Töfrar vestursins hafa löngum
verið helzti höfuðverkur Aust-
ur-Þjóðverja. Þeir hafa orsakað
Um 400.000 sovéskir hermenn hjálpa austur-þýskum stjórnvöldum að koma i veg
fyrir frckarí landflótta.
stóðu austur-þýskir landamæra-
verðir gráir fyrir járnum, því að
skammt undan voru skilin á
milli Austur- og Vestur-Berlín-
ar, en þau markast af ánni Spree
á parti. Þess hluta árinnar er
betur gætt en nokkurrar annarr-
ar sprænu í gervallri Evrópu.
Kafarinn hélt áfram ferð
sinni. Súrefnistæki hans var
þannig fyrir komið, að engin
loftbóla myndi ná upp á yfir-
borðið. Hann reyndi að finna
annan farveg til vinstri í kol-
niðamyrkrinu. Ef hann hefði
villst og fylgt meginstraumi ár-
innar, sem rennur beint undir
múrinn, hefði hann verið skotinn
um leið og hann kom upp á
Brúðhjon í Vestur-Berlin veifa til ættingja handan múrsins. Enn gera menn
örvætingarfuliar tilraunir til að komast vestur yfir, en smugunum fækkar óðum og
sífellt fleiri hafna í höndum austur-þýsku varðanna.
margs konar vandamál í ríkinu
og munu sjálfsagt gera það enn
um sinn. Þegar Berlínarmúrinn
var reistur árið 1961 og Austur-
Berlín hvarf bak við járntjaldið í
orðsins fyllstu merkingu, höfðu
þrjár milljónir austur-þýzkra
borgara flutzt vestur yfir. Og
straumurinn varð ekki heftur
algerlega þrátt fyrir múrinn, því
að á næstu árum reyndi fólk að
grafa sig undir hann og komast
yfir hann með öllum hugsan-
legum ráðum. Það fleygði sér á
gaddavír og sprengjur, faldi sig í
farangursgeymslum bíla frá
Vesturlöndum, eða flaug yfir
landamærin í litlum flugvélum.
Þeir sem náðust á flóttanum
sem kafarinn komst í gegn til
Vestur-Berlínar um síðustu
mánaðamót. Og fleira mæðir á
henni, því að hún þarf að sjá svo
til, að annars konar flótti, sem
heppnaðist nokkrum dögum
fyrr, endurtaki sig ekki.
Hann
átti sér stað nokkru sunnar, og
þótti allstórfenglegur, því að
tveimur fjölskyldum tókst að
komast til Vestur-Berlínar í
heimatilbúnum loftbelg. Þessar
tvær flóttasögur voru ekki til
þess að auka á hátíðarskapið, er
Austur-Þjóðverjar héldu há-
tíðlegt 30 ára afmæli ríkis síns 7.
október sl.
en verðlag er einnig lágt á helztu
neyzluvörum, sem eru ríflega
niðurgreiddar. Afrek austur-
þýzkra íþróttamanna hafa vakið
athygli og aðdáun um heim
allan, enda þótt ýmsum þyki
markinu náð með heldur harðn-
eskjulegum aðferðum.
En nú eru efnahagserfiðleikar
farnir að segja allverulega til
sín. Orkukreppan hefur bitnað
illilega á Þýzka alþýðulýðveldinu
sem og öðrum Comecon-ríkjum.
Talið er, að vöruskiptahalli
Austur-Þjóðverja gagnvart vest-
urveldunum nemi um 6.000
milljónum dollara. Mikil vöntun
er á vinnuafli í Austur-Þýzkal-
andi og ennfremur stendur það
vestan að, sem komið hafa í
heimsókn eða hefur komizt yfir
þau með öðrum hætti.
Vestur-þýzka markið er nú
orðið annar gjaldmiðill landsins.
Fyrir skömmu reyndi Honecker
að stemma stigu við stórauknu
svartamarkaðsbraski með vest-
ur-þýzk mörk með því að setja
vissar viðskiptatakmarkanir á
„intershops", en það eru verzlan-
ir í Austur-Þýzkalandi, þar sem
hægt er að kaupa varning frá
Vesturlöndum gegn greiðslu í
vesturlandagjaldmiðli. Nú verð-
ur fólk að kaupa skírteini fyrir
vestur-þýzku mörkin sín, áður
en það fær að verzla í búðum
þessum, en á þennan hátt geta
Myndabækur
frá Iðunni
BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur
gefið út þrjár nýjar myndabækur:
Örkin hans Nós nefnist bók með
myndum eftir Peter Spier, bresk-
an teiknara. Texti bókarinnar er
kvæði með sama nafni eftir hol-
lenska skáldið Jacobus Revius sem
var kalvínískur guðfræðingur og
uppi 1586—1658. Þorsteinn skáld
frá Hamri þýddi kvæðið. Síðan
rekja myndir Spiers þessa sögu. —
Bókin er prentuð í Bretlandi.
Úlfurinn bundinn nefnist
fyrsta bókin í nýjum flokki teikni-
myndasagna, Goðheimar. Teikn-
ingar og texti bókarinnar er eftir
danska höfunda: Peter Madsen
gerði teikningarnar en Hans
Rancke-Madsen samdi textann.
Guðni Kolbeinsson þýddi.
I bók þessari er gamansöm
frásögn af hinum fornu goðum
Valhallar og þeim atburðum sem
frá er sagt í Snorra-Eddu. í
þessari bók segir einkum frá
Þjálfa og Röskvu og því hvernig
Fenrisúlfi var komið í bönd. -*
Bókin er 54 bls., prentuð í Belgíu
og gefin út í samráði við A/S
Interpresse í Kaupmannahöfn.
Allt á hvolfi nefnist önnur
bókin í flokknum Ævintýri kalíf-
ans Harúns hins milda. þar sem
aðalpersónan er stórvesírinn
Fláráður. Texti er eftir Gosch-
inny, en teikningar gerði Tabary.
Jón Gunnarsson þýddi bókina sem
gefin er út í samvinnu við Guten-
bergshús í Kaupmannahöfn. —
Bókin sem áður er komin út í
flokknum nefnist Fláráður stór-
veslr.
ÖRKIN HANS NÓ\
■VÍyttfískrrt'ítáf fWr Sjpíör
« VtN ÍÝR* KM.ÍFANS
(SOPWEIMAR 1
Dregið í leik-
fangahappdrætti
DREGIÐ var í leikfangahapp-
drætti Thorvaldsensfélagsins
fyrir skömmu. Vinningsnúmerin
urðu þau sem fara hér á eftir, en
þau eru birt án ábyrgðar: 148, 918,
1070, 1227, 1779, 1807, 1949, 2054,
2124, 2691, 3836, 4081, 4084, 4374,
4625, 4634, 5446, 5576, 5949, 6600,
6760, 6866, 6873, 7042, 7100, 7498,
8117, 8427, 8510, 8516, 8556, 8664,
8728, 10032, 10200, 10445, 10446,
10878, 11024, 11420, 12675, 13259,
13654, 13872, 14034, 14228, 15691,
15716, 15842, 16253, 16437, 16523,
16659, 16937, 25304, 26400, 26510,
26520, 27021, 27022, 28040, 28312,
28765, 28851, 29168, 29335, 29391,
29845, 30175, 30440, 30843, 30878,
30980, 18332, 18754, 19198, 19625,
19799, 19800, 19831, 20022, 20256,
20539, 20545, 20772, 21100, 21363,
21454, 21508, 21996, 22002, 22837,
22867, 23039, 23050, 23141, 23840,
24100, 24857, 25005.
ACUI.VSINUASIMINN KR: j=Q>S.
224BD
Jtlorflimblflöib