Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
Prófkjörsmál Alþýðuflokksins:
Prófkjör verður í
öllum kjördæmum
nema Austurlandi
PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins eru nú i undirbúningi um land allt,
nema á Austurlandi, þar sem talið er ógerlegt að framkvæma prófkjor
vegna víðáttu kjördæmisins og hefur kjörnefnd þar verið falið að
stilla upp framboðslista. I öllum öðrum kjördæmum verða prófkjör
svo sem nú skal upp talið:
Reykjavík
í fyrsta sæti A-listans í Reykjavík
bjóða sig fram tveir menn, formaður
flokksins Benedikt Gröndal og Bragi
Jósefsson. í önnur sæti, 2., 3., 4., og 5.
sæti eru allt sjálfkjörnir menn, en
þeir eru þessir: Vilmundur Gylfason,
Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin
Hannibalsson og Kristín Guðmunds-
dóttir.
Vesturlandskjördæmi
Framboðsfrestur í Vesturlands-
kjördæmi var framlengdur og renn-
ur ekki út fyrr en í kvöld. I gær var
þó talið að Eiður Guðnason yrði
sjálfkjörinn í fyrsta sæti A-listans,
en um 2. sætið keppa þeir Guðmund-
ur Vésteinsson og Gunnar Már
Kristófersson.
Vestfirðir
Á Vestfjörðum gefur Sighvatur
Björgvinsson fjármálaráðherra kost
á sér i 1. sæti A-listans. Karvel
Pálmason gefur kost á sér í 1. og 2.
sætið, en hann var síðast á lista
óháðra og Bjarni Pálsson gefur kost
á sér í 2. sætið. Bjárni var síðast
efsti maður á lista Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna.
Norðurlandskjördæmi
vestra
I fyrsta sætið gefa kost á sér tveir
menn: Finnur Torfi Stefánsson fyrr-
um alþingismaður og dr. Jón Sæm-
undur Sigurjónsson, deildarstjóri í
tryggingaráðuneytinu. Jón Karlsson,
formaður Verkamannafélagsins
Fram á Sauðárkróki býður sig fram
í 2. sæti listans.
Norðurlandskjördæmi
eystra
Þar býður Bragi Sigurjónsson sig
fram í 1. sæti listans og Árni
Gunnarsson einnig. Jón Ármann
Héðinsson býður sig fram í 1. og 2.
sætið og Jón Helgason býður sig
fram í 2. sætið. Um 3. sæti listans
keppa þeir Bárður Halldórsson og
Sigbjörn Gunnarsson.
Suðurlandskjördæmi
Þar er Magnús H. Magnússon
sjálfkjörinn í 1. sæti A-listans, en
um 2. sætið keppa þeir Ágúst
Einarsson, Vestmannaeyjum, og
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Reykjaneskjördæmi
Kjartan Jóhannsson býður sig
fram í 1. sæti A-listans þar. Um það
sæti keppir einnig Ólafur Björnsson,
sem gefur valkost allt frá 1. sæti í 5.
sæti. Karl Steinar Guðnason býður
sig fram í 2. sætið og Gunnlaugur
Stefánsson í 2. og 3. sæti. í 3., 4. og 5.
sæti býður sig fram Guðrún Helga
Jónsdóttir og í 4. og 5. sæti býður sig
fram Ásthildur Ólafsdóttir. Örn
Eiðsson býður sig fram í 2. til 5. sæti
listans.
FORSETI ÍSLANDS, dr. Kristján Eldjárn, og Ragnar Borg, formaður sýningarnefndar, skoða myntsafn
við opnun myntsýningar Myntsafnarafélags íslands i Bogasal Þjóðminjasafnsins s.i. laugardag.
Ljósmynd Mbl. Kristján.
Sýning Myntsafnarafélagsins:
Leitast við að sýna mynt
notaða síðustu 11 aldimar
MYNTSÝNING Myntsafnara-
félags íslands í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins var opnuð að
viðstöddum fjölmörgum gest-
um s.l. laugardag. Við opnun-
ina flutti Ragnar Borg for-
maður sýningarnefndar ávarp
og sagði hann m.a. að á þessari
sýningu væri leitast við að
sýna mynt sem notuð hefði
verið á Islandi á umliðnum 11
öldum, en sýningin er haldin í
tilefni tíu ára afmælis félags-
ins.
Meðal gesta við opnun sýn-
ingarinnar voru forseti íslands,
dr. Kristján Eldjárn, og banka-
stjórar Seðlabanka Islands, Jó-
hannes Norðdal og Davíð Ólafs-
son.
Gunnar Bjarnason leik-
tjaldamálari setti sýninguna
upp, en henni lýkur n.k. sunnu-
dag.
Úr safni Seðlabankans eru
nú í fyrsta sinn sýndir vöru-
seðlar frá síðustu aldamótum
og skrautslátta íslenzkrar
gangmyntar þ.e. íslenzku mynt-
arinnar frá upphafi.
Mörg skemmtileg mótív eru á
sýningunni eins og peningar
sem sýna fólk með gleraugu, en
það er mjög óalgengt.
Þá má nefna safn gamalla
skömmtunarseðla og vel upp
sett safn barmmerkja, auk þess
alla mynt og seðla sem gefnir
hafa verið út á íslandi undan-
farin hundrað ár.
Framsóknarflokkur:
Ólafur í fyrsta sæti syðra
eða í heiðurssæti nyrðra
Reykjavík
í gær var talið í fyrri umferð
skoðanakönnunar, sem fram fer
meðal framsóknarmanna í
Reykjavík um hvernig skipa eigi
framboðslista flokksins í
Reykjavík. Efstur að atkvæðum
varð Ólafur Jóhannesson, fyrrum
forsætisráðherra, sem hlaut 195
atkvæði, næstur varð Haraldur
Ólafsson lektor með 167 atkvæði,
þá Guðmundur G. Þórarinsson
verkfræðingur 142 atkvæði, Sig-
rún Magnúsdóttir, kaupmaður
hlaut 70 atkvæði og Kristján
Friðriksson iðnrekandi hlaut 54
atkvæði. Fleiri voru ekki gefnir
upp, en Morgunblaðinu er kunn-
ugt um að næsti maður var
Sverrir Bergmann læknir og
síðan Svala Thorlacius, sem þó
mun hafa gefið um það yfirlýs-
ingu að hún gæfi ekki kost á sér
til framboðs.
Vesturland
„Þetta er lýðræðisleg ákvörðun
kjördæmisþingsins að listinn sé
sterkastur með því að raða á
hann fólki eftir búsetu. Ég hlýt
að hlíta þessum úrskurði. Nú
dugir ekki að gráta Björn bónda
heldur safna liði,“ sagði Dagbjört
Höskuldsdóttir skrifstofumaður
í Stykkishólmi í samtali við Mbl.
í gær, en Dagbjört hafði stefnt
að einu af efstu sætum á lista
framsóknarmanna í Vestur-
landskjördæmi, en fékk ekki til
þess fylgi, hafnaði 6. sætinu en
kaus að skipa níunda sætið.
Halldór E. Sigurðsson fyrrum
ráðherra skipar 10. sætið.
Á kjördæmisþinginu gerðu
Akurnesingar kröfur um að
þeirra maður skipaði annað sæti
listans, en settu fram varakröfu
um 3ja sætið, sem Dagbjört
skipaði við síðustu kosningar.
Alexander Stefánsson, sem skip-
aði annað sæti síðast, færist nú í
1. sætið, en í annað sæti valdist
Davíð Aðalsteinsson Arnbjarg-
arlæk á Mýrum. Jón Sveinsson á
Akranesi, sem skipaði fimmta
sætið síðast, var tilnefndur í
þriðja sætið, en Dagbjört bauð
sig fram á móti honum og var
kosið í milli þeirra. Hlaut Jón 52
atkvæði og Dagbjört 22. Haukur
Ingibergsson skólastjóri Bifröst,
sem einnig hafði stefnt að einu af
efstu sætunum, en beið lægri
hlut fyrir Davíð Aðalsteinssyni,
valdist í 4. sætið, sem Steinþór
Þorsteinsson fyrrum kaupfélags-
stjóri í Búðardal skipaði síðast. I
fimmta sætið valdist Kristmund-
ur Jónsson Giljalandi Dölum, í 6.
sætið Ingibjðrg Pálsdóttir hjúkr-
unarfræðingur Akranesi, í 7.
sætið Sigurður Þórólfsson
Fagradal Dölum og í 8. sætið
Magnús Óskarsson yfirkennari
Hvanneyri.
Vestfirðir
Kjördæmisþingi framsókn-
armanna á Vestfjörðum, sem
halda átti um helgina, var
frestað. Steingrímur Hermanns-
son er talin öruggur í efsta sæti
listans, en slagurinn stendur um
annað sætið, sem Gunnlaugur
Finnsson skipaði síðast. Gunn-
laugur er sagður hafa áhuga á að
skipa sætið áfram, en margir
telja, að hann eigi vegna tapsins
í síðustu kosningum að draga sig
í hlé. Munu margir framsóknar-
menn á Vestfjörðum telja Magn-
ús R. Guðmundsson bæjarritara
á ísafirði heppilegan í annað
sætið, en hann er fyrrverandi
Samtakamaður og hyggjast
framsóknarmenn þannig reyna
að höggva í fylgi Karvels Pálma-
sonar. Einnig hefur Sigurgeir
Bóasson skrifstofustjóri í Bol-
ungarvík verið nefndur til ann-
ars sætis svo og Ólafur R.
Þórðarson, sem skipaði þriðja
sætið síðast, en er nú fluttur úr
kjördæminu.
Norðurland
vestra
Framsóknarmenn í Norður-
landskjördæmi vestra una illa að
sjá á bak foringja sínum Ólafi
Jóhannessyni. Hann hafði til-
kynnt, að hann myndi ekki verða
aftur í framboði, og hafnaði
ítrekuðum tilmælum um að end-
urskoða þá afstöðu sína. Hins
vegar mun mörgum framsóknar-
mönnum í kjördæminu falla mið-
ur að heyra sögur af framboði
Ólafs í Reykjavík, sem myndi
leiða til þess að hann skipaði
ekki einu sinni heiðurssæti á
listanum í Norðurlandskjördæmi
vestra.
Talið er að þeir Páll Pétursson
og Stefán Guðmundsson muni
skipa efstu sæti listans þannig að
þeir færist upp, en þó mun
einhver hreyfing austanvert í
kjördæminu fyrir því að Stefán
fari úr þriðja sæti í fyrsta og
Páll verði þá áfram í öðru sæti.
Frá framboðslistanum verður
gengið um helgina.
Norðurlandskjör-
dæmi Eystra
Þeir Ingvar Gíslason og Stefán
Valgeirsson munu skipa tvö efstu
sætin sem fyrr, en Ingi Tryggva-
son gaf ekki kost á sér áfram í
þriðja sæti og mun Guðmundur
Bjarnason útibússtjóri Sam-
vinnubankans í Keflavík, fyrr-
verandi forseti bæjarstjórnar
Húsavíkur, vera tilnefndur í
hans stað, í fjórða og fimmta
sæti eru tilnefndir Níels Lund
kennari Bifröst og Hákon Há-
konarson formaður Alþýðusam-
bands Norðurlands, en við
síðustu kosningar skipuðu Pétur
Björnsson og Heimir Hannesson
fjórða og fimmta sæti listans.
Austurland
Vilhjálmur Hjálmarsson fyrr-
um ráðherra hefur tilkynnt
sínum mönnum að hann muni
ekki skipa efsta sæti listans nú
og að hann vilji með því rýma til
fyrir Halldóri Ásgrímssyni í ör-
uggu sæti, sem yrði þá í öðru
sæti, en Tómas Árnason í fyrsta.
Talið er ósennilegt að séra Þor-
leifur Kristmundsson á Kol-
freyjustað, sem skipaði fimmta
sætið síðast, sækist eftir sæti svo
ofarlega nú og óvíst er talið um
stöðu Jóns Kristjánssonar Egils-
stöðum, sem var í fjórða sæti.
Mikil hreyfing var fyrir því að fá
Kristján Jónsson sveitarstjóra á
Vopnafirði til að gefa kost á sér í
3ja eða 4rða sæti listans, en hann
hefur aftekið það með öllu.
Framboðsmál framsóknarmanna
á Austurlandi verða sennilega
ekki ráðin fyrr en á kjördæmis-
þingi í byrjun nóvember.
Suðurland
Einhver undiralda er meðal
framsóknarmanna í Suður-
landskjördæmi og er talið að Jón
R. Hjálmarsson fræðslustjóri
vilji fá fram prófkjör til að skera
úr um það, hvort þingmennirnir
Þórarinn Sigurjónsson og Jón
Helgason njóta fylgis til þess að
skipa efstu sætin áfram. ólíklegt
er talið að Jón eða einhver annar
geti fellt annan hvorn þingmann-
inn úr sínu sæti, en aðrar
breytingar á listanum gætu fylgt
í kjölfarið.
Reykjanes
Mikil breyting verður á lista
framsóknarmanna í Reykjanes-
kjördæmi, þar sem þrír efstu
menn í kosningunum í fyrra,
verða ekki með nú. Jón Skaftason
yfirborgarfógeti gefur ekki kost
á sér og heldur ekki þau Gunnar
Sveinsson og Ragnheiður Svein-
björnsdóttir. Jóhann Einvarðs-
son bæjarstjóri í Keflavík mun
hafa hug á að fara í framboð og
einnig munu Markús Einarsson
veðurfræðingur, Helgi H. Jóns-
son fréttamaður og Þrúður
Helgadóttir Mosfellssveit vera í
hópi þeirra sem hafa hug á því að
gefa kost á sér. Þeir Magnús
Bjarnfreðsson og Jón Sigurðsson
ritstjóri munu vera afhuga fram-
boði með öllu.