Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 33 SVO VIRÐIST sem Englend- ingur nokkur hafi á undan- förnum árum skipulagt ferðir um ísland og selt farþegum sínum gistingu í húsum í eigu einkaaðila án þess að hafa nokkra heimild til að nota þessi hús, hvað þá að leigja þau öðrum. Frá þessu er greint í Vestfirzka fréttablaðinu og er í eftir- farandi frásögn stuðst við frétt þess blaðs. Umræddur Englendingur heitir Dick Philips og er titlaður prófessor, hann er sagður búa í kastala sínum á Suður-Englandi á vetrum, en dvelst hérlendis á sumrin. Hópferðastarfsemi hans er ekki einskorðuð við ísland, en her á landi hefur hann einkum gengist fyrir ferðum um Hornstrandir og Jökul- firði og á Mýrdalsjökul. í sambandi við ferðir á Hornstrandir hefur Philips Hópur ferðamanna við Fjalir við Hornbjarg. Náttúrufegurð er einstök og með hverju árinu fjölgar þeim sem leggja leið sína um friðlandið Hornstrandir og Jökulfirði. Leigir útlendingum sumar- bústaði án leyfis eigenda þessi birgðastöð í gamla verzlunarhúsinu á Hesteyri, en hann hefur haft þetta hús á leigu í nokkur ár. Að sögn Vagns Hrólfssonar í Bolung- arvík, en hann ferjar hópana til Hesteyrar, eru 4—15 manns í hverjum hópi og fer Philips yfirleitt með í fyrstu ferðina á vorin. í gestabók- um Slysavarnaskýlanna á Hornströndum má lesa nöfn skjólstæðinga Philips allt frá árinu 1973. Á Horni eru tvö hús í einkaeign og ræddi Vest- firzka fréttablaðið við Arnór Stígsson, sem á sumarbústað á Horni. Sagði Arnór að vitað væri með vissu, að hópar ferðamanna hefði haft aðsetur í húsunum undanfar- in 4 ár, en þeim hefði aldrei verið komið í opna skjöldu fyrr en síðastliðið vor. Þá voru í húsunum 12 skemmti- ferðamenn á vegum Philips. Tjaði fólk þetta Arnóri og þeim, sem með honum voru, að það hefði gist húsin í góðri trú og greitt prófessor Philips fyrir aðstöðuna. Síðar hefði Arnór fengið bréf frá Philips þar sem hann baðst afsökunar á veru fólks- ins í húsunum, en það hefði verið gert án sinnar vitund- ar. Segir Arnór, að þó sé ljóst, að þetta sé ekki í fyrsta skipti, sem ferðamenn gista þarna án leyfis, þvi eigendur húsanna hafa orðið að gera þau hrein á hverju sumri eftir dvöl ferðamanna þar. Eigendur húsanna eru einnig hættir að læsa þeim því hurðir eru einfaldlega brotn- ar upp. Eyþór Einarsson, formað- ur Náttúruverndarráðs, segir 1 samtali við blaðið, að Bret- inn Dick Philips hafi aúg- sýnilega mikið umleikis í hópferðastarfsemi hér á landi, því frétzt hafi af honum víða um land þar sem hann hafi setzt upp í sælu- húsum og gangnamannakof- um og hafi menn á honum illan bifur vegna ofríkis og frekju. í samtalinu við Eyþór kemur fram, að útlendingar geti skipulagt starfsemi sem þessa hérlendis að þvi til- skildu, að þeir hefðu til þess leyfi samgönguráðuneytis- ins, sem setur háar trygg- ingar fyrir slíkum leyfum. Hins vegar hafi skipuleggj- endur ferðahópa ekkert leyfi til að nýta mannvirki í ann- arra eigu, hvað þá að leigja þau út fyrir peninga. — Sé slíkt gert er vitanlega um saknæmt atriði að ræða, sagði Eyþór Einarsson. Ekki er vitað til þess að húseigendur á Hornströnd- um hafi kært ólögmæt afnot af húsum sínum enda óhægt um vik þar sem þeir vita í fæstum tilfellum deili á hin- um óboðnu gestum, segir Vestfirzka fréttablaðið að lokum. Mskandi og gott á fímm sekúndum. Það er Fountain. ■JTií'Jl wnnk ‘W m 4 f| TRÆK , Engin venjuleg kaffívél Fountain drykkjavélin er engin venjuleg kaffivél, því að þú getur valið um sex kaffitegundir, fjórar tetegundir, þrjár súkkulaði- tegundir, sjö súputegundir og fjóra ávaxtadrykki. Þú getur fengið vél með tveim, fjórum eða sex fyllingum í einu, með eða án sjálfsala. Fimm sekúndur Það tekur þig aðeins fimm sekúndur að fá frískan og góðan drykk úr Fountain. Fountain hcntar alls staðar Fountain hentar vel fyrir fyrirtæki, stór eða smá, söluskála og heimili. Einning eru fáanlegar 24volta vélar fyrir skip, báta og langferða- bíla. Ath! Ókeypis hiáefni l.sept. I.des. Kaupir þú Fountain nú, færðu fyrsm fyllingamar ókeypis. Síðan er hráefninu ekið til þín, án endurgjalds, hálfsmánaðarlega eða eftir samkomulagi. Ég óska eftir að fá senda Fountain drykkjavél fyrir: □ 2 fyllingar □ 4 fyllingar □ 6 fyllingar - gegn póstkröfu. □ Ég óska eftir að fá senda mvnd- og verðlistí □ Ég óska eftir að fá sölumann í heimsókn. Natn____________ Heimili Sími Pósthólf 7032 127 Reykjavík Sími 16463

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.