Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
fltargttiifrlfiMfe
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fróttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjóm og skrifstofur Aöalstrœti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480.
Afgreiösla Sími 83033
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 200 kr. eintakiö.
Varnarmálin og
Alþýðubandalagið
Kosningabaráttan, sem nú er aö hefjast, mun snúast
um önnur málefni en utanríkis- og varnarmál.
Efnahagsöngþveitið og ótti manna við algjört úrræðaleysi í
kjölfar uppgjafar vinstri flokkanna mun móta afstöðu
kjósenda. Þeir verða að gera upp við sig, hvort þeir vilja
glundroðann áfram eða ábyrga forystu. Hins vegar má ekki
gleyma því, að í kosningunum 1971 var ekki deilt um
utanríkis- og varnarmál, en að þeim loknum ákvað vinstri
stjórn að taka upp varnarleysisstefnu.
Alþýðubandalagið heldur enn í orði fast við þá stefnu, að
varnarsamningnum skuli rift og íslendingar hætti þátttöku
í Atlantshafsbandalaginu. Framsóknarflokkurinn hefur
jafnan verið reiðubúinn til að stíga víxlspor í öryggismál-
unum telji hann sér það henta til að ná völdum með
Alþýðubandalaginu. Og 1956 sameinaðist Alþýðuflokkurinn
um varnarleysisstefnu með hinum vinstri flokkunum.
Síðasta vinstri stjórn var sú fyrsta af þeim stjórnum
síðan 1956, sem ekki hafði það á stefnuskrá sinni að draga
úr vörnum landsins. Utanríkisstefnunni frá 1949, sem
mótuð var með aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu,
var fylgt og ekki hróflað við Bandaríkjamönnum á
Keflavíkurflugvelli. Þvert á móti endurbætti varnarliðið
tækjakost sinn og haldið var áfram undirbúningi að smíði
nýrrar flugstöðvar í samvinnu við stjórnvöld í Washington.
Sú spurning vaknar því, hvort Alþýðubandalagið hafi
horfið frá varnarleysisstefnu sinni á borði.
í málflutningi herstöðvaandstæðinga hefur þess gætt
undanfarið, að þeir eru farnir að gera sér grein fyrir því, að
stefna þeirra er úr sér gengin. Þeir geta ekki bent á neinn
annan kost en þann, sem við nú búum við, sem tryggir
öryggi lands og þjóðar. Aðgerðir og yfirlýsingar þessara
rökþrota samtaka hafa nú í haust snúist um aukaatriði í
sambandi við dvöl varnarliðsins eða andúð á íslenskum
lögreglumönnum, sem gera ekki annað en gegna skyldu-
störfum sínum og gæta laga og réttar í landinu.
Vandræði herstöðvaandstæðinga og Alþýðubandalagsins
eru auðskiljanleg, þegar litið er til þess, hvernig lega
landsins hefur leitt okkur inn í skurðpunkt austurs og
vesturs í keppninni um yfirburði á Norður-Atlantshafi, sem
skipta sköpum fyrir okkar eigið öryggi og varnir Norður-
álfu. Kjósendur eiga engu síður heimtingu á að vita, áður en
þeir gera upp hug sinn, hvaða stefnu Alþýðubandalagið
ætlar að fylgja í varnarmálum að kosningum loknum. Um
þetta efni verða að liggja fyrir afdráttarlaus og skýr svör.
Þess vegna er spurt: Ætla kommúnistar að gera það að
úrslitaskilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn að kosningum
loknum, að sú stjórn hafi uppsögn varnarsamningsins á
stefnuskrá sinni? Eða mun Alþýðubandalagið halda við þá
afstöðu, sem það tók í síðustu ríkisstjórn?
Olíuviðskiptin
Svonefnd olíuviðskiptanefnd hefur lokið fyrstu könnun
sinni á undirtektum undir nýskipan á olíuinnflutningi
til landsins. Svör þau, sem fengist hafa, eru eins og við var
að búast. Ekki er á svipstundu unnt að hefja olíukaup hjá
nýjum aðilum. En auðvitað eru aðrir möguleikar fyrir
hendi en okursamningarnir við Sovétríkin.
Nú þegar gæslumaður Rússlandsviðskiptanna fyrir hönd
Alþýðubandalagsins er horfinn úr stól viðskiptaráðherra
ætti að vera unnt að taka til hendi og ganga fordómalaust
til þess verks að gera þá olíukaupasamninga, sem
hagstæðastir eru.
Saga olíumálanna á þessu ári sýnir betur en nokkuð
annað, hve hallir íslenskir kommúnistar eru enn undir
Moskvuvaldið. Það er von, að menn, sem haldnir eru slíkri
vanmetakennd gagnvart stórveldi, geti aldrei áttað sig á
því, að aðrir íslendingar láta hreinskilni en ekki undir-
lægjuhátt ráða í samskiptum sínum við aðrar þjóðir.
gáfaða sveitapilts sem villist til
hálfþroskaðs bæjar í landi sem
er að stíga fram úr rökkri
margra alda erlendrar kúgunar
hafi gleymst í Ofvita Kjartans
Ragnarssonar. Fólki finnst víst
meira gaman að hlæja að þeim
sem eru í senn stærri og smærri
en umhverfi sitt. Og sannarlega
koma þeir — Jón Hjartarson í
hlutverki meistarans þess sem
segir söguna 30 árum síðar og
Emil Guðmundsson sem Þór-
bergur hinn ungi sá er lifir
atburðina — áhorfendum til að
hlæja.
Leikendur
Jón Hjartarson birtir okkur
Þórberg Þórðarson á sviðinu —
meira þarf ekki að segja. Emil
Guðmundsson er full fljótmælt-
ur þannig að gullkornin komast
ekki alltaf til skila, en hann
hefur þann innileika í svipnum
sem skilar sér bak við brjóst-
beinið. Steindór Hjörleifsson og
Karl Guðmundsson brugðu upp
ólíkum kátlegum myndum.
Nema Steindór í hlutverki dr.
Jóns Þorkelssonar fornskjala-
varðar enda sá kafli í söngleikja-
stíl. Harald G. Haralds og Hjalti
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
Ólafur M. Jóhannesson
mun skrifa leikdóma ásamt
Jóhanni Hjálmarssyni i Morgun-
blaðið í vetur. Hann er fæddur
i Neskaupstað, lauk kennara-
jprófi frá Kennaraháskóla
Islands 1972 og BA prófi i
almennri bókmenntasögu og
ensku frá Háskóla íslands
1977. — BA ritgerðir hans
fjölluðu um leikverk, annars
vegar í bókmenntasogu um
MARAT/SADE eftir Peter
Weiss, hins vegar i ensku um
ákveðna þætti MACBETH og
KING LEAR. Þá hefur hann
fengist við myndlist og hélt
einkasýningu 1977.
ýmis kvæði Þórbergs í tíma og
ótíma, nánast með sama hætti
og í amerískum söngleikjum.
Auðkeyptar vinsældir voru
fjarri Meistara Þórbergi. Um
músikina hans Atla Heimis skal
ég ekki dæma, en fannst seinasta
lagið fallegt, mætti e.t.v. gefa
það út á snældu til ágóða fyrir
Nýja-leikhúsið. En leikhljóð eru
hins vegar af skornum skammti,
til dæmis er vesalings Ofvitinn
er að reika um drullugar götur
höfuðstaðarins rennblautur, með
gat á sólunum. Þar hefði mátt
heyrast í rigningu. Reyndar er
eins og vesöld þessa sérlundaða
Emil Guðmundsson (Þórbergur), Harald G. Haraldsson (Rögnvald-
ur), Soffía Jakobsdóttir (Fraukan) og Jón Hjartarson (Meistar-
inn).
Ofvitinn
Leikfélag Reykjavíkur:
OFVITINN
í leikgerð Kjartans Ragnars-
sonar.
Leikverkið
OFVITINN
Leikverkið Ofvitann verður að
meta að mestu sem sjálfstætt
verk. Bókin er slík perla að það
skiptir eiginlega ekki máli í
hvers kyns umgjörð hún er felld,
hún heldur ljóma sínum. Sem
leikverk er Ofviti Kjartans
Ragnarssonar mörgum kostum
gæddur. Verkinu er snúið í rétta
tímaröð og verður þannig sam-
felldara og sjálfstæðara. Val
þátta og tilsvara er oftast með
ágætum. En þó vantar þann þátt
Ofvitans sem mér finnst leik-
rænastur; þegar Þórbergur gekk
í stúku. Þar er sú grátbrosleg-
asta lýsing á tilbúnu himnaríki
sem finnst. Þessi þáttur settur á
annað svið með nýrri og bjartari
sviðsmynd hefði dýpkað verkið
og sýnt annan flöt en þann
gráleita sem Ofviti Kjartans
gerist á. Annars er hin grá-
móskulega leikmynd og lýsing
Steinþórs Sigurðssonar og Daní-
els Williamsson, með ólíkindum
rík að stemmningu og tekur
ekkert burt frá textanum. Með
því að varpa samtíðarmyndum á
tjald að baki, færir leiktjalda-
meistarinn huga áhorfandans til
í tíma og rúmi. í hróplegri
andstæðu við þennan svipsterka
einfaldleika umbúðanna er sú
smekkleysa að vera að syngja
Rögnvaldsson sem sniðnir í hlut-
verk skólapiltanna Rögnvalds og
Þorleifs. (Hlutverk Hjalta á
líklega eftir að koma honum í
heimsmetabók Guinness). Ólaf-
ur Thoroddsen er full daufur
Oddur. Sigurður Karlsson nær
svipbrigðum hins frelsaða Sveit-
unga. Fraukan (Soffía Jakobs) er
frábær eins og dregin upp úr
keldu á hún mikinn þátt í besta
atriði verksins, fyrstu lyftingu
Þórbergs. Lilja Þórisdóttir er
sæt frá náttúrunnar hendi og
það var Elskan hans Þórbergs
vafalaust líka. Einhvernveginn
hafði ég nú hugsað mér Unu í
Unuhúsi (Margrét Ólafsdóttir)
öðruvísi, hlédrægari. Jón Júlíus-
son (Erlendur) hefur náttúrulegt
göngulag upphafinna manna og
ekki skemmir höfuðlagið, góð
týpa.
I leikslok
Það er alltaf dálítið undarleg
tilfinning að sjá persónur bókar
fá hold og blóð. Persónur sem
maður hafði magnað upp í huga
sér í samvinnu við forskriftir
Meistarans. Persónur sem
kannski eiga bara heima á sviði
ímyndunaraflsins. Við leikslok
fannst mér Þórbergur stara á
mig af hinum tveim stóru ljós-
myndum sem komið var fyrir
sitthvorum megin við sviðið og
mér fannst hann segja að hann
„... ætti ekki heima á þessu
plani.“ En þegar tjaldið féll og
innileg fagnaðarlætin bárust um
salinn, sýndist mér svipurinn
breytast og bregða fyrir brosi
líkt og hann hugsaði: „Nú sló ég
mér upp.“
Karl Guðmundsson, Steindór Hjörleifsson, Emil Guðmundsson,
Sigurður Karlsson og Jón Hjartarson í hlutverkum Þórbergs,
Meistarans, Sveitunga og tveggja þjóna.
Lelkllst