Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
+ Eiginmaöurinn minn og faöir okkar, ÞORGILS GUÐMUNDUR EINARSSON, Austurgötu 42, Hafnarfiröi, andaöist í Borgarspítalanum aö morgni 22. október. Viktoría Sigurjónsdóttir og börn.
+ Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, ÞÓREY SIGURÐARDÓTTIR, Kleppsvegi 36, lóst á Landakoti aö morgni 22. október. Pétur Einarsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Bróöir okkar, MAGNÚS SIGURÐSSON Laugavegi 82, iést 20. október í Borgarspítaianum. Margrét Siguröardóttir, Jóhanna Siguröardóttir.
+ Eiginmaöur minn og faðir okkar, JAKOB SIGURJÓNSSON, Hólagötu 50, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, 20. október. Inga Lárusdóttir, Sigurjón Jakobsson, Lárus Jakobsson.
+ Eiginmaöur minn, JÓN SIGURÐSSON, frá Hjalla, Fellsmúla 7, Reykjavík, sem andaöist í Borgarspítalanum 17. þ.m. verður jarösunginn frá Háteigskirkju, fimmtudaginn 25. október kl. 15.00. Elín Jónsdóttir.
+ Útför, HELGAJÓNSSONAR, Mánagerói 7, Grindavík, fer fram frá Grindarvt'kurkirkju, miövikudaginn 24. október kl. 2 e.h. Guöfinna Hjálmarsdóttir og börn.
+ Utför, INGVELDAR JÓNSDÓTTUR, frá Fossi á Síöu, vestur-Skaftafellssýslu, fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 24. október kl. 13.30. Jarösett verður í kirkjugaröinum viö Suöurgötu. Ólaffa Árnadóttir, Brynjólfur H. Þorsteinsson.
+ Maöurinn minn og faöir okkar, ÞORSTEINN SIGURJÓNSSON, Melgeröi 28, Kópavogi. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 26. október kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hins látna er bent á Sjálfsbjörg landssambands fatlaöra. Jóna Þorsteinsdóttir, Sigursteinn Þorsteinsson, Guöfinnur Þorsteinsson, Sigríöur Þorsteinsdóttir, Siguröur Norðdal.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og
jaröarför,
ÓLAFS ÓLAFSSONAR,
fyrrverandi yfírlæknis,
frá Stykkishólmi,
sem lést í Borgarspítalanum 13. þ.m.
Katla Ólafsdóttir, Kristján Jensson,
Þórunn Ólafsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir,
Ólöf Ragnarsdóttir, Ólafur Helgi Helgason.
Guðrún Einarsdótt-
ir—Minningarorð
í dag fer fram frá Dómkirkj-
unni útför Guðrúnar Einarsdótt-
ur, sem andaðist á elliheimilinu
Grund 12. þ.m. eftir langvarandi
veikindi. Guðrún var fædd í Ána-
naustum 21. maí 1893, dóttir
sæmdarhjónanna Margrétar
Bjarnadóttur og Einars Guð-
mundssonar.
Æskuheimili hennar stóð svo á
Vesturgötu 53b, þar sem hún ólst
upp á fjölmennu heimili. Systkini
hennar voru: Guðmundur, segla-
saumari, Árni klæðskeri, Emilía
frú, Ólafur vélfr. og Ágústa, sem
ein lifir háöldruð í Danmörku.
Eina uppeldissystur átti Guðrún,
Sveinbjörgu Árnadóttur, búsetta
hér í bæ, gifta Einari Eggertssyni,
kafara.
Guðrún giftist 17. júlí 1920
Kristni Magnússyni, bakarameist-
ara. Heimili þeirra stóð lengst af í
Þingholtsstræti 23, og lifðu þau í
einkar ástríku hjónabandi þar til
Kristín lést 1960, eftir langvar-
andi veikindi.
margir áttu þar athvarf og að-
hlynningu, enda hjónin bæði þar
samtaka. Margir munu minnast
gleðistundanna í Þingholtsstræti
23. Guðrún var mikil hannyrða-
kona, bæði á útsaum og hekl, og
einkar myndarleg til allra verka
og til alls, sem hún tók sér fyrir
hendur — allt varð að vera hreint
og fágað. Á yngri árum var hún
mikið í íþróttum og var í fimleika-
flokki þeim er valinnn var við
konungskomu 1907. Þá var hún
framarlega í Húsmæðrafélagi
Reykjavíkur. Nú hefur hún fengið
hvíld eftir 9 ára veikindastríð.
Eldri dóttirin Sigríður annaðist
hana í mörg ár heima, af sérstakri
natni, var það oft erfitt, en
Sigríður var sú elskulega dóttir,
sem ekkert taldi eftir sér, þegar
móðir hennar átti í hlut. Þá er
vert að minnast þess hversu ein-
staklega vel Guðrún reyndist
tengdamóður sinni þegar elli og
veikindastríð sóttu að henni, þar
kom varla sá dagur að hún kæmi
ekki til hennar og sæti hjá henni
tímum saman.
Sólargeislar hennar eru svo
barnabörnin, Guðrún Kristín,
Elínborg og Ólafur og börn Mar-
grétar — Kristinn Jackson, er hér
staddur, Larry og Lee — þau
senda nú ömmu sinni hinstu
kveðju.
Þar sem góðir menn fara eru
guðs vegir. Friður sé með henni.
M.S.
Guðrún stundaði mann sinn af
sérstakri natni og alúð í mörg ár,
eins og hennar var von og vísa.
Guðrun og Kristinn eignuðust
tvær dætur, Sigríði, sem var
kvænt Þorsteini Ölafssyni, skipa-
smið, sem Iátinn er fyrir nokkrum
árum, og Margréti, sem giftist
Philip Jackson og er búsett í
Bandaríkjunum, en nú hingað
komin til að fylgja móður sinni
síðasta spölinn.
Mikið jafnræði var með þeim
Guðrúnu og Kristni — þau gátu
hvorugt af öðru séð. Heimili
þeirra var þeim allt, með sínum
elskulegu dætrum. Guðrún var
sérstök að lundarfari, það var eins
og hún bæri með sér birtu og
sólskin, það var gott að vera í
návist hennar. Þar af leiddi að
mikill gestagangur var á heimili
þeirra hjóna, þar var öllum tekið
að stakri velvild og alúð, og
Sigríður var barn þeirrar tíðar,
er hvert barn lærði snemma að
vinna, varð að vinna. Allflestir
urðu annaðhvort að duga eða
drepast. Ég vissi um hennar högu
hendur og listhneigð, vissi, að
mjög ung hafði hún nýtt sér þá
hæfileika, með nál og tvinna í
höndum, sér og sínum til fram-
dráttar um langa ævi.
Sigríður var líka ljóðelsk og vel
gefin kona og fannst mér eins og
annars ummæli koma alveg fram í
hennar veika máli: „Kveðja fer ég
allt og alla, enda löngu ferðbúinn.
Ég er þreyttur, höfði halla hægt
og mjúkt á koddann minn“, enda
hafði hún fyrir nokkru gert sér
ljóst, að hennar erfiði starfsdagur
var að kveldi genginn.
Ekkert var unnt fyrir hana að
gera, nema hvað ég hét, að taka
undir hennar óskabæn er ég legði
augun aftur á kveldin.
Ljúft var mér að verða við þeim
óskum hennar, til þessara þjáðu
vina beggja og biðja: Ljáðu þeim
Faðir líkn í þraut — með logandi
kvalanna sárin. Þú einn mýkt
getur þeirra braut og þerrað
hvarmanna tárin.
Víst sér maður eftir góðum
samferðarfélögum á lífsleiðinni,
en mikið er það þó eðlilegra, er
þjáður og slitinn biðst sjálfur
lausnar og ósk Sigríðar festist
mér þannig í minni: Kalda lífsins,
kvöl og neyð, kærra vina bænir
eyði. Hinstu sporin heim á leið
höndin almilda þig leiði.
Tveim dögum síðar frétti ég, að
hún hefði fengið ósk sína upp-
fyllta, verið kölluð heim 10. októ-
ber s.l.
Sigríður frá Brandsstöðum í
Reykhólasveit var fædd 30. des-
ember 1898.
Hughlýjar þakkar- og vinaóskir
samferðafélaganna fylgja henni
yfir sundið.
Sigríður Hjábnarsdótt-
ir - Nokkur kveðjuorð
Sunnudaginn 5. október kom ég
aðeins í heimsókn til eins góðs
Iðunnarfélaga (Kvæðamannafél.
Iðunnar) á Landspítalanum,
þeirra þreyttu konu, Sigríðar
Hjálmarsdóttur.
Með vinarhveðju hennar, fór ég
beint til Ragnars Lövdahls er lézt
fáum dögum síðar á Borgarsp.
Hann hafði líka léð mér í nesti
bestu kveðjur til Sigríðar.
Þótt bæði styndu þau af þraut-
um og ættu erfitt um mál, var þar
engan barlóm að heyra, vinar-
kveðjur og hugur til annarra gekk
fyrir.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi, sonur og bróöir,
INGIMUNDUR GUNNAR JÖRUNDSSON,
frá Hellu, Stigahlíö 10,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 24. október
kl. 15.00.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Guömunda Sigurborg Halldórsdóttir,
Halldór Jón Ingímundarson,
Elin Ágústa Ingimundardóttir, Níels Skjaldarson,
Ingimundur Gunnar Níelsson,
Elín Sigríöur Lárusdóttfr, Jörundur Gestsson,
og systkini.
Brímrún Rögruxdds-
dóttir — Minning
Fædd 25. íebrúar 1975.
Dáin 11. október 1979.
Dag einn erum við öll að leika
okkur saman, en næsta dag vantar
eina í hópinn. Hún Brimrún er
farin frá okkur. Við skiljum ekki
að hún komi ekki aftur, en við
munum hana sem glaðan og
skemmtilegan leikfélaga.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Brimrúnu og
vera henni samferða hluta af
hennar stuttu en björtu lífsleið.
Guð styrki Kristjönu og Birgi.
Ó, Jesú bróðir besti
og barnavinur mesti
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.
Mig styrk í stríði nauða,
æ, styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi í mínu hjarta.
(Páll JónsHon)
Leikfélagar i Sunnuhlíð.
Ingþór Sigurjs.