Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 17 áttu fangelsisdóm yfir höfði sér, og svo er enn. Fyrir skömmu reyndi maður að komast yfir til Vestur-Berlínar með því að skríða undir vestur-þýzka rútu í Austur-Berlín. Þegar rútan var komin að borgarmörkunum fannst maðurinn hangandi undir henni og var umsvifalaust tek- inn höndum. Þeir sem dæmdir hafa verið fyrir flóttatilraunir halda dauðahaldi í vonina um, að vestur-þýzk yfirvöld kaupi þeim frelsi. Fyrir hvern flótta- mann, sem leystur er út á þennan hátt, eru greiddar tug- þúsundir dollara. Nú hefur tekizt að loka fyrir flestar glufurnar á múrnum, og sjaldgæft er, að fólk komist klakklaust yfir hann. En freist- ingarnar eru sterkar. Hvergi annars staðar í Austur-Evrópu er ástandið þannig að stór hluti þjóðar sé með hálfan hugann hinum megin við járntjaldið. Ástæðan er ugglaust sú, hversu návígið er mikið, og tjaldið skilur þarna að eina þjóð með sömu tungu. Sjónvarpið Útsendingar frá vestur-þýzk- um sjónvarpsstöðvum ná til alls Austur-Þýzkalands að undan- teknum héruðunum lengst í norð-austri og suð-austri. Á flestum heimilum í Austur- Þýzkaiandi er horft á fréttir, kvikmyndir og auglýsingar frá vestur-þýzka sjónvarpinu. Þegar Austur-Þjóðverjar setjast fyrir framan sjónvarpstæki sín á kvöldin fá þeir innsýn inn í þjóðfélag, þar sem gagnrýni er leyfileg og allar fréttir fluttar, enda þótt þær séu slæmar. Þeir hafa yfirleitt ekki nokkurn áhuga á ritskoðuðum fréttum í dagblöðum og sjónvarpi í sínum heimahögum. Árið 1972 gerðu stjórnvöld í Austur- og Vestur-Þýzkalandi samþykkt sem kvað á um heim- ild til Vestur-Þjóðverja til að heimsækja ættingja sína í Austur-Þýzkalandi. Á hverju ári koma 7 milljónir Vestur-Þjóð- verja til Þýzka alþýðulýðveldis- ins og flytja með sér vestrænan varning, vestrænt svipmót og frjálsræði. Þessir ríku frændur mæta ekki alltaf fölskvalausri aðdáun fyrir austan. Vestur- landabúi nokkur á fjölskyldu í Austur-Berlín, sem býr í grennd við múrinn og er gersamlega miður sín yfir því að geta ekki flutzt vestur yfir. En hann á aðra ættingja uppi í sveit, og þegar hann heimsækir þá, finn- ur hann glöggt, að þeir eru staðráðnir í því, að leiða hjá sér vestræna lifnaðarhætti, sem þeir munu aldrei geta tileinkað sér. Þeir hafa m.a. tekið þá afstöðu að horfa aldrei á vest- ur-þýzkar sjónvarpsstöðvar, því að ella myndu þeir verða óánægðir með hlutskipti sitt. Þegar Honecker tók við af harðlínumanninum Walter Ul- bricht árið 1971 hét hann því, að hann myndi leiða til vegs frjáls- lyndari „neyzlukommúnisma" en verið hefði við lýði. Eigi að síður er harðar tekið á gagnrýni en áður var, enda þótt það verði ljósara með ári hverju, að Austur-Þjóðverjar treysti betur á aðrar upplýsingar en þær sem stjórnvöld matreiða handa þeim. í Austur-Þýzkalandi eru um 400.000 rússneskir hermenn, og sagt er, að stjórnmálaleiðtogar í Sovétríkjunum séu mjög óánægðir með það, hversu illa Honecker hafi tekizt að ráða við almenningsálitið í landinu. Listamennirnir Fyrir þremur árum var aust- ur-þýzka skáldið og vísnasöngv- arinn Wolf Biermann gerður útlægur úr heimalandi sínu fyrir meinyrta gagnrýni á kerfið, enda þótt hann væri ákafur kommúnisti. Þessi ráðstöfun olli því, að helztu menntamenn landsins og stjórnvöld fóru í hár saman og enn hefur ekki tekizt að jafna þann ágreining. Rithöf- undar tóku að gefa bækur sínar út á Vesturlöndum og eðlisfræð- ingurinn Robert Havemann prófessor, náinn vinur Bier- manns, var settur í áralangt stofufangelsi. Sumir rithöfund- ar, t.d. Reiner Kunze, kusu að fara í útlegð. Aðrir hafa hætt við að láta gefa verk sín út á Vesturlöndum vegna hótana um háar fjársektir, ef þeir héldu uppteknum hætti. Rudolf Bahro, lítt kunnur, austur-þýzkur skrifstofumaður, lét gefa út í Vestur-Þýzkalandi hatramma gagnrýni á skrifstofuveldið í Austur-Þýzkalandi undir heitinu „Hinn kosturinn". Hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrir rógburð um ríkið. Þessir menntamenn eru yfir- leitt ekki svarnir óvinir þess kommúnistíska þjóðfélags, sem mótaði þá. Biermann kallar jafnvel Austur-Þýzkaland „Þýzkaland hið betra". Andóf þessara manna byggist á þeirri sannfæringu þeirra, að eitthvað, sem þeim þótti vænt um og börðust fyrir, hafi glatazt eða afskræmzt. Ekkert bendir til þess, að valdhafarnir í Austur- Þýzkalandi hafi minnzt 30 ára afmælis ríkisins með því að taka mið af gagnrýni þeirra og reynt að hafa upp á því, sem farið hefur forgörðum. Ný saga eftir Deu Trier Mörch: Kastaníugöngin Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér skáldsöguna Kastaníugöngin eftir danska höfundinn Deu Trler Mörch. Bókin er prýdd mörgum teikningum eftir höfundinn sem einnig er kunnur myndlistarmaður. — Ólöf Eldjárn þýddi söguna. Dea Trier Mörch vakti athygli með skáldsögunni Vetrarbörnum sem kom í íslenskri þýðingu i fyrra og hefur einnig verið kvikmynduð. Sú saga greindi frá reynslu sæng- urkvenna á fæðingardeild. Kastaniu- göngin eru allt annars eðlis. Sagan gerist skömmu eftir stríð og segir frá samskiptum þriggja barna úr Kaupmannahöfn við afa þeirra og ömmu á heimili þeirra á sjálenskum sveitabæ. Kemur þar mest við sögu sjö ára gömul stúlka, Maja, enda dveist hún um kyrrt hjá gömlu hjónunum vetrarlangt. — í kynn- ingu forlagsins á kápubaki bókar- innar segir meðal annars: „Sagan byggir á bernskuminning- um höfundar og er samin af mikilli hlýju og húmor. Gömlu hjónin munu verða lesendum minnisstæð: afinn, uppgjafa embættismaður sem held- ur gamlar dyggðir í heiðri sem aldamótamanni sæmir, — og þó einkum amman sem er listamaður og finnur upp á ýmsu og kærir sig kollótta um borgarlega sniðfestu. Samspil þessa fólks og dótturbarn- anna er megininntak bókarinnar." Kastaniugöngin eru 212 bls. Oddi prentaði. Bætur vegna óverðtryggðrar búvöru: Byggðasjóður endur- greiði lán til bótanna Frumvarp 7 sjálfstæðisþingmanna Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks, úr öllum kjördæmum utan Reykjavíkur, löðgu fram á Alþingi frumvarp til laga um greiðslu bóta vegna óverðtryggðrar framleiðslu landbúnaðarvara. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að rikisstjórnin útvegi fjármagn, er nemi þremur milljörðum króna, til að bæta bændum að nokkru halla af óverðtryggðum útflutningi búvöru á síðasta verðlagsári og til að greiða fyrir sölu á þeim búvörubirgðum, sem óseldar vóru við upphaf þessa verðlagsárs. Af fjárhæð þessari verði tveimur milljörðum króna þegar varið til endurgreiðslu á verðjöfnunargjaldi, sem Framleiðslu- ráð landbúnaðarins innheimti af framleiðslu siðasta verðlagsárs, en einum milljarði til þess að greiða fyrir sölu á birgðum og framleiðslu búvöru á fyrri hluta þessa verðlagsárs. Byggðasjóði verði gert að leggja fram einn milljarð króna á ári að hámarki á næstu þremur árum kann að verða í þessu skyni. í greinargerð flutningsmanna (Pálma Jónssonar, Eggerts Hauk- dals, Friðjóns Þórðarsonar, Sverr- is Hermannssonar, Lárusar Jóns- sonar, Matthíasar Bjarnasonar og Matthíasar Á. Mathiesen) segir: Alkunn eru þau margvíslegu vandamál, sem að bændum hafa sótt á þessu ári. Stórlega skortir á að fullt verð náist fyrir fram- leiðslu síðasta verðlagsárs, vegna halla af útflutningi búvara. Harð- indi, sem gengið hafa yfir landið í vor, sumar og haust, hafa valdið gífurlegu tjóni. Heyfengur er nú minni en um árabil og veruleg skerðing bústofns blasir við í heilum landshlutum. Dilkar eru óvenjurýrir, eða víða nálægt 2 kg léttari en í fyrra, og kýr hafa mjóikað illa vegna tíðra hrak- viðra. Verulegur samdráttur blas- ir við í búvöruframleiðslu á næsta ári samfara versnandi afkomu bænda. endurgreiðslu á láni, sem tekið Hinn 5. júní s.l. skipaði land- búnaðarráðherra nefnd, sem m.a. fékk það verkefni að gera tillögur um „lausn á vandamálum bænda vegna söluerfiðleika erlendis á umframframleiðslu landbúnaðar- afurða, þannig að tekjuskerðing bænda verði sem minnst". Nefndin skilaði áliti 28. júlí og varð meiri hluti hennar sammála, þ.e. fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Alþýðu- bandalagsins, Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda. Þessir nefndarmenn létu þó fylgja tillögum sínum sérstak- ar bókanir. Fulltrúi Alþýðuflokks- ins skilaði á hinn bóginn séráliti. Frumvarp það, sem hér er flutt, er alfarið byggt á tillögum meiri- hluta nefndarinnar. Með frum- varpinu eru prentuð sem fylgi- skjöl greinargerð og tillögur meirihlutans, ásamt þeim bókun- um, sem fram voru settar af þeim mönnum sem meirihlutann skip- uðu. Frumvarpið þarfnast því ekki ítarlegra skýringa. Frá því nefndin skilaði áliti er ekki vitað til þess, að landbúnað- arráðherra eða ríkisstjórnin, sem nú er fyrrverandi, hafi á nokkurn hátt reynt að koma tillögum nefndarinnar í framkvæmd. Hlýt- ur það að teljast ámælisverður sofandaháttur í þessu máli. Frum- varpið er því flutt til þess að koma málinu fyrir Alþingi, en eins og áður sagði stóðu fulltrúar þriggja flokka að þeim tillögum, sem það er byggt á. Þótt núverandi aðstæð- ur í stjórnmálum hindri það, að frv. nái fram að ganga um sinn, mun það tekið upp þegar Alþingi kemur saman að nýju. Með greinargerðinni fylgja þrjú fylgiskjöl: 1) Greinargerð og til- lögur meirihluta Harðindanefnd- ar, 2) Bókun Inga Tryggvasonar, Ásgeirs Bjarnasonar, Jóns Guð- mundssonar og Kjartans Ólafs- sonar á fundi Harðindanefndar 28. júní sl. og 3) Bókun Steinþórs Gestssonar á sama fundi, en frumvarpið er að meginefni byggt á efnisatriðum í bókun Steinþórs. Ennfremur var lagt fram frum- varp Stefáns Valgeirssonar (F), Lúðvíks Jósepssonar (Abl.), o.fl. um 3ja milljarða króna greiðslu beint úr ríkissjóði til sams konar bóta. Krukkur, bollar og stell írá Höganas Keramik Höganás keramikið er blanda af gamalli hefðbundinni list og ný- tísku hönnun. Það er brennt við 1200°Chita sem gerir það sterkt og endingargott. Höganás keramik má þvo í upp- þvottavél, það er blýfrítt og ofnþol- KRISTJPn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.