Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 27 Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurlandi: Uppnám um skipan D-listans Sjálfstæðisflokkurinn hafnar prófkjöri í Nordurlandi eystra: Örlög mín eru rádin — segir Jón G. Sólnes TALSVERT uppnám er nú meðal sjálfstæðismanna í Suðurlands- kjördæmi vegna skipunar á lista flokksins i næstu kosningum. Hafa Vestmannaeyjar og sýslurn- ■ ar þrjár, Árnessýsla, Rangár- vallasýsla og Vestur-Skaftafells- sýsla ekki getað komið sér saman um skipan manna á listann og hafa Árnesingar haft á orði að bjóða fram sérstakan lista, verði Steinþór Gestsson eigi í fyrsta sæti. Hafa ýmsar tillögur verið gerðar til lausnar þessari deilu, en engin hlotið hljómgrunn. Á fundi stjórnar kjördæmis- ráðs tilkynntu Árnesingar i síðustu viku, að þeir krefðust þess að Steinþór Gestsson skipaði fyrsta sæti listans, ef ekki yrði prófkjör. Hins vegar óskuðu þeir eftir prófkjöri og tilkynntu fram- boð Steinþórs í 1. sætið, ef það yrði ofan á. Barst þá tilkynning frá Vestmannaeyingum um að þeir væru mótfallnir prófkjöri. Fötluð börn í leikhúsferð til Akureyrar LAUGARDAGINN 27. október, eða fyrsta vetrardag, fer hópur fatlaðra barna ásamt foreldrum í dagsferð til Akureyrar á vegum Kristins Guðmundssonar farar- stjóra. Á Akureyri fer hópurinn m.a. í leikhúsið og sér sýningu Leikfélags Akureyrar á Galdra- karlinum í Oz. I hópnum verða 15 börn og er þetta í fjórða skiptið sem Kristinn skipuleggur ferð af þessu tagi. Rangæingar höfðu ekki látið neitt uppi um þetta atriði. Upp úr þessu hófst samninga- gerð milli Árnesinga og Vest- mannaeyinga, þar sem miðað var að því að Árnesingur skipaði 1. sætið, en Vestmannaeyingur 2. sætið, Rangæingur hið 3. og Skaft- fellingur 4. sætið. Var lagt til grundvallar kjörfylgi Sjálfstæðis- flokksins í sýslunum. Á kjörfundi kom síðan fram tillaga frá Rang- æingum um opið prófkjör með breyttum prófkjörsreglum, þar sem samræmdar reglur mið- stjórnar flokksins myndu ekki henta í kjördæminu. Skilyrði um niðurröðun á lista var sú að hver sýsla fengi ekki nema eitt sæti. Kom þá upp tillaga frá Árnesing- um um að kjördæmisráðið stillti upp skipan fjögurra efstu sæt- anna, þannig að Árnesingur skip- aði fyrsta sætið, Vestmannaeying- ur annað, Rangæingur hið 3. og Skaffellingur 4. sætið. Jafnframt tilkynntu Árnesingar að þeir myndu fara í sérframboð með Eyjamönnum, ef þessu yrði hafn- að. Hótuðu þá Rangæingar að ganga af fundi, ef þeirra maður yrði settur í 3. sætið. Studdu Skaftfellingar Rangæinga í þess- ari deilu. Um þetta var deilt fram og aftur á fundinum. Seint á laugar- dagskvöld var gengið til atkvæða- greiðslu og átti fyrst að bera upp hina skilyrtu tillögu Rangæinga og var allt útlit fyrir að hún yrði felld með nokkrum meirihluta. Lá þá í loftinu að þeir myndu ganga út og byðu sérstaklega fram með Skaftfellingum. Kom þá fram til- laga um að kjörnefnd samræmdi prófkjörsreglur og var sú tillaga felld með minnihluta atkvæða, þar sem allmargir sátu hjá. Var þá borin upp skilyrt tillaga Rangæ- inga um opið prófkjör yfir allt kjördæmið. Var hún felld á jöfnu 33:33, en tvö atkvæði voru ógild. Var þá fundi frestað. Á sunnudag var aftur tekið til við þessi mál. Hafði þá meiri hluti kjörnefndar 6 af 11 nefndar- mönnum samþykkt tillögu Árnes- inga um skipan fjögurra efstu sæta listans um að Árnesingur yrði í 1. sæti, Eyjamaður í 2., Rangæingur í 3. og Skaftfellingur í 4. sæti. Báru Rangæingar þá fram tillögu um að efnt yrði til skoðanakönnunar meðal flokks- bundinna sjálfstæðismanna. Sú tillaga var ekki afgreidd og fundi frestað, þar sem Rangæingar báðu um tíma til þess að kanna fleiri leiðir til lausnar deilunum. Á fundinum kom fram m.a. sú hugmynd að Guðmundur Karlsson skipaði 3. sæti listans og Árni Johnsen 4. sætið. Árni lýsti því yfir að hann aftæki slíkt með öllu, þar sem ekki væri unnt að ganga þannig á rétt Skaftfellinga og þó sérstaklega Siggeirs Björnssonar. Engin ástæða væri til þess að stærri sýslurnar træðu þannig á hinni minnstu. Mun því þetta mál hafa verið úr sögunni og það aldrei lagt fram. Engin lausn fékkst því á fram- boðsmálin og er óákveðið hvenær nýr fundur verður boðaður. KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins i Norðurlandskjördæmi eystra hafnaði um helgina próf- kjöri með 39 atkvæðum gegn 8 og tveir sátu hjá. Áður hafði kjör- nefnd hafnað prófkjöri með 10 atkvæðum gegn þremur. Er þvi ljóst að prófkjör á vegum flokks- ins fer ekki fram og skapar það óvissu um framboð Jóns Sólnes, sem skipað hefur fyrsta sæti D-listans i þessu kjördæmi i tvcnn- um undanförnum alþingiskosn- ingum. Kjörnefnd hefur verið boðuð saman til fundar á fimmtudag og kjördæmisráð aftur á sunnudag og gangi allt að óskum, mun fram- boðslisti flokksins þá liggja fyrir. Jón Sólnes, sem ritar grein í Morgunblaðið í dag, segir að þar með séu örlög hans ráðin á þann veg að fyrirfram sé vitað, að kjörnefnd, sem gera mun tillögu um skipan á væntanlegum lista muni ekki gera tillögu um að hann skipi það sæti, sem hann hafi skipað. Segir hann að 451 hafi skrifað undir ósk um að prófkjör yrði haldið og það komi skringilega fyrir sjónir er flokkurinn hafni slíku. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær munu fulltrúar nokkurra félaga í kjördæminu hafa lýst því að ógern- ingur væri að halda prófkjör í heimabyggðum þeirra. Fyrir lá þá að ekki væri unnt að halda prófkjör um allt kjördæmið og samþykkti því kjördæmisráð eins og áður er getið að hafna prófkjöri. Skiptar skoðanir voru á kjördæmisráðs- fundinum, þótt niðurstaða hafi verið þetta eindregin. Jón G. Sólnes sat ekki fundinn til loka hans, og var farinn áður en til atkvæða- greiðslu kom. Rætt er um að skipan listans verði þannig að Lárus Jónsson verði í fyrsta sæti, í 2. sæti Halldór Blöndal og í hinu þriðja Vigfús B. Jónsson á Laxamýri, en þetta mun þó alls kostar óafráðið og mun eigi fást úr því skorið fyrr en kjörnefnd gerir tillögu til kjördæmisráðs og það samþykkir hana. Tómas Árnason fyrrum fjármálaráðherra: Hvers vegna óbreytt br áðabirgðalög? TÓMAS Árnason fyrrum fjár- vörugjald. „Þessi lög þýða 13,5 málaráðherra óskaði eftir því milljarða í skattheimtu á næsta við Mbl. í gær, að blaðið kæmi ári og þarna var gullið tækifæri þeirri spurningu hans á fram- fyrir Alþýðuflokkinn og Sjálf- færi, hvers vegna ríkisstjórn stæðismenn að bremsa af skatt- Alþýðuflokksins hefði gefið út heimtuna," sagði Tómas. „Ég óbreytt bráðabirgðalög fyrri spyr: Hvers vegna? Og ég veit að ríkisstjórnar um söluskatt og þeir eru fleiri sem spyrja." í slenzkt tónverk fr umflutt í kveðjuboði forsetah jónanna Þorkell Sigurbjörnsson. í KVEÐJUBOÐI íslenzku forsetahjónanna við lok heimsóknarinnar í Belgíu lék kvartettinn Aurora Borealis nokkur verk fyrir gesti við geysi- góðar undirtektir. Meðal annars lék kvartettinn nýtt tónverk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem hann samdi sérstaklega fyrir þetta tækifæri og nefndi „petits plaisirs“. Kvartettinn skipa systurnar Rut, Unnur María og Inga Rós Ingólfsdætur og Hörður Áskels- son eiginmaður Ingu Rósar. Þau hjónin stunda tónlistarnám í Dússeldorf en Unnur María stundar nám í London. Rut Ingólfsdóttir stundaði nám við Konunglega tónlistar- skólann í Bruxelles í þrjú ár og lauk námi 1969. Er hún eini íslenzki tónlistarmaðurinn, sem stundað hefur nám í Belgíu. Þegar unnið var að undirbúningi heimsóknar forsetahjónanna til Belgíu var leitað til Rutar með ósk um að hún annaðist tón- listarflutning í kveðjuboði for- setahjónanna. Rut sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að það hefði orðið að ráði að kvartettinn Aurora Borealis (Norðurljós) léki í boð- inu, en kvartettinn hélt tónleika á Italíu og Islandi í sumar. Rut sagði ennfremur að hún hefði snúið sér til Þorkels Sigur- björnssonar og beðið hann að semja tónverk fyrir hópinn til flutnings við þetta tækifæri og hefði hann tekið bóninni afar vel og samið verk það sem fyrr er getið. Kvartettinn kom saman í Dússeldorf nokkrum dögum fyrir kveðjuboðið og æfði en til Bruxelles kom hann daginn fyrir kveðjuboðið. í boðinu lék kvart- ettinn fyrst sónötu í g-moll eftir Hándel en síðan verk Þorkels, sem er í fjórum þáttum fyrir tvær fiðlur, cello og sembal. Þvínæst lék kvartettinn þrjú þjóðlög í útsetningu Þorkels og loks Triosónötu eftir Telemann. Kvartettinum var klappað lof í lófa fyrir leik sinn og var verki Þorkels sérstaklega vel fagnað, Meðlimir kvartettsins voru sæmdir heiðurspening forseta íslands í þakklætisskyni fyrir leik sinn. Ennfremur færðu kon- ungshjón Belgíu þeim sérstakar þakkir. Rut Ingólfsdóttir sagði að þær systur og Hörður hefðu verið ákaflega ánægð með þær góðu móttökur sem þau fengu og væru mjög þakklát þeim aðilum sem gerðu þeim kleift að koma fram í þessu kveðjuboði. Kvartettinn Aurora Borealis. Frá vinstri Rut, Unnur Maria, Hörður og Inga Rós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.